Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1988. Sandkom Fréttir Fírrtur ábyrgð! Blrgirlsleif- urmennta- málaráðherra hefursem kunnugter sættmiklu ámæli fyrirað skipa Hannes Hólmsteiní lektorstöðu. Sandkorni hefur nú bor- ist bréffrá Kvenfélaginu Vorhvöt sem firrir ráðherra allri ábyrgð á stöðuveitingunni. í bréfrnu segir að þaö sé alrangt að menntamálaráð- herra hafi látið undan pólitískum þrýstingi i þessu máli. Kvenfélagið Vorhvöt hafi ætíð borið hag Hannes- ar Hólmsteins tyrir brjósti og haft á honum miklar mætur. Og þegar Ijóst var að Hannes Hóimsteinn hafði sótt um fyrmefhda stöðu hafi Vorhvatar- konur ekki talið það ofverkið sitt að mæla með honum við menntamála- ráðherra. Síðan segir í bréfinu: „Kvenfélagið Vorhvöt er gjörsamlega ópólitískt, frjálst og óháð félag og vill ekki láta bendla sig viö neinn stjórn- mólaflokk. Félagið mótmælir þess vegna harðlega öllum fuUyrðingum um að í þessu máli hafi pólitlk komið viðsögu!" Með augunfull afsandkomum! Sandkomi barstnýlega : bréffrá„gtjót- börnumbíl- sfjórameöaug- unfullafsand- konium" sem nýkominnvar úrskemmtiferð um Þingvelli. „Dtjúgur spotti leiðar- innar er ábyggilega einhver holótt- asti og harðasti vegarfjandi sem stór hluti þjóðarinnar ekur á ári hverj u. Velflestir túristar eru líka látnir skrölta þennan troðning s vo ekki sér í náttúruna fyrir ryki og fljúgandi grjóti. Meðan það á að bora í gegnum einh vern fafarinn múla norður í landi fyrir einar 500 mifrjónir og það hiö bráöasta, cr ekki hægt að koma bundnu slitlagi á þennan fjölfama vegarspotta." Síðan segir í bréflnu að skorturá atkvæðum á þessum slóðum komi sennilega í veg fyrir vegaframkvæmdir: „Atkvæðin sem láta að sér kveða og þrýsta á þing- raenn. Væru hins vegar vegfarendur Þingvallahringsins taldir sem at- kvæði yrðu ráðamenn vegamála snöggirtil." Sleginn út af laginu Lögreglu- mennhafaað : undanfömu veriðmeðmik- iðátakgegn hömlulausum hraðakstri.Um daginnvarð mótorhjóla- lögga vör við bíl sem var töluvert á öðru hundraðinu. Lögreglumaðurinn fór á eftir bílnum og stöðvaði hann. Vörður lagannaætlaöi að gefa öku- manninum ærlega ráðningu auk sektarmiða, gekk rólega að bílnum, dró af sér hanskana með mikilli hægð og sagði: „ Jæja, góöi. Má ég fá að sjá þotuskírteiniðþitt!" .JVlvegsjálf- sagt," sagöi ökumaðurinn og rétti honum flugskírteinið sitt Tilviljunin hafði nefnilega ráöið því að lögreglu- raaðurinn hafði stöðvað atvinnuflug- mann. Löggan skrifaöi síðan sektar- miðann án frekari málalenginga. Máttur bænarinnar Prcstarog meöhjálparar hafa verið nokkuðífrétt- umaðundan- förnungskai þaðskýrttekið framaðeftir- farandisagaá ekkert skylt við umrædda aöila. Prestur og roeðhjálpari hans voru að undirbúa raessu. Skyndilega segfr meðhjáiparinn við prestinn: „Heyrðu! Er það rétt sem ég heyrði aö þú hafir unniö hæsta vinninginn í Happdrætti Háskólans?" „ Já, þaö er alveg rótt,“ sagði prest- ur. „Þama sérðu að þaö borgar sig aöbiðja!" Umsjón Axel Ammendrup Suðuriand: Ibúarnir efla ferða- mannaþjónustuna íbúar á Suðurlandi telja margir að ferðamannaþjónustan eigi þar framtið fyrir sér. Nokkur uppbygging hefur átt sér stað í þorpunum á svæðinu, t.d. var verið að taka í notkun nýja þjónustumiðstöð á Hvolsvelli. DV-mynd Brynjar Gauti „Fyrir 10 árum var mikill vaxtar- broddur í atvinnulífl á Hvolsvelli og ástandið var mjög gott. Virkjanir á hálendinu veittu fjölda fólks atvinnu og mikil starfsemi sauma- og pijóna- stofa veitti svo til hverri einustu vinnufærri konu atvinnutækifæri," sagði Ólafur Sigfússon, sveitarstjóri Hvolhrepps. Samdráttur í landbúnaði hefur komið illa niður á þorpum á Suður- landi sem byggja sína afkomu að langmestu leyti á þjónustu við nær- liggjandi sveitarfélög. Verslun á einnig undir högg að sækja vegna betri samgangna og nærbýlis stærri bæja, s.s. Selfoss og einnig Reykja- víkur. Að sögn þeirra sem DV ræddi við er ástandið ágætt yfir sumarmánuö- ina júni-ágúst þar sem ferðamanna- þjónustan veitir fjölda fólks vinnu. En veturinn reynist mörgum þungur í skauti. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráöuneytisins voru alls skráðir rúm- lega 23 þúsund atvinnuleysisdagar á Suöurlandi árið 1987. „Það hefur verið fækkun í Rangár- vallahreppi imdanfarin tvö ár, um 2% á ári, og íbúðaframkvæmdir hafa legið niðri. Ég myndi ekki telja að hér væri um flótta að ræða," sagði Fannar Jónasson, oddviti Rangár- vallahrepps, „en hins vegar hefur verið um fólksfækkun að ræða alls staðar nema á þéttbýlustu stöðun- um." „Ástandiö í Vík er ekki nógu gott," sagði einn íbúa Víkur í Mýrdal í sam- tali við DV. Aðalvandann kvað hann vera fæð yngra fólks en ungt fólk, sem stundar skóla á vetuma, á ákaf- lega erfitt með að fá vinnu við sitt hæfi að loknu námi. Margt ungt fólk af Suðurlandi ílengist því í þéttbýlinu þar sem atvinnutækifærin eru fleiri. „Ég held að það sé orðum aukiö að fólk flýi heimili sín og leiti til þétt- býlli staða," sagði Ólafur Sigfússon. „Dæmi em að sjálfsögðu um það að fólk fái ekki þaö verð fyrir húsin sín sem þaö telur sig þurfa. Hér er þó ódýrara að byggja en á þéttbýlli stöð- um og verð á húsnæði á landsbyggð- inni er lægra en í t.d. Reykjavík. Fólk er skiljanlega óánægt með að verð á einbýlishúsi á landsbyggöinni sé sambærilegt við íbúöarverö á höf- uðborgarsvæðinu. “ Markmið íbúa Hvolsvallar og Hellu er að efla ferðamannaþjónustuna og telja margir að hún eigi mikla fram- tíð á Suðurlandi. Mikil uppbygging hefur veriö í gangi í þá átt í þorpum í þessum landshluta. T.d. var nýlega tekin í notkun ný þjónustumiðstöð á Hvolsvelli og á Hellu er verið að stækka grillskálann til að bæta þá aðstöðu sem stendur ferðamönnum til boða. Þrátt fyrir það er samt enn sem komið er ekki nógu góð nýting á gisti- og hótelaðstöðu á þessum stöð- um á veturna. Það reynir mjög á þolrif þeirra sem við þessa grein starfa. En íbúamir eru ekki á þeim buxunum að gefast upp, það er bara að reyna áfram. -StB Brotist inn í Meit- ilinn í Þorlákshöfn - humri fyrir 300 þúsund krónur stolið Brotist var inn í Meitilinn hf. í Þorlákshöfn í fyrrinótt. Var humri, er lá í kömm með ísvatni, hellt á gólfið og hann þannig eyðilagður. Er giskaö á að stolið hafi verið um hundrað kílóum af humri og nemi tjóniö því um 300 þúsund krónum. Aðrar skemmdir voru ekki unnar. Þjófamir hafa ekki fundist. „Við læstum millihurð, sem liggur úr fiskmóttökunni og upp á skrif- stofuhæðina, á föstudaginn. Þjófarn- ir komust inn um hurð móttökunnar en hafa ekki átt von á að millihurð- in, sem oftast er opin, væri læst. Leikur grunur á að um kunnuga menn hafi verið að ræða,“ sagði Ævar Agnarsson hjá Meitlinum við Nýlega var fyrsti billinn í skafhappdrætti „Fjarkans" afhentur en Hand- knattleikssamband íslands og Skáksamband íslands standa að því happ- drætti. Fyrsti bíllinn kom í hlut Helgu Bergman og var hann afhentur á þann hátt að landsliðsmenn íslands i handknattleik báru hann um 20 metra vegalengd til verðlaunahafans og afhenti Þorgils Óttar Mathiesen Helgu síðan lyklana að bilnum. Helga Bergman og maður hennar, Siggeir Gunn- arsson, sögðu við það tækifæri að bifreiðin kæmi sér ákaflega vel því þau væru að hugleiða aö selja hann og nota andvirðið til þess að fjármagna ferð á ólympiuleikana i Seoul. Helga og Siggeir hafa bæði verið mjög virk í íþróttafélagi fatlaðra. DV-mynd S Meðalstærð íbúða frá 1955 til 1985 Meðalíbúð í fábýli óx jafnt og þétt þar til um 1980 en minnkaði síðan att- ur. íbúðir í fjölbýlishúsum hafa hins vegar verið svipaðar að stærð undan- farna áratugi. Einbýlishúsin nú farin að minnka íslendingar virðast hafa dregiö saman seglin varðandi stærð ein- býlishúsa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um hús- byggingar frá 1945 til 1986. Allt frá árinu 1955 og til 1978 byggöi þjóöin sífellt stærri og stærri hús' Hús, sem byggö voru á árinu 1955, voru að meðaltali um 370 rúmmetr- ar. Áriö 1978 var miðlungshúsið orð- ið tæpir 600 rúmmetrar. Þá virtist toppnum vera náð og hafa húsin far- ið minnkandi síöan. Árið 1985 var meðaltalshúsið orðið 550 rúmmetrar. Rúmmetrafjöldi íbúða í íjölbýlis- húsum hefur hins vegar lengst af lít- ið breyst. Frá 1955 til 1985 rokkaði hann á bilinu 300 til 350 rúmmetrar að meðaltali. Samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofunni hefur íbúum í þessum íbúðum hins vegar sífellt far- ið fækkandi. Það eru því færri íbúar í íbúðunum og hafa því fleiri rúm- metra hver. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.