Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Lesendur_________________dv Niðurskurður og niðurgreiðslur Spumingin Ætlarðu á hljómleika Status Quo? Björgvin Stefánsson: Já, auðvitaö. Sölvi Snær Magnússon: Sennilega ekki. Mér finnast þeir ekkert spenn- andi. Gísli Óskarsson: Nei, ég hef engan áhuga. Hulda Hrönn Elíasdóttir: Nei, mér líkar ekki við þá. Sigrún Þórðardóttir: Nei, örugglega ekki. Ég verð í Aðaldal. Jensina Böðvarsdóttir: Nei, ég hef engan áhuga. Þórdís hringdi: Skyldu þeir ekki vera margir landsmennirnir sem ekkert skilja lengur í þessum styrkjum og niöur- greiðslum til landbúnaðarins. Það er ýmist verið að skera niður fé til þessa atvinnuvegar eða auka niðurgreiðsl- ur til hans. Á meðan ráðgert er aö skera milli 30 og 40 þúsund kindur á næstu haustdögum er svo samþykkt að um 90 milljónir króna renni til niðurgreiðslna á landbúnaðarvör- um. - Ég spyr nú bara eins og kjáni, auðvitað: Hvort er það kúabúskapur- inn eða fjárbúskapurinn sem er bændum þyngri í skauti? Mér dettur ekki í hug að biðja um svar við þessu því ég veit aö það svar yrði svo mikii langloka að enginn myndi skilja hana. En svona spyrja margir og vilja fá einhverja stutta skýringu á þessum landbúnaðar- vanda og þá um leið hvort ekki sé hagkvæmt að leggja hann niður að fullu. Riðuveikin er orðin landlæg alls staöar og það er áreiöanlega ein ástæða þess að lambakjöt er ekki keypt eins mikið og áður var. Fólk er hrætt við þennan sjúkdóm og heldur að hann geti haft áhrif á kjöt- ið. Eða hver getur afsannað það? Halda menn virkilega að útlendir aðilar, sem boðið er lambakjöt til kaups, fylgist ekki með gangi mála? Þótt núna sé verið að gauka einni blekkingunni enn að okkur varðandi niðurgreiðslur til landbúnaðarins og sagt að þær hafi nú verið skornar niður úr 160 milljónum í 90 og svo Óskar Árnason skrifar: Ég fagna því innilega að fá loks hvalkjötið heim frá Finnlandi. Ég hélt lengi vel að Finnar ætluðu að fara að dæmi Dana hér á árunum er þeir neituðu aö veröa viö ósk okkar íslendinga um aö senda okk- ur handritin þar til maður hafði gengið undir manns hönd til að fá þá til að gefa eftir. Loks fengum við handritin og miklir fagnaöarfundir urðu er við börðum augu bókina sem skipherr- ann á danska varöskipinu afhenti þáverandi menntamálaráðherra. Við vorum þess lika fullvissir að í kössunum, sem skipið flutti, var slatti til viðbótar enda kom það á daginn. Það er annað með hvalkjötið, það getur ekki geymst endalaust í köss- um. Ég vil því vera þess fullviss að þegar Eimskipafélagsskipið Urr- iöafoss kemur hér að bryggju fær- andi heim hiö dýrmæta hvalkjöt, sem skiptir sköpum fyrir þjóðarbú- skap okkar, en ekki síður stolt, verði hafður sami háttur á og þegar handritin komu til landsins. - Ég vil að skipstjórinn hafi sýnishom eigi líka að „vinna að heildarendur- skoðun" á landbúnaðarkerfmu þá gengur þetta bara ekki í fólkið. Það em allir jafnnær að öðru leyti en því við höndina og hann færi sjávarút- vegsráðherra fyrsta bitann, frosinn eða þíddan, svo við þurfum ekki að fara í grafgötur um aö hér sé það komið formlega í hendur okkar Islendinga. Ég vil líka óska eftir því að sama viöhöfn verði höfð og þegar hand- ritin komu. Það á að taka á móti skipinu með lögreglubáti eins og gert var þegar skipið lagði úr höfit í Finnlandi. Gefa frí í öllum frysti- húsum landsins og hvalveiöibátar eiga að vera í höfn og vinna að liggja niðri í hvalstööinni. Allt þetta fólk á að vera niðri á bryggju og fagna með 'ráðherra farsælli lausn á hvalkjötsmálinu. Hvalkjötiö á síðan að geyma í sérstökum, gegnsæjum frystiklefa þar sem landsmenn geta skoðað það þar til búið er að reisa yfir það sérstakt hús sem skírt verður Hval- kjötssafn íslands. - Þar eiga hreyknir landsmenn að geta sýnt það útlendingum svo lengi sem áhugi er á hval og hvalamálum ís- lendinga. Sá áhugi mun áreiðan- lega vara um aldir. að þessar afuröir eru ekki sam- keppnishæfar við aðrar neysluvörur. - Millifærsla fjármuna ásamt hug- sjóna- og hagsmunasjónarmiðum Bjarnþór skrifar: Þar sem nokkuð er nú rætt um verð á veitingahúsum og fráhvarf erlendra ferðamanna héðan vegna hins háa verðlags langar mig til að leggja nokkur orð í belg. Ég held að erlendir ferðamenn - eins og við sjálfir - séu hvað mest undrandi á hinu háa verði hjá íslenskum veit- ingahúsum umfram aðra þjónustu. Það nær náttúrlega ekki nokkurri átt að greiða allt aö 2000 kr. og jafn- vel meira fyrir einn aöalrétt eins og farið er aö verðleggja t.draautasteik- ur eða aðra kjötrétti, jafnvel úr kjúklingum. Þetta jafngildir 44 doll- urum eöa um 80 þýskum mörkum! Þau eru vandfundin veitingahúsin í viðkomandi löndum sem verðleggja þessu líkt. Ég hef a.m.k. aldrei séð þau verð. Ég sendi hér með til ykkar matseð- il og verð frá alveg prýðilegu og þekktu veitingahúsi í Hamborg og duga þessum atvinnuvegi ekki leng- ur. Þetta verða stjómmálamenn allra flokka að skilja. Þeir sömu verða ekki kosnir aftur, svo mikið er víst. víðar í Þýskalandi þar sem menn úr viðskiptalífinu koma oft með gesti sína og snæða. Maturinn er frábær en verð í hærri kantinum miðað við þýskt verðlag (og eru þó launin þar mun hærri en hér á landi). Þarna er dýrasta steikin á 700 krón- ur (DM 27,50) og allra dýrasti réttur- inn var nýr, grillaður humar sem kostaði 1460 krónur (DM 58,50). Þetta eru auðvitað allt önnur verð en hér sjást á veitingahúsum í betri klassan- um en hugsanlega lík og þau sem boöin era á skyndibitastöðum en réttirnir ekki sambærilegir. - Er nokkur furða þótt erlendir ferða- menn forðist landið? En það á ekki bara við útlendinga að þeir forðist dýrari veitingahúsin hér heldur er okkur farið að ofbjóða. En kannski hafa augu okkar ekki opnast fyrir þessu að fullu nema gegnum augu þeirra útlendu? Steaks Udy Rump*l«Ak 163 « I5JW e/n hmhAfre* iir.in Nm hnknrtidum em me'mt Tw.ird am HutttiMk i«1r 14,90 mtfriex «irtrtCTv»*k éul rterti b*Mc* SíOtk On MedAlllon* vom Uramnidiea lí/lg unw 'unwn mi wen/* r».« w.vi v»hn* Invven miuvnM gitytin. rtuo wfor/ge V.iUuunumnt Rlb-tye-Siwkiws v.iét dnuiaii nwmcthM, MrtMlwwiker. i.V/t o twvoiuigva himmn n, nuin ,>«, ti'vvMn kumpWcwlt Spccial zso« JifiO */« ununi/mt wvKm RunvpMMh Vta! l'ith.Cn li'u hiuAiMKKm. Vtn Vfinm ln»«! Bm HcnMMRkMi Rirre.««»». Sie. W'<t Ws im $i*j>k ww n'tvi-upy <om jriediuw' riurth .wrt! ikrrnT !rt> S'.eAkpTtn. úna étngeuJ’M.-umi. - r’nt '’o'.a’.vi rnnSoui Ci«r*m •• mr. knw.pn&hii,!.'.ir> /.'yibUuil'Xvor DENVER fur Gourmets Rum|Mtr*ik & tdelplli* 2250 ur»m **rte» RomewM'* vtrft'tnm »■/( h!»ctien rvjtn Bei Smumi una w úuigm /• U'igoMMJtH-oCt •Stvak (. I olnin" ■J 2750 WOVlM.-Spet J.MU ' ‘ í'Jttn*** »«1 g, ÖM uutett* s<*ntnd tnH y.ryhnn itjnuneiéjttU* uiul Iv.mgunouWB Dessert- Spezialitaten Obuubt vpn virien fn.u.hm Menien n*r.hp*M«»-elr Eis Káse Kieine tUtepUn* '4 *Aw; l jpaftr Kugrln Courmet-tlsaeme 4,SÚ nedidvw W*W V’AtKfte-. SchntaiÍArien, htVyttr, ortei WVmfi, hKiemt. Díe -Supe^kusei' 450 i’ttuch-MiKVK-Agitik mlr %ntinn,io/ci vnf.hw.'ni fjitniett IU und iieHÍ 550 V/rMetiú.i'ifmi1 mn fiuMig/in Grofte* UtvM’gnligen 8,90 í Ht'cere Swtw, CiwtMt'jkom 'Vnni'te, hneke.■.m.l ‘iHainuh-■hwreme tnn vreien Murnee hútieen 700 - 2000 krónur? Mikill er sá munur, rétt er það. „Hvort er það kúabúskapurinn eða fjárbúskapurinn sem er bændum þyngri í skauti?“ Urwlð að hvalskurði. - Fer kjötið I hvalkjötssafnið? Hvalkj'ötið heim! Þýska steikin á 700 kr!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.