Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 29 Lífsstm Bridge - hvergi eins mikið spilað og hér á landi Fyrir fólk í harðbýlu landi er bridge ákaflega heppileg íþrótt enda er það svo að í fáum löndum er íþróttin eins mikið stunduð og hér. Á skjalfærðum skrám Bridge- , sambands íslands sést að keppnis- spilarar hér á landi eru um 3000. Það munu vera rúm 1,2% þjóðar- innar sem er líklega hæsta hlutfall í heimi. Ef hin mikla bridgeþjóð, Bandaríkjamenn, er tekin sem dæmi þá samsvaraði það því aö hátt í 3 milljónir manna kepptu að staöaldri í bridge. í reynd eru þeir miklu færri. Mjög margir íslend- ingar keppa aldrei heldur spila spilið eingöngu sér til ánægju í heimahúsum. Engar tölur eru til um þann fjölda. Tiðarandi Bridge er tiltölulega ung íþrótt. Ekki var byijað að spila bridge hér á landi fyrr en skömmu eftir alda- mótin. Þá voru ekki liðin nema um fimmtíu ár síðan fyrst var byijað að spila spiliö í heiminum og þá talsvert ólíkt þeirri útgáfu sem nú er spiluð. Það var árið 1925 sem reglur um spihð voru nokkum veg- inn fastsettar og bridge komst í það form seni er spilað i dag. En spilið barst sennilega hingað til lands á árinu 1910. Tiltölulega fáir stun- duðu íþróttiná fyrst í staö en eftir stríð fór fjöldinn að aukást. í dag eru félög innan bridgeíþróttarinn- ar 50 talsins, viðsvegar um land. Bridge virðist vera á mikilli upp- leið á Islandi um þessar mundir og virðast íslendingar vera að komast í fremstu röð í heiminum. íslend- ingar eru nýbakaðir Norðurlanda- meistarar í bridge og á síöasta Evr- Þannig fer spilið fram Bridgeíþróttin er spiluð af fjór- um mönnum viö hvert borð. Spil- arar, sem sitja andspænis hvor öðrum, spila saman. Spilin eru gefin eitt og eitt hringinn um borðiö, alls 13 spil á hveija hendi. Síðan taka við sagnir og byijar sá sem gaf spilin. Sagnir ganga síðan réttsælis hringinn í kring- um borðið og sögnum lýkur þegar þrír aöilar hafa passað síðustu sögn. Sagnstigið er frá einum <7 slag- ir) og upp í sjö (13 slagir). Sagnir eru grand, spaöi, hjarta, tígull og lauf í réttri mikilvægisröð, þ.e.a.s. að hægt er aö segja 1 spaða yfir einum tígli, en ekki 1 tígul yfir einum spaða. Síðan er hægt að dobla (tvöfalda) og redobla (fjórfalda) samninga og þá er refs- ingin hærri ef spilið stendur ekki, en verölaunin að sama skapi hærri ef spilið stendur. Eftir að sögnum er lokiö spilar spilarinn á vinstri hönd við sagnhafa út og samheiji sagnhafa leggur sin spil upp í loft. Gefin eru ákveðin stig fyrir samninga og reyna menn yfirleitt að ná „geimi“ á spilin því þá eykst stigafiöldinn mikið. „Geim“ á spil eru 3 grönd (9 slagir, ekkert tromp), 4 hjörtu/spaðar (10 slagir, hjarta eða spaði tromp) eða 5 lauf/tíglar (11 slagir). Enn hærri tölur fást ef spiluð er slemma, 6 eða 7 í lit eöa grandi (12 eða 13 slagir af 13). ópumóti varð íslenska landsliðið í 4.-5. sæti. Fáar keppnisgreinar hér á landi geta státað af þvi. Spennan sem trekkir Hvað skyldi það vera við íþrótt- ina sem hefur svona mikið aödrátt- arafl? Bridge er mikil hugaríþrótt og býður upp á óteljandi möguleika. Fólk flnnur sér félagsskap í spila- mennsku og allir eiga möguleika á að sigra. Sumir halda að heppni ráði miklu um gengi í bridge og að sumir fái alltaf mikil spil. Því er ekki þannig varið. Gengi spilara í keppni fer ekkert eftir því hvort menn fá góð spil á höndina heldur hvemig spilin eru nýtt. í tvímenn- ingskeppni spila öll pörin sömu spilin og það er samanburöurinn sem ræður úrslitum. Sams konar reglur gilda um sveitakeppni. Sá sem nýtir best þau spil, sem hann fær á höndina, sigrar. Að vísu ræð- ur heppni alltaf einhveiju en það er það sem gerir keppnina íslandsmótið í tvímenningi, sem haldið var i vor, var geysijafnt og spenn- andi þar sem úrslit voru dramatísk í lokin. Fjöldi manna fylgist að jafn- aði með stórmótum í bridge enda eru þau jafnan mjög spennandi. DV-mynd ÍS^ Spilarar í keppni notast við ýmis hjálpargögn. Fremst á myndinni sjást sagnbox með sagnmiðum fyrir hverja sögn og spilabakki með hólf fyrir spilin. Spilum í keppni er ekki ruglað saman heldur haldið sér og látin aftur í sitt hólf svo hægt sé að spila þau aftur á öðrum borðum. DV-mynd GVA skemmtilegri þar sem þá eiga fleiri möguleika á sigri. í flestum íþróttagreinum koma aöeins örfáir til greina sem sigur- vegarar en í bridge geta flestallir unnið. Annar kostur við bridge er sá að menn geta einnig horfið án- ægðir heim á leið eftir slakt gengi ef þeir hafa náð að spila eitt spil vel. Þá lifa menn á því eina spih en gleyma hinum sem verr voru spiluð. Kerfin skipta litlu máli Blaðamaður DV hafði samband við hinn þekkta landsliösmann Jón Baldursson, sem hefur verið í landsliði íslands um árabil, og spurði hann um ýmislegt sem varð- ar bridge. Jón var fyrst spuröur hvaða ráð- leggingar hann ætti handa byij- andanum sem er að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni. „Það fer náttúrlega eftir þvi hvaða tökum þú ætlar að taka íþróttina. Fyrir þá sem ætla aðeins aö hafa gaman af bridge án þess að keppa er best að læra undir- stöðuatriðin fyrst og byija að spila. Best er að þróa úrspils- og varnar- tækni fyrst og fremst og ná tökum á köllum og frávísunum. Það er allt of algengt aö menn hafi áhyggj- ur af kerfi og hvaða kerfi sé best. Það skiptir í raun litlu máli hvaða kerfi menn spila ef báöir spilararn- ir spila sama kerfið. Einnig er á- gætt fyrir menn að fara í Bridge- skólann sem er mjög góður fyrir byijendur." Hvað er það sem gerir íþróttina skemmtilega? „Fyrst og fremst það að endalaust er hægt að bæta sig, svo er það einnig spennan sem kitlar." Nú hafa íslendingar staðið sig vel á alþjóöavettvangi undanfarið. Hver er staða íslands í bridge og getum við náð enn framar í íþrótt- inni? „Á góðum degi getum við unniö allar þjóðir. íslenskir toppspilarar eiga allir mikið ólært og geta allir bætt sig mikið. Þrátt fyrir sigur okkar á Norðurlandamótinu fyrir stuttu þá var mótið ipjög jafnt þar sem engin sveit náði háu skori.“ Nú var mikil spenna í lokin á NM í bridge. Er mikið álag á spilurun- um? „Spennan sem slík er ekki jafn- mikil hjá spilurum og hjá áhorf- endum þar sem þeir geta ekki fylgst með skorinu jafnóöum,“ sagði Jón Baldursson aö lokum. -ÍS íslendingar eru nýbakaðir Norðurlandameistarar í bridge og er þessi mynd tekin á mótinu á dögunum. Norð- urlandamótið, sem haldið var hér á dögunum, bauð upp á geysimikla spennu þar sem aðeins eitt stig i lok- in skildi að fslensku sveítina og þá sænsku. Áhorfendur beinlínis svitnuðu þegar lokaleiknum var lýst beint, þar sem Norðurlandameistaratitillinn gekk á milli i öðru hverju spili. DV-mynd ÍS Bridge er ódýr íþrótt- Bridge er þannig Iþrótt aö hægt er að stunda hana á flestum stig- um og hafa gaman af. Byijend- urnir hafa jafngaman af og keppnismaðurinn. Ef fólk kýs að spila bridge aöeins í vinahópi þá kostar nær ekkert að stunda íþróttina. Eina sem þarf eru spil og borð til að sitja við. Ef menn keppa innan bridgefélaganna þá var spilagjald innan flestra félag- anna 250 krónur hvert kvöld á síðasta vetri. Það veröur liklega 300 krónur á næsta vetri. Flestir láta sér nægja að spila innan eins klúbbs en aörir steíhtó. lengra og spila í fleiri klúbbum, taka þátt í helgarmótum og ís- landsmótum. Þá getur kostnað- urinn fariö vaxandi. Algengt er að keppnisspilari sem tekur þátt í mörgum keppnum eyði um 20-30 þúsund krónum í keppnis- gjöld á ári hverju. Það eru ekki miklir peningar, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að verðlaun eru oft í boði á helgarmótum og geta menn jafnvel komiö út í plús á keppnistímabili. Fyrir keppnisspilarann ef” nauðsynlegt að eiga sagnbox með sagnmiöum sem eru til mikilla þæginda. Sagnbox á eitt borð kosta 2400 eða 2700 krþnur vand- aðri gerð og fást í Frjmerkjamið- stöðinni. En þau duga í mörg ár og því lftill kostn*ður sem bætist ofen á. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.