Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Judy Garland varö vel þekkt fyrir hlutverk sitt í myndinni um galdrakarlinn í Oz. Nú hafa skór þeir er hún not- aöi í myndinni verið seldir á upp- boði hjá Christie’s og fóru þeir á litlar 6,8 milþónir króna eða átta sinnum hærri upphæð en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Aðeins eru fimm skópör eftir af þeim sem notuð voru í myndinni. Seljandinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagðist bara ætla að geyma skóna vel. Mathákurinn Norman Smith með sinn daglega matarskammt, enda vegur hann nú um 267 kiló. Bette Davis sagði einu sinni að ef hún gæti byijað upp á nýtt þá myndi hún verða lögfræöingur. Til allrar hamingju fyrir kvikmyndafyrir- tækin í Hollywood ákvað hún á sínum tíma að leggja inn á leik- hstarbrautina. Nú er hún orðin áttræö þó aö hún kæri sig ekki um að muna það og enn er hún ekki af baki dottin því hún leikur nú í mynd númer 87, The Wicked Stepmother. Að sjálfsögðu fer hún með aðalhlutverkiö. Isabella Rossellini er ekki dóttir móður sinnar fyrir ekki neitt. En móðir hennar var hin fræga leikkona Ingrid Berg- man. Andht Isabellu hefur nú birst á forsíðu yfir 500 tímarita og enn hafa Frakkar ekki fengið nóg af henni því nú hefur hið þekkta Lancome snyrtivörufyrir- tæki sett upp sýningu með mynd- um af henni. Þar er að finna myndir af Isabellu með bömum sínum og foreldrum. Norman Smith vó 267 kíló en var samt enn óstöðvandi. Hann át allt sem að kjafti kom og þegar ekkert var eftir þá leiddist hann inn á glæpa- brautina th að hafa ofan í sig. Þegar verðir laganna komu til aö taka kappann höndum fyrir að hafa verslað með stolna muni, þá höfðu þeir vaðið fyrir neðan sig og mættu 26 á staðinn, svona til öryggis. En Norman komst hjá fangelsisvist því dómarinn sá aumur á honum og hann fékk aðeins tveggja ára skil- orðsbundinn dóm. Átvaglið mikla er því aftur komiö heim til sín og er nú á sérstökum „nei takk megrunarkúr. Norman segir að hann hafi þegar misst 18 kíló frá því réttarhöldin fóru fram í febrúar. Hann hefði bara haft svo gífurlega þörf fyrir mat að þegar honum var boðið að vinna sér inn peninga auðveldlega þá tók hann boöinu. Norman fór því að selja og kaupa stolin rafmagnstæki, því hann gat hreinlega ekki ráðið við neitt, hann var alltaf svangur og dreymdi mat á nætumar. Norman missti vinnuna vegna þess að hann var of feitur til að vinna. Hann fékk þá 4.500 krónur í atvinnu- leysisbætur á viku en það dugði ekki til því hann át fyrir 13.500 krónur á sama tíma. Á sínum tíma bjó hann hjá móður sinni og át þá allt sem hann fann ætilegt í húsinu, en þaö var aldrei nóg. Á venjulegum degi át hann 'A kíló af svínakjöti, kíló af osti, 'A til 1 kíló af nautakjöti, þrjú heil brauð, þrjá skammta af fiski og. frönskum, kíló af sælgæti, tvo pakka af kexi, heila súkkulaðiköku og þessu skolaði hann niöur með tíu stórum kollum af bjór. Offita Normans hefur að miklu leyti eyðilagt líf hans. Hann getur ekki farið í bað þó að hann reyni. Það kom nefnilega fyrir æði oft að hann hreinlega festist. Því fer hann nú aðeins í sturtu. Föt hans eru klæð- skerasaumuð þvi honum er ómögu- legt aö fá fót á sig í venjulegum versl- unum. En það er eins gott að fotin endist því hver skyrta kostar hann um 1.350 krónur. Einu sinni kom það fyrir að vinur hans bauðst til að aka honum í bæ- inn. Þeir settu sætið eins aftarlega og mögulegt var og Norman tróð sér inn í bílinn. Ekki var hann þar þó lengi því gólflð var orðið svo ryögað að botninn hreinlega gaf undan þunga Normans og féll úr. Það var lán í óláni að bíllinn skyldi ekki hafa verið á ferð. Ekki var þetta fyrsti botninn sem gaf undan þunga hans því botninn úr rúminu var löngu fall- inn. Varð því sérstaklega að styrkja rúmið og aila stóla sem Norman sett- ist í. Þegar lögreglan kom aö handtaka hann þá kom hún að honum steinsof- andi og dreymandi um mat. Þegar Norman opnaöi augun þá var hann varaður við því að reyna aö flýja. Það fannst honum nú vera brandari í lagi því hann gat vart hreyft sig fyrir of- fitunni. Ætluðust mennirnir til að hann reýndi aö flýja með því að stökkva út um gluggann? Lögreglan ætlaði fyrst að reyna að troða honum inn í lögreglubifreiðina, en ekkert gekk. Var þá kallað á sendiferöabíl og komst Norman inn í hann þegar búið var að taka nokkur sæti út úr bílnum. Norman var hafð- ur í haldi yfir nótt og það var fyrsti morgun í lífi hans sem hann fékk ekki morgunverð. Eftir nokkra tíma varö hann svo svangur að hann hélt að hann myndi deyja. Ekki er að spyrja að því að um leið og honum var hleypt út þá innbyrti hann óhemju magn af eggjum, fleski, pyls- um og baunum. Að eigin sögn þá át hann á við 10 fullorðna. En frá þeirri máltíð hefur Norman reynt að halda í við sig þó að ekki hafi það verið auðvelt. Honum finnst hann enn hafa mikla þörf fyrir að boröa en hann heldur sig við kúrinn, því hann er þreyttur á því aö vera feitur og ljótur sóði. Hann vonar bara innilega að honum takist að losa sig við nokkur kíló í viðbót. Svo virðist sem Madonna og hennar skapmikli Sean Penn hangi ennþá saman þrátt fyrir þrálátar sögusagnir um skilnað þeirra. Þau hjúin voru auðvitað meðal þeirra sem voru viðstaddir forkeppni í hnefaleikum milli heimsmeistarans í þungavigt, Mikes Tyson, og áskorandans, Michaels Spinks. Simamynd Reuter Danir sigruðu i kvennaflokki og hér sést lið þeirra með sigurbros á vör. Frá Norður- landameistara- móti í bridge Norðurlandameistaramótið í bridge var haldið hér á landi dag- ana 26. júní til 1. júlí. Keppt var á Hótel Loftleiðum og var spilað alla dagana. Mót þetta er haldiö annað hvert ár og skiptast Norðulanda- þjóðirnar á að halda það nema Færeyingar sem enn hafa aldrei haldið mótið. Síðast var það hér árið 1978. Geysileg spenna ríkti á mótinu og var hart barist og hafði aldrei sést annað eins í bridgekeppni hér- lendis. íslendingar náðu þó aö merja Svía á einu stigi eftir að áf þeim höfðu verið tekin tvö stig vegna brots á reglum og er það frá- bær árangur því Svíar eru Evrópu- meistarar. Annars var það tvennt sem haföi áhrif á stigafjölda Svíanna. í fyrsta lagi fengu þeir snemma í keppninni aukastig því þegar þeir voru að spila við Norömenn þá sveik einn Norðmannanna lit. Og i öðru lagi- misstu þeir tvö stig þegar einn hðs- manna þeirra braut reglur móts- ins. Forsaga þess máls er sú aö, eins og allir reyndir bridgespilarar vita, þá þarf leyfi keppnisstjóra ef leik- maður vill skreppa fram á meðan á leik stendur, því litlum erfiðleik- um er bundið að fá upplýsingar um gengi á öðrum borðum. Eitthvað varð þó einum Svíanum mikið mál því hann gleymdi að fá leyfi og kostaði það Svíanna sigurinn. En sem sagt, alveg frábær árang- ur hjá.íslenska landsliðinu í karla- flokki. Þess má geta í lokin að bæði landsliðin í karla- og kvennaflokki munu halda á ólympíumótið í brigde í október sem haldið verður á eyju fyrir utan Ítalíu. Islenska sigurliöið i karlaflokki en þaö náði 178 stigum af 250 möguleg- um. Frá vinstri: Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Valur Sigurðsson, Karl Sigurhjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Sigurður Sverrisson, Hjalti Elíasson landsliðsþjálfari og Sigmundur Stefánsson mótsstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.