Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988.
Útlönd
Stríð á dönskum síð-
degisblaðamarkaði
Sumarliði ísleifeson, DV, Árósurn;
Undanfama áratugi hefur Ekstra-
bladet, sem er gefið út af Politikens
hus, verið stærsta blað Danmerkur.
BT hefur verið næststærst.
Fyrir rúmu ári var fyrrnefnda
blaðið gefið út í tæplega 240 þúsund
eintökum en hið síðara í 208 þúsund.
Síðan þá hefur orðið mikil breyt-
ing. Niðurstöður upplagskönnunar,
sem var gerö í maí síöastliðnum,
leiddu í ljós að salan á Ekstrabladet
hafði dregist saman um 13 þúsund
eintök en upplag BT var komið upp
,í 235 þúsund. BT var þar með orðið
stærsta blað Danmerkur, heiðurs-
sess sem Ekstrabladet hafði lengi
gumað af.
En hvemig stendur á uppgangi BT?
Forsvarsmenn blaðsins halda því
fram að breytt ritstjórnarstefna sé
orsök hans. Blaðið hafi lagt áherslu
á að auka sérstöðu sína, útliti blaðs-
ins hafi verið breytt mikiö og nýjar
efnisáherslur hafi fallið lesendum í
geð.
Flestir telja þó að orsakirnar séu
aðrar, aö minnsta kosti að hluta. Á
síðastliðnu ári fór Ekstrabladet í
áskrifendaherferð. Hún fólst aöal-
lega í því að lesendum var boðið að
taka þátt í lottóspili sem fylgdi blað-
inu. Þessi nýbreytni gaf góðan árang-
ur fyrst í stað en keppinauturinn sat
ekki auðum höndum. BT byrjaöi með
bingóspil og vinsældir þess urðu
brátt mun meiri en lottó Extrablad-
ets.
Forsvarsmenn þess halda því fram
að aukinn áskrifendafjöldi BT sé að-
eins stundarfyrirbrigði og sala blað-
anna komist brátt í fyrra horf er
áhugi á bingói og lottói hefur dvínað
en það á tíminn eftir að leiða í ljós.
Askrifendur!
Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin.
Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna.
Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti.
Með þessum
boðgreiðslum
vinnstmargt:
t Þærlosaáskrifendur
viðónæðivegnainn-
heimtu.
greiðslumátisem
tryggir skilvísar
greiðslur þráttfyrir
annir eða fjamstir.
# Þærléttablaðberan-
umstorfinenhann
heldurþóóskertum
tekjum.
e Þæraukaötyggi.
Blaðberarerutil
dæmisoftmeðtölu-
verðarfjárhæðirsem
geta glatast.
Hafið samband
við afgreiðslu DV
kl. 9-20 virka daga,
laugardaga kl. 9-14
í síma 27022
eða við umboðsmenn okkar
ef óskað er nánari
upplýsinga.