Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Hannes er kominn heim Fjaðrafokið 1 hænsnabúinu bendir til, að rebbi sé kominn í heimsókn og kjúkbngarnir séu hræddir við að vera étnir í þrætubókarlist. Sjálfsagt verða félags- hyggjumennirnir að gæta sín, þegar einn frjálshyggju- maður er kominn í deildina til að fokka upp fræðunum. Þótt flestir geti verið sammála um, að hvergi eigi Hannes H. Gissurarson fremur heima en hjá kennurum félagsvísindadeildar, er eðlilegt, að háskólamenn séu Htið hrifnir af aðferðinni, sem notuð var, - að póhtískur ráðherra skipaði póbtískan mann í lausa kennarastöðu. Abt frá upphafi háskólans hafa menntaráðherrar ein- staka sinnum skipað flokksgæðinga í kennarastöður gegn vilja háskólamanna. Bezt væri, að sá kaleikur yrði tekinn frá ráðherrunum og fundin önnur leið tb að gæta þeirra sjónarmiða, sem ráðherra ætti að hafa. Flestir aðrir en starfsmenn háskólans mundu að at- huguðu máb telja nauðsynlegt, að fleiri en starfsmenn hans Qöbuðu um ráðningu nýrra starfsmanna og réðu jafnvel úrsbtum við shka ákvörðun. En þessi utanað- komandi aðib þarf ekki að vera póbtískur ráðherra. Ætla má, að í eðblegum stofnunum myndist óformleg- ur klúbbur starfsmanna, sem þekkja hver annan. Þeir taka hver annan fram yfir utanaðkomandi menn og reyna að hagræða málum á þann veg, að sbkt sé fram- kvæmanlegt. Afleiðingin er, að þessar stofnanir staðna. Algengasta aðferðin við að útvega innanhússmanni stöðu í samkeppni við utangarðsmann er að búa stöð- una tb á þann hátt, að hún sé klæðskerasaumuð fyrir starfsmanninn. Þannig hafa ýmsir hæfir menn óbeint verið hindraðir í að sækja um stöður við háskólann. íslendingar, sem hafa náð langt í starfi fyrir erlenda háskóla og vbdu gjarna hverfa heim, þjóðinni til mikbs gagns, hafa sumir ekki treyst sér tb að sækja um lausar stöður við íslenzka háskólann, af því að stöðuauglýs- ingar hans eru sniðnar fyrir ákveðna innanhússmenn. Smíði stöðunnar er miklu virkara tæki að þessu leyti heldur en skipun dómnefnda. Dæmin benda svo bka tb, að starfsmenn félagsvísindadebdar hafi óeðblega háar hugmyndir um getu sína tb að vera algerlega óháð- ir starfsbræðrum sínum, þegar þeir sitja í dómnefndum. Háskóbnn þarf meira en flestar aðrar stofnanir á því að halda, að þangað streymi hæfdeikar að utan, úr þjóð- bfinu og frá erlendum háskólum. Satt að segja er okkar háskób að mörgu leyti orðinn mosavaxinn og bla sam- keppnisfær, - meira að segja í íslenzkum fræðum. Tb þess að hindra háskólann í að verða mosagróinn hvddarstaður starfsmanna þarf einhver utanaðkomandi aðih að ráða úrsbtum, bæði um, hvemig stöður em auglýstar og hverjir em ráðnir í þær. Það ætti ekki að vera ráðherrann, heldur vabnkunnir menn úti í bæ. Þessir menn ættu albr að vera gersamlega óháðir háskólanum. Einhverjir þeirra mættu gjarna hafa sýn yfir það, sem er að gerast úti í löndum, og vita um, hvort einhverjir íslendingar koma þar nærri. Þeir ættu að bta á sig sem mótvægi við kbkuskapinn innanhúss. Liður í sbku mótvægi fæbst í að koma svo sem einum fijálshyggjumanni og doktor á borð við Hannes H. Giss- urarson inn í hábmenntað félagshyggjuhreiður félags- vísindadebdar háskólans, - í von um, að rebbi éti ekki öb hænsnin, heldur bfgi bara þrætubókarbstina. Alténd er Hannes kominn heim. Hann verður félags- visindadebd háskólans tb hressingar og áhtsauka, þótt það sé gegn makráðum vbja hennar og háskólans. Jónas Kristjánsson „Þaö var samið um bankastjórastöðu fyrir Sverri Hermannsson, það var samið um bankastjórastööu fyrir Val Arnþórsson. Og var ekki einnig samið um stöðu fyrir Kjartan Jóhannsson?" segir i greininni. Hæfni - tíl hvevs? Það hefur löngum verið vitaö, og er nánast opinbert leyndarmál, hvemig gömlu stjórnmálaflokk- amir hafa misnotað vald sitt og aðstöðu til að ná sem mestum ítök- um í þjóðfélaginu. Einkum og sér í lagi hafa ýmiss konar fjármálaleg ítök freistað flokkanna og þá ekki síst úthlutun bankastjóraembætta við ríkisviðskiptabankana, enda er þar um að ræða einna sterkustu stofnanirnar í fjármálaheiminum. Oft er þá verið að verðlauna menn fyrir dygga þjónustu við „flokk- inn“ eöa nauðsynlegt þykir að rýma til á öðrum sviðum fyrir nýj- um mönnum. Kveður nú svo rammt að í þessu efni að tekið er að ráðstafa bankastjórastöðum mörgum árum áður en núverandi bankastjórar hætta störfum. Gildir þá flokksskírteiniö oft meira en menntun og hæfni banka- stjóraefnisins. Fagleg sjónarmið ofar flokkslegum Það er stórmál að leitast sé við að sporna við þessari misnotkun valds og aðstöðu viö veitingu þess- ara áhrifamiklu starfa, það verður að leitast við að setja fagleg sjónar- mið ofar flokkslegum. Því var þaö að ég og flokksbróðir minn, Hreggviður Jónsson, lögðum fram frumvarp til laga á síðast- hðnu þingi um breytingu á lögum um viðskiptabanka. Sú breyting, sem við vildum að gerð yrði á þeim lögum, tók einmitt til þess hvemig skyldi staðiö aö ráðningu banka- stjóra ríkisviðskiptabankanna. Við gerðum það að tillögu okkar að þegar ráða skyldi í þessar stöður skyldu gilda sömu ákvæði og víðast hvar annars staðar í þjóðfélaginu þegar stöður hjá hinu opinbera losna og þær þarf að manna á ný, að þær skyldu skilyrðislaust aug- lýstar lausar til umsóknar og aö umsækjandi bæri að gera grein fyr- ir menntun og fyrri.störfum. Þetta þykir mér eðlileg málsmeð- ferð við veitingu helstu embætta á vegum ríkisins og það tryggir jafn- ari rétt einstaklinga til að fá vitn- eskju um og sækjast eftir stöðum þessum. í annan stað leiðir opinber auglýsing um þessi embætti vænt- anlega til þess að úr fleiri hæfum umsækjendum verður að velja. Síðast en ekki síst er með þessu reynt aö spoma við leynimakki og baktjaldasamningum stjómmála- manna sem viðgengist hafa varð- andi veitingu slíkra starfa. Má í þessu sambandi benda á að í lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins er að finna almennt ákvæöi um að auglýsa skuh lausar stöður á vegum ríkisins í Lögbirt- ingablaðinu, venjulega með fjög- urra vikna fyrirvara. Hins vegar hefur verið umdeilt hvort lög þessi Kjallarinn Ingi Björn Albertsson alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn taka til bankastjóra ríkisviöskipta- bankanna. í mínum huga er enginn vafi á því að lög þessi ná yfir þessar stöð- ur á vegum ríkisins eins og allar aðrar. Það er að vísu til undantekn- ing frá þessu ákvæði laganna og er það fyrir starfsmenn utanríkis- þjónustunnar, enda er það sérstak- lega tekið fram. Ef löggjafinn hefði ætlast til að stöður bankastjóra við ríkisviðskiptabankana féllu ekki undir þessi lög hefði það einnig verið skilgreint sérstaklega. Að það skuh ekki hafa verið gert undir- strikar að löggjafinn ætlast th þess að með ráöningu í þessar stöður sé fariö eins og hverja aðra stöðu á vegum hins opinbera. Menntun og fyrri störf Þá gerði fmmvarpið ráð fyrir að umsækjendur legðu fram upplýs- ingar um menntun sína og fyrri störf. Er hér um eðhlega og sjálf- sagða kröfu að ræða, sem tíðkast víðast hvar í þjóðfélaginu þegar verið er aö ráöa í stööur, og á fylli- lega rétt á sér. Auk þess stuðlar það að því aö beina mati á umsækjend- um frá flokkslegum eða hagsmuna- legum sjónarmiðum th þess að hlutlægt hæfnismat ráði því hveij- ir setjist í stól bankastjóra ríkisviö- skiptabanka. Th að gera langa sögu stutta var frumvarp þetta að sjálfsögðu svæft í nefnd, enda kom það óþæghega viö kaunin á sljómarhðum sem vom þegar búnir að ráðstafa þess- um stöðum langt fram í tímann. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og leggja það fram aö nýju á komandi þingi. Mér er það alveg ljóst að þetta mun ekki breyta miklu þegar að ráðningu er komiö, þar sem sfjóm- arhðar eru hreint út sagt ófor- skammaðir þegar að ráðningu í stöður kemur eins og mjög glögg- lega hefur verið að koma í ljós nú upp á síökastið. Það kæmu mörg Hannesar Hólmsteins dæmi fram, þar sem hæfni, menntun, meðmæli og áht sérstakra nefnda skipta engu máh - flokksskírteinið er öllu æðra. Krefst nánari útskýringar Mitt í öllu þessu reynir forsætis- ráðherra að hala inn nokkra punkta með því að láta í ljós þá skoðun sína að ekki sé hægt að breyta svínaríinu í kringum ráðn- ingu í bankastjórastöður ríkisvið- skiptabankanna án þess að selja þá fyrst. Þetta krefst nánari útskýr- ingar af hálfu forsætisráðherra. Auðvitað á ríkið að hafa hönd í bagga með sínum fyrirtækjum og hvað bankana varðar þá er til sér- stakur bankamálaráðherra (ef það skyldi hafa farið framhjá einhverj- um). Hann er auðvitaö gæslumaö- ur ríkisins hvað bankana varðar og það dugar. Það þarf ekki þar að auki að skipa Pétur og Pál frá stjómmálaflokkunum. Eða svo notuð séu orð fyrrverandi banka- málaráðherra, Matthiasar Bjarna- sonar, um ráöningu í stöður þess- ar: „Ég sé því síður en svo nokkra þörf á því að sækja th uppgjafa- stjómmálamanna eða kaupfélags- stjóra til að manna æðstu stööur þessara mikilvægu stofnana.“ Þetta segir maöur með reynslu og mikla þekkingu á þessum málum og ég tek fylhlega undir með hon- um. Er þetta ekki nákvæmlega það sem er að gerast þessa dagana? Það var samið um bankastjórastöðu fyrir Sverri Hermannsson, það var samið um bankastjórastööu fyrir Val Amþórsson. Og var ekki einnig samið um stöðu fyrir Kjartan Jó- hannsson? Spurningin er bara sú hvort stjórninni endist aldur th að viröa þessa samninga. Ég vona ekki. Ingi Björn Albertsson „Kveöur nú svo rammt aö 1 þessu efni að tekið er aö ráðstafa bankastjórastöð- um mörgum árum áður en núverandi bankastjórar hætta störfum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.