Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Lífestill Heimilisbókhald raimveruleg kjarabót Neyslan skipulögð Grundvöllur sparnaðar í heimilis- haldi er aö hafa góða yfirsýn yfir útgjöld. Þá fyrst er menn vita hveiju þeir eyða og í hvað geta þeir farið að skilja kjarnann frá hisminu. Hver kannast ekki við það að fara í verslun og koma það- an hlaðinn alls kyns óþarfa? Og þó var upphaflegi tilgangurinn kannski aðeins að kaupa mjólk eða eitthvað annað tilfallandi. Með skipulagningu má komast hjá þessu. Að halda heimilisbókhald er ein- hver besta leið sem tii er til að skipuleggja neyslu sína. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fæstir hafa nokkra hugmynd um hve mik- ið af tekjunum-fer í matarinnkaup. Góð leið til að byrja skipulagn- ingu er að gera sér grein fyrir mat- arkostnaði á mánuði. Sumum hef- ur geflst vel að nota greiðslukortið eingöngu í matarverslunum. Þá fá þeir sundurhðað á gíróseðli hver matarkostnaðurinn er. DV hefur spumir af nokkrum sem hafa reynt þetta. Flestum hefur brugðið í brún. Einn heimildarmanna DV stóð sjálfan sig að þvi að fara með helminginn af öllum sínum tekjum í Hagkaup. Það fundust honum ih örlög. Að hafa hemil á eyðslunni Ein heilladrýgsta aðferð í tóbaks- varnaráróðri er að fá fólk til að gera sér grein fyrir hve miklu það eyðir í sígarettur á ári. Þá er gjam- an bent á hvað hægt heföi verið að gera við þessa peninga. Sama gildir um matarinnkaup. Fólk virðist hafa sterka tilhneig- ingu til að halda að allt sem fer í mat sé nauðsynlegt. Svo er þó ekki. Er fólk hefur gert sér grein fyrir heildarútgjöldum í mat á mánuði þarf að setjast niður og taka saman lista yfir þau matvæh sem eru hluti af daglegri neyslu. MikUvægt er að allt sé tekið með á Ustann sem er keypt, það er ónauðsynlegt að skera niður á þessu stigi. Þegar sá Usti er kominn þá þarf að gera áætlun um hvaða magn er nauð- synlegt að kaupa í hverri viku. Þegar næst er keypt í matinn er nauðsynlegt að hafa þessa áætlun með sér. Hún er þá notuð sem inn- kaupaUsti. Þá er einnig hægt að bæta því á Ustann sem gleymst hefur. Á þessu stigi er nauðsynlegt Neytendur að eyða góðum tíma í matarinn- kaup. Að skrá niður freistingar Eftir að hafa notað þennan Usta í svo sem einn mánuð er næsta öruggt að mikfll sparnaður hefur náðst og það án þess að hafa neitað sér um nokkum skapaðan hlut. Þó ætti að hafa náðst nokkuð góð yfir- sýn yfir daglegt neyslumynstur íjölskyldunnar. Þegar þessum áfanga er náö tekur við næsta stig, en það er að skrá niður freistingar. Flaustursleg matarinnkaup, sem gerð eru í flýti, gera það að verkum að keyptur er aUs kyns óþarfi. Þá er það látið í körfima sem næst er hendi án tilUts til þess hvort það er nauösynlegt eða ekki. Ekki er heldur spáð í kostnað. Þegar fólk hefur náð góðri yfirsýn yfir sitt neyslumynstur gæti verið Sumir hafa tekið tölvutæknina í sina þjónustu. Nú er svo komiö að seld eru forrit fyrir heimilisbókhaldið. fróðlegt að fara einu sinni í stór- markað á mesta annatímanum og með tóman maga. Þá er keypt inn í flýti. Þegar heim er komið þá er um að gera að Uta á neysluUstann og bera hann saman við það sem í pokunum er. Þá er næsta víst aö fólk gerir sér grein fyrir öUum þeim óþarfa sem slæðst hefur með. Þá er um að gera að skrá niður aUan þennan óþarfa og skipuleggja hvenær á að kaupa hann og í hvaða magni. Að spara án þess að neita sér um neitt Margir setja samasemmerki milU spamaðar í matarinnkaupum og þess að ganga um með reyrða mitt- isól. Þetta er þó alrangur hugsun- arháttur. Mesfi spamaðurinn er fólginn í skipulagningu en ekki í því að svelta sjálfan sig og fjöl- skylduna. DV hefur spumir af manni sem ætlaði að spara þegar hann fór í ferðalag með fiölskylduna um landið. Áður en haldið var af stað rakst hann á saltað hrossakjöt á tUboðsverði. Hann keypti stóran skammt. Fjölskyldan hélt af stað í ferða- lagið. Á fyrsta áfangastað var tjald- að. Þegar borða átti hrossakjötið reyndist það ólseigt og vann ekki á því nokkur tönn. Næsta kvöld var enn reynt með sama árangri. Er farið var að stór- sjá á fjölskyldunni ákvað maður- inn að henda kjötinu. Þá var hungrið orðið svo mikið að snætt var á fínustu veitingastöðum það sem eftir var ferðarinnar. Þegar upp var staðið var ferðin mun dýr- ari en hún hefði veriö með skipu- lagðrineyslu. -PLP Dýrt að versla í vikulok Flestar íjölskyldur í þéttbýli hafa sama mynstrið á innkaupum. Aðal- lega er verslað í stórmörkuðum einu sinni í viku. Yfir sumarið, þegar verslanir eru lokaðar á laug- ardögum, era fimmtudagar og þó heldur föstudagar notaðir til inn- kaupa. Á föstudögum hafa flestir stórmarkaðir opið til 20 eða 21. Hver kannast ekki við það að fara í verslunarleiðangur á síðasta degi vikunnar og öll fjölskyldan orðin dauðþreytt eftir langa og stranga viku? Búið að ná í börnin í pössun og þau orðin þreytt og úrill og for- eldrarnir á harðahiaupum í inn- kaupum til aö hin langþráða helgi byiji sem fyrst. Freistingarnar á skyndibitastöðum Margir kannast við það að hafa fariö í stórmarkaðinn og sparað og nurlaö. Margir þekkja sig í hjónun- um sem eyddu löngum tíma í að velta fyrir sér hveijum einasta hlut til að komast vel frá matarinn- kaupunum. Þegar út var komið vora þreytan og hungrið orðin skynseminni yfirsterkari. Hvoragt nennti að elda og þaðan af síður að vaska upp svo ákveðið var að hlaupa á næsta skyndibitastað. Og þá gleymdist að spara. Þegar hjónin fóra yfir eyðslu dagsins komust þau að raun um að máltíðin á skyndibitastaðnum kostaði nær helming af hagkvæmu vikuinnkaupunum. Elda má fyrirfram En þá spyija sig margir: Hvers á maður að gjalda? Maður vinnur alia vikuna og er orðinn alltof þreyttur í lok vikunnar til að standa í einhveiju stússi. Ef fóstudagamir eru notaðir til innkaupa er afar einfalt að elda eitthvað á fimmtudegi sem bera má fram á fóstudegi. Mörg heimili eiga alls kyns tól og tæki til að spara tíma við eldamennskuna. Örbylgjuofn er dæmi um slíkt tæki. Hvemig væri að nota hann meira til að flýta fyrir og nýta betur tíma og peninga. Fyrri hluta vik- unnar má annað hvort elda tvöfald- an skammt eða tvennt í einu. Því er ekki hægt jið steikja kjúkling í ofninum á fimmtudagskvöldi með- an maður er að steikja fiskinn? í þessu tUfelli þarf ekki einu sinni örbylgjuofn til. Á fimmtudagskvöldi má skilja þannig við að auðvelt sé að hita upp matinn meðan verið er að ganga frá vörunum. Fólk á nýtísku heimilum, sem búin era flestum þægindum, ætti að geta nýtt sér þann tímaspamaö sem tækin hafa upp á að bjóða. Hver þvær t.d. sængurfótin í bað- karinu þegar hann hefur sjálfvirka þvottavél? Svo má líka nota aðra daga til innkaupa en helstu álagsdagana. Með góðu skipulagi er hægt að gera vikuinnkaupin á mánudegi í stað föstudags. Geriö áætlanir um matseid Alveg eins og gerð er áætlun um innkaup er hagkvæmt að gera áætlun um matseld. Nauðsynlegt er að vita að kvöldi hvað taka eigi úr frystinum fyrir kvöldmat næsta dags. Ef gleymist að taka úr frystinum er dýra leiðin vahn, nefnilega að stökkva út í næstu verslun og kaupa eitthvað fljótlegt og þá oftast dýrt. Ef geröur er listi um matseld fyrir vikuna í samræmi við þau innkaup sem gerð hafa verið er mun auðveldara að halda utan um eyðsluna. Athugið tilboðin vel Af og til hafa stórmarkaðir tilboð á ýmsum vörutegundum. Kaupið þá inn í meira magni en vanalega. En aöeins ef þið hafið not fyrir vöruna. Það er engin ástæða til að kaupa 13 skúringafótur bara af því þær era ódýrar. Unnin matvara er dýr Oft freistast maður til að kaupa hálf- eða fullunna matvöra til að spara tíma við eldamennskuna. Við höfum áður tekið dæmi af því hversu miklu dýrara er að kaupa hrásalat tilbúið heldur en að kaupa hráefnið í það. Á einu kílói af hrá- salati getur munaö allt að 300 krón- um. Sama gildir um niðursneitt brauö. Þú borgar allt að 15 krónum fyrir hvert brauð. Tíminn sem tek- ur að saxa niður salat eða sneiða brauð er svo sáralítill að hann einn getur ekki verið því til fyrirstöðu að gera slíkt sjálfur. Morgunkorn og dýr, skraut- legur pakkamatur Auglýsingar á innfluttum pakka- mat, sérstaklega í sjónvarpi, höfða til bama. Reynið að sneiða hjá inn- kaupum á slíkum vöram, þótt erf- itt sé. í fyrsta lagi er hollustugildi slíks matar vafasamt, sérstaklega ef hann inniheldur mikinn sykur og litarefni. í öðru lagi er verðið svo hátt að íjölskyldur á meðallaunum geta vart leyft sér slíkan munað. Jógúrt er dýr þegar hana þarf að kaupa oft fyrir stóra fjölskyldu. Hvað varð um gömlu, góðu súr- mjólkina? Til tilbreytingar frá púðursykrin- um má bæta í hana örlitlu af fersk- um eða þurrkuðum ávöxtum. Nið- urbrytjuð eph eða appelsínur, rús- ínur eða þurrkaðar aprikósur í bit- um. Aht þetta gefur nýtt og ferskt bragð og góða næringu. Sælgæti og gosdrykkir Algengt er að laugardagar séu sælgætisdagar krakkanna. Skipu- leggiö innkaupin fyrirfram. Verð- munur á sælgæti og gosdrykkjum í stórmörkuðum annars vegar og sölutumum hins vegar er það mik- ih að það margborgar sig að kaupa sælgætið um leið og vikulegu inn- kaupin fara fram. Peningarnir vaxa ekki átrjánum Þrátt fyrir áht er algengt að inn- kaup og matseld séu á ábyrgð eins aðila úr fjölskyldunni, húsmóður- innar. En ef gera á átak í spamaði, er það fjölskylduátak. Spamaðurinn kostar aukinn tíma og fyrirhöfn og engan veginn sanngjamt að einn aðhi taki það allt á sig. Gerið aha íjölskylduna meðvitaða. Stálpaðir krakkar hafa gott af því að fylgjast með innkaupum og gera sér grein fyrir hvað hdutir kosta og að pen- ingar vaxa ekki á tijánum. Gerið innkaupa- og eldunarhsta saman, þannig að allir séu með á nótunum til hvers verið er að spara. Vinnið meira saman eins og við bakstur og matseld til að auð- velda verk sem taka langan tíma. Og munið að sparnaðarátakið þýðir ekki að ganga með hertar mittisólar og sultardropa. Það þýð- ir aðeins að breyta örhtið um lífs- stfi, sýna meiri aðgát og skynsemi. Og ef alhr taka þátt getur sparnað- urinn þýtt aukna samveru og sam- stöðu fjölskyldunnar. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.