Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. JÚLf 1988. Utlönd Samþykkja viðræður Nú viröist sem tónninn milli yfir- valda í Suður- og Norður-Kóreu sé að mildast. Leiðtogar helstu þingflokka í Suður-Kóreu samþykktu í morgun tillögu Norður-Kóreu um viðræður sem ætlað er að minnka spennu milli landanna. Yflrvöld í Norður-Kóreu sendu í gær bréf til þingsins i Suður-Kóreu þar sem stungið var upp á því að ræddur yrði friðarsáttmáli fyrir ólympíuleikana sem fram fara í september næstkomandi í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa árangurslaust krafist þess að fá að standa fyrir helmingi atriða á ólympíuleikun- um. Nertar aðild Hryðjuverkasamtök Abu Nidals sögðu í gær að Khadar Samir Moham- ad, sem sakaður er um að hafa stjórnað árásinni á grísku farþegaferjuna í síðustu viku, hafi verið látinn í þrjú ár. í yfirlýsingu, sem send var alþj óölegri fréttastofu í Vestur-Beirút í Líban- on, neituðu hryöjuverkasamtökin að hafa borið ábyrgði á árásinni sem varð niu manns að bana. Áttatíu manns særðust er byssumenn skntu með vélbyssum á farþegana. Grísk yfirvöld fullyrtu á miðvikudaginn að Hejab Jaballa, sem sagöur er hafa skipulagt árásina, væri sami maöur og Khadar. Jaballa á að hafa verið í Grikklandi frá 1. júní til þess að undirbúa árásina og fingrafór hans eru sögð koma heim og saman við fmgraíor Khadars. Khadar hefur setið inni fyrir hryðjuverk en var látinn laus vegna hótana samtaka Abu Nidals. Flóð í Brasllíu Sextiu þúsund manns eru nú heimilislaus eftir að hafa misst heimili sfn i flóðum I Brasilíu undanfarna daga. Simamynd Reuter Að minnsta kosti sextíu og fjórir hafa týnt lífi í verstu flóðum sem gengið hafa yfir Brasilíu lengi. Um sextíu þúsund manns hafa misst heimili sín. Hefur það helst verið í fátækrahverfum þar sem hrörleg kofaræksni hafa hrunið er skriður hafa fallið vegna leysinganna. borginni Pilar þykir mönnum nú þaegilegast að fara um á bátum. Simamynd Reuter Eíturtyfjakóngur handtekinn Lögreglan í Bólívíu hefúr handtekið mann sem talinn er vera helsti eiturlyfjasali landsins. Hann er einnig sakaður um að vera viöriðinn tvö eiturlyfjamál í Bandaríkjunum, aö sögn embættismanna. Roberto Suarez Gomez, sem kallaður hefur verið kókaínkóngurinn í Brasiliu, var handtekinn á miðvikudaginn á búgarði nálægt landamærum Brasilíu. Ný lög, er banna ræktun kókajurtarinnar í sumum hlutum Bólivíu, hafa nú í fyrsta sinn gengið i gildi. Þeir sem brjóta lögin geta átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi ög eiturlyíjasalar geta átt von á þrjátíu ára fangelsi. Leltar stuðnings Cardenas, leiðtogi vínstri stjórnar- andstöðunnar i Mexikó. Símamynd Reuter Cuauhtemoc Cardenas, leiðtogi vinstri stjórnarandstöðunnar í Mexíkó, sem samkvæmt opinber- um tölum kom næstur á eftir Sa- linas de Gortari í forsetakosning- unum þann 6. júií síðastliðinn, ferðast nú vitt og breitt um land sitt til þess að leita eftir stuðningi við baráttu sína gegn stjóminni. Stjómarflokkurinn er sakaður um víðtækt kosningasvindl og reyna nú stjómarandstæðingar að fá úrshtin ógjld. Hundrað férust í ferjuslysi Óttast er að rúmlega hundrað manns hafi drukknað þegar kínversk farþegafetja rakst á klett og sökk í á í suðvesturhluta Sichuanhéraðs í gær. Feijan var á siglingu norður eftir Minjiang ánni frá Yibin til Leshan þegar hún sökk með tvö hundmð og sextíu farþega innanborös. Snemma í morgun hafði hundraö fjömtiu og átta manns verið bjargað en tuttugu og fjögur lík höfðu fundist. í Leshan er risastór tólf.hundrað ára gömul mynd af Búdda sem ferða- menn fara í hópum til að sjá. Er myndin höggvin í kletta sem slúta yfir ána. Ekki er vitaö hvort útlendingar voru um borö í ferjunni og yfirvöld bentu á að leiöin frá Yibin væri reyndar ekki opin útlendingum. Enn eru mörg svæöi í Kína lokuö erlendum feröamönnum en þeir fara ekki alltaf eftir reglugerðunum. Reuter Ali Khameini, forseti Irans, sagði sovéska varautanríkisráðherranum á fundi þeirra I gær að Iran væri reiðubúið að halda stríðinu við írak áfram svo lengi sem nauðsyn krefði. Símamynd Reuter Stríðsástand á Persaflóa Enn ríkir stríðsástand á Persaflóa þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. Sendinefnd Perez de Cuellar, aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, kvaðst þó vera vongóð um að sættir næðust en nefndin mun líklega fara til írans á næstu dögum og þaðan til íraks til að freista þess að semja um vopnahlé hið fysta. Seint í gærkvöldi skýrðu yfirvöld í írak frá því að her landsins hefði náð á sitt vald rúmlega 30 flöllum og fjallstindum en íran kvað svo ekki vera. í tilkynningu frá íran var sagt að íranskir hermenn hefðu fellt eða sært fjöldann allan af íröskum her- mönnum í árásum síðustu daga. Stjórnvöld í írak hafa boðið fulltrú- um írans til beinna viðræðna og sagði Saddam Hussein, forseti íraks, að afneitun íranskra stjórnvalda um boð þetta þýddi að yfirvöldum þar í landi væri ekki alvara meö yfirlýs- ingum sínum um vilja tfi friðarvið- ræðna. Forseti írans, Ali Khameini, kvað íran tilbúið til aö halda styrjöld- inni áfram eins lengi og nauðsyn krefði. Stjórnarerindrekar segja að styrk- ur Iraka í kjölfar sigra þeirra á víg- vellinum undanfarnar vikur hafi aukist og að nú vilji Hussein forseti semja á nýjum fósendum og út frá styrkri stöðu íraks. Leiðtogar írans, sem áður höföu svarið þess dýran eið að berjast til þrautar eða þangaö til Hussein forseti íraks væri fallinn frá, hvöttu landsmenn til að styðja vopnahlésályktun Sameinuðu þjóð- anna. Reuter Kinverjar og Sovétmenn ræða um Kampútseu Sendinefnd háttsettra sovéskra embættismanna mun ræða við starfsbræður sína frá Kína um málefni Kampútseu í Peking í næsta mánuði. Tilkynning um fundinn kom í kjölfar ákvörðunar forseta Víetnams, Hengs Samrins, að brottflutningi víetnamskra her- manna frá Kampútseu lyki um ári fyrr en áöur var ákveðið, þ.e. seint á þessu ári eða snemma árið 1990. Áður var samið um að brottflutn- ingi heraflans lyki í lok árs 1990. Samrin sagði að brottflutningnum yrði flýtt hvort sem náðst hefði póhtískt samkomulag.í deilu stríðs- aðila eður ei. Sovétríkin hafa stutt setulið Víet- nama síðan herafli þeirra var send- ur til Kampútseu áriö 197.8 og steypti stjórn Rauðu kmeranna af stóli snemma árs 1979. Kína styður aftur á móti skæruliðahreyfingu Rauðu kmeranna. Hernám Víet- nama í Kampútseu er stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir því að samskipti þjóðanna komist í eðlilegt horf. Leiðtogi Kínverja, Deng Xiao- ping, hefur áður sagt að hann muni ekki koma til fundar við Mikhael Gorbachov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, nema Sov- étríkin þrýsti á Víetnam að draga 100 þúsund manna herafla sinn til baka frá Kampútseu. Viðræður sendimannanna verða haldnar í lok ágúst að sögn stjórn- arerindreka. Þeir telja að Kínverjar muni leggja til að Sovétríkin þrýsti á að víetnamskt herlið verði á brott frá Kampútseu hið fyrsta og að Sovétríkin muni hvetja Kínveija til að hafa áhrif á Rauðu kmerana og sjá til þess að þeir taki ekki við stjórnartaumunum á ný. í blóðugri tíð Rauðu kmeranna er talið að um ein milljón manna hafi látið lífið. Fulltrúar hinna stríðandi afla í Kampútseu munu hittast í Djak- arta á mánudag tií .að ræöa friðar- horfur. Þetta verður í fyrsta sinn sem allir aðilar hittasf Bannið kom ekki á óvart Stjórnarandstaðan I Pakistan hefur hvatt (ólk til að hafa að engu bann Zia forseta þess efnis að stjórnmálaflokkar geti ekki tekið þátt I kosningunum I haust. Simamynd Reuter Forseti Pakistan, Zia-ul-Haq, hefur bannað stjórnmálaflokkum aö taka þátt í þing- og héraðsstjórnarkosn- ingum þeim sem halda á 16. nóvemb- er nk. Zia-ul-Haq neitaði því að ákvörðun sín bryti í bága við stjórn- arskrá landsins eins og stjómarand- staðan hafði sakað hann um og hvatti leiðtoga hennar til að sýna stillingu. Fréttaskýrendur höfðu búist við að forsetinn myndi banna helsta leið- toga stjórnarandstöðunnar, Benazir Bhutto, leiðtoga Þjóðarflokksins, að taka þátt í kosningunum svo að ákvörðun hans kom ekki á óvart. Fréttaskýrendur telja að ef Þjóðar- flokkur Bhuttos taki þátt í kosning- unum gæti farið svo að hann næöi nokkrum fulltrúum á þing. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.