Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Framsóknarbankastjóri Landsbankinn hefur fengiö nýjan bankastjóra. Rétt- ara væri þó að segja að Framsóknarflokkurinn hafi feng- j ið nýjan bankastjóra. Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA og stjórnarformaður SÍS, hefur verið ráðinn í stað Helga Bergs. Þessi ráðning kemur í kjölfarið á ráðningu Sverris Hermannssonar í stað Jónasar Har- alz. Enn einu sinni hafa Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur skipt með sér bitlingunum. Enn einu sinni sjáum við helmingaskiptaregluna í framkvæmd. Enn einu sinni hefur hagsmunagæslan borið árangur. Valur Arnþórsson er hinn mætasti maður. Hann hefur starfað lengi hjá Sambandinu við góðan orðstír. Hér er heldur ekki verið að amast við Vali persónulega. Hins vegar er hann persónugervingur þeirrar drottnunar- stefnu, sem er arfleið Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og raunar annarra flokka á stundum, að slá eign sinni á valdastöður í þjóðfélaginu. Framsóknarflokkurinn telur sig „eiga“ þessa bankastjórastöðu og hefur valið „sinn mann“. Sjálfstæðisflokkurinn fékk Sverri ráðinn fyrr á árinu og nú var röðin komin að Framsókn. Helm- ingaskiptareglan er enn í fullum blóma. Landsbanki íslands er ríkisbanki. Hann er lang- stærsti banki landsmanna og þjónar fólki og fyrirtækj- um úr öllum stéttum og öllum starfsgreinum. Sú þjón- usta á auðvitað að vera hafm yfir pólitík og bankastjór- ar eiga að gæta allsherjarhagsmuna en ekki sérhags- muna. Lánastarfsemi ríkisbanka á auðvitað að ráðast af hagsmunum bankans og viðskiptavina hans, en ekki pólitískum viðurgjörningi gagnvart einstökum hags- munáhópum, pólitískum eða öðrum. Ekki síst nú á tím- um, þegar vaxandi samkeppni gætir í bankastarfsemi og markaðslögmál ráða í æ ríkari mæh. En það er eins og stjórnmálaflokkarnir og forystu- menn þeirra átti sig ekki á þróuninni. í skjóli póli- tískrar aðstöðu eru hæfir bankamenn útilokaðir frá bankastjórastöðum og forréttindamenn úr hópi stjórn- málamanna eru skipaðir sem einhvers konar varð- hundar í ríkisbönkunum. Framsókn verður að gæta íhaldsins og íhaldið verður að gæta Framsóknar. Og báðir verða að gæta hagsmuna þeirra, sem hygla þeim. Aðrir flokkar horfa aðgerðarlausir á, almenningur og jafnvel bankamenn sjálfir virðast hafa gefist upp fyrir þessu siðlausa lögmáli. Eða hver hefur heyrt stöðuveit- ingu Vals mótmælt? Yfirgangurinn er jafnvel svo mik- ill að staðan er ekki einu sinni auglýst og aðrir láta eins og þeim komi máhð ekki við. Forstokkunin er meira að segja slík að fuhtrúi stærsta skuldarans í Landsbankanum er verðlaunaður með. bankstjórastöðu! Það er opinbert leyndarmál að Sam- band íslenskra samvinnufélaga er stærsti viðskiptavin- ur bankans. Og um leið stærsti skuldarinn. Valur Arn- þórsson er stjórnarformaður SÍS og alhr sjá hvílíka aðstöðu Sambandið fær þegar sjálfur forsprakkinn er orðinn innsti koppur í búri hinum megin við borðið. Þetta kann að virðast eðlhegt í augum þeirra sljórn- málamanna sem að ráðningu Vals standa. En þá er það vegna þess að dómgreindin hefur brenglast af æva- langri misnotkun stjórnmálaflokkanna á opinberum áhrifastöðum. Þeir rugla saman pólitískri baráttu og póhtískri fyrirgreiðslu og gera ekki greinarmun á réttu og röngu. En í ljósi heiðarlegra stjórnarhátta og almenn- ingsheilla hefur enn einu sinni verið farið yfir strik velsæmisins. EUert B. Schram MPLA-skæruliðahreyfingin er studd af Sovétmönnum og fær meðal annars sovésk vopn eins og þessa eld- flaugabifreið. Eftir höfðinu dansa limimir Ætla mætti af stöðugum fréttum frá Angóla að heimsbyggðin stæði á öndinni af áhuga á borgarstríöinu þar. Líklega er það þó ekki skýring- in heldur sú að í Angóla er háð leppstríð og átökin þar eru fjarstýrt valdatafl utanaðkomandi ríkja. Þetta er síðasta stríð þeirrar teg- undar sem nú er háð í Afríku og inn í það blandast Bandaríkin, Sov- étríkin, Kúba og Suður-Afríka. Angóla fékk sjálfstæði undan ný- lendustjörn Portúgala árið 1975. Þótt frelsisstríð heföi geisað í landinu frá 1961 bar sjálfstæöi þess mjög brátt að og íbúar voru ekki viðbúnir. Strax eftir að Portúgalar fóru hófst borgarastríð þriggja fylkinga skæruliöa sem barist höfðu í frelsisstríðinu sem kallaðar voru skammstöfununum MPLA, FNLA og UNITA. í fyrstu höfðu FNLA og UNITA, sem gerðu bandalag gegn MPLA, betur í átök- unum og virtust ætla að ná völdum. En þegar á árinu 1976 urðu þau umskipti sem leitt hafa til þess að enn er barist í landinu og enginn endir fyrirsjáanlegur, Angóla varð vettvangur metings risaveldanna og prófsteinn á détentestefnuna. Stríöið í Angóla var ein ástæða þess að sú stefna leið undir lok. Kúba MPLA var marxískur flokkur og fylgismenn hans tilheyrðu flestir Bakongo þjóðflokknum í noröri og austri. Þegar hallaði á MPLA fóru Sovétmenn að styöja hann og fyrir tilstilh Sovétmanna sendu Kúbu- menn síðan tugi þúsunda her- manna til Angóla. Þetta kúbanska herlið braut á bak aftur FLNA hreyfinguna sem var skipuð Lunda og Kimbundu ættflokknum og náði öllum norðurhluta landsins á vald MPLA sem hafði lýst sig sigurveg- ara í stríðinu og myndað marxíska stjóm. FLNA er nú úr sögunni. Stærsta skæruliðahreyfingin, sem nýtur stuðnings Ovimbundu ætt- flokksins í suðri, er aftur á móti UNITA og þeir skæruliðar berjast enn. Kúbumenn hröktu UNITA langt suður í land, en gátu aldrei upprætt hreyfinguna. Þegar farið var að berjast syðst í Angóla, skammt frá Namibíu, þótti Suður- Afríkustjórn sér ógnað og gerði innrás í Angóla gegn Kúbumönn- um og kom til harðra bardaga sem lauk meö því að Kúbumenn hörf- uðu þaðan. Síöan hefur UNITA, með Jonas Savimbi í broddi fylk- ingar, haldið uppi hemaöi gegn kúbanska herliðinu og stöðugum ófriði. Án Kúbumanna hefði UN- ITA sigrað fyrir löngu, og sú er ástæðan fyrir þeirri athygli sem átökin í Angóla vekja. Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Détente Þegar stríðið í Angóla hófst haföi ríkt slökun í samskiptum risaveld- anna í allmörg ár. Þeir Ford forseti Bandaríkjanna og Kissinger utan- ríkisráöherra litu á stuðning Sovét- manna við minnihluta marxista í Angóla sem grófa valdníðslu og gerðu stríðiö að prófsteini á frekari slökun. Kissinger vildi senda bandarískt herlið til Angóla en þingið stöðvaöi það. Aftur á móti fekk UNITA á tímabili mikinn stuðning og Bandaríkjamenn örv- uöu Suður-Afríkumenn til afskipta til mótvægis við Kúbu. Sovétmenn héldu íhlutun sinni áfram og styrktu Kúbu sem aftur barðist fyr- ir stjórn MPLA. Þetta stríö varð prófsteinn á détente, Sovétmenn neituðu að beita áhrifum sínum til að kúbanska herliöið færi og niöur- staöan varð sú að spilla samskipt- um risaveldanna. Á sama tíma stóðu Sovétmenn ásamt Kúbu- mönnum reyndar fyrir stórfelldri hemaðaríhlutun í Eþíópíu og einn- ig í Mósambík. Afskipti Sovét- manna vora kölluð kommúnísk útþenslustefna og enn hefur ekki gróið um heilt vegna hennar. Á tímabih féll bandarísk aöstoð við UNITA niður, en síðan tók CIA við og fjármagnaði samtökin á laun og UNITA hefur alla tíð fengið stuðn- ing frá Suður-Afríku. Nú fær UN- ITA aftur opinbera bandaríska að- stoð, enda hefur hernaður sam- takanna gengið vel síðustu mánuði. Suður-Afríka Það sem gerir stríðið í Angóla að slíku hitamáli sem raun ber vitni er ekki aðeins íhlutun Kúbumanna og afskipti risaveldanna heldur framar öðru stuðningur Suður- Afríku við einn aðilann. Það er nær ómögulegt fyrir önnur Afríkuríki að styöja sömu skæruliðahreyf- ingu og hvíta minnihlutastjórnip í Suöur-Afríku. Jonas Savimbi, leið- togi UNITA, hefur því verið kallaö- ur öllum illum nöfnum, en hann er samt fyrst og fremst þjóðernis- sinni fyrir sinn ættflokk, Ovimb- undu, sem er nærri 40 prósent af íbúum landsins. Tengslin við Suð- ur-Afríku hafa komið í veg fyrir stuðning annarra Afríkuríkja og einnig gert Bandaríkjamönnum erfitt fyrir að fá fjárveitingar á þinginu handa Savimbi. Á sama hátt stranda allar tilraunir til að fá kúbanska herliðið á brott á því að Suður-Afríka tekur beinan þátt í stríðinu. Suður-Afríka segist fara ef kúbdnska herliðið fer, Kúbu- menn segjast ekki fara nema Suð- ur-Afríka hætti afskiptum. Banda- ríkjamenn neita að leita eftir bætt- um samskiptum við Kúbu, nema herliðið fari frá Angóla, Sovétmenn sjá sig tilneydda til að kosta kú- banska herinn í Angóla og á þessu stranda allar friðartilraunir. Sá til- gangur UNITA að ná völdum í landinu af MPLA er löngu horfinn í skuggann fyrir hagsmunum utan- aðkomandi ríkja. Að sjálfsögðu er landið í rúst eftir þetta langa stríð. Angóla var ríkt land á tímum Port- úgala og landkostir eru þar góðir. Landiö er gríðarstórt, stærra en Frakkland, Spánn og Portúgal samanlagt, en íbúar aðeins rúmar átta milljónir. Rígurinn, sem leiddi til stríðsins, var ættflokkarígur frekar en póhtísk stefnumið. Síðan hefur stórveldarígur haldið því gangandi. Skjólstæðingar eins risa- veldisins stjóma landinu með er- lendu hervaldi. Þaö er þetta sem gerir stríðið í Angóla svo illvígt og þrungið merkingum og heldur því stöðugt í heimsfréttunum. Gunnar Eyþórsson „I Angóla er háð leppstríð og átökin þar eru fjarstýrt valdatafl utanaðkom- andi ríkja.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.