Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988.
11
Utlönd
Stríðið tekur sinn toll
Átta ára styrjöld írana og íraka
hefur haft töluverð áhrif á efnahags-
líf írans. Matarskortur er í landinu
og eru matvæli eingöngu afhent gegn
matarmiðum.
Að sögn fréttaskýrenda lætur lág-
launafólk sér nægja brýnustu nauð-
synjar í mat, s.s. brauð, grænmeti og
hrísgijón. Verðbólgan er um 50 pró-
sent á ári og fer meginhluti tekna
stjómarinnar í Teheran í stríösrekst-
urinn og innflutning á matvælum.
Þriðjungur tekna í stríðið
Tekjur Irans af olíuframleiðslu eru
áætlaðar um 9,6 milljarðar dollara
þetta ár. Auk þess hefur stjórnin
tekjur, sem nema um einum milljarði
dollara, af öðrum útflutningi, s.s.
teppum, kavíar og hnetum.
Áf þessum rúmlega 10 milljörðum
dollara fara milli þrír og fjórir millj-
arðar í innflutning á hveiti, kjöti og
iðnaðarnauðsynjum, svipað fer í
stríðsrekstur og það sem afgangs er
fer í endurgreiðslur vegna erlendra
viðskipta, sem eru að sögn frétta-
skýrenda dulbúin erlend skuld.
Khomeini, trúarlegur leiðtogi írana,
hefur lagt teiknaranum Lurie efni í
skopmynd. Khomeini hefur lagt
áherslu á að byggja upp landbúnað
landsins og að sögn fréttaskýrenda
hefur það gefist vel.
Landbúnaður byggðurupp
Margir bændur í íran hafa flutt sig
um set úr sveitum landsins nær
stærri iðnaðarborgum því jstaöa
bændastéttarinnar hefur versnað
mikið. Skortur á erlendum gjald-
miðlum hefur í fór með sér að nauð-
synjahlutir, s.s. varahlutir í land-
búnaðarvélar, eru illfáanlegir..
íran hefur yfir að ráða rúmlega 17
milijón hekturum ræktanlegs lands
og er þriðjungur þess með áveitum.
Þessi þriðjungur sér 75 prósentum
landsbúa, sem eru um 50 milljónir,
fyrir mat.
Sérfræðingar telja að ekki sé veru-
leg hætta á hungursneyð í landinu
þrátt fyrir að margar nauðsynjar séu
af skornum skammti. Stjórn írans
hefur undanfarið lagt æ meiri
áherslu á að efla matvælaframleiðslu
og ræktun og uppbýggingu lands.
Þegar Ayatollah Khomeini, andlegur
leiðtogi írana, tók við völdum árið
1979 var landbúnaöurinn í slæmu
ástandi þar eð Mohammed Reza Pa-
hlavi keisari, sem flúði land árið
1979, hafði lagt mikla áherslu á upp-
byggingu stóriðnaðar. Þvi var aukin
áhersla lögð á að brauðfæða lands-
búa. Að sögn fréttaskýrenda hefur
þaö gefist vel og líða íbúar írans ekki
skort á sama hátt og margir í þróun-
arlöndunum
Miðstéttin óánægð
Miðstéttin, og sérstaklega stór-
kaupmennirnir í Teheran, er valda-
mikill hópur innan íran. Miðstéttin
lifði gnægtarlífi áður en íslamska
byltingin varð en lífskjör hennar
hafa versnað mikið. Skortur á er-
lendum gjaldmiðlum hefur einnig
gert erlendum kaupsýslumönnum
erfitt fyrir og víða þrífst mikil spill-
ing hjá hinu opinbera sem ekki bæt-
ir úr skák. Að sögn margra erlendra
kaupsýslumanna er t.d. erfitt leita
eftir lánsviðskiptum við banka án
þess að bregða á það ráð að múta
starfsmönnum hjá hinu opinbera.
Að sögn eins stjómarerindreka
verður grunnskipulag efnahagslífs-
ins í íran orðið úrelt eftir tvö ár og
ekki er víst að stjómin geti risiö und-
ir þeim kostnaði sem endurskipu-
lagning og aukafjárfestingar hefðu í
fór með sér.
Reuter
Ovinsælar breytingar á
sógukennslu í Frakklandi
Bjami Hinnksson, DV, Bordeaux:
í Frakklandi tala menn mikið um
úrelt skólakerfi og þær endurbæt-
ur sem gera þurfi svo nemendur fái
þá menntun sem nauösynleg er í
Evrópu morgundagsins. Er þá haft
í huga að nemendur geti staðist
samkeppnina sem allir tengja 1992,
árinu þegar lönd Evrópubanda-
lagsins verða einn markaður.
En breytingum yfirvalda er ekki
alltaf tekið opnum örmum og er
nægjanlegt að benda á mótmæli
nemenda sem enduðu með fjölda-
fundum og árekstrum við lögregl-
una, bæði þegar sósíahstar voru í
stjórn 1981 til 1986 og ætluðu sér
að draga úr áhrifum einkaskóla og
eins hjá hægri stjórninni 1986 til
1988 sem vildi þrengja inntökuskil-
yrði í háskóla og hækka skólagjöld.
Gömul slagorð
í þessum tilvikum var sem gömul
slagorð um frelsi, jafnrétti og
bræðralag fengju aftur einhverja
merkingu og Frakkar sýndu að
byltingin, sem bráðum verður tvö
hundruð ára, var ekki nein tilvilj-
un né að hún skyldi eiga sér stað
hér í landi.
Endalaus stjórnarskipti og ráð-
herrabreytingar auðvelda ekki
þróun skólakerfisins. Nýlega birti
menntamálaráðuneytið lista yfir
námsefni og kennslutilhögun í
sögu á menntaskólastigi.
Óvinsælar breytingar
Breytingarnar, sem þar eru fyrir-
hugaðar, eru kennurum ekki að
skapi né heldur fyrrverandi and-
spyrnuhreyfingarmönnum, göml-
um hermönnum og þeim sem kom-
ust lífs af úr útrýmingarbúðum
nasista. í nýju námsskránni er
nefnilega gert ráð fyrir áð seinni
heimsstyrjöldin verði ekki kennd á
síðasta ári menntaskólans heldur
fyrr sem þýðir aö uppgangur nas-
ista, leppstjómin franska í Vichy
eða andspyrnuhreyfingin verða
ekki lengur viðfangsefni í stúdents-
prófunum.
Að auki telja kennarar að fyrir-
hugað námsefni varðandi sögu síð-
ustu áratuga sé svo sem aðlaðandi,
vel unniö og gott fyrir andann en
of metnaðarfullt og sértækt til þess
að meöaljóninn meðal nemenda
geti nýtt sér kennsluna. Of lítil
áhersla sé lögð á atburðasöguna en
þeim mun meiri á heimsstjórn-
málin og þjóðfélagsaðstæður í
breiðari skilningi.
Flest endurskoðað
Þessar breytingar koma ekki á
óvart því síðustu árin hafa ráð-
herrar bæði til hægri og vinstri
keppst við að leggja fram tillögur
um endurbætur og eftir aðgerðir
nemenda, sem minnst er á hér að
ofan, var svo komið fiestar náms-
greinar voru teknar til endurskoð-
unar.
Talsverðan tíma þarf til að rann-
saka mögulegar breytingar og þeim
hefur verið komið í framkvæmd
hægt og rólega svo að skólakerfið
riðlist ekki. Þetta gerir það að verk-
um að menntamálaráðuneytið er
núna að hrinda í framkvæmd
breytingum sem núverandi
menntamálaráðherra, sósíalistinn
Lionel Jospin, er ekki sammála en
getur illmögulega afturkallað.
Breytingartillögur
Varðandi seinni heimsstyrjöld-
ina hefur verið ákveðið að bæta við
námsefni útskriftarársins eins
konar uppriíjun á þessum hluta
sögunnar sem þýðir að hægt er að
prófa úr því á stúdentsprófi. Varð-
andi aðrar breytingar á námsefn-
inu hefur ráðuneytið enn þá eitt
ár upp á að hlaupa og innan þess
telja menn að síðbúnar breyting-
artillögur við ákveðnar breytingar
séu ekki útilokaðar.
Frakkar hafa ekki alltaf tekið breytingum á skólakerfinu opnum örmum
og hafa mótmælin stundum endað með fjöldafundum og árekstrum við
lögreglu. Simamynd Reuter