Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. 5 Ingvi Hrafn: Enginn fréttamanna vildi Sigrún: Cltvarpsstjóri gekk í tvígang fá Sjgrúnu sem yfirmann sinn. á bak orða sinna við stöðuveitingar. Ingvi Hrafn sagði upp í desember: Segist hafa hætt við að hætta út af Sigrúnu Frettamenn Sjonvarps vildu ekki fá iSigrúnu Stefánsdóttur sem yfir- mann sinn og lögðu hart að Ingva Hrafni að draga uppsögn sína til baka en hann lagði hana á borö Markúsar Arjnar Antonssonar útvarpsstjóra 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bók sem Ingvi Hrafn, fyrrum fréttastjóri Sjónvarps- ins, er að leggja síðustu hönd á. Bók- in kemur út 1. nóvember og ber vinnuheitið „Og Hrafninn flaug“. Ingvi Hrafn varð við tilmælum fréttamanna en var svo rekinn úr starfi fréttastjóra í vor eftir að höfð voru eftir honum í tímariti niðrandi ummæli um Ingimar Ingimarsson, aðstoðarmann útvarpsstjóra. Fréttamenn Sjónvarps, sem DV náði tali af, sögðust ekki kannast við andstöðu við Sigrúnu. Þeir staðfesta að sá kvittur hafi komist á kreik um síðustu áramót að Ingvi Hrafn væri að hætta og Sigrún kynni aö taka viið. Enginn kannast hins vegar við að eindregin andstaða hafi verið við Sigrúnu. „Það var líka rætt um aðra mögulega eftirmenn Ingva Hrafns og fæstir fréttamanna tóku afgerandi afstöðu með eða á móti einstökum mönnum," sagði fréttamaður á Sjón- varpinu við DV. Ingvi Hrafn er á öðru máli. „Ajlt brjálaö“ „Ég sagði upp 3. desember og fór í frí til Flórída. Þegar ég kom heim aftur ætlaði ég að ræða nánar við útvarpsstjóra um það hvenær ég myndi hætta. í millitíðinni hafði það kvisast út á fréttastofunni að Markús ætlaöi Sigrúnu Stefánsdóttur frétta- stjórastöðuna. Það varð bókstaflega aÚt bijálað og fréttamenn sögðu hreint út við mig að ég mætti ekki skilja við fréttastofuna í höndum Sigrúnar. Enginn fréttamanna vildi fá Sigrúnu sem yfirmann sinn og ég var beittur miklum þrýstingi. Á end- anum féllst ég á að taka uppsögnina aftur og gerði það 20. desember," seg- ir Ingvi Hrafn. Hann kvaðst ekki vita um ástæður andstöðunnar við Sigrúnu en sitt persónulega álit væri að þótt Sigrún hefði mikla menntun og reynslu þá hefði hún „ekki þau bein sem þarf til að bera þunga fréttastjórastarfs- ins.“ Sigrún svikin Sigrún Stefánsdóttir segir frá því í viðtah við tímaritið Nýtt líf hvernig Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri hefur í tvígang gengiö á bak orða sinna um að veita henni stöður í Sjónvarpinu. Fyrra skiptið var 1985 þegar útvarpsstjóri bauð Sigrúnu stööu dagskrárstjóra en Markús breytti afstööu sinni og réð Hrafn Gunnlaugsson í starfið. Seinna til- fellið var í vor. Starf fréttastjóra var þá laust eftir að Ingvi Hrafn hvarf á braut. Sigrún taldi sig hafa orð út- varpsstjóra fyrir því aö hún fengi starfið, enda með menntun og reynslu til þess. Svo fór þó ekki og var Bogi Ágústsson ráðinn. í samtali við DV sagðist Sigrún vera að jafna Sig eftir það sem gekk á í vor og einbeita sér að stöðu sinni við Fræðsluvarpið og undirbúningi undir fjölmiðlun í haust. „Ég fylgist lítið með fréttum í sjónvarpi og blöð- um því ég hef nóg annað að gera. Þrátt fyrir það sakna ég þess að starfa ekki við fréttamennsku. Ég er löngu komin með fjölmiðlabakter- íuna og losna líklega aldrei við hana,“ segir Sigrún. Hún kvaðst vel geta hugsað sér að starfa við frétta- og blaðamennsku í framtíðinni en það yrði þó ekki í bráð. -pv Gróðrarstöðin Þelamörk 54 Hveragerði, inngatigur austan Eden sími 98-34438 Fallegar garðplöntur og verðið kemur þægilega á óvart Tré og runnar, um 150 teg., t.d. kopar- reynir, 350 kr., loðvíðir 75 kr., birkikvistur 150 kr., flatsópur 350 kr., bergfura 750 kr. Einnig um 200 teg. af fjölærum blómum frá 100 kr. Opið alla daga kl.9-22 E EUOOCARO Fréttir Þrátt fyrir beiðni vígslubiskups og söngmálastjóra: SkálhoHskór aIcIcí á Skálholtshátíð „Við erum harðákveðin í að syngja ekki og sú ákvörðun var tekin fyrir löngu. Það stóð aldrei annað til hjá forráðamönnum Skál- holtshátíðar en að kórinn mundi syngja en fólkið er sárt og vill ekki koma aftur til að syngja. Bæði söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og Ólafur Skúlason, vígslubiskup Skálholtsstiftis, hafa reynt aö fá okkur til aö syngja en deilurnar við prestinn hafa valdið þessu," sagði Sigurður Þorsteinsson, bóndi á Heiðum og einn af forráöamönnum Skálholtskórs. Eins og áður hefur komiö fram spruttu upp deilur milh kórsins og Guðmundar Óla Ólafssonar, sókn- arprests í Skálholti, vegna væntan- - ástæðan er deilur við sóknarprest legrar ráöningar söngstjóra. Prest- ur fékk síöan annan kór til að syngja um hvítasunnuna og það fyllti mælinn að mati kórfélaga sém margir hafa starfað í 25 ár og sung- iö á öllum Skálholtshátíðum til þessa. Vegna þessa ákvað kórinn að syngja ekki á Skálholtshátíð en í stað hans verður kór Bústaða- kirkju. „Presturinn hefur ekki reynt að bera sig eftir lausn viö kórinn. Hann hefur ekki talað við okkur síðan á hvítasunnu. Þá sagði hann við kórinn á æfingu, en marg- ir höfðu keyrt 60 kílómetra leið, að hann þyrfti ekki á kórnum að halda um hvítasunnuna," sagði Sigurð- ur. Að sögn Siguröar er kórinn hætt- ur starfsemi í bih en hann segist vona að einhvern tímann verði kór starfandi í Skálholti. „Meirihluti fólksins er orðið fullorðið og það verður langt þar til það syngur aft- ur, ef það syngur aftur, vegna þess- ara deilna," sagði Sigurður. Guðmundur Oli Ólafsson sóknar- prestur var alls ekki ræðinn um þessi mál, sagði að kórinn heföi afþakkað að syngja á hátíöinni og það væri ekkert að því að auglýsa eftir organista í fast starf þrátt fyr- ir þessar deilur. Síðan sagði Guö- mundur: „Ég hef ekkert meira um þetta að segja, vertu blessaður.“ -JFJ Mýja kotasælan kætir bragðlaukana enda krydduð með lauk Sæluunnendur fá nú enn nýjan valkost; það er komin ný tegund af kotasælu, með rauðlauk og púrru. Indæl og bragðmikil viðbót við kotasælufjölskylduna - hæfir vel á brauð, sem meðlæti, í salöt eða beint úr dósinni! Og fyrir þá sem vilja passa upp á línurnar er nýja kota- sælan auðvitað laukrétt val.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.