Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 3 Fréttir Landhelgisgæslan: Nýjar heimildir um þorskastríðin fundnar 6vo kann að fara að flestir íslend- inga sjái þorskastrföin, allavega þau síðari, í nýju ljósi þegar heira- ildarmynd um Landhelgisgæsluna verður sýnd á næsta ári. Að sögn Helga Felixssonar, sera vinnur að myndinni ásamt Böðvari Guömundssyni, hafa margar rajög athyglisverðar kvikmyndir fundist - athyglisverðar erlendar kvikmyndir hafa komið í leitimar erlendis. Sumar þessara mynda varpa nýju og skýru ljósi á margt í sambandi við þorskastríðin. „Okkur kom gífurlega á óvart hvað þetta hefur fengiö mikla og útbreidda umfjöllun í Ijölmiðlum erlendis. Þar höfum við víða fengið mjög góöar kvikmyndir af átökun- um í kringum þorskastríðin og þar er margt sem á án efa eför að koma mönnum á óvart og jafovel varpa nýju Jjósi á suma atburöi,*1 sagði Helgi. Hann sagöi að það væri mjög at- hyglisvert að erlendar fréttamynd- ir frá þorskastríðunum væru í raun mun betri en íslenskar myndir. Sagði Helgi að svo virtist sem ís- lenskir kvikmyndatökumenn hefðu ekki fengiö að koma nógu nálægt átökunum. Myndir væru allar teknar úr mikilli fjarlægð eða úr lofti. Erlendu myndirnar væru mun nær atburðunum. ísienska ljósmyndaúrvalið væri hins vegar viðunandi. Gert er ráð fyrir að Ijúka gerð myndarinnar um áramót og búist er við aö hún verði sýnd á næsta ári í sjónvarpi. Miðað er viö að lengd rayndarinnar verði rúmlega 60 mínútur. -SMJ Kona kærði mann frá Ghana fyrir nauðgun Kona kærði mann frá Ghana fyrir nauðgun um helgina. Hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins fengust þær upp- lýsingar að engir áverkar hefðu fundist á konunni og hefðu föt henn- ar verið órifln. Stæði staðhæfmg gegn staðhæfmgu milli aðilanna og því væri máhð í biðstöðu. Varð ekk- ert úr gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. -hlh Ríkið hefur áhuga á að kaupa Iðnó - nefnd skipuð til að kanna málið „Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd til að kanna möguleikana á að gera Iðnó aö menningarmiðstöð með kaup eða leigu í huga,“ sagði Guðmundur Magnússon, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, um áhuga ráðuneytisins á að festa kaup á gamla Iðnó við tjörnina. I nefndinni eiga sæti Þórunn Haf- stein formaður, fulltrúi mennta- málaráðuneytis, Sveinbjörn Óskars- son, fulltrúi íjármálaráðuneytis og Gunnar Eydal fyrir hönd Reykjavík- Ketillinn fluttur i viðbyggingu kyndi- stöðvar Fjarhitunar. DV-mynd Omar urborgar. Þröstur Ólafsson, sem situr í sölu- nefnd Alþýöuhússins hf„ sagði að húsiö hefði verið sett á fasteignasölu og auglýst fyrir nokkru en síðan hefðu þeir ekki verið mjög fram- takssamir í sölunni né auglýst aftur. „Það hefur ekkert formlegt tilboð borist og við höfum ekki viljað verð- leggja þetta. Þó aö menn hafi gert sér einhverjar hugmyndir þá eru þær ekki til að viðra opinberlega," sagði Þröstur Ólafsson. JFJ Vestmannaeyjar: Rafskauta- ketill til húsahitunar - í stað minnkandi hraunhita Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; í síðustu viku var nýjum raf- skautakatli komið fyrir í viðbygg- ingu kyndistöðvar Fjarhitunar Vest- mannaeyja við Kirkjuveg hér í bæ. Ketillinn vegur rúm þijú tonn og gekk vel að koma honum á sinn stað í húsinu en til þess þurfti hin öflug- ustu tæki, krana og lyftara. Ketillinn, sem á að taka við þegar hitaorka í hrauninu dvín, er mjög afkastamikill eða 20 megavött. Til samanburðar má geta þess að þegar hitaþöríin var mest á síðastliðnum vetri fengust 8 megavött úr hraun- inu. Gert er ráð fyrir að ketillinn verði tilbúinn til notkunar í septemb- er og verður heildarafl kyndistöðvar- innar þá komið yfir 30 megavött. Fyrir eru tveir svartolíutankar, þrjú og átta megavött. Að sögn Eiríks Bogasonar veitustjóra mun þetta afl duga bænum næstu árin. Það er engin sanngirni í því að halda þorskveiðibanninu í ágúst til streitu þegar viö gátum aðeins róið fjóra daga í júní, segir Jón Bersi á Patreksfirði og Gunnar kinkar kolli samþykkjandi. DV-mynd PV Komumst nær ekkert a sjoinn i jum Júnímánuður var erfiöur þeim sem eiga Ufsbjörgina undir veðri og vindum. Á Patreksfirði hitti blaða- maður DV tvo trillusjómenn sem voru að taka net í land eftir róður. - Blessaður vertu, við komumst varla á sjó í júní, sagði Jón Bersi Árnason. Gunnar Gunnarsson samsinnti og sagði að allan síðasta mánuð hefði aðeins verið róið fjóra daga. Þeir félagar róa á átta tonna trillu, Guörúnu Hhn, og eru á skaki. - Rauðmaganetin eru svona tóm- stundagaman, sagði Gunnar um leið og hann dró upp á vörubílspall net sem aldrei fer aftur í sjó, nema þá sem rusl. Gunnar og Jón Bersi byrj- uðu seinni part apríl og voru þá á línu. Þegar þeir eru á skaki er úthald- ið þrír dagar og gert er að fiskinum og hann ísaöur niður í plastkör. Afl- inn er orðinn um 50 tonn. Það er ekki hægt að halda bátum af þessari stærð lengur að veiðum frá Vestíjörðum en í sex mánuði. Á vet- urna róa Jón Bersi og Gunnar á stærri bát sem gerður er út frá Pat- reksfirði. “PV Sigurður Jónsson og Bragi Ólafsson, bæjarfulltrúar, griila pylsur í gríð og erg. DV-mynd Ómar Bæjarstjórnin brá á leik Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum; Á laugardag brá bæjarstjóm Vest- mannaeyja á leik og bauð bæjarbú- um til veislu. Tilefnið var norræn vinabæjaheimsókn og vigsla Ráð- hústraðarinnar, sem nýlokiö er við að helluleggja. Bæjarfiúltrúarnir sáu sjálfir um eldamennskuna, íklæddir tilheyr- andi kokkabúningum, húfu og swmtu. Þarna grilluðu þeir hvorki fleiri né færri en 3600 pylsur og út- deildu 1200 Svölum. Fjöldi bæjarbúa og gesta mætti á svæðið og fannst þeim tilbreyting í því að sjá fulltrúa sína í bæjarstjórn þjóna sér í eigin- legri merkingu. Ráðhúströðin er mjög vel til þessa fallin og verður örugglega framhald á því að hún verði notuð við ýmiss konar uppkomur í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.