Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. 11 Utlönd ■*'y'v •:!!“ ^fílÍTÍ'. *•/•« .'ií f ÍXA y i1/ÍS'*<¥á**5fs«íÍ *Æi‘jZ9&:*\• srfcaiíssBj HPiæ ®S^ É13|£mS|ÉKj «•--/' jwassasaap WM sæsgt Michael Stanley Dukakis, 54 ára fylkisstjóri Massachusettsiylkis í Bandaríkjunum og forsetaframbjóð- andi demókrata í kosningunum í haust, er ekki talinn litskrúðugur stjómmálamaður, sumir segja hann jafnvel leiðinlegan. George Busii, frambjóðandi repú- blikana, kallar hann norðaustlensk- an frjálshyggjumann, kosninga- starfsmenn hans segja hann raunsæjan miðjumann, póhtískir óvinir hans segja hann hrokafullan. En hvað sem segja má um Dukakis eru flestir sammála um að hann sé fyrst og fremst stjómmálamaður. Ameríski draumurinn Faðir Dukakis, Panos, kom til Bandaríkjanna frá grísku eyjunni Lesbos aðeins fimmtán ára að aldri með 25 doUara í vasanum og enga enskukunnáttu. En átta árum síðar var hann fyrsti gríski innflytjandinn sem brautskráðist frá læknadefld Harvard Háskóla. Móðir hans, Eut- erpe, var fyrsta gríska konan sem brautskráðist frá háskóla í Massa- chusetts. Að lokinni herþjónustu í Kóreu- styrjöldinni nam Dukakis lögfræði við lagadeild Harvard Háskóla. Árið 1962, tveimur ámm eftir að hann lauk laganámi, var hann kosinn fuU- trúi BrookUne, heimabæjar síns, á löggjafarþing Massachusettsfylkis og ferill hans í stjómmálum hafinn. Dýrkeypt mistök Dukakis hefur sagt að á stjórn- málaferU sínum hafi hann mest lært á mistökum sem hentu hann er hann gegndi starfi fylkisstjóra Massa- chusetts á árunum 1974-1978. Hann vann sigur í kosningunum áriö 1974 á því loíorði að hann myndi ekki hækka skattana. Fljótlega gekk hann á bak orða sinna þegar 500 miUjóna dollara íjárlagahalli blasti við. Hann skar einnig niður fjárlög til félagsmála, hætti öllum póUtískum stöðuveitingum á grundvelU vináttu og skapaði sér óvinsældir þar sem hann var taUnn einstrengingslegur og hrokafuUur í embætti. Svo fór að hann náði ekki endurkjöri árið 1978. Hann bauð sig fram á ný árin 1982 og 1986 og sigraði í bæði skiptin. Þessi mistök hikar Dukakis ekki við að ræða í kosningabaráttu sinni. Hann viðurkennir að hann hafi verið ósveigjanlegur og óbilgjam og segir að þetta atvik hafi haft mjög mótandi áhrif á sig og stefnumótun sína. Nú sé hann sveigjanlegur og leiti mfili- vegar í málefnaumræðu. „Efnahagsundur“ Dukakis Dukakis hefur lagt mikla áherslu á gengi sitt sem fylkisstjóri í kosninga- baráttunni og talar gjama um að þar hafi hann staðið að „efnahagsundri. Margir segja að efnahagsundrið hafi gerst þrátt fyrir Dukakis og að hann Gagnrýnendur, sama hvar i flokki þeir sitja, virðast vera sammála um að Dukakis sé stjórnmálamaður fram í fingurgóma. Simamynd Reuter hafi í reynd komið því til leiðar aö mörg fyrirtæki hafi leitað út fyrir fylkismörkin. Efnahagsundrið hefur verið gagn- rýnt mjög af andstæðingum Dukakis í kosningunum. Fiárhagsstaða fylk- isins hefur versnað mjög, útgjöld aukist á þessu ári og hann neyddist til að hækka skatta á ný. Þar með gaf hann Bush tækifæri til að halda því fram að slíkt myndi Dukakis gera ef hann yrði kosinn forseti. Stjómmálaskýrendur hafa og bent á að eitt sé að minnka fjárlagahalla Massachusettsfylkis og annað að ráðast að gífuriegum halla ríkissjóðs. Þeir segja að þrátt fyrir að Dukakis hafi fordæmt halla rikisstjórnarinn- ar hafi hann ekki komið meö neinar raunhæfar tillögur til aAxétta hann við. Biðlartil minnihlutahópa Dukakis leggur mikla áherslu á innanríkismál í sinni baráttu og segja margir að hann skorti reynslu í utanríkismálum. Sem sonur grískra innflytjenda reynir hann að höfða til allra innflytjenda og minnihluta- hópa. Hann hefur mikið reynt að biðla til blökkumanna, sem em um 20 prósent stuðningsmanna Demó- krataflokksins, eftir að hann tók hvítan Texas-búa, Lloyd Bentsen, fram yfir mannréttindaleiðtogann, blökkumanninn Jesse Jackson, í stöðu varaforsetaefnis. Val Dukakis á Bentsen er yfirveg- að. Bentsen er Texasbúi sem ætti að Michael Dukakis er sagður mikill (jölskyldumaður og góður eiginmaður. Hér er hann ásamt eiginkónu sinni, Kitty, að lokinni talningu á flokksþingi . demókrata á miðvikudag þar sem Dukakis var útnefndur forsetatrambjóð- andi flokksins. Simamynd Reuter hjálpa Dukakis í því fylki sem Bush kallar sitt heimafylki. Að auki er Bentsen tahnn vera frekar íhalds- samur sem ætti að gleðja íhaldssam- ari öfl innan flokksins. En sumir segja að -val á slíkum íhaldsmanni geti skaðaö Dukakis og haft fráhrindandi áhrif á kjósendur. Getur Dukakis sigrað í haust? Dukakis er ennþá óþekkt nafn í hugum margra Bandaríkjamanna en þrátt fyrir það eiga demókratar nú góða möguleika á sigri í forsetakosn- ingum í haust. Stærsta vandamálið fyrir Dukakis er að sanna það fyrir kjósendum að hann hafi það sem þarf til að teljast leiðtogi eins af valdamestu löndum heims. Hann verður að sannfæra landa sína að hann geti, þrátt fyrir reynsluleysi, tekist á við þau vanda- mál sem bíöa næsta forseta landsins. Stjómmálaskýrendur eru ekki alhr á eitt sáttir um hæfni.Dukakis. Marg- ir benda á reynsluleysi hans í erlend- um málum, en hann leggur áherslu á hin sígildu málefni demókrata; að minnka útgjöld til hernaðarmála og að halda íhlutun Bandaríkjanna á erlendri grund í lágmarki. Hann hef- ur einnig sagt að Bandaríkin yrðu að ganga haröar fram í baráttunni gegn aöskilnaðarstefnu Suður-Afr- íku. Takist honum að sannfæra Banda- ríkjamenn um að hann geti stjómað landinu af röggsemi getur verið að næsti forseti Bandaríkjanna verði demókrati. Reuter/StB Demókratar eru nú taldir hafa raunhæfar sigurlíkur í forsetakosningunum í haust. Dukakis verður þó að sanna löndum sínum að hann hafi til að bera þá röggsemi og festu sem þarf til að stjórna landinu. Simamynd Reuter Stjómmálamaðurinn Dukakis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.