Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 17 Lesendur „Margir álíta að Kvennalistinn sé ekkert annað en kvennadeild Alþýöubandalagsins," segir í bréfinu. „Háttvirtur kjósandi*’" skrifar: Við höfum nú haft nokkrar „vinstri hrærur' við stjórnvölinn eftir kosn- ingar liöinna ára og spyiji hver sjálf- an sig: Hvaö gott hefur leitt af þeim? Eða veit einhver eitthvað gott sem leitt hefur af stjóm vinstri manna í þessu landi? - Einn góður vinur minn, eldri maöur sem ég og margir fleiri hafa mikið álit á, sagði eitt sinn eftir úrslit kosninga, sem leiddu af sér nánast vonlausa stöðu í myndun starfhæfrar stjómar; „Það er að sjá, að við íslendingar séum sammála um það eitt að vera ósammála um allt og að við álítum kosningar einhveija „helgarskemmtun" með tilheyrandi vökunótt. - Gerum okkur ekki ljósa alvöruna sem frelsinu fylgir.“ Ég er oft búinn að verða vitni aö umtalsverðum vísdómi þessa manns og ályktunarhæfni hans. Hann sagði t.d. fyrir stuttu síöan: „Það er vel hugsanlegt, að næsta „stjómmála- slys“ okkar íslendinga gæti oröið það að veita Kvennalistanum umtalsvert brautargengi í kosningum og yrði það til þess aö enn ein óhæfu samtök- in gengju milli bols og höfuðs á efna- hag þessarar þjóðar með ófyrirsján- legum afleiðingum. - Þessi samtök sem slík eru séríslenskt fyrirbæri, tímaskekkja, sem hvergi gætu hafa skotið rótum nema hér.“ Þegar maður hugsar um hvað Kvennalistanum bauðst í síðustu kosningum og baðaði sig í sviðsljós- inu um sinn, naut íjölmiðlaviötala og lét frá sér fara orð sem líktust því sem frá þeim koma sem völdin hafa, undrast maður hve lítið þessi samtök hafa gert í raun. - Alls ekkert annað en að taka enga ábyrgð, frábiðja sig henni að fullu og öllu! Margra álit er að Kvennalistinn sé ekkert annað en kvennadeild Al- þýðubandalagsins og ætti það að verða þeim auðtrúa sálum, sem í raun og veru halda aö enn einn flokk- urinn í viðbót við flokkasúpuna sem hér er fyrir sé einhver lausn, víti til vamaðar og hafna þessum glund- roðaöflum. Það er löngu Ijóst, og ætti að vera í fersku minni kjósenda, að það er ekki hægt aö stjórna hér á íslandi í þriggja flokka ríkisstjóm og tæpast skiljanlegt hvers vegna verið er að reyna það. - Ég styð eindregið aö valinri verði sterkur stjórnmála- flokkur til ábyrgðar í þessu landi og styð því Sjálfstæðisflokkinn til þeirra verka. Hann einn getur þetta og hann einn hefur mönnum á að skipa til þess. Málssókn er mörgum kær Guðrún Jónsdóttir hringdi: efþeimfinnstásighallaðogstund- ráð félagsvísindasviðs HÍ heldur Það ætlar að verða meiri úlfaþyt- um einnig ef þeir sjálfir halla á um málið. Ráðniqg í slíkar stöður urinn vegna einfaldrar stöðuveit- annan. Svo ákafir era þeir í máls- er einmitt ekki fullgild nema ráð- ipgar við Háskóla íslands. Hér er sóknarhugleiöingum sínum. herra hafi sjálfur úrskurðað eftir varla veitt sú staöa lengur að ekki Ég var að lesa í blaöi í morgun sinu höfði úr þvi honum er ætlað ijúki einhveijir upp til handa og aöeinnþeirrasemsóttiumlektors- að hafa endanlegt úrskurðarvald fóta og ýmist krefjist rannsóknar á stöðuna við Háskóla íslands, en yfirleittÞaðerekkihægtaðbreyta veitingunni eða hóti málssókn, viþi fékk ekki, væri að kanna grund- þessu nema með lögum. Á sama a.m.k. láta kanna hvort einhver völl fyrir málssókn því verknaður háttogámeðanríkisbankarnireru möguleiki til raálssóknar sé fýrir ráðherra væri „gersamlega siölaus ríkisbankar veröur þar alltaf ráðið hendi. en kannski löglegur“. Þaö væri því efir pólitískum reglum en ekki Þetta fer nú að minna á landa- freistandi að láta á það reyna fyrir samkvæmt þeim sem gilda á frjáls- merkjaþrætur fyrri tíma þegar dómstólum hvort ráðning Hannes- um markaði, þvi miður. - Þessu nánast hver íslendingur, sem átti ar Hólmsteins í stöðuna stæðist má þó breyta raeö því að færa land, var í málaferlum viö ná- lagalega en vildi sarat bíöa eftir bankana úr ríkiseign og háskólann grannannvegnameintrarágengni. frekari viðbrögöum háskólans! sömuleiðis. Þetta er mjög ríkt í íslendingum Auðvitaö stenst ráöning Hannes- enn. Þeir hóta yfirleitt málssókn arhversumargafundisemdeildar- STAÐA ORGANISTA við Skálholtskirkju er hér með auglýst til umsóknar. Starfið verður fullt starf og skal organistinn hafa búsetu í Skálholti. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1988 en stefnt er að ráðningu í starfið 1. janúar 1989. Frekari upplýsingar veitir biskupsritari í síma 91 - 621500 og undirritaðir: Guðmundur Óli Ólafsson 98-68860 Páll Skúlason 98-68904 Sveinbjörn Finnsson 91 -54908 Alhliða viðgerðir á steyptum mannvirkjum VIÐGERÐIR A STEYPUSKEMMDUM OG SPRUNGUM Fagleg ráðgjöf, unnin af fagmönnum og sérhæfðum viðgerðarmönnum. HÁÞRÝSTIÞVOTTUR: Traktorsdælur að 400 bar. SÍLANHÚÐUN: Til varnar steypuskemmdum. Móða milll glerja? Fjarlægjum móðu á milli glerja með sérhæfðum tækjum. Ath. Aðferðin er ekki til bráðabirgða heldur VARANLEG, viðurkennd og ódýr. Látið ekki verðmætan hluta hússins eyði- I leggjast að óþörfu. | Látið fagmenn vinna i verkin, það tryggir tgæðin. Látið fagmenn vinna verkin, það tryggir gæðin. VERKTAK HF. Simi 7-88-22, bilas. 985-21270. Þorgrímur Ólafsson húsasmíðameistari. : jjl&s. [ KUWfCXXAÍ Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, sima, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- • 1 euwocAsns SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 HHHMHIi a rvvö Búkolla var mætt á Silfurtorgið á ísafirði ásamt öðrum bæjarbúum er Ísafjarðarhátíð '88 var hald- in þar í bæfyrirstuttu. Á þessari fjögurra daga hátíð brugðu ísfirðingar sér í betri gallann og sumir í sjógallann til að taka þátt í hátíðarhöldun- um serh voru fjölbreytileg, bæði á landi og sjó. Fyrir landkrabba var sett upp götuleikhús er flutti þjóðsöguna um Búkollu. Þásýndu segl- brettamenn listir sínar og kepptvarí Djúpralli. íslandsmótið í sjóstangaveiði fórfram og margt fleira skemmtilegt sem vert er að lesa um í Lífsstíl á morgun. jviAúl&q H ús á íslandi krefjast gjarna viðhalds. Á tímum alkalí- og annarra steypuskemmda hefur það Tærst í vöxt að klætt sé yfir múrveggi húsa. Talið er að þetta sé besta vörnin gegn þessum kvillum. Mikilvægt er að frágangur sé réttur þegar ráðist er í slík verk. Á heimilissíðum lífsstíls á morgun verða eigin- leikar nokkurra klæðningarefna kynntir. Stiklað verður á helstu atriðum sem ber að hafa í huga við uppsetningu utanhússklæðningar. Þannig má nefna að loftræsting er mikilvæg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.