Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. 9 Utlönd Kurt Waldheim, forseti Austurrikis, tók á móti páfa i gær er hann kom í opinbera heimsókn til Austurríkis. Simamynd Reuter Páifi hitftir leið- toga gyðinga Snoiri Valsson, DV, Vín; Það var mikið um dýrðir hér í Vin- arborg í gær þegar Jóhannes Páll páfi n. kom í aðra opinbera heim- sókn sína til Austurríkis frá því að hann tók við páfadómi. Páfinn lenti á Schwechat-flugvelh skammt frá Vínarborg klukkan rúm- lega fjögur að staðartíma og eftir stutta móttökuathöfn hélt hann rak- leiðis til miðborgar Vínar þar sem messað var í dómkirkju heilags Stef- áns. Fíöldi manns fagnaði páfa á leið- inni til kirkju og stóð fólk í hundr- aðatah við götur sem hann ók um. Eftir messu ók páfi til Hofburg sem er aðsetur forseta Austurríkis. Þar tóku á móti honum ríkisstjóm Aust- urríkis svo og Kurt Waldheim forseti en það vakti einmitt miklar deilur að hann skyldi vera inni í dagskrá páfaheimsóknarinnar. Þó er þetta í annað skipti sem þeir hittast en Waldheim kom í opinbera heimsókn til páfagarðs í fyrra. Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið viðhafðar í sambandi við komu páfa. Blaðamaður DV átti leiö út á flugvöll um það bil er páfi lenti og stóðu þá lögreglumenn með hundrað metra millibili beggja vegna akbraut- arinnar sem páfi átti að fara um á leið sinni til Vínarborgar. Þess má geta að leiðin er álíka löng og leiðin milh Keflavíkur og Reykjavíkur. Páfi mun dvelja hér í Austurríki í fimm daga og mun meðal annars í dag halda minningarathöfn í Maut- hausen þar sem hundrað þúsund manns létu lífið 1 fangabúðum nas- ista á stríðstímum. Hann mun einnig eiga viðræður við leiðtoga gyðinga í Austurríki. Búist er við að samtals þrjú himdr- uð þúsund manns hlýði á messur páfa á meðan á heimsókn hans stend- ur. Þar af er búist við um hundrað og fimmtíu þúsund manns frá ná- grannalöndunum Júgóslavíu og Ungverjalandi. Það má því segja að járntjaldinu sé lyft örhtið á meðan á heimsókn páfa stendur en það varir að sjálfsögðu stutt. Skattalög sigur fyrir Kohl Gizur Helgason, DV, Reeisnæs: Vestur-þýska þingið samþykkti seint í gærkvöldi breytingar á skatta- löggjöfinni og hin nýju lög eiga að taka ghdi árið 1990. Tekjuskattar ein- stakhnga verða lækkaðir árið 1990 svo að þeir verða í aht eitt þúsimd milijörðum íslenskra króna minni en 1985. Á móti verða gjöld á ákveðnum neysluvörum, þ.á m. bensíni og ohu til upphitunar, hækkuð næsta ár. Breytingamar verða að samþykkj- ast af sambandsráðinu 8. júh næst- komandi svo þær verði að lögum. Skattalögin hafa veriö gagnrýnd harkalega af þingmönnum allra flokka og telst það verulegur sigur fyrir Helmut Kohl að hafa komið þeim í gegn. Áteiknaðir flatsaums- og krossaumsdúkar Efni 50% hör og 50% bómull Stærðir Verð kr. 140x140 cm 1.960,- 140x180 2.700,- 140x210 3.100,- 140x230 3.300,- Verð án garns Ride ride ranka Stærð 39x49 cm Áteiknuð með ullargarni og löngum góbilínsaumi Verð kr. 2.320,- POSTSENDUM. ^annprbaberðlunín (!Erla Snorrabraut 44. Simi 14290 Móbnæli við skóflushingu Gizux Helgason, DV, Reersnæs: Samgöngumálaráðherra Dana, H.P. Clausen, tók í gær fyrstu skóflu- stunguna að mannvirki því sem tengja á Sjáland og Fjón saman, hinni svonefndu Stórabeltis-tengingu. Segja má að þar með sé stigið stærsta skrefið í samgöngumálum Dana því þegar tengingin yfir Stóra- beltí. er komin á - sennilega veröur bæði um að ræða göng og brú - þá eru Kaupmannahafnarbúar loksins komnir í vegasamband við megin- land Evrópu og þurfa þvi engar feij- ur á leið sinni suður á bóginn. Það er enginn vafi á því að tenging Fjóns og Sjálands á eftir að hafa gíf- urleg áhrif í framtíðinni. Hugtökin Vestur- og Austur-Danmörk munu þá senn heyra sögunm th. Athöfnin í gær fór ekki algjörlega hljóðalaust fram þvi þar voru mættir th leiks nokkrir hópar mótmælenda sem barist hafa hart á móti mann- virkinu. Meðal þeirra var hópur ferjumanna. Mótmælagöngumenn höfðu uppi spjöld sín með hinum ýmsu slagorðum og einn hópurinn bar svarta líkkistu því nú var eyríkið Danmörk grafið. Það þykir góður siður aö sigurveg- ararnir rétti andstæðingum sínum höndina í lok leiksins og það gerði hlutafélagið Stórabeltis-tengingin. Var mótmælagöngumönnum ásamt öðrum boðsgestum boðið í siglingu yfir Stórabelti th Fjóns þar sem skóflustunguathöfnin var endurtek- in. Að vísu voru mótmælagöngu- menn á neðra dekki en boðsgestimir fimm hundruð á efra dekki. Stórabeltis-tengingin verður eitt af stærstu mannvirkjum Dana. Við eigum stórafmæli og þess vegna bjóðum við staðgreiðsluaf- slátt af öllum vörum Aldrei meira úrval af sólbekkjum, stólum, húsgögnum, reyrhús- gögnum og yfir 50 gerðir og stærðir af tjöldum. Aldrei meira úrval og betra verð. Opið laugardag kl. 11-17 og sunnudag kl. 13—16. SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 - Sími 62-17-80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.