Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 9 Unnið að siökkvistörfum í ferjunni í morgun. Simamynd Reuter Níu létust í skotárás í ferju Þrír grímuklæddir byssumenn myrtu í gær níu manns er þeir fleygðu handsprengjum og skutu úr vélbyssum um borð í grískri ferju á Eyjahafi. Tugir manna særðust við árásina á ferjuna sem sigldi með tæplega fimm hundruð ferðamenn í dagsferð um Eyjahaf. Árásarmenn- irnir komust undan á hraðbáti. Um tvö hundruð skelfingu lostnir farþegar fleygðu sér fyrir borð þegar árásarmennirnir hófu skothríðina. Að sögn lögregluyfirvalda misstu sumir farþeganna útlimi viö það að rekast í skrúfur ferjunnar. Fjörutíu og sjö farþeganna Uggja á sjúkra- húsi, þar á meðal nokkrir útlending- ar. Ekki er enn vitað um þjóðerni hinna látnu. Meöal farþeganna voru Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Þjóðverjar, Svíar, Júgóslavar, Portú- gahr, Jórdanir og FiUppseyingar. Fetjan sigldi í gær frá Trokadero við Aþenu til grísku eyjanna. BílaleigubUl sprakk í Trokadero í gær og létust tveir arabar, kona og karlmaður, við sprenginguna. Að sögn lögreglunnar var bílUnn hlað- inn -sprengiefni og tahð er að sam- band sé á milU þessara atburða. Lögreglustjóri, sem ekki vildi láta nafns síns getiö, sagði að Uklega hefðu þau sem biðu bana í bílnum verið að bíða eftir báturinn sneri aft- ur en eitthvað hafi farið úrskeiöis og að þau hafi orðið eigin fórnarlömb. Byssumennimir um borð í ferjunni hafi Uklega heyrt fréttina um spreng- inguna og þá ákveðið að láta til skar- ar skríða. í bílnum voru vélbyssa, skotfæri, handsprengja, mikiö af dollaraseðl- um og íranskt tímarit á víð og dreif þegar komið var að honum eftir sprenginguna. Líbanskur ríkisborgari hafði tekið bfiinn á leigu og hafði hann leigt sér Franskur feröaiangur fær aöhlynningu á sjúkrahúsi eftir árás byssumanna um borð i griskri ferju i gær meö þeim afleiðingum aö niu manns biðu bana og tugir slösuðust. Simamynd Router Niu féllu er þrir grimukiæddir menn réöust á ferju á Eyjahafi. hótelherbergi í Aþenu á föstudaginn. Vestrænir stjómarerindrekar í Aþenu útiloka ekki þann möguleika að árásin um borð í ferjunni sé tengd þeim atburði er bandarískt herskip skaut niður íranska farþegaþotu fyr- ir rúmri viku. Þá létust tvö hundmð og nítíu manns. Óstaðfestar fregnir herma að mikill viðbúnaður sé nú við allar bandarískar herstöövar í Grikklandi. Mikil leit fer nú fram aö byssu- mönnunum sem skipveijar á nálæg- um skipum segjast hafa séð kveiKja í dekkinu á feijunni eftir skothríðina og flýja á litlum báti. Fundi Öiyggisráðsins frestað? Verið getur að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna fresti fundi um skotá- rás Bandaríkjamanna á íranska far- þegaþotu um einn eða tvo daga. Fundurinn átti að fara fram síðdegis í dag þar sem hlusta átti á utanríkis- ráðherra írans, Ah Akbar Valayati, færa fram sín sjónarmið. Eftir komu Vaiayatis til New York, þar sem hann ræddi við nokkra full- trúa, er sagt að sumum þeirra hafi fundist að þeir þyrftu meiri tíma til að búa sig undir fundinn. Þetta tal um frestun á fundinum kom eftir að Reagan Bandaríkjafor- seti bauð ættingjum fórnalamba skotárásarinnar skaðabætur. Ekki er þó enn Ijóst hvort tengsl eru þarna á milli. í Bandaríkjunum eru skiptar skoð- anir meðal þingmanna varöandi greiðslu skaðabóta til fjölskyldna fórnarlambanna. Nýlegar skoðana- kannanir sýna að meirihluti banda- rísku þjóðarinnar er mótfallinn slik- um greiðslum. í tilkynningu Hvíta hússins um greiðslumar var lögö áhersla á að engir peningar myndu fara um hend- ur sljómarinnar í íran. Reuter Útlönd Jesse Jackson sagði í fyrsta skipti í gær að hann myndi þiggja útnefn- ingu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni. Hann virtist þó gefa stuðningsraönnum sínum merki um aö verða ekki reiöir þótt honum yrði ekki boðiö að verða varaforsetaefni flokksins. Ólíklegt þykir að Jackson hljóti útnefiiinguna þar sem skoðana- kannanir sýna að andstæðingar blökkumanna gætu þá komið í veg fyrir að Dukakis kæmist alla leið í Hvíta- húsið. Dukakis, sem verður fonmlega útnefiidur sem forsetaefni Demó- krataflokksins á landsþingi hans í Atlanta í næstu viku, hefur ekki sagt hvera hann muni tilnefna sem varaforsetaefni sitt. Jesse Jackson kveöst nú þiggja útnefningu sem varaforsetaefni. Símamynd Reuter Duarte snýr heim Duarte, forseti El Salvador, viö heimkomuna i gær. Símamynd Reuter Forseti E1 Salvador, Jose Napo- leon Duarte, sneri í gær heim eftir 40 daga sjúkrahúsvist i Bandaríkj- unum þar sem gerö var skurðað- gerð á honum vegna krabbameins. Hann kvaöst myndu halda áfram að vinna að lýöræöi þar til kjör- tímabil hans væri á enda. Ráðherrar Duartes fögnuðu hon- um vel við heimkomuna, sömuleiö- is herstjómin og stjómarerindrek- ar. Kjörtímabili Duartes, sem er 62 ára gamall, lýkur í maílok 1989. Hann kveðst munu vinna að þvi aö forsetakosningamar, sem þá er áætlað að fari fram, veröi algjör- legafijálsar. 50 þúsund heimilislausir Bangladesh hefur nú veriö lýst yfir neyöarástandi vegna flóöa. Símamynd Reuter Neyðarástandi var lýst yfir í Bangladesh í gær og hermenn sendir til björgunarstarfa vegna flóða sem krafist hafa sjötíu mannslifa undanfam- ar tvær vikur. Forseti landsins, Mohammad Ershad, skipaði ráöherram og þingmönn- um að fara um landiö til að fylgjast með þvi að hjálparsendingum væri dreift á réttan hátt. Að minnsta kosti fimmtíu þúsund manns hafa misst heimili sín í flóðunum, að sögn embættismanna. Taliö er að tugir þús- unda séu einangraöir í afskekktum þorpum. Nokkur fórnarlambanna dmkknuðu en önnur urðu undir húsum sem hrundu við flóðin. Hundruö fjölskyldna hafast við á vegum úti en aðrar hafa leitað skjóls uppi á húsþökura. Samgöngur milfi Dacca og annarra landshluta hafa legiö niðri aö hluta vegna fióðanna sem sópað hafa með sér brúm. í raaí og júni létust aö minnsta kosti áttatíu manns í austurhéruðum Bangladesh vegna flóða sem þá gengu yfir. Yfirvöid í Bretlandi kváöust í gær vera reiöubúin til aö ræða sölu á vopnum til Kuwait en búist er við að beiðni yfirvaida Kuwait til Banda- ríkjanna um vopnasölu mæti andspymu á Bandaríkjaþingi. Stjómarerindrekar segja að svo gæti farið að Kuwait fylgdi í fótspor Saudi-Arabíu og keypti brskar orrustuþotur ef þingið í Bandaríkjunum setti takmarkanir á sölu á bandarískum herflugvélum. Það var vegna andstöðu Bandaríkjaþings sera Bretar gátu gert samning við Saudi- Arabiu um sölu á hergögnum fyrir 17 milljarOa dollara. Tilkynnt var um þann samning í síðustu viku. Forsætisráðherra Kuwaits, Al-Sabah, hóf í gær viðræður við yfirvöld í Washington um möguleika á að fá að kaupa orrustuþotur og eldflaugar. Á laugardaginn undirritaði Kuwait samning viö Sovétríkin um kaup á vopnum. Sleppa munkum í Tíbet hafa fimmtíu og tveir munkar veriö látnir lausir. Þeir höföu veriö í haldi frá því að uppreisnin var gerð í Tíbet í mars síðastliðnum. Munkamir, sem allir eru í kringum tvítugt, höföu gert árásir á verslan- ir og veitingastofur og barið á lögreglumönnum sem sendir voru til að bæla niður óeirðimar. Fimm manns, þar á meðal einn lögreglumaður, létu lífiö í róstunum sem uröu þegar mótmœlt var yfirráöum Kína i Tí- bet. Aö sögn opinberra starfsmanna vora tvö hundrað manns hand- teknir en Tíbetbúar fullyröa að meira en þúsund manns hafi vertö hand- teknir. Óstaðfestar fregnir herma einnig að mildu fleiri hafi látiö líflð en opinberar skýrslur sýna. Reutœr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.