Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. 13 DV Lesendur Gallað hríngtorg Bjarni S. hringdi: Hringtorgiö,sem tengir Skúlagötu, Borgartún og Snorrabraut,hefur orð- ið fyrir nokkrum breytingum í kjöl- far breytinga sem gerðar hafa verið á Sætúni. Nú liggja tvær akreinar úr hringtorginu til Sætúns í norður og er vinstri akreinin fyrir þá sem ætla til vesturs en sú hægri fyrir þá sem ætla til austurs. Það vill nú bara þannig til að marg- ir þeir sem eru á innri akrein ætla til austurs og þeir sem eru á ytri akrein ætla til vesturs. Oftast þegar það kemur fyrir myndast hinn versti hnútur og menn eru í hinum mestu vandræðum með.að greiða úr þessu. Þetta hefur verið mjög illa skipulagt og þarfnast lagfæringar við svo ekki verði af árekstrar eða slys. Hringtorgið við Skúlagötu er ekki nógu vel hannað að aliti lesanda - þetta er mynd af hringtorginu við mót Miklu- brautar og Hringbrautar. Háir vextir Viðskiptavinpr Iðnaðarbankans hringdi: Ég hef verið í 7 ár viðskiptavinur Iðnaðarbankans með ágætum ár- angri en fannst keyra svolítiö um þverbak um daginn. Ég hef aldrei farið yfir á ávísanareikningi mínum fyrr en nú um daginn að þaö kom fyrir. Ég átti 5.500 krónur inni á reikningnum og þann dag bárust ávísanir upp á 1.500 og 8.500 inn á reikninginn. Ég fékk dráttarvexti fyrir þær báðar og auk þess svim- andi hátt innheimtugjald. Mér hefði ekki fundist það óeðhlegt að fá drátt- arvexti aðeins fyrir 8.500 krónurnar þar sem 1.500 krónurnar fóru ekki yfir inneignina. Lítið varð um svör þegar ég spurðist fyrir um ástæðuna en þegar ég spurðist fyrir í þriðja sinn var mér sagt að hærri ávísunin hefði komið inn fyrr um daginn. Innheimtugjald var krónur 310 á hvora ávísun, vextir voru 66 krónur fyrir lægri ávísunina, en 150,70 krón- ur fyrir þá hærri. Ef það væri fram- reiknað á ársgrundvelli væri það 4.300% ársvextir á lægri upphæðina og 13.500% á þá hærri. Það eru dágóö- ir vextir. Ég skil ekki í því að ekkert samræmi viröist í vaxtaupphæöinni og þeim upphæðum sem voru á ávís- ununum. Daginn eftir aö þessi yfir- dráttur kom lagði ég 87.000 krónur inn á reikninginn en sektin fyrir yfir- drátt þennan eina dag var 836,70 af samtals tæplega 4.500 króna yfir- drætti. Mér er tjáð að vextirnir af yfirdráttarávísunum séu reiknaðir á mánaðargrundvelli. Góður goHvöllur Björn Víkingur hringdi: Ég vil lýsa yfir ánægju minni meö golfvöllinn í Leirunni á Suðurnesj- um. Starfsmenn við þann völl eiga heiður skilinn fyrir vel unnin verk. Ég er mikill áhugamaður um golf og hef spilað á mörgum völlum hérlend- is, eins og til dæmis Grafarholtsvelli, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Alls staðar hafa orðið framfarir en besti völlurinn, eins og áöur sagði, fmnst mér vera völlurinn í Leirunni. Veg og vanda af framkvæmdum við þann völl ber Hólmgeir Guðmunds- son sem hefur yfirumsjón með hon- um og hann á þakkir skildar. Norð- urlandamótið 1988 verður haldið á þessum velli síðari hluta ágústmán- aðar og tel ég hann fullboðlegan fyr- ir það mót. Opið bréf til Pósts og síma Guðný Bieltvedt skrifar: Ég hef kvartað við ykkur áður en ekki fengiö svar svo nú reyni ég í annað sinn. Ég sendi 2 expressbréf til Borgarness, frá pósthúsinu Rauð- arárstíg 27, föstudaginn 10. júní kl. 10.30. Ég spurði stúlkuna á afgreiðsl- unni hvænær bréfin myndu fara. Hún svaraði því til að þau færu um kvöldið með þílnum en yrðu borin út á laugardaginn. Bréfin voru ekki borin út þá en mánudaginn 13. júní var hringt heim til viötakanda og hann beðinn að sækja bréfin, sem hann og gerði. Ég spyr. Hvers vegna voru bréfrn ekki borin út? LbU ©J Z7 □ n □ 1 rvr\ Dl um verslunarmannahelgina 29. júlí til lágúst I •j (safjörður |. '••• "k. r» •••■.•:■ ••••,... .-.■■• •:' ■ _ 'vflspE. . Siglufjörður | MIK • v ->•, .5SPi *■ A- .. • ■.'.■*'• ■■ • '• i-'-.-J Húsavík ■ ■ ■ _ ...' : ' . ;•' | V’ ■ - • r Akureyri ]■ _ . ■ _ : ■ " ■•.;:?:.• •'■/•>•.. • ;■ EgMssta?abær ...... .. „............... ■•:- . . .■• / •/ .,•■- ■• If ■ . ■ •-. • • v ■ • .■ •■ - v ' . ■:■■ ■■■ ■’ SKEMMTIKRAFTAR: , ;■;■■•:, ■ ■ v Viking Band Stefán Hilmarsson V .?;*■•• '•>•:••*/ '•'• C /, .* " •_.. ’>* ■ • • ' . *>.»•#►• •J?.• '•■*; ’•'••'*., ■■<:• " .56* — Borgarnes [_| flkranes Skriðjöklar Hljómsveitakeppnj Sálin hans Jóns míns Aflraunakeppni Stuðkompaníið íslandsmótið í sandspyrnu -;••:.: Sniglabandið Fallhlííastökk .; v Víxlar í vanskilum Svifflugssýning %l5 n •:; •: Rokkabillíbandiö Ftugeldasýning wr •• •.;: _• •••■•• ■•lU;:..;Sigurður Sigurjónsson Varðeldur v-L Karl Ágúst Ulfsson Hestaleiga Örn Árnason Skemmtum okkur án áfengis. ■ ■■ KOMFAN/fE> Frá Reykjavík, Egilsstöðum, Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Húsavík og stöðum í nágrenni Akureyrar verða rútuferðir. Frá Reykjavík, ísafirði og Egilsstöðum verða einnig ferðir með flugi. Göngum vel um landið. Verið vakandi Varist slysin. KR. 4500.- 16 ÁRA ALDURSTAKMARK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.