Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Síða 15
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988.
15
Hvað er „grínmarkaður“ með
lax í Bandaríkjunum?
Markaðsmálin eru flestum þjóð-
um mjög mikilsverð, ekki síst
þeirri íslensku sem byggir nánast
alla sína afkomu á viðskiptum við
aðrar þjóðir. Frá þeim sjónarhóli
séð er það undrunarefni hversu
rughngsleg og óskýr skrif um þessi
mál eru. Hér er þó um að ræða
málaflokk sem beint eða óbeint
getur páöiö þjóðarhag. Samt hafa
ekki nema einstöku fjölmiðlar
reynt að sérhæfa einhvern blaða-
manna sinna á þessu sviði og hafi
það verið gert hefur það þótt meira
en nóg aö hafa einn slíkan „sér-
fræðing" á hverri ritstjórn þó
markaðsmálin spanni vitt svið.
Margir íslendingar hafa farið
flatt á því að gleyma að athuga
markaðsmálin áður en lagt er í
framkvæmdir og framleiðslu. í al-
vörulöndum er markaðurinn fyrst
rannskaður ofan í kjölinn og fram-
leiðslan sniðin að þörfum hans.
Hvað er „grínmarkaður“?
Tilefni greinar minnar er „fisk-
markaðagrein“ Ingólfs Stefánsson-
ar í DV 23. júní undir fimm dálka
fyrirsögn: „Stórkaup Japana á
Kyrrahafslaxi vaida skorti á laxi í
New York“.
Ekki verður annað ráöið af þeim
kafla greinarinnar, sem fjaliar um
New York, en að hann sé byggður
á ummælum Norðmanna og þó
helst á ummælum „fréttaritara
Fiskaren". Þar er t.d. varpað fram
þeirri spurningu hvort Fulton
markaöurinn í New York sé „grín-
markaður" og sú skýring fylgir að:
„eftirspum eftir laxi hefur verið
lítil að undanförnu en nú bregður
svo við að htið framboð er á laxi
og telja menn að nú sannist að
Fuiton sé grínmarkaður. Innflutn-
ingur á norskum laxi hefur verið
KjaLariim
Atli Steinarsson
blaðamaður
mjög lítill að undanförnu og fram-
boð annars staðar frá er einnig
mjög lítið.“
Hversu oft sem ég les þessi orð
skil ég ekki af þeim hvers vegna
eða yfirleitt hvort Fulton sé „grín-
markaður".
Eftir hálfs árs veru 1 Bandaríkj-
unum hefi ég komist á þá skoðun
að engir markaöir þar í landi, og
allra síst þeir sem byggja á sölu til
neytenda, séu „grínmarkaðir". Á
þeim ræðst allt verð af framboði
og eftirspurn, magni og ýmsum
ytri aðstæðum, t.d. hita og þurrki
ef um viðkvæma vöra er aö ræða.
En það er skiljanlegt aö orðið
„grínmarkaöur" sé ofarlega í huga
Islendinga sem búa við sama mark-
aðsskipulag og austantjaldslöndin,
þar sem allt verð á neytendamörk-
uðum er ákveðið af stjórnvöldum
eða ráðum og nefndum sem stjórn-
völd hafa viðurkennt.
Laxinn rennur hér út á lágu
verði
Ingólfur birtir í áðurnefndri
grein sinni verðsýnishorn á laxi í
Bandaríkjunum. Þeim fylgir engin
dagsetning og liggur í orðanna
hljóðan að þetta sé verðið fyrir ein-
hvern ákveðinn tíma, t.d. sumarið
eða jafnvel árið.
Svona einfalt er þetta nú ekki hér
vestan við Atlantshafið. Verö á laxi
eins og flestu öðru er verð sem gild-
ir þann daginn og ekki er á það að
treysta að það haldist lengi óbreytt.
30. júní - viku eftir að grein Ing-
ólfs birtist - er í gangi gífurleg aug-
lýsingaherferð frá King Soopers,
stærstu stórmarkaöakeðjunni á
Klettaíjallasvæöinu, um nýjan lax
frá Alaska sem hingaö er fluttur
spriklandi nýr, flugleiðis, á hverj-
um degi.
Verðið í neytendaumbúðum, þ.e.
tvö, þrjú eða fjögur stykki á plast-
bakka í sellófanumbúðum, er 2,99
dollarar pundið eða 297,50 krónur
hvert kíló miðað viö sölugengi 45,07
sem var skráð gengi dollarans dag-
inn sem greinin birtist. í auglýsing-
unum var tekið fram aö þetta væri
í raun hálfvirði á laxi en það er þó
enn í fuhu gildi þegar þessi grein
er póstlögð, 5. júlí.
Kaupendur geta valið sér miðju-
stykki, framstykki eða sporðstykki
að eigin vild. Stærðarmunur var á
stykkjunum svo að sá sem til
þekkti gat valið sér stykki úr laxi
í ýmsum þyngdarflokkum. (Mis-
munandi þyngdarflokka kallar
Ingólfur mismunandi „tegundir"
af laxi!).
Viö hjónin féllum fyrir 'auglýs-
ingunum um ódýra, nýja laxinn frá
Alaska. Vel valin stykki fóru í pott-
inn sama dag. Ilmurinn lofaði strax
góðu og bragðiö reyndist eftir því.
Laxinn var stinnur og gaf þeim ís-
lenska að engu leyti eftir, hvort
sem var á diskinum, gafflinum eða
í munni manns. Þetta var konung-
leg máltíð. Ég er þess fuhviss að
þessi „útsala" á laxi á eftir að auka
hér sölu á laxi í framtíðinni því að
menn gleyma ekki þessu ljúffenga
bragði alveg á næstunni.
Fyrr á þessu ári, líklega í mars,
keyptum við falleg stykki úr 5-6
kg eldislaxi frá Chile. Þau voru afar
bragðgóð, ný og stinn, en þau voru
meira en helmingi dýrari, kostuðu
tæpa 7 dollara pundið eða um 600
kr. kílóið á þágildandi dollara-
verði. íslenskt verð og salan sára-
lítil.
Verðsýnishornin, sem birt voru í
grein Ingólfs, voru frá 392 krónum
upp í 560 kr. khóið, sem jafngildir
8,7 til 12,4 dollurum, eða í samræmi
viö verð til neytenda á laxinum frá
Chile. En núna er raunverð á úr-
valslaxi hér í miðjum Bandaríkjun-
um meira en helmingi lægra og
fráleitt er að ætla að verulega mik-
ið dýrara sé að flytja laxinn flug-
leiðis til New York-svæðisins held-
ur en til Denver þegar hann er
kominn í flugvél á annað borð.
Kjarni málsins er því enn og aftur
sá að greinar um bandarískan
neytendamarkað, eins og birtist í
DV 23. júní, eru afar villandi og
nauðsynlegt að þar sé betur vandað
til vals á upplýsingum. Af hveiju
skyldu íslenskir blaðalesendur láta
sér nægja upplýsingar úr gömlum
norksum blöðum?
Betri umfjöllun um markaös-
málin nauðsynleg
Aðrir kaflar í grein Ingólfs vekja
einnig spurningar. Af hverju er
aðeins fjallað um það fiskverð í
Englandi, Þýskalandi, Frakklandi
og víðar sem fæst á fiskmörkuðum
sem aðeins kaupa óunna vöru eða
hráefni?
Af hverju leitast ekki íslenskir
fjölmiðlar við aö fræða lesendur
sína um það hve mikið verðið á
íslenskum fiski hækkar í einstök-
um löndum við vinnslu þar?
Sagt er að íslenskir sjómenn (og
þá væntanlega einnig útgerðar-
menn) fái hærra verð í sinn hlut
fyrir að.selja hráefnið óunniö út
og það ráði breyttri stefnu. En
hvaða upphæðum tapar þjóðar-
búið?
Þessar hhöar fisksölumálanna
væri fróölegt að sjá ræddar á við-
skiptasíðum íslenskra blaða því að
auðvitað eru það þessar hhðar
markaðsmálanna sem skipta okk-
ur mestu í nútíð og framtíö.
Atli Steinarsson
„Margir íslendingar hafa fariö flatt á
því að gleyma að athuga markaðsmálin
áður en lagt er í framkvæmdir og fram-
leiðslu.“
Peningamálin eru
stjómlaus
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra er skv. verkaskiptingu ríkis-
stjórnar æðsti maður bankamála
hérlendis. í oröum og athöfnum
minnir hann hins vegar meira á
blaðafulltrúa Jóhannesar Nordals.
Svo fmnst mörgum að minnsta
kosti. En það ætti að vera á hans
valdi öðrum fremur að leysa þjóð-
ina úr klafa vaxtaokursins með því
að taka úr sambandi aðalógnvald-
inn, lánskjaravísitöluna, og bjóða
upp á aðstæður, sem sæma sið-
menntuöu þjóðfélagi. Við áttum
orðaskipti í sjónvarpi sl. vetur, þeg-
ar ég hafði lagt fram frumvarp á
Alþingi um afnám lánskjaravísi-
tölu og gengistryggingu 12 mánaða
spariinnlána. Hann var argur
mjög, kvað ekki unnt að „hrópa
vextina niður“, bíða yrði eftir
„markaðslögmálunum", láns-
kjaravísitölu mætti ekki afnema,
fyrr en „veröbólgunni væri náð
niöur“.
Þannig hljóða upphrópanir
frjálshyggjumanna úr öllum flokk-
um. En þeir trúa ekki sjálfir á það,
sem þeir eru að boða. Hvaö hefir
Jón Sigurðsson gert, síðan ég lagði
fram frumvarpið? Nákvæmlega
það sama og í frumvarpinu fólst.
Hann hefir lækkað vexti með
beinni tilskipun, þar með hrópað
þá niður. Það var hluti efnahags-
málapakkans í vetur. Hann hefir
heimilað gengistengingu spariinn-
lána. Og hann hefir með bráða-
birgðalögunum í maí afnumið láns-
kjaravísitölu af skammtíma inn- og
útlánum. Þetta var viðleitni, sem
því miður dugir skammt.
Afnám lánskjaravísitölu
Eitthvað stóð þetta nú samt í
hálsinum á þeim kumpánum, Jóni
og Jóhannesi. Seðlabankinn á skv.
seinni bráðabirgðalögum að geta
veitt undanþágur frá lagaákvæð-
Kjallarinn
Eggert Haukdal
alþingismaður
unum. Þeir skilja nefnilega ekki
tíðrædd „markaðslögmál" sín sjálf-
ir. Þegar vextir íbúðarlána hækka
samkvæmt verðbólguvísitölu, get-
ur lágtekjufólk ekki staðið í skilum,
nema það fái tilsvarandi kaup-
hækkun. Svipað gerist hjá útflutn-
ingsfyrirtækjum, sem ráða ekki
verðlagi framleiðsluvara sinna á
erlendum mörkuöum. Þegar íjár-
magnskostnaður þeirra vex skv.
verðbólguvísitölunni, eru þau ekki
lengur samkeppnisfær. Þau eru
rekin meö tapi, nema gengið sé
lækkaö. Það leiðir aftur til verð-
hækkana á innfluttum vörum, til
kaupþrýstings - og svo koll af kolli.
Verðbólga næst aldrei niður nema
lánskjaravísitala sé afnumin fyrst.
Þetta hafa sérfræðingar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins bent á. Þeir hafa
sent Jóhannesi og Jóni aðvörun,
lánskjaravísitalan er veröbólgu-
myndandi.
Seðlabankinn hefir legið á
skýrslu sérfræðinganna og þver-
skallast enn. Væri nokkuö úr vegi
að skýrslan yröi dregin fram í dags-
ljósiö og lesin gaumgæfllega nú,
þegar vextirnir æða upp meir en
nokkru sinni fyrr?
Hefðum átt að fara að dæmi
Finna
Mér þótti leitt að lesa eftir Ólaf
Björnsson, fv. prófessor, í Morgun-
blaðsgrein, að Finnar hefðu afnum-
ið verðtryggingu fjárskuldbindinga
eftir að þeir hefðu „náð verðbólg-
unni niður“. Þetta er nefnilega ekki
rétt. Ég hefi áreiðanlegar heimildir
fyrir því, að verðbólgan var á
hraðri uppleið, viðskiptahalli ær-
inn og atvinnuleysi í vexti, þegar
Finnar neyddust til að lækka gengi
marksins 1967, eins og við fyrir
stuttu. Þeir afnámu um leið alla
verðtryggingu. Það hefðum við
einnig átt að gera.
Það var hins vegar fróðlegt að
lesa frásögn Ólafs Björnssonar í
nefndri Morgunblaðsgrein, þar
sem hann segir frá þingsályktun-
artillögu sinni, sem samþykkt var
á þinginu 1961-62 um athugun á að
koma á verðtryggingu fjárskuld-
bindinga. í þessu sambandi segir
Ólafur orðrétt: „Innan Sjálfstæðis-
flokksins voru mjög skiptar skoð-
anir um réttmæti verötryggingar.
Formaður flokksins, Ólafur Thors,
var einn þeirra, sem var henni
andvígur, þar sem hann geröi sér
ljóst, að af henni myndi leiða vaxta-
hækkun, en hana taldi hann at-
vinnuvegina ekki þola.“ Þessa at-
hyglisveröu frásögn er vert að hafa
í huga í dag. Viðreisnarstjórnin
innleiddi ekki „ófreskjuna". sem
við búum við í dag. Það var gert
með Ólafslögum 1979, og síöan auk-
ið upp með ómanneskjulegri fram-
kvæmd allar götur síðan. Enginn
flokkur, sem stóð fyrir þessu kerfi,
hefur hreyft hönd né fót til að
breyta og bæta, hvað þá afnema,
svo heilagt er þetta. Þaö liggur við,
að allir flokkar, þar með þeir sem
stóðu ekki að þessu í upphafi, vildu
„Lilju kveðið hafa". Og þetta gerist'
þrátt fyrir þá aúgljósu ágalla, sem
margir sjá, að þetta kerfi er að
ganga frá fjölda heimila og fyrir-
tækja og það styttist í allsherjar
þjóðargjaldþrot, ef svo heldur fram.
Þeir fáu, sem andmæla kerfinu,
eru taldir hinir verstu óvinir spari-
fjáreigenda. Ég vil kerfi, sem
verndar hina raunverulegu spariíj-
áreigendur, en ekki kerfi sem fyrst
og fremst verndar og heldur uppi
okri og færir fjármagnið á fáar
hendur, elur verðbólguna, sem er
skæðasti óvinur sparifjáreigenda
og þeirra, sem minna mega sín.
En svo ég víki aftur að frásögn
Ólafs Björnssonar um Ólaf Thors.
Væri „ófreskjan" í dag við lýði, ef
Ólafs Thors og Bjarna Benedikts-
sonar nyti viö? Myndi Ingólfur
Jónsson telja hana lausn alls vanda
fyrir landsbyggöina? Ég held ekki.
Ög það mætti nefna til fleiri látna
forystumenn úr öðrum flokkum.
Myndu Jónas Jónsson og Her-
mannn Jónasson hafa þetta merki
við hún í dag? Eða Jón Baldvins-
son, Stefán Jóhann og Emil Jóns-
son? Það er erfltt að vera fæddur í
Alþýðuhúsinu á ísafirði og heita í
höfuðið á Jóni Baldvinssyni og
reka þessa stefnu. Reyndar heyrði
ég fyrir nokkru útvarpað frá fundi
í Múlakafii, þar sem Jón Baldvin,
aðspuröur úr sal, dró í efa verð-
tryggingu fjárskuldbindinga, úr
því að kaup væri ekki verðtryggt.
Því mætti vænta frá honum að „Ey-
jólfur hresstist".
Seðlabankinn ber ábyrgð
Við höfum haft Seðlabanka í lið-
lega aldaríjórðung, en hins vegar
ekki neina stjórn peningaframboðs
utan vaxtabreytinga. Við slíkar
aðstæður, þegar peningaframboði
er ekki stýrt gegnum verðbréfa-
markað, er fásinna að hafa vextina
frjálsa. Vextir hafa fengið aö leika
lausum hala með lánskjaravísi-
tölunni og til viöbótar stöðugum
beinum vaxtahækkunum af hálfu
viðskiptabankanna. Seölabankan-
um er gert að hafa stjórn á þessum
málum og hlýtur því að bera tals-
verða ábyrgð. Honum eru tryggð
tök á viðskiptabönkunum, en auö-
vitað á Alþingi og ríkisstjórn að
ráða ferðinni.
Jóhannes Nordal og Jón Sigurðs-
son hafa stýrt hrunadansi verð-
bólgunnar í áratugi, enda verið
aðalráðgjafar allra ríkisstjórna
samkvæmt eigin sögn (sbr. nýlegt
viðtal Alþýðublaösins við Nordal).
Bezta efnahagsaðgerðin, sem við
íslendingar gætum gert, væri lík-
lega að koma þessum tveim mönn-
um á eftirlaun.
Eggert Haukdal
„Verðbólga næst aldrei niður, nema
lánskjaravísitala sé afnumin fyrst.
Þetta hafa sérfræðingar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins bent á.“