Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 7 Sjomælingar Islands: Fréttir sjókortum að kenna Urval ÚRVALSEFNI m ALLRA HÆFI KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA! - aðeins ein miðlína gildir „Menn leita allra ráöa til aö fría sig. Viö gáfum út tilkynningu til sjóf- arenda í febrúar 1979 þar sem fram koma punktar miðlínunnar milli ís- lands og Grænlands. íslandskort númer 26 er meö þessari miölínu réttri. Hún var vitlaus á þýsku korti númer 256, en þaö var lagað 1984. Þriöja kortið sem kæmi til greina, þýskt kort númer 257, er með vit- lausri miðlínu, en sú skekkja er af miðunum fyrir sunnan þann stað þar sem Hafþór var tekinn. Þaö gildir aðeins ein miölina. Þannig getur skipstjóri Hafþórs ekki kennt kort- unum um,“ sagöi Róbert Dan Jens- son, deildarstjóri hjá Sjómælingum íslands, við DV. Hann var spurður um þann mögu- leika hvort mörg kort meö mismun- andi miðlínu milli íslands og Græn- lands gætu verið í gangi, þar sem skipstjómarmönnum á rækjuskip- inu Hafþóri og danska varðskipsinu Vædderen bar ekki saman um stað- setningu miðlínunnar. Hann bætti því viö að öll kort sem Sjómælingar seldu væru rétt og að 4 ára gömul sjókort væm álitin mjög gömul sjókort. „Tilkynningin frá 1979, sem sjófar- endur hafa fengið senda, ætti aö taka af allan vafa hvaö staösetningu mið- línunnar varðar." -hlh I versluninni seija konurnar heimaunnar vörur. A myndinni eru Sigrún Sigtryggsdóttir og Oddfríður Ingvadóttir ásamt dóttur Sigrúnar. DV-mynd GVA Kvennahús opnað á Seyðisfirði Nýverið keyptu seyðflrskar konur hús undir sérstaka starfsemi þar í bæ. Þetta mun vera kvennahús sem nota á í margvíslegum tilgangi. Hús- ið var keypt á 750.000 krónur með fjárframlögum frá konum og ýmsum félögum. Félagið heitir Frú Lára, eft- ir konunni sem átti húsiö fyrir, og í því eru yfir 100 konur. Að sögn Oddfríðar Ingvadóttur og Sigrúnar Sigtryggsdóttur var félagið stofnaö upp úr átaksverkefni sem Egilsstaðir oé Seyðisfjörður höfðu samráð um. Haldin var leitarráð- stefna í febrúar síðastliðnum þar sem ákveðið var að gera átak í ýmsum málum sem þóttu afskipt. Hugmynd- in var einfaldlega sú að láta fólkið sjálft ákveða hvað iriætti betur fara í stað þess að láta yfirvöld ákveða það fyrir fólkið. Einnig hafa sprottið upp úr þessu verkefni samtök sem stefna að þvi að smíða togara og áhugahópur um byggingu verkamannabústaða og fleira er í bígerð. „í samtökunum Frú Láru eru kon- ur úr öllum stéttum með allar stjórn- málaskoðanir. Við viljum ekki láta bendla okkur við ákveðinn stjóm- málaflokk. Við erum aö vísu með ekki ósvipað stjómskipulag og Kvennalistinn, þ.e.a.s þetta er byggt upp eins og grasrótarhreyfmg, ‘ ‘ sagði Oddfríður. Hún sagði ennfremur að húsnæðið væri notaö sem verslun fyrir hann- yrðir, bakstur og fleira sem konur framleiddu. í framtíðinni ætti að vera þar vefstóll, leirbrennsluofn og fleira. „Samstaða okkar hér hefur víða vakið athygli. M.a. á að senda upplýs- ingar um félagsskap okkar á kvenna- þingið í Osló. Einnig hafa mörg önn- ur byggðarlög hér á landi sýnt þessu verkefni áhuga," sagði Oddfríður. Hugmyndina að þessu átaksverk- efni á íslandi á Axel Beck, iðntækni- fræðingur Austurlands. En hann sækir visku sína til Noregs þar sem þetta hefur gefið góða raun í dreifð- um byggðum landsins. GKr FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við Iramhaldsskóla. Að Framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í íslensku og stærðfræði í fullar stöður og í þýsku og frönsku sem jafngildi heillar stöðu. Að Fjölbrautaskólanum í Keflavik vantar kennara í vélritun. Um er að ræða hálfa stöðu. Við Myndlista- og handíðaskóla íslands er staða full- trúa á skrifstofu skólastjóra laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júlí. Menntamálaráðuneytið FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar kennarastöður í viðskiptagreinum, félags- fræði, dönsku og véiritun. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands er laus kennarastaða í rafvirkjun. Þá vantar stundakennara í ensku og við- skiptagreinum og forfallakennara í dönsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 23. júlí næstkomandi. Umsókn- ir um stundakennslu sendist skólameisturum við- komandi skóla. Þá er umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara- stöður í stærðfræði og rafeindavirkjun við Fjölbrauta- skóla Vesturlands framlengdur til 12. júlí. Menntamálaráðuneytið Akureyrarbær auglýsir eftir DEILDARSTJÓRA ÖLDRUNARÞJÓNUSTU Starfið felst í yfirumsjón með öllum þáttum öldrunarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar, þ.e. dvalar- heimili, hjúkrunarvist, vernduðum þjónustuíbúðum, dagvist fyrir aldraða, heimaþjónustu, félags- starfi o.fl. Gerð er krafa um staðgóða þekkingu og reynslu í: stjórnun og mannaforráðum, rekstri, öldrunarþjónustu. Upplýsingar um staf þetta veita félagsmálastjóri Akureyrarbæjar (sími 96-25880) og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar (sími 96-21000). Umsóknarfestur er til 10. ágúst nk. Skriflegum umsóknum skal beint til bæjarstjóra. Bæjarstjórinn á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.