Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 21
20 ÞRIDJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 21 íþróttir DV DV íþróttir • ingolf Wiegert. Jón Kristján Stgurðsson, DV, HaDe: Þegar íslendingar og Austur- Þjóðverjar mætast í dag leika heimamenn án síns besta ieik- manns, Ingolf Wiegert. Wiegert, sem talinn er einn sterkasti línu- maður heims, á við meiösli að stríða. Hann meiddist í heimsbikar- keppninni í Svíþjóð i janúar og hefur ekki náð sér síöan. Meiðsli Wiegerts eru í hásin og hefur hann þurft aö gangast undir þrjár aðgeröir sem ekki hafa gengið upp. Meiðslin eru talin það alvar- leg að hann á á hættu að þurfa að leggja skóna á hilluna. Það yröi mikil blóötaka fyrir Austur-Þjóðverja, sem verða roeðal keppenda á ólympíuleik- unum í Seoul. Austur-Þjóðverjar skarta að ööru leyti sínum skær- ustu sljörnum hér á raótinu. Jákvæðar viðræður í Halle Jón Kristján Sgmösscn, DV, Halle: Eför komuna til Austur-Þýska- lands í gær hófu Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, og Kjartan Steinbach, stjómarmað- ur sambandsins, viðræður við forsvarsmenn handknattleiks- sambandanna sem hér eiga lið á mótinu. Tilgangur viðræðnanna var að kanna viðhorf þeirra til umsókn- ar íslendinga um að halda heims- meistarakeppnina árið 1993. Fram aö þessu hafa Austur- Evrópuþjóðirnar stutt umsókn okkar og eftir fundinn kom fram aö afstaöa þeirra haföi ekkert breyst og lýstu þær yfir stuöningi við umsókn íslendinga eins og öl þessa. 0 IÐNAÐARBANKAMÓT HAUKA * Eftirtalin mót verða haldin á vegum knatt- spyrnudeildar Hauka og.lðnaðarbankans í júlímánuði. 17. júlí,3.flokkurkvenna. 24. júlí,7.flokkurkarla. Allar nánari upplýs- ingarog skráning í síma 50453, 54698 (Eiríkur) og 52450 (Lýður). 0lðnaðarbankinn -xútm Mq STRANDGÖTU 1, 220 HAFNARFIRÐI „Aðalatriðið að vera í topp- foimi í Seoul" Þorglls Óttar Mathiesen. segir Bogdan landsliðsþjálfan Jón Kristján Sigurðsson, DV, HaJle: „Við erum búnir að æfa mikið á síðustu fjórum vikum og effir þetta mót í Austflr-Þýskalandi getum við fyrst gert okkur grpin fyrir hvar liðið stendur,“ sagði Bogdan Kowalczyck, • landsliðsþjálfari íslands í handknatt- leik, í samtali við DV í gær. Þá hafði íslenska liðið nýlokið æf- ingu í íþróttahöll 1 Halle þar sem ekkert var gefið effir. „Móöð hér í Austur-Þýskalandi er einn liður í undirbúningi liðsins fyrir ólympíu- leikana og út af fyrir sig skipör ekki máli í hvaða sæö liðiö lendir á mót- inu. Liðiö leikur um 25 leiki í sumar fyrir ólympíuleikana og árangurinn í þeim skiptir ekki svo miklu máli. Aðalatriðið er að liðið verði í topp- formi á ólympíuieikunum í Seoul og vinni þar alla leikina - og þá fyrst verð ég ánægður,“ sagði Bogdan. „Ég tek mikla áhættu hvað varðar undirbúninginn fyrir leikana því ekkert annað íslenskt landslið í handknatöeik hefur farið í gegnum eins verkefni og þau sem framundan eru. Æfmgarnar eru mjög erfiðar og leggjast þungt á strákana, en það sem af er hef ég verið mjög ánægður með frammistöðu þeirra. Auðvitað er allt lagt í sölurnar fyrir hvern leik .á móönu og eftir á kemur í ljós hvað betur má fara,“ sagði Bogdan Kowalczyck að lokum. Jón Krátján SigurdaEon, DV, HaDe: „Við stefnum aö sjálfsögðu á sigur í hverjum leik og þaö gæfi liðinu mikið sjálfstraust að ná góðum árangri á mótinu. Hins vegar verður að hafa í huga að liðið hefur gengið í gegnum gífur- lega erfiðar æfingar á undanföm- um flórum vikum og miðað viö það var árangurinn gegn Vestur- Þjóðverjum í Hamborg góður,1' sagöi Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi. „Á mótinu kemur í ijós hvað má laga, eins og raunar á öllum mótunum sem við tökum þátt i í sumar. Síðast þegar við lékum gegn Austur-Þjóðverjum, í heimsbikarkeppmnni í Sviþjóð, töpuðum viö að vísu með tveimur mörkum en með samsölltu átaki og góðum leik getur allt gerst í leiknum gegn þeim héma,“ sagði Þorgils Óttar. Jón Kristján Sigurðsson, blaðamaður DV, skrifar frá A-Þýskalandi Leikið í Dessau íslendingar mæta A-Þjóðveijum í opnunarieik Jón Kristján Sigurösson, DV, Halle: íslenska landsliðið í handknattleik kom öl Halle í Austur-Þýskalandi í gær eför.aö hafa dvalið í Hamborg við æfingar og keppni yfir helgina. í dag leikurliðiö fyrsta leikinn, á móti Austur-Þjóðverjum, í átta landa keppni sem stendur fram að næstu helgi. Mótinu er skipt í tvo riðla, íslend- ingar leika í riðli með Austur-Þjóð- verjum, Pólverjum og Kínverjum en í hinum riðlinum leika Sovétmenn, Véstur-Þjóðverjar, Kúbumenn og b- lið Austur-Þjóðverja. En þeir síöast- nefndu tóku sæö Júgóslava sem hættu við þátttöku í móönu. Ekki var laust við að íslensku leik- mennirnir væru þreytör við komuna til Halle því talsverðan öma tók að komast yfir landamærin vegna mik- illar umferðar í Austur-Berlín. Síðan tók viö þriggja öma akstur öl Halle. Eins og áður sagöi veröur leikið við Austur-Þjóðverja í dag og fer leikur- inn fram í Dessau sem er um 70 km frá Haile. Þetta er opnunarleikur mótsins og verður honum sjónvarp- aö beint í Austur-Þýskalandi. Á morgun leikur íslenska liðið gegn Pólverjum og á fimmtudag gegn Kín- verjum. Allir leikir liðsins í riðla- keppninni fara fram í Dessau. Á föstudag og laugardag verður leikið um sæö á mótinu. Stjarnan vann Akranes Stjaman vann öruggan sigur á ÍA, 2-0, flestum að óvömm, í leik sem fram fór í Garðabænum í gærkvöldi. Laufey Sigurðardótör skoraði þeg- ar þrjár mínútur vom eför af fyrri hálfleik og Guðrún V. Ásgeirsdóttir bætti við marki á 10. mínútu síðari hálfleiks, eftir slæm varnarmistök íslandsmeistaranna sem þarna biðu sinn fyrsta ósigur í sumar. -MHM Jón Kristján Sigurdason, DV, HaDe: Nú er endanlega ljóst hvaða þjóðir taka þátt í Flugleiöamótinu í handknattleik sem fram fer á íslandi seinni partinn í ágúst. Þar mæta öl leiks Sovétmenn, Tékkar, Spánverjar og Svisslend- ingar og íslendingar tefla fram tveimur liðum. Þrjár fyrstnefndu þjóðimar eru meðal þátttakenda á ólympíu- leikunum í Seoul og ljóst er að þetta verður sterkasta mót sem haldið hcfur verið á íslandi Ö1 þessa. • Islenska landsliðinu hefur verið boðiö að vera meðal þátt- takenda á alþjóölegu móti, sem haldið verður í Tiblisi í Sovétríkj- unum í desember á þessu ári, og miklar líkur em á að því boöi verði tekið. Gunnar bjaigaði Blikunum - jafnaði 2-2 gegn Fyflki á lokamínútunni í 2. deildarieik liðanna Gunnar Gylfason færði Breiðabliki óverðskúldað stig þegar hann skall- aði í mark Fylkismanna á lokamín- útunni í leik liðanna í Kópavoginum í gærkvöldi. Úrslitin, 2-2, teljast slæm fyrir Árbæjarliðið sem hafði undirtökin ef frá er talið fyrsta kort- érið og síðustu fimm mínúturnar þegar Blikarnir vöknuðu loksins tii lífsins. Jón Þórir Jónsson endaði góða byrjun Blika þegar hann skoraði beint úr aukaspymu af vítateigslínu á 15. mínútu. Síðan tók Fylkir völdin að mestu og lengst af var talsverður gæðamunur á liöunum. Jón Bjami Guðmundsson skoraði tvívegis, á 29. og 70. mínútu, og í bæði skiptin eftir fallegar fyrirgjafir Antons Jakobs- sonar af vinstra kanti. Maöur leiksins: Anton Jakobsson, Fylki. -VS íslandsmótið - SL-deildin: Dæmið gekk ekki upp hjá Ross - og KR tapaði 2-0 fyrir Þór á Akureyri Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Dæmið gekk ekki upp hjá Ian Ross, þjálfara KR, sem setti fimm fastamenn úr liðinu á varamannabekkinn er KR mætti Þór á Akureyri í gærkvöldi. Þeir Stefán Arnarson, Rúnar Kristinsson, Sæbjörn Guðmundsson, Þorsteinn Halldórsson og Þorsteinn Guðjónsson voru allir á vara- mannabekk en hafa verið fastamenn í lið- inu í sumar. Dæmið gekk- sem sagt ekki upp hjá Ross því Þór. vann 2-0 og slapp af mesta fall- hættusvæðinu, í bili a.m.k. Leikur liðsins var þó ekki til að hrópa húrra fyrir en það sem gerði gæfumuninn var að Halldóri Áskelssyni tókst að ljúka tveimur sóknar- lotum með þriggja mínútna millibili með marki. Halldór skoraði snemma í síðari hálfleik gott skallamark eftir fyrirgjöf Kristjáns Kristjánssonar, Halldór stökk mun hærra en vamarmenn og þetta var gott mark. Þremur mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, skaut nú þramuskoti lengst utan úr teig, boltinn lenti á stönginni innan- veröri og skaust þaðan í markið. Það vantaði svo sem ekki færi í þennan leik og KR-ingar áttu ekki síðri færi en Þórsarar. Broddurinn í sókninni hjá KR er þó ekki mikill og einnig vantar að ljúka við dæmið uppi við mark andstæðing- anna. Þá kom óheppni til sögunnar og áttu KR-ingar m.a. stangarskot af stuttu færi. Og ef þeir hittu markið var Baldvin Guð- mundsson öryggið uppmálað. Þórsarar geta þakkað Halldóri sigurinn og mörk hans voru góð. Þór lék undan vindi í fyrri hálfleik en lítið gerðist. Hins vegar byrjuðu Þórsarar síðari hálfleikinn með látum. Eftir mörkin kom svo góöur kafli hjá KR. Rúnar, sem hafði komið inn á í hálfleik, átti þá stangarskot, Gunnar Oddsson skaut framhjá úr dauðafæri og áfram mætti telja. ,.Það varð einfaldlega ekki hjá þessu komist - Ralph Rockemer, þjálfara ÍBV, sagt upp stórftim - Tómas Pálsson tekinn við Órnax Garöarason, DV, Eyjum: Eftir slakt gengi 2. deildar liös ÍBV í sumar var ákveðið á sunnu- dag að segja þjálfara liösins, V- Þjóðverjanum Ralph Rockemer, upp störfum og Tómas Pálsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Ralphs, hefur tekið að sér að sjá um þjálfun liðsins það sem eftir er leiktímabiisins. Vestmannaeyingum hefur gengið mjög illa í 2. deildinni og liðið hefur aðeins liloöð níu stig af 24 möguleg- um í sumar. Dropinn sem endanlega fyllti mælinn var tap liðsins gegn Víöi um síðustu helgi en fýrir þann leik Iiafði Þjóðverjinn íengiö gálgai'rest. Stiómin einhuga um bessa ákvöröun Sigiu-ður Ingilngólfsson, formað- ur knattspymuráðs ÍBV, sagði að stjórnin hefði veriö einhuga um þessa ákvörðun. Aöspurður um ástæður sagði hann að margt hefði komið öl en fyrst og fremst heföi dæmið ekki gengið upp eins og sögafjöldinn sýndi og þessu yröi að breyta. „Þetta var erfið ákvörðun en það varð einfaldlega ekki komist hjá þessu. Tómas hefur tekið aö sér þjálfunina einn það sem eftir er. Hann þekkir alla strákatia mjög vel og þeir standa einhuga um hann,“ sagði Sigurður. Ralph Rockemer sagðist ekki geta tjáð sig um málið á þessari stundu. „Þegar ég hef gengið frá minum máium hér er ég tilbúinn að ræða málið," sagði Rockemer í stuttu spjalli við DV í gær. Þorsteinn Gunnarsson, formaður leikmannaráðs, sagði að alltaf væri leiðinlegt þegar svona nokkuð kæmi upp á. „Nú veröa menn að bíta á jaxlinn" „Nú verða menn að bíta á jaxlinn og taka með trompi það sem eftir er keppnistímabilsins." Aö lokum sneri DV sér til Tómas- ar Pálssonar, hins nýráðna þjálf- ara. Tómas vildi hins vegar ekkert segja á þessari stundu. Fyrsti leik- ur liðsins imdir stjóm Tómasar verður gegn Selfyssingum í Eyjum um helgina. ciií Tómas Pálsson hefur tekið við þjállun ÍBV á nýjan leik en hann þjálfaði liðiö fyrir nokkrum árum auk þess sem hann lék einnig með Vestmannaeyingum. Mikill darraðardans i vítateig Keflvíkinga. Hlynur Stefánsson skailar hér að marki en boltinn vildi ekki í netið að þessu sinni. Það kom þó ekki að sök fyrir Hlyn og félaga því Vikingar sigruðu i leiknum og sendu Kefivíkinga niður í næstneðsta sæti 1. deildar. DV-mynd EJ Þór - KR 2-0 (0-0) 1- 0 Halldór Áskelsson (54. mín.) 2- 0 Halldór Áskelsson (75. mín.) Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birgir Skúlason, Júlíus Tryggvason, Nói Björnsson, Valdimar Pálsson, Jónas Róbertsson, Guðmundur Val- ur Sigurðsson, Halldór Áskelsson, Kristján Kristjánsson, Hlynur Birg- isson, Siguróli Kristjánsson. Lið KR: Stefán Jóhannsson, Hálf- dán Örlygsson (Sæbjörn Guðmunds- son), Gylfi Aðalsteinsson, Jóhann Lapas, Willum Þór Þórsson, Jó- steinn Einarsson, Ágúst Már Jóns- spn, Gunnar Oddsson, Björn Rafns- son, Hilmar Björnsson (Rúnar Krist- insson), Pétur Pétursson. Spjöld: Engin. Dómari: Haukur Torfason. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Halldór Áskels- son, Þór. Víkingur - ÍBK 3-1 (0-1) 0-1 Ragnar Margeirsson (18. mín.) 1-1 Trausti Ómarsson (v) (49. mín.) 2- 1 Trausti Ómarsson (62. mín.) 3- 1 Atli Einarsson (82.- mín.) Lið Víkings: Guðmundur Hreið- arsson, Atli Helgason, Hallsteinn Amarson, Unnsteinn Kárason, Gunnar Gunnarsson, Hlynur Stef- ánsson, Andri Marteinsson, Stefán Halldórsson, Björn Bjartmarz (Lár- us Guömundsson 46. mín.)(Jón Oddsson 58. mín.), Trausti Ómars- són, Atli Einarsson. Lið Keflavíkur: Þorsteinn Bjama- son, Sigurður Björgvinsson, Daníel Einarsson, Grétar Einarsson, Guð- mundur Sighvatsson, Jón Sveins- son, Gestur Gylfason, Jóhann Júl- íusson, Ingvar Guðmundsson (Jó- hann Magnússon 21. mín.), Ragnar Margeirsson, Kjartan Einarsson (Árni Vfihjálmsson). Gul spjöld: Gunnar Gunnarsson, Vík., og Sigurður Björgvinsson, ÍBK. Dómari: Baldur Scheving. Áhorfendur: 550. Maöur leiksins: Atli Helgason. Staðan Staðan Víkingar úr fallsætinu - höfðu sætaskipti við Keflvíkinga með 3-1 sigri á þeim í Fossvogi „Það var gífurlega mikilvægt að vinna sigur í þessum leik. Við náðum okkur ágætlega á strik í síðari hálfleik eftir mjög slaka byriun. Baráttan var góð og strákarnir áttu sannariega skiliö að vinna," sagði Júrí Sedov, þjálfari Víkings, eftir 3-1 sigur gegn Keflvíking- um í Stjörnugrófinni í gærkvöldi. Þar meö lyftu Víkingar sér úr fallsæti 1. deildar en fyrir leikinn var liðið í næst neðsta sæti. Keflvíkingar eru nú komn- ir í það sæti í staðinn og eru í mikilli fallhættu eftir mjög slæmt gengi upp á síðkastið. Keflvíkingar sterkari í fyrri hálfleik Það voru þó Suðurnesjamenn sem byriuðu með miklum látum í Fossvog- inum í gærkvöldi. Strax á 4. mínútu var hætta upp við mark Víkinga en ekkert varð úr 1 það skiptið. Stuttu seinna fékk Ragnar Margeirsson dauðafæri er hann stóð einn á markteig en skot hans fór í stöngina. Á18. mínútu höföu Keflvík- ingar loks erindi sem erfiði. Enn var það Ragnar sem var aðgangsharður við mark Hæðargarðsliðsins. Eftir horn- spymu barst boltinn til Ragnars sem skaut í varnarmann og þaöan í netið. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti og áttu hættulegar sóknarlotur en Vík- ingar komust hins vegar lítið áleiðis gegn ákveðnum Suðuraesjamönnum. Fljótt skipast veður í lofti Júrí Sedov hefur án efa messað vel yfir sínum mönnum í leikhléinu því það var eins og nýtt Víkingslið kæmi til leiks í síðari hálfleik. Sedov setti Lárus Guðmundsson inn á og hann kom ein- mitt við sögu er hann fiskaöi vítaspyrnu strax á upphafsmínútum síðari hálf- leiks. Trausti ómarsson skoraði af ör- yggi úr vítinu og jafnaöi metin. Við þaö færöist mikið líf í leikinn og þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleiknum voru Víkingar komnir yfir. Atli Einarsson átti þrumuskot sem Þor- steinn Bjarnason varði en boltinn hrökk beint til Trausta sem afgreiddi hann í netið fyrir opnu marki. Þar með hafði veður skipast 1 lofti og Víkingar náð undirtökunum. Það var síðan 8 mínútum fyrir leikslok sem Vík- ingar geröu út um leikinn. Atli Einars- son komst inn fyrir vörn Keflvíkinga, lék á Þorstein í markinu og renndi bolt- anum í autt markiö. Síðustu mínúturn- ar var hart barist en gestirnir komust ekki í gegnum þétta vörn Víkings. „Má aldrei gefa eftir“ „Viö gáfum eftir í seinni hálfleiknum eftir að hafa leikið mjög vel í þeim fyrri. Það má aldrei gefa neitt eftir í þessar 90 mínútur, það hefur svo oft komið í ljós,“ sagði Englendingurinn Frank Upton, þjálfari Keflvíkinga, eftir leik- inn. Þeir Atli Helgason og Trausti Ómars- son voru bestu menn Víkinga ásamt Stefáni Halldórssyni sem var eins og klettur í vörn liðsins. Hjá Keflvíkingum bar mest á Daníel og Grétari Einarsson- um. -RR 1. deild Fram ...9 8 1 0 21-2 25 Valur ...9 5 2 2 15-9 17 ÍA ...9 4 3 2 13-10 15 KR: ...9 4 1 4 12-12 13 KA ...9 4 1 4 13-16 13 Þór ...9 2 5 2 10-10 11 Víkingur ...9 2 3 4 8-14 9 Leiftur ...9 1 4 4 6-10 7 ÍBK ....9 1 4 4 11-16 7 Völsungur.. ....9 1 2 6 4-14 5 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram.......9 Pétur Ormslev, Fram.............6 Trausti Ómarsson, Víkingi.......4 Gunnar Jónsson, ÍA..............4 Halldór Áskelsson, Þór........ 3 Aðalsteinn Víglundsson, ÍA......3 Antony Karl Gregory, KA.........3 Amljótur Davíðsson, Fram........3 Bjöm Rafnsson, KR...............3 Pétur Pétursson, KR.............3 Ragnar Margeirsson, ÍBK....., 3 Sigurjón Kristjánsson, Val......3 Steinar Ingimundarson, Leiftri..3 Sæbjöm Guðmundsson, KR..........3 Tryggvi Gunnarsson, Val.........3 2. deild FH 8 7 1 0 20-5 22 Fylkir 8 4 4 0 18-13 16 Víðir 8 3 2 3 16-11 11 ÍR 8 3 1 4 12-15 10 ÍBV 8 3 0 5 18-18 9 Selfoss 7 2 3 2 10-12 9 UBK 8 2 3 3 15-18 9 KS 7 2 3 2 16-20 9 Þróttur, R 8 1 3 4 15-19 6 Tindastóll 8 2 0 6 11-20 6 Markahæstir: Pálmi Jónsson, FH..............8 Sigurður Hallvarðsson, Þrótti..8 Jón Þórir Jónsson, UBK.........6 Páll Grímsson, ÍBV.............6 Guömundur Magnússon, Self......6 Heimir Karlsson, Víði......... 5 Eyjólfur Sverrisson, Tindast...5 Guðjón Guðmundsson, Víði.......4 Guðjón Reynisson, Fylki........4 Hlynur Elísson, ÍBV............4 Hörður Magnússon, FH...........4 Jón Bjami Guðmundsson, Fylki...4 Öm Valdimarsson, FylXi.........3 Ingvaldur Gústafsson, UBK......3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.