Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 35 Afmæli Páll Ásgeirsson Páll Ásgeirsson, rafveitustjóri á Flateyri, til heimilis aö Grundar- stíg 7, Flateyri, er sjötugur í dag. Páll fæddist aö Baulhúsum í Am- arfiröi og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann byriaði ungur til sjós og fór til ísafjarðar þar sem hann var vélstjóri á bátum og togurum. Páll flutti til Flateyrar vorið 1949 og hefur búiö þar síðan. Áriö 1952 kom Páll í land og tók þá við rafstöðinni á Flateyri þar sem hann hefur starfað síðan. Raf- stöðin var rekin af Flateyrarhreppi frá 1952-55, af Rafmagnsveitum ríkisins frá 1955-78 og af Orkubúi Vestfjarða frá byrjun árs 1978. Kona Páls er Þorgerður Jens- dóttir, f. 1.11.1921, en hún var ahn upp aö Múla í Nauteyrarhreppi við Djúp. Páll og Þorgerður eignuðust sjö böm. Þau em: Matthías, f. 16.8. 1942, en hann lést af slysforum 1949; Sigríður, f. 19.11. 1945, forstöðu- kona Hjúkrunarheimiiisins að Kumbaravogi að Stokkseyri, en hún á eina dóttur; Sturlaugur, f. 6.3. 1946, starfsmaður Rafmagns- veitu Reykjavíkur, kvæntur Margréti Svavarsdóttur en þau eiga einn son og Margrét átti tvær dætur fyrir; Kristján, f. 29.11.1947, vélstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, kvæntur Ólöfu Helgadóttur en þau eiga fjögur börn og eru búsett í Hnífsdal; Aðalheiður Guðbjörg, f. 30.7. 1949, sjúkraliði í Danmörku; Pálína, f. 28.2. 1951, húsmóðir í Nýborg í Danmörku, gift Sigmari Ólafssyni en þau eiga þrjár dætur; og Matthías, f. 21.3.1952, starfsmað- ur á Grundartanga, kvæntur Guð- mundu Hallgrímsdóttur en þau eiga þrjá syni. Páll átti átta systkini en tveir bræður hans em látnir. Systkini hans: Símonía, f. 1913, húsfreyja að Tungu í Skutulsfirði; Daðína, f. 1915, húsmóðir á Bíldudal; Matthí- as, f. 1917, en hann drukknaði 1942; Friðþjófur, f. 1918, d. 1919; Kristján, f. 1919, en hann var lengi útibús- stjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga á Eyrarbakka og er nú búsettur á Selfossi; Kristinn, f. 1922, lengi brú- arsmiður hjá Vegagerð ríkisins og búsettur á Bíldudal; Jóhanna, f. 1923, húsmóðir í Reykjavík; og Ól- afur, f. 1927, járnsmiður sem lengi starfaði hjá Héðni í Reykjavík og hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík. Foreldrar Páls vom Asgeir Kristján Matthíasson, b. á Baul- húsum og síðar að Gimh á Bíidu- dal, f. 22.2. 1885, d. 1957, og kona hans, Guðbjörg Óktavía Kristjáns- dóttir, f. 11.5.1885, d. 1974. Páh og Þorgerður dvelja í Dan- mörku um þessar mundir hjá dótt- ur sinni og tengdasyni. Páll Ásgeirsson. Bragi Ámason, Kleppsvegi 70, Reykjavík, er sextugur í dag og kona hans, Hulda Þorvaldsdóttir, verður sextug 15.7. nk. Bragi er sonur hjónanna Áma Árnasonar frá Blómsturvöllum í Kræklingahlíð, f. 23.1.1908, og Guð- rúnar Jakobsdóttur frá Saltvík við Húsavík, f. 8.10. 1909. Guðrún og Árni eignuðust tólf böm og eru níu þeirra á lífi en af- komendur þeirra hjóna eru nú á annað hundraö talsins. Kona Braga er Hulda Þorvalds- dóttir en foreldrar hennar vom Sesselja Kristjánsdóttir frá Eiði í Eyrarsveit, f. 20.12. 1900, d. 17.6. 1972, og Þorvaldur Þorleifsson frá Hömrum í Eyrarsveit, f. 24.7.1808, d. 16.5. 1938. Sesselja og Þorvaldur eignuðust átta böm og em þrjú þeirra á lífi en afkomendur þeirra hjóna em nú orðnir sextíu og einn. Bragi og Hulda eiga saman fimm börn en þau áttu hvort um sig tvö börn fyrir. Saman eiga þau Jennýju Lind, afgreiðslustúlku hjá Nesti, f. 1954, Eirík Ottó, verkamann í Reykjavík, f. 1955, Sigurð Þór, verkamann á Húsavík, f. 1956, Kristján, verkamann í Reykjavík, f. 1960; og Hhdi Þóru, húsmóður í Hafnarfirði, f. 1964. Börn Huldu fyrir hjónaband em: Ársæll Bald- vinsson, strætisvagnabílstjóri í Reykjavík, f. 1948 og Leifur Eiríks- son sjómaður, f. 1952. Börn Braga frá fyrra hjónabandi eru: Kjartan, kjötiðnaðarmaður á Akureyri, og Hrefna, verslunarstúlka hjá Skarti í Reykjavík. Bragi starfaði til sjós í þrjátíu og fjögur ár, lengst af sem bryti, en starfar nú hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. Hulda starfaði síðast í Múlakaffi en vinnur nú heima við. Þau hjónin ætla að taka á móti gestum á Kirkjusandi, í sal strætis- vagnabílstjóra, laugardaginn 16.7. milli klukkan 17 og 19. Unnur Sigurðardóttir húsmóöir, frá Svæði á Dalvík, er áttræö í dag. Unnur fæddist á Höfn á Dalvík en þar voru foreldrar hennar þá búsett, þau Sigurður Jóhannsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Árið 1915 fluttu þau frá Dalvík að Skálum á Langanesi þar sem þau bjuggu í fjögur ár en 1920 fluttu þau aftur th Dalvíkur og keyptu býhð Svæði. Það var svo heimili Unnar allt til ársins 1984 er hún flutti ásamt eiginmanni sínum að Dalbæ, heimih aldraöra á Dalvík. Unnur giftist 7.1. 1932 Guöjóni Sigurðssyni frá Mói á Dalvík, f. 9.10.1908, en þau settust aö á Svæði hjá foreldrum hennar. Unnur og Guðjón eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: Snjólaug, f. 13.12. 1932; Kjartan, f. 2.6. 1934; Ragn- heiður, f. 21.1. 1937; og Sigurbjörg, f. 23.6.1939. Auk þess ólu þau hjón- in upp Hugrúnu Marinósdóttur, f. 2.4.1943, bróðurdóttur Guðjóns, og tvö barnabörn sín, Sigurð Kjartan Harðarson, f. 16.5. 1952, og Unni Agnesi Hauksdóttur, f. 12.9.1956. Guðjón lést þann 11.3. sl. Unnur verður að heiman í dag. Unnur Sigurðardóttir. Bragi Arnason og Hulda Þorvaldsdóttir. Bragi Árnason og Hulda Þoivaldsdóttir Unnur Sigurðardóttir Erla Hafrún Guðjónsdóttir Erla Hafrún Guðjónsdóttir, Álfta- mýri 61, Reykjavík, er fimmtug í dag. Erla er fædd í Rvík og ólst þar upp. Hún tók lokapróf frá Verslun- arskóla íslands 1956 og vann hjá G Helgason og Melsteð 1956-1957. Erla var í framhaldsnámi í Bridge House í London 1956-1957 og vann hjá Raforkustofnun ríkisins 1957- 1959. Hún var flugfreyja hjá Loft- leiöum og síöar Flugleiðum 1968- 1984. Erla giftist 12. júh 1958, Agh Eghs- syni, f. 24. nóvember 1936, forstjóra í Rvík. Foreldrar Egils voru Egill Vilhjálmsson, forstjóri í Rvík, og kona hans Helga Sigurðardóttir. Sonur Erlu og Egils er Guðjón Helgi, f. 13. júlí 1959, viðskipta- fræðinemi. Þau Erla og Egill eiga í dag þrjátíu ára brúðkaupsafmæli. Systkini Erlu eru: Auður, f. 2. des- ember 1942, gift Rúnari Guðjóns- syni sýslumanni í Borgamesi; Hrafnkell, f. 9. maí 1946, fram- kvæmdastjóri í Rvík, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur; Helga, f. 30. desember 1951, fóstra, gift Thomasi Kaaber, raftæknifræðingi í Garðabæ; og Guðrún Sóley, f. 7. aprh 1953, fræðslufulltrúi í Lands- bankanum, gift Þorsteini Hilmars- syni, heimspekingi. Foreldrar Erlu eru, Guðjón Guð- mundsson, fyrrv. rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríksisins, og kona hans Helga Jórunn Sigurðardóttir, ■ kápu- og kjólameistari, en hún lést 23. október 1982. Guðjón er sonur Guðmundar b. í Austurhlíð í Rvík Ólafssonar. Móðir Guðjóns var Guðrún, systir Jóns fóður Magnús- ar minjavarðar í Hafnarfirði. Guð- rún var dóttir Helga b. á Litlabæ á Vatnsleysuströndinni Sigvalda- sonar b. á Halldórsstöðum á Vatns- leysuströnd Helgasonar. Móðir Guðrúnar var Ragnhhdur, systir Karls fóður Ólafs Túbals hstmál- ara. Ragnhhdur var dóttir Magnús- ar gjörtlara í Vestmannaeyjum, bróður Odds langafa Davíðs Ödds- sonar borgarstjóra. Magnús var sonur Eyjólfs b. og hreppstjóra í ■Fljótsdal í Fljótshlíð Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafs- dóttir b. á Fossi Bjamasonar b. í Víkingslæk Halldórssonar, ætt- fóður Víkingslækjarættarinnar. Helga var dóttir Sigurðar b. á Riftúni í Ölfusi Bjarnasonar b. í Króki í Ölfusi Torfasonar. Móðir Bjama var Vhborg Þóroddsdóttir b. í Dalseli undir Eyjafjöllum Giss- urarsonar og konu hans Guðrúnar Erla Hafrún Guðjónsdóttir. Sigurðardóttur, systur Bjarna riddara. Móðir Helgu var Páhna Guðmundsdóttir b. á Ytri-Gríms- læk í Ölfusi Eyjólfssonar b. á Ytri- Grímslæk Guðmundssonar. Móðir Guömundar var Eydís Þorleifs- dóttir b. á Nesjavöhum í Grafningi Guðmundssonar, ættfóður Nesja- vahaættarinnar. Móðir Páhnu var Helga Pálsdóttir, systir Aldísar langömmu Páls Lýðssonar b. í Litlu Sandvík og Sigurðar Sigiu-ðarson- ar, setts yfirdýralæknis. Erla mun gleðjast með vinum og frændfólki í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Til hamingju með daginn 95 ára __________________ Hjalti Guðmundsson, Byggðavegi 137, Akureyri. 80 ára_________________________ Guðrún Brandsdóttir, GyðufeUi 10, Reykjavík. Guðmundur Jónsson, Lynghaga 24, Reykjavík. Leifur K. Erlendsson, Bergþóru- götu 37, Reykjavík. 75 ára_____________________ Þorsteinn A. Hraundal, Stóragerði 14, Reykjavík. 70 ára________________________ Arnþrúður Ingimarsdóttir, Byggðavegi 95, Akureyri. Sigríður Bjarnadóttir, Fossheiði 62, Selfossi. Guðmundur H. Guðmundsson, Sól- vaUagötu 11, Keflavík. 60 ára________________________ Ingibjörg Sigurðardóttir, Hátúni 4, Reykjavík. Guðmundur Óskar Guðmundsson, Heiðarbraut 57, Akranesi. Hildur Anna Björnsdóttir, Gijót- nesi, Presthólahreppi. 50 ára________________________ Halldór Þorsteinsson, Hraunbrún 14, Hafnarfirði. Guðmundur V. Guðbjörnsson, Staðarfelli, FeUsstrandarhreppi. Maja Sigurgeirsdóttir, Faxabraut 80, Keflavík. 40 ára___________________________ Borghildur Vigfúsdóttir, Hraun- tungu 62, Kópavogi. Elín Jónsdóttir, Strýtuseh 2, Reykjavík. Margrét Haraldsdóttir, Skap^seli 4, Reykjavík. Hulda Baldursdóttir, A^stræti 26A, ísafirði. Sigþór Sigurjónsson. ^useli 30, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.