Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. 3 I>v Viðtalið Fréttir Beini kröftum mínummestað manngildis- hreyfingunni Nafn: Helga Gisladóttir Aldur: 31 Staða: Kosningastjóri og kennari Helga Gísladóttir er kosn- ingastjóri Sigrúnar Þorsteíns* dóttur frá Vestmannaeyjum í væntanlegum forsetakosningum. Helga var einn af stofnendum Flokks mannsins áriö 1984 og hefur starfaö mikið innan mann- gildishreyfingarinnar. Hún var í framboöi fyrir Flokk mannsins í síöustu Alþingískosningum. Hef áhuga á þjóöfélags- málum „Ég hef starfað mikiö innan manngildishreyfmgarinnar en Flokkur mannsins er ein grein út frá henni. Ég beini mínum kröftura mest að manngildis- hreyfmgunni og það rúmast ekki mikið annað í frítíma mínum. Ég hef áhuga á þjóðfélagsmálum og vildi gjarnan sjá þjóðfélagið öðru- vísienþaðer ídag,“ segirHelga. Að loknum forsetakosningura mun hún halda til Engiands í þeim tilgangí að starfa í mann- gildishreyfingunni þar í landi. „Ég fer út til að þjálpa til við uppbyggingu manngildishreyf- ingarinnar í Englandi. Dvölin stendur í einn og hálfan mánuð en ég var á sama stað í fyrrasum- ar. Þetta var mjög gaman, annars væri maöur ekki að þessu. Þarna ermn við að gera nákvæmlega þaö sama og hér heima, tala við fólk og halda námskeið." Frá mannmörgu heimili í Dalasýslu Helga er kennari að mennt, út- skrifaðist frá Kennai'askóla ís- lands 1981. Hún kennir nú í þjálf- unarskóla ríkisins í Safamýri. En fyrstu tvö árin eflir að hún út- skrifaðist kenndi hún við Lauga- skóla í Dalasýslu. En í Dalasýsl- unni er hún einmitt upprunnin, nánar tiltekið frá bænum Blönduhlíð. Þar er Helga fædd og uppalin á mannmörgu lieimili. Foreldrar hennar búa enn á Blönduhlíð. Þau eru Gísli Jóns- son og Svanhildur Kristjánsdótt- ir. Sambýlismaöur Helgu er Júl- íus Valdimarsson, markaðsstjóri. Gaman að sauma Sérmenntun Helgu í kennara- skólanura er handavinna og segir hún að þegar hún eigi stund af- lögu noti hún hana í fatasaum. Auk þess var hún með sauman- ámskeið samhliða kennarastarf- inu. „Ég hef mjög gaman af því aö sauma en geri reyndar ekki mikiö að því núorðiö. Það er lítið sofið þessa dagana. En ég er hepp- in þar sem skólinn verður búinn uin mánaðaraótin og þá get ég einbeitt mér að fullu að kosninga- haráttunni.“ Stuðningsmenn Vigdísar opna kosningaskrifstofu Stuðningsmenn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta Islands, opna bækistöð um helgina að Garðastræti 17 þar sem fólk getur leitað upplýs- inga og ráðlegginga varðandi kosn- ingamar. „Kosningaskrifstofan er ekki á veg- um Vigdísar heldur stuðningsmanna hennar. Við sem stöndum að skrif- stofunni verðum fólki til ráðlegging- ar og aðstoðar. Það em mörg mál sem koma upp vegna kosninga og fólk spyr margra spuminga, til dæmis hvort það sé á kjörskrá. Annars munum við bara fylgjast náið með því sem er að gerast. Skrifstofan verður líklega opin eftir hádegi og á kvöldin þegar fólk hefur lokið vinnu og getur það þá annaðhvort hringt til okkar eða komið og fengið sér kaffisopa," sagöi Anna Sigga Gunn- arsdóttir, einn stuðningsmanna Vig- dísar Finnbogadóttur, í samtali við DV. Anna Sigga sagðist vilja hvetja fólk til að neyta atkvæðisréttar síns. „Ut- ankjörstaðakosning hefst á mánudag og viljum við eindregið hvetja fólk, sem ætlar í sumarfrí og verður ekki heima á kjördag, að greiða atkvæði utan kjörstaðar.“ -JBj S,., S': _________________________ Mitsubishi Lancer 4.w.d. Með sítengt aldrif. Ferðabíll sem fer á kostum. VERÐ FRÁ KR. 698.000. — V ■ Mitsubishi Pajero Langur eða stuttur — Fjölhæfasta farartækið á landi. — A vegi eða vegleysu. VERD FRÁ KR. 1.065.000. L. Mitsubishi L300 4.W.D. Bíllinn sem sló strax í gegn — í öllum hlutverkum — til ailra verka. — Til fólksflutninga eða vöruflutninga. VERD FRA KR. 1.038.000. ÞRJAR STJÖRNUR FRA mr i □ Allir meö aldrif. □ Allir meö aflstýri. □ Allir meö snertulausa kveikju. □ Allir meö rúllubílbelti í hverju sætl. □ Allir meö litaöar rúöur. □ Allir meö tregöulæslngu á afturdrifí. □ Allir meö dagljósabúnaö. (samkvæmt nýju umferöarlögunum). TIL AFGREIÐSLU STRAX Á GAMLA VERÐINU HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.