Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988.
Fréttir
________________________________________________DV
Eriendar skuldir þjóðarinnar aukast:
Hálfúm mánuði lengur að
vinna fyrir skuldunum
- eftirspum fýrirtækja eftir eriendum lánum jafngildir öðmm hátfum mánuði til viðbótar
% af þjóðarframleiðslu
601
□ eftirspurn
■ erl.skuldir
1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
A þessu súluriti má sjá erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Á árinu 1988 er miðað við áætlun fjármálaráðuneytisins um erlendar skuld-
ir i árslok og áætlun Þjóðhagsstofnunar um þjóðarframleiðslu frá þvi i
vor. Auk þess eru ósamþykktar umsóknir, sem viðskiptaráðuneytinu hafa
borist, sýndar.
%af útflutningstekjum
30n
25-
20-
□ eftirspurn
I afborganir
■llllBnS
10H
1981 1892 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Á þessu súluriti má sjá greiðslubyrði erlendra lána sem hlutfall af útflutn-
ingstekjum. Á árinu 1988 er miðað við áætlun fjármálaráðuneytisins um
erlendar skuldir i árslok og áætlun þjóðhagsspár Þjóðhagsstofnunar frá því
í vor. Auk þess eru áhrif ósamþykktra umsókna, sem viðskiptaráðuneytinu
hafa borist, sýnd.
I kjölfar efnahagsaögerða ríkis-
stjómarinnar 20. maí síöastliðinn
hefur hún samþykkt heimildir til
erlendrar lántöku upp á 1,6 milljarða
króna til viðbótar við 9,2 milljarða
sem gert var ráð fyrir í lánsfjáráætl-
un. Fjármálaráðuneytið gerir nú ráð
fyrir að erlendar skuldir þjóðarbús-
ins verði um 110 milljarðar í árslok.
Það jafngildir um 45 prósentum af
þjóðarframleiðslu, eins og hún var
áætluð af Þjóðhagsstofnun í kjölfar
gengisfellingarinnar í vor. Það jafn-
gildir aö þjóðin sé fimm og hálfan
mánuð að vinna fyrir erlendum
skuldum sínum.
Þjóðin hálfum mánuði lengur
að vinna fyrir skuldunum
í lok síðasta árs voru erlendar
skuldir tæplega 40 prósent af þjóðar-
framleiðslu. í ár munu því erlendar
skuldir aukast um rúm fjögur pró-
sent miðað við þjóðarframleiðslu.
Það jafngildir því að þjóðin þurfi að
vinna í hálfan mánuð til viðbótar
fyrir erlendum skuldum sínum.
í fyrra fór tæplega sjötta hver
króna af útflutningstekjum okkar í
að greiða afborganir og vexti af er-
lendum lánum. I ár má búast viö því
að tæplega fimmta hver króna renni
til sömu hluta. í þeim heimildum,
sem ríkisstjómin hefur veitt til er-
lendrar lántöku á undanfomum vik-
um, kennir margra grasa. Byggða-
stofnun fékk heimild til að taka er-
lend lán að upphæð 200 milljónir til
þess að endurlána fyrirtækjum í
vanda. Byggðastofnun fékk aðra
heimild upp á 80 milljónir vegna loð-
dýraræktar. Framkvæmdasjóður
fékk 300 milljón króna heimild
vegna vanda fiskeldisstöðva.
Eftirspurnin jafngiidir
12 daga framleiðslu
Einum milljaröi af heimildum rík-
isstjórnarinnar er ætlað að renna til
fyrirtækja í útflutnings- og sam-
keppnisgreinum vegna fjárhagslegr-
ar endurskipulagningar. Strax eftir
yfirlvsingu ríkisstjómarinnar rigndi
inn umsóknum um þessar heimildir.
Þær em nú þegar orðnar um átta
milljarðar og enn er ekkert lát á
umsóknum. Allt eins er búist við að
þær verði á endanum um 10-12 millj-
arðar. Þrýstingur hefur þegar mynd-
ast á ríkisstjómina um aö veita frek-
ari heimildir en þennan eina millj-
arð.
Þær umsóknir, sem þegar hafa bor-
ist viðskiptaráðuneytinu, jafngilda
3,2 prósentum af þjóðarframleiðslu.
Ef heimildir yrðu veittar fyrir þess-
um lántökum jafngilti það fram-
leiðslu þjóðarinnar í 12 daga.
Greiðslubyrðin myndi þyngjast svo
að rúmlega hundraðasta hver króna
af útflutningi okkar færi til viðbótar
til þess að greiða vexti og afborganir
af erlendum lánum. -gse
Dalasýsla:
Eins og þokka-
lega stórt
sveitaiféiag
- segir Magnús E. Guðjónsson
„Okkur líst vel á sameiningu þess-
ara átta sveitarfélaga Dalasýslu. íbú-
um sveitahreppanna fækkar sífellt
og þetta em viðbrögð við því,“ sagði
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga, um sameiningará-
formin í Dalasýslu.
„í Dalasýslu voru aðeins 1016 íbúar
1. desember 1987. Þrír hreppanna em
með um 50 íbúa og því yrði samein-
ing í einu eða öðm formi óumflýjan-
leg innan skamms vegna ákvæða
nýju sveitarstj ómarlaganna þar um.
Við sameininguna verður öll Dala-
sýsla eins og þokkalega stórt sveitar-
félag að manníjölda," sagði Magnús.
-hlh
83/115
40/54
70/111
273/401
60/96
42/54
i 104/135
Á þessu korti sést Dalasýsla með núverandi skipan sveitarfélaga, mannfjölda og fjölda á kjörskrá í kosningunum
á laugardaginn samkvæmt kjörskrárstofni frá Hagstofunni i maí.
• 38/50
Skagaströnd:
..Varia minnst
á að ég víki“
„Það er varla minnst á að ég víki
sem oddviti. Ég vil ekkert gefa upp
um hvaö ég geri,“ sagði Adolf
Bemdsen, oddviti á Skagaströnd.
Hreppsnefndarfundur var haldinn
á Skagaströnd í fyrrakvöld. Á fund-
inum var kosinn nýr fulltrúi hrepps-
ins í stjóm Mánavarar h/f. Adolf
oddviti hefur verið fulltrúi hreppsins
í stjóm fyrirtækisins. Hann sagði sig
úr sfjórn vegna deilna innan hrepps-
nefndar um afstöðu til fyrirtækisins.
Síðustu misseri var Adolf stjómar-
formaður.
„Á fundinum kom fram tillaga um
að Axel Hallgrímsson, Alþýðuflokki,
tæki sæti í stjórn Mánavarar. Þar
sem engin önnur tillaga kom fram
var hann sjálfkjörinn. Viö, fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, höfðum ákveð-
ið að skipta okkur ekki af þessu
kjöri,“ sagöi Adolf Bemdsen.
Adolf hefur farið þungum orðum
um Axel sem hreppsnefndarmann
og telur hann hafa verið afar erfiðan
í samstarfi og eiga hvaö mesta sök á
þeirri sundmngu sem nú er meðal
hreppsnefndarmanna. -sme
Eldur kviknaði í mannlausum bil við verslunarmiðstöðina Glæsibæ í fyrra-
dag. Eigandi bílsins hafði skömmu áður lagt bil sinum og drepið á vél
hans. Vegna samsláttar í rafmagni fór vélin i gang með þeim afleiðingum
að bíllinn, án bíistjóra, lenti á öðrum bil. Ekki er vitað nákvæmlega hvað
olli ikveikjunni en talið er að samsláttur í rafmagni og bensín hafi í samein-
ingu kveikt eldinn. DV-mynd S
Hótel Örk:
Ekki greiðslur
úr trygginga-
kerfinu
Hótel Örk mun ekki fá greiðslur
úr tryggingakerfinu þótt Helgi Þór
Jónsson fái leyfi til að reka þar
heilsuhótel, að sögn Páls Sigurðsson-
ar, ráðuneytisstjóra.
Að sögn Páls mælti landlæknir með
því að Helga Þór yrði gefið leyfi til
reksturs heilsuhótels að uppfylltum
skilyrðum. Þar á meðal er skilyrði
um að sótt verði um leyfi til reksturs
slíks hótels en umsókn þar um hefur
ekki borist til ráðuneytisins. Önnur
skilyrði eru að aðgangur fyrir fatlaða
verði greiður, sjúkralyfta verði sett
í húsið, að faglært fólk starfi við hót-
elið og-að nauðsynleg tæki til líkams-
ræktar og endurhæfingar verði til
staðar. Þegar þessi skilyrði hafa ver-
iö uppfyllt á landlæknir, Ólafur Ól-
afsson, að taka út það sem gert verð-
ur. Verði skilyrðunum fullnægt að
hans mati og umsókn til rekstursins
send til ráöuneytisins fær Helgi Þór
Jónsson heimild til rekstrar heilsu-
hótels á Hótel Örk.
„íslenska tryggingakerfið kemur
ekki til méð aö taka þátt í kostnaði
dvalargesta heldur er þetta gert,
fyrst og fremst, til að Helgi Þór geti
fengið viðskipti erlendis frá,“ sagði
Páll Sigurðsson. -sme
Meinatæknar fast
ekki til starffa
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
Rannsóknastofa Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri er lokuð og
verður lokuð fram á haust vegna
skorts á meinatæknum.
Þangaö til er sjúklingum vísað á
Fjórðungssjúkrahúsið.