Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988.
Viðskipti
Eirikur Guðnason aðstoðarseðlabankastjóri. „Margir eru farnir að reka
sig á að það borgar sig ekki að slá eins mikið af lanum og áður.“
Þarf að draga
úr útlánum
- segir Eiríkur Guðnason aðstoðarseðlabankastjori
Eirikur Guðnason aðstoðar-
seðlabankastjóri segir aðbankarog
aðrar innlánsstofnanir þurfi að
draga úr útlánum sínum á næst-
unni þar sem löng reynsla sé fyrir
því að lausafjárstaða bankanna
versni á sumrin. Eiríkur telur enn-
fremur að lausaíjárstaða bankanna
hefði þurft að batna mun meira en
raun varð á fyrstu sex mánuðina.
Lausafjárstaðan batnaði þá um 1,1
milljarð króna.
„Lausafjárstaðan batnar yfirleitt
fyrri hluta ársins. En löng reynsla
sýnir okkur að hún versnar seinni
hlutann og stafar það mest af því
að innlánsaukningin stendur yfir-
leitt í stað á sumrin og fram á
haust. Á sama tíma er á hinn bóg-
inn aukning í útlánum," segir Ei-
ríkur.
- Átt þú von á því að bankamir
skrúfi fyrir lán á næstu mánuðum?
„Það tel ég ekki. Eflaust má þó
búast við að erfiðara verði fyrir
fólk að fá lán. En bankarnir munu
augljóslega halda uppi mjög háum
útlánsvöxtum áfram til aö draga
úr eftirspurninni.“
Að sögn Eiríks er það athygli-
svert hversu langan tíma það virð-
ist taka fyrir fólk að átta sig á hvað
vextir eru í raun háir og lán dýr á
íslandi.
„Mitt mat er að þetta stafi af því
hve verðbólgan er skrykkjótt og þá
ekki síður allar þessar yfirlýsingar
ráðamanna um að bráðum komi
betri tíð og að vextir lækki. Gylli-
vonir um að vextir lækki og að
lánskjaravísitölunni verði breytt
hvetur fólk aftur til að fara í banka
og taka lán. Ég held samt að marg-
ir séu byrjaðir að reka sig á hversu
vextirnir eru háir og að það borgi
sig ekki að slá eins mikið af lánum
og áður þegar raunvextir voru
lægri,“ segir Eiríkur Guðnason
aðstoðarseðlabankastjóri.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjoösbækurób. 23-26 Sp.lb
Sparireikningar
3jamán. uppsógn 23-28 Sp.Ab
6mán. uppsögn 24-30 Sp.Ab
12mán. uppsögn 26-32 Ab
18mán. uppsögn 39 Ib
Tékkareikningar. alm. 9-13 Ib.Sp
Sértékkareikningar 10-28 Ab
Innlán verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsógn 4 Allir
Innlán meðsérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 6-7 Vb
Sterlingspund 7-8 Vb.Ab
Vestur-þýsk mörk 2.25-3 Ab.Vb
Danskarkrónur 7,25-8,50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv-) 37-39 Vb.Sb,- Úb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 37-41 Sb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 39-42 Lb.Bb,-
Sb
Utlán verðtryggö
. Skuldabréf 9,25 Vb.lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 34-41 Vb.Úb
SDR 7,75-8,50 Lb.Úb,- Sp
Bandarikjadalir 9,25-10 Lb.Úb,- Sp
Sterlingspund 10-10,75 Úb.Sp
Vestur-þýsk mórk 5,25-6,00 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 52.8 4,4 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. júli 88 38.2
Verðtr. júlí 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júli 2154 stig
Byggingavísitalajúli 388 stig
Byggingavisitalajúli 121,3 stig v
Húsaleiguvísitala Hækkaöi 8% 1. júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóóa
Avoxtunarbréf 1,6759
Einingabréf 1 3,033
Einingabréf 2 1,752
Einingabréf 3 1,901
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,340
Kjarabréf 2,893
Lífeyrisbréf 1.525
Markbréf 1,507
Sjóðsbréf 1 1,486
Sjóösbréf 2 1,310
Tekjubréf 1,428
Rekstrarbréf 1,2126
HLUTABRÉF
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 263 kr.
Flugleiöir 231 kr.
Hampiðjan 112 kr.
lónaöarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nénari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á limmtudögum.
Útlán bankanna mun meiri en innlánin
Heildarútlán banka og annarra
innlánsstofiiana jukust um
19,5 prósent fyrstu sex mánuði
ársins.
Heildarinnlán, áætlaðir vextir og
verðbréfaútgáfa bankanna tekið
inn í, jukust á sama tima um 16
prósent, samkvæmt upplýsingum
Seðlabankans.
Allir bankamir hafa lán-
að meira en lagt hefur verið inn
í þá.
Áberandi er hve þessi munur er
mikill hjá Alþýöubankanum og
Iðnaðarbankanum.
-JGH
Heimild til verðbréfakaupa eriendis:
Hef ekki trú á að einstaklingar
kaupi mikið af bréfúm í byrjun
- segir Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur
Raunvextir af ríkisskuldabréfum
ísland Spánn Belgía Danmörk Frakkland Holland Brctland Bandaríkin Ítalía Þýskaland Svíþjóð Japan Sviss
Raunvextir af ríkisskuldabréfum á íslandi eru hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Heimild: Fréttabréf Verðbréfamarkaöar lönaðarbankans
„Ég hef ekki trú á aö einstaklingar
kaupi mikið af ríkisskuldabréfum
annarra þjóöa til að byija með. Bæði
er það að vextirnir eru hærri hér-
lendis og íslenskir sparifjáreigendur
fara auk þess ávallt mjög gætilega í
sakimar," segir Sigurður B. Stefáns-
son, hagfræðingur og framkvæmda-
stjóri Veröbréfamarkaðar Iönaðar-
bankans, um að íslendingum verði
brátt leyft að fjárfesta í erlendum
verðbréfum.
„Það sem hvetur hins vegar inn-
lenda fjárfesta til að kaupa erlend
ríkisskuldabréf er áhættudreifingin.
Ef við horfum á stóra fjárfesta, eins
og lífeyrissjóðina, þá tel ég lífsnauö-
synlegt að þeir dreifi áhættunni. Þeir
festa allt sitt fé núna í fyrirtækjum
240 þúsund manna hóps. Það er
nokkuð sem engir stórir erlendir
fjárfestar létu sér detta í hug. Þess
vegna tel ég aö þeir veiji hluta af
sinu fjármagni tU að kaupa erlend
ríkisskuldabréf," segir Sigurður.
Raunvextir af ríkisskuldabréfum á
íslandi em hærri en í nágrannalönd-
unum. Það kemur berlega í ljós á
meðfylgjandi súluriti.
-JGH
Ftystihús á Setfossi:
Rokselur karfa og borgar hærri
laun en bðkast í fiystihúsum
Frystihúsið á Selfossi, sem er
rúmlega mánaðargamalt, vinnur
eingöngu karfa fyrir Japansmark-
að. Þetta fyrirtæki hefur vakið
stórathygh. Það gengur mjög vel
og greiðir starfsmönnum sínum
hærri laun en gengur og gerist í
frystihúsum. Óbreyttur starfsmað-
ur er með 300 krónur á tímann,
fast. Það er sama kaup og topp-
bónusmanneskja fær í öðmm
frystihúsum. „Eg er mjög ánægöur.
Þetta hefur gengið framúrskarandi
vel. Við vinnum eingöngu karfa á
Japansmarkað og flytjum fiskinn
sjálfir út. Hann fer hér í 40 feta
gáma sem fara beint til Hamborgar
í Þýskalandi og þaðan til Japan,“
segir Snorri Snorrason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
Hann vill ekki gefa upp söluverð-
ið í Japan, aðeins aö hann er mjög
ánægður með það. Japanska fyrir-
tækið sem kaupir karfann heitir
Miyoshi Trading.
Snorri er enginn nýgræðingur í
fiskvinnslu. Hann var áður yfir-
verkstjóri hjá Meitlinum í Þorláks-
höfn. Vanur maður. Frystihúsið á
Selfossi er annars hlutafélag og
heitir Gagn hf. Þaö er eina frystihú-
sið 1 landbúnaðarbænum Selfossi.
„Þetta breyttist alit með tilkomu
fiskmarkaðanna. Þá var hægt að
fara að sérhæfa sig fyrir alvöru í
vinnslunni. Við kaupum langmest
af karfanum á Faxamarkaðnum og
fiskmarkaðnum í Hafnarfirði."
Um 12 manns vinna í frystihús-
inu. „Ég er yfirbyggingin," segir
Snorri. „Ég er framkvæmdastjóri,
verkstjóri, sendill og skrifstofu-
maður.“
-JGH