Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. Frjálst.óháð dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Skömmtunarstjórínn Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra er orðinn helzti skömmtunarstjóri landsins. Hann skammtar erlendu lánin. Lánamarkaðir hér eru raunar tveir - hinn innlendi og hinn erlendi. Á innlenda lánamarkaðnum eru vextir mjög háir. Mönnum þykir því akkur í að geta fengið erlend lán. Er þar er viðskiptaráðherra fyrir. Jón Sigurðsson hefur talað manna mest um vandræð- in, sem voru meðan vextir voru hér langt undir verð- bólgustiginu. Þá fengu þeir gefins eignir í raun, sem gátu fengið lán. Með verðtryggingu var þessu breytt. En áður hafði kynslóð komið sér í álnir, þeir sem höfðu aðgang að lánastofnunum og gátu því fengið lán með hinum hagstæðu kjörum. Aðrir borguðu brúsann, eink- um sparendur, sem sáu fé sitt brenna á verðbólgubál- inu. Við þekkjum öll þessa sögu. Það vakti upp hvers konar spillingu, að vextir voru svo langt undir verð- bólgustigi. Þessu vildu menn eins og Jón Sigurðsson réttilega breyta. Þessu má ekki gleyma. Við megum ekki láta þetta gerast aftur. En Jón Sigurðsson á þá líka að gera sér grein fyrir, að hann á ekki að gerast skömmt- unarstjóri í nýju haftakerfi. Einnig það getur valdið spillingu. Einn fær leyfið - annar ekki. Með því væri hægt að hygla gæðingum. Illa er farið, að ástandið skuh vera shkt. Alhr eiga að sitja við sama borð. Arðsemi á að ráða, hvað gengur. Því þarf að opna þessa markaði - gera þá ftjálsa. Viðskiptaráðherra virðist hins vegar hafa vit til að vilja ekki nota handafl á vextina. Víst eru vextir mjög háir. Það gildir um lánskjaravísitöluna. Lánskjör kunna að verða tíu prósent umfram launakjör fram yfir ára- mót, þegar htið er á hækkanirnar. Þetta kemur iha við marga. Raunvextir, vextir umfram verðbólgu, eru með hæsta móti. Slíkt ástand er ahtaf erfitt. En frelsið á að gilda í þessum efnum. Markaðurinn á að ráða vaxtastig- inu. Það virðist einnig vera það, sem viðskiptaráðherra og hans menn eru að fara með yfirlýsingum sínum. En ríkisstjórnin ber mikla sök á hinum háu vöxtum. Verð- bólgan hefur farið úr böndunum. Það veldur í sjálfu sér mikilli hækkun vaxta. Viðskiptaráðherra segir, að háu vextirnir séu bara tímabundnir. Við munum brátt komast út úr slíku ástandi. Því miður kann þetta að vera rangt hjá ráð- herra, meðal annars vegna stjórnarstefnunnar. Ríkið skortir á næstunni sex mihjarða í hít sína, sem líklega verða teknir að láni á innlendum markaði. Hvað þýðir það? Það þýðir, að ríkið keppir við aðra um láns- féð og keyrir því upp vextina. Þetta hefur ríkið gert að undanförnu. Lánsfé er af skornum skammti. Þegar rík- ið er rekið eins og nú er, með haha og íjárvöntun, kost- ar það drjúgar fúlgur aðrar, sem þarfnast lánsQár. Háu vextirnir eru þannig í meira en einum skilningi afleið- ing stjórnarstefnunnar. Jón Sigurðsson sagði margt viturlegt, þegar hann var þjóðhagsstjóri. Hann ætti að bera gæfu th að hverfa frá vhlu síns vegar nú. Hann á að skhja, að því fylgir bölvun að halda uppi höftum og skömmtun fjármagns. Hann virðist skhja það í sumu. Vonandi verður brátt horfið frá þess- ari hlu skömmtun. Ekki á að skammta lánsfé, heldur á úthlutun þess að fara eftir framboði og eftirspurn. Haukur Helgason Umræður um stjómarfarið í Suð- ur-Afríku eru svo þrungnar tilfinn- ingum að gmndvallarstaðreyndir um landið gleymast: Ástandið þar er hvergi nærri svo einfalt að fá- mennur minnihluti undiroki meirihlutann, þótt það geri hann vissulega og ekki þurfi annað en aflétta þvi ranglæti til að allt kom- ist í lag. Reyndar er það ekki aðeins sjálf undirokunin sem gerir stjóm- arfarið í Suður-Afríku svo frá- hrindandi heldur miklu heldur sú mannfyrirlitning sem apartheid- stefnan byggist á. Sú stefna á sér þó ekki ýkja langa sögu og miklu styttri 'en byggð hvítra manna í landinu. Hollendingar námu land við Góðrarvonarhöfða á 17. öld og stofnuðu Höfðanýlenduna, sem Bretar slógu síðan eign sinni á 1806, og afnámu í leiðinni það þrælahald sem Hollendingar stunduðu. Hol- lendingar fóm upp úr því inn í land og stofnuðu aðrar nýlendur, „Þær óeirðir sem fréttist af eru oftar en ekki milli blökkumanna inn- byrðis ...“ segir greinarhöfundur. Mandela og ■ ■ ■ ■ ■ ■ minmhlutinn Transvaal og Óraníufríríkið en Bretar settust að í Natal á austur- ströndinni. Demantar, gull og fleira í löndum Hollendinga varð til þess að Bretar ásældust lönd þeirra. Eftir langvinnar skæmr stofnuðu Hollendingar, eða Búar eins og þeir vora kaUaðir, sérstakt ríki og hófu stríð við Breta, Búastríðið, sem lauk meö ósigri þeirra um síðustu aldamót. 1910 var síðan Suður- Afríku sambandsríkið stofnað úr bresku og hoUensku nýlendunum og Bretar voru þar aUsráðandi tU 1948 en þá urðu þáttaskU. Þjóðem- issinnaflokkur Búa komst tU valda í kosningum og gerði apartheid að stefnumáh sínu og síðan hefur Suð- ur-Afríka verið á þeirri leið sem aUir þekkja. Suður-Afríka sagði sig síöan endanlega úr lögum viö Breta árið 1961 og þá fyrst fór á koma skriður á apartheid. Óbyggðir Landnemamir í öndverðu tóku ekki landið af frumbyggjunum. Þegar þeir settust að í Suður-Afríku var landið óbyggt, aö undantekn- um fámennum hópum Hottintotta og Búskmanna. Þeir þjóðflokkar, sem síðar uröufjölmennastir, Zulu, Zhosa, Swasi og Soto, fluttust inn á þetta svæði á eftir hvítum mönn- um. Þeir eiga því ekki tUkaU til landsins á þeim forsendum að þeir hafi verið þar fyrir. Enn síður gUd- ir það um þær miUjónir sem komið hafa til Suður-Afríku á þessari öld frá nágrannalöndunum. Meirihluti núverandi íbúa Suður-Afríku hef- ur flust þangað á síðustu áratugum frá Botswana, Malawi, Zambíu, Zimbabwe og Mósambík og hvítir menn em tregir til að veita þeim forréttindi til landsins umfram sjálfa sig. Þeir hvítir menn, sem búa í Suöur-Afríku, em því ekki nýlendumenn með ríkisfang í ein- hveiju Evrópulandi, eins og var í öUum nýlendum, heldur innfæddir Afríkumenn í marga ættliði sem eiga ekkert síður tilkaU til landsins en blökkumenn. Þeir geta ekki ein- faldlega fariö heim eins og Portúg- alar frá Angóla eða Bretar frá Rhó- desíu þegar það land varð Zimbab- we. Ekkert af þessu réttlætir apart- heid en þetta ber að hafa í huga þegar þess er krafist að hvítir menn afsah sér sfjóm landsins tíl meiri- hlutans. Kalvín og Hitler Sá maður, sem innleiddi apart- heidstefnuna, var Daniel Malan sem var prestrn- kalvínista, gyð- inga- og negrahatari og aðdáandi Hitlers og nasismans. Trúflokkur Kalvíns, sem er þekktur fyrir aUt annað en umburðarlyndi, er stærsti trúUokkur Búa í Suður- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Afríku og þeir hafa Guð sér til vitn- is í þvi að halda blökkumönnum niðri. Fasísk hugtök og hugmyndir hafa frá upphafi verið stór þáttúr í stjómarhugmyndum þjóðernis- sinna sem stjórnað hafa Suður- Afríku frá 1948. Meðal annars vegna þessa hefur verið djúpur ágreiningur miUi Búa og Suður- Afríkumanna af breskum uppruna sem hafa flestir verið andvígir apartheid en em nú orðnir áhrifa- lithr. Búar fyrir sitt leyti hafa enn ímugust á Bretum vegna Búa- stríösins þannig að samstaða er ekki meðal hvíta minnihlutans um stjórnarstefnuna. Eftir því sem þrengt hefur að Suður-Afríku utan frá hafa einnig sprottið upp fasískir öfgahópar sem vUja heröa enn á apartheid og slíkur nýfasistaflokk- ur er nú talinn hafa 10 til 15 pró- sent fylgi meðal hvítra manna. Þessir hópar eru andvígir þeim tilslökunum gagnvart blökku- mönnum sem þrátt fyrir aht hafa verið geröar á síðasta áratug. En vitaskuld em rökin fyrir apartheid ^fnahagsleg þegar allt kemuF tU alls. Velmegun hvítra íbúa byggist á ódým vinnuafli og thgangur apartheid er að viðhalda þeirri vel- megun en ekki hugmyndum Kal- víns og Hitlers enda þótt þær séu ríkur þáttur í hugsunarhætti hvítu íbúanna. Sundrung og óskhyggja Þótt ágreiningur sé meðal hvítra manna em þeir samstíga, miöað við meirihlutann þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Þær óeiröir, sem fréttist af, em oftar en ekki milU blökkumanna innbyrðis en ekki þeirra og hvítrar lögreglu. Reyndar er helmingur lögreglu- manna blökkumenn. Suöur-Afr- íkustjórn hefur tekist aö ala á sundrangu hinna ýmsu þjóðar- brota meðal blökkumanna þannig að mótmæh þeirra hafa verið afar ómarkviss. Suður-Afríka er lög- regluríki þar sem ríkisvaldið hefur ótrúlega sterka stjórn á almenningi og vegna ritskoðunar hafa hvítir íbúar þar allt aðrar hugmyndir um ástandið en utanaðkomandi. Sann- leikurinn er sá að utanaðkomandi þrýstingur hefur htil sem engin áhrif haft á valdhafa. Suður-Afríka er efnahagslegt stórveldi, ekki að- eins í Afríku heldur á alþjóðlegan mæhkvarða og landið er svo ríkt að efnahagslegar refsiaðgerðir bíta ekki á það. Það væri þá helst að þær bitnuðu á farandverkamönn- um frá nágrannaríkjunum og þar með á efnahag þeirra sem byggist • að verulegu leyti á launum þeirra. og viðskiptum viö Suður-Afríku í einni eða annarri mynd. Þau ríki, sem eiga hvergi land að sjó, eru th dæmis háð Suður-Afríku um að- drætti. Þrýstingur erlendis frá hef- ur aðeins þjappaö hvítum mönnum saman um stjórnina og minnkað aht svigrúm th thslakana. Öll sú vandlæting og' réttlát reiði, sem beinist að hvíta minnihlutanum, kemur fyrir htið gagnvart efna- hagslegum og póhtískum stað- reyndum. Sú staðreynd skiptir líka máli að þrátt fyrir allt er afkoma blökkumanna í Suður-Afríku betri en í nokkm öðm Afríkulandi þegar á hehdina er htið. Miðað við fá- tæktina í nágrannalöndunum er Suður-Afríka hið fyrirheitna land blökkumanna þótt þverstæðu- kennt sé. Samúð með Nelson Mandela og öðrum píslarvottum mannréttindabaráttunnar kemur ekki í veg fyrir að menn leiti sér hfsviðurværis þar sem það er að hafa. Meðan svo er og þangað th í algert óefni er komið verður barátt- an gegn Suður-Afríku htið annað en máttvana óskhyggja. Gunnar Eyþórsson „Suður Afríkustjórn hefur tekist að ala á sundrungu hinna ýmsu þjóðarbrota meðal blökkumanna þannig að mót- mæli þeirra hafa verið afar ómark- viss.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.