Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 19
- jákvæðar viðræður Jóns Hjattalíns við kóreska ráðamenn • Jae-Won Kang er einstakur handknattleiksmaður - einhver sá fremsti í heiminum i dag. Það yrði gífurlegur styrkur fyrir Vfkinga að fá hann til llðs við sig fyrir átökin næsta vetur. Hvort af því verður skýrist endan- lega í lok ólympiuleikanna i Seoul í haust en þar veröur Kang mjög í sviðsljóslnu ef að líkum lætur. Svo kann að fara að einn snjaUasti handknattleiksjnaður heims, Jae-Won Kang frá Suður-Kóreu, komi til Islands að loknum ólympíuleikunum 1 Seoul í haust oe leiki með Víkingum í l. deildar keppninni næsta vetur! Jón Hialta- lín Magnússon, formaður Handknattleikssambanas Is- lands, hefur rætt við formann Handknattleikssambands Suður-Kóreu um að fá Kang til Víkinga og hefur verið tekið mjög vel í þá málaleitan. kannast %ið Kang - hann varð markakóngur heimsmeistara- keppninnar í Sviss árið 1986, skor- aði þá 67 mörk, og lék meö lands- liöi Suður-Kóreu hér á landi*í des- ember sl í framhaldi af þessu má geta þess að á tækninefndarfundi þátttöku- liöanna á alþjóðlega mótinu i Halie. sem haldinn var í gærkvöldi, lýsti Yevtuschenko, þjálfari sovéska landsliðsins, því yflr að hann væri hlynntur þvi að sovéstór hand- knattleiksmenn færu til íslands og léku þar með félagsliðum. Sovét- menn leyíðu í fyrra handknatt- leilcsmönnum sínum í fyrsta skipti að ganga tii liös viö erlend félög. -JKS/VS Jón Kristján Sigurðsson, DV, Halle: Bogdan Kowalczyck, landsliðs- þjáifari og þjálfari Víkinga næsta vetur, og Hallur Hallsson, formað- ur handknattleiksdeildar Víkings, ákváöu að freista þess að fá Kang til félagsins fyrir næsta keppnis- tímabil. Þeir báðu Jón Hjaitalín Magnússon um aö aðsíoða þá í málinu og hann brást vel viö. „Styð ðll góð mál,“ segir Jón Hjaltalín „Ég styð öll góö mál sem varða íslenskan handknattleik og því haföi ég samband viö formann kór- eska sambandsins. Hann tók mjög vel í hugmyndina og staðan í mái- inu er sú aö góðar líkur eru á að af þessu verði,“ sagði Jón Hjaltalín í samtaii við DV í gærkvöldi. Einnig kemur til greina að Kang fari til Vestur-Þýskalands en að sögn Jóns stendur máliö þannig að líklegast er að hann komi til íslands í haust, verði hjá Vikingum einn vetur og fari siðan til Vestur- Þýskalands. Máhð er hins vegar í biöstööu og niöurstöðu er ektó aö vænta fýrr en að loknum ólympíu- leikunum í haust. Markakóngur HM í Sviss Jae-Won Kang er aöeins 23 ára gamail og er einhver besti hand- knattleiksmaöur sem fVam -hefur komiö í heimimun. Hann er örv- hent stórskytta, ekki sérstaklega hár í loftinu en býr yfir ótrúlegum stökkkrafti og skothörku. íslenstór handknattleiksáhugamenn ættu að Einar með samning við KRON „Einar er í okkar augum einstak- ur afreksmaður og okkur er sann- arlega mitóll akkur í því að styrkja hann til enn frekari afreka í fram- tíðinni,“ sagði ísólfur Gylfi Pálma- son hjá KRON í samtali viö DV í' gær en þá haíöi Einar Vilhjálmsson spjótkastari skrifað undir samning hjá fyrirtækinu sem styrkir hann mjög myndarlega næsta áriö. Styrkurinn er að mestu fólginn í flárframlögum og allt slíkt kemur sér vel fyrir Einar Vilhjálmsson. Hann sagði í samtali við DV á dög- unum: „Eg var að taka það saman á dögunum að frá 1. janúar til 1. júní hef ég þurft að punga út 341 þúsundi úr eigin vasa. Auk þess hef ég tetóö eiginkonuna af launum og sjálfur hef ég engin laun fengiö í langan tíma." „Gífurlega mikilvægur styrkur" Einar Vilhjálmsson segir að styrkurinn frá KRON komi sér vei. „Þetta er ómetanlegt fyrir mig og hjálpar mér mjög mitóð.“ -SK • Elnar Vilhjálmsson skrifaöi undir samning vlö KRON i Kaupstaö í Mjódd I gær og þá var þessi mynd tek- In. Meö Einari á myndfnni er ísólfur Gylfi Pálmason, fulltrúi KRON. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.