Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. Spumingin Trúirðu á spádóma? Guðrún Jakobsdóttir: Nei, ég trúi ekki á spádóma. Snorri Ragnarsson: Já, en þaö er voöa lítið. Ég les þetta allt saman. Guðný Hrönn Úlfarsdóttir: Nei, stundum þó, það er bara misjafnt. Magnea Guðjónsdóttir: Já, það getur verið. Kristbjörg Gunnarsdóttir: Já, mér finnast spádómar rætast stundum. Hjörtur Jónsson: Ég hef ekki hugleitt það en ég útloka það ekki. Lesendur Fríkirkjan og Listasafnið Óháður Fríkirkjumaður skrifar: Bygging Listasafns íslands við Frí- kirkjuveg er dærni um vel heppnaða framkvæmd. Galli er þó að mjög er þrengt að húsinu af Kvennaskólan- um, íbúðarhúsum við Skálholtsstíg og Fríkirkjunni. Mikilvægt er að rýmka í kringum húsiö. Um skeið hafa verið uppi harðar deilur í Fríkirkjusöfnuðinum og þær svo harðar að efast verður um að Fríkirkjusöfnuðurinn eigi lengur rétt á sér. Sérstaða safnaöarins utan þjóðkirkjunnar, sem var á sínum tíma forsenda fríkirkjuhreyfingar- innar, virðist engin vera lengur. Prestar koma til safnaðarins úr þjóð- kirkjunni og fara þangaö aftur og sér engan kenningarlegan mun á þeim og öðrum. Þegar deilur risu milli prests og safnaðarstjórnar tók stjórn Prestafé- lags íslands söfnuðinn á hné sér og telur sig geta og eiga að ráða fram úr vanda hans. Á sama hátt gengur biskup íslands til verks í deilunni og telur það sjáanlega í sínum verka- hring að sitja i dómi. Jón Helgason biskup sagði svo í kirkjusögu sinni að einkenni Fríkirkjusafnaðarins sé „fastheldni við kenningar þjóðkirkj- unnar í öllum greinum, svo að þar er ekkert sem skilur nema safnaðar- stjórnin." Síðan þetta var ritað (1927) hefur orðið stórbreyting á öllu safnaöar- starfi í Reykjavík. Nú getur forystu- gefið fólk, byggingarótt og söngfikið komist i fjölda safnaðarstjórna, kirkjukórar eru á hverju strái og urmull kirkjubyggingarnefnda. Þá eru sérstrúarsöfnuðir mun fjöl- breyttari en áður og hafa menn nú möguleika á að velja margt, allt eftir trúarþörf, trúboðsþörf, eðli og inn- ræti. Páll Líndal segir í bókum sínum að frá því að Fríkirkjan var byggð „Um skeið hafa verið uppi harðar deilur í Fríkirkjusöfnuöinum og þær svo harðar að efast verður um að Fríkirkju- söfnuðurinn eigi lengur rétt á sér,“ segir bréfritari m.a. áriö 1903 hafi hún verið stækkuö töluvert frá því sem upphaflega var. Þar sem þörfrn fyrir kirkjuna virðist nú lítil orðin eru tveir meginkostir fyrir hendi: l.A. Kirkjan verði rifm og söfnuðin- um skipt á aðrar sóknir í borginni. B. Þar sem kirkjan er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni mætti, ef tillaga 1. A hlýtur ekki samþykki, fela Torfu- samtökunum húsið til brottflutnings og varðveislu. 2. A. Óski menn þrátt fyrir allt eftir að halda áfram safnaðarstarfinu er lagt til að Fríkirkjan verði smækkuð svo sem frekast er kostur og hún færð í upphaflega stærð. B. Þar til sættir verði komnar á í söfnuðinum fari guðsþjónustur fram á tveimur stöðum. Meirihluti safnaðarins messi í hinni minnkuðu Fríkirkju. Minnihlutinn haldi guðsþjónustur í Betaníu, hinu gamla samkomuhúsi kristniboðsmanna sem Fríkirkju- söfnuðurinn hefur fest kaup á. C. Þar sem embætti Dómkirkjuprests virð- ist nú laust færi vel á að sóknarnefnd Dómkirkjunnar kallaði séra Gunnar Björnsson til sín, enda er hann fædd- ur inn í söfnuðinn og alinn upp i 50 m fjarlægð frá kirkjunni. D. Ef tillög- ur 2.B og C komast í framkvæmd mætti fá nýjan prest sem gæti þjónað Fríkirkjunni sem heimakirkju og Betaníu sem annexíu. Ættu mál safn- aðarins þá endanlega að verða leyst. E. Lagt er til að safnaðarfundir verð- ir framvegis á Benidorm á Spáni. Fjöruferðir og kræklingaveislur Ingvar Agnarsson skrifar: Stundum er efnt til almennra fjöru- ferða af félagasamtökum. Fullorðnir og börn taka þátt í þessum ferðum. Tilgangurinn er sagður sá að kynna sér dýralíf það sem í fjörum dafnar. Þetta lítur fallega út við fyrstu sýn, en annað og vafasamara Úggur auk þess til grundvallar þessara ferða. Skeldýr fjörunnar eru tínd saman og sett í plastpoka. Síðan er safnast saman til átveislu. Dýrunum litlu er steypt úr pokunum og þau sett bráð- hfandi í sjóðandi vatnspotta, þar sem þau láta lífið á kvalafullan hátt, eöa þeim steypt á logandi glóðir, og fá þar síst betri dauðdaga (dálítil afsök- un kann að vera í því að ekki mun þekkjast ráð til að drepa þessi dýr með hreinlegum hætti). Engum dettur í hug að taka hið minnsta. tilliti til dauðakvala dýr- anna litlu. Nokkur bót í máli er að ekki mun dauðastríð þetta standa lengi yfir. Aö lokinni suðu eöa steik- ingu er svo innihald skeljanna hám- að í sig við mikinn fögnuð allra þátt- takenda. Víst veit ég að gönguferöir um fjöruna og aöra staði í náttúrunni eru til hressingar og heilsubótar. Því neitar.enginn. En þegar hollusta úti- verunnar byggist öörum þræði á drápi og pyntingu lítilla dýra með næmt sársaukaskyn, þá er ánægjan orðin blendin og gamanið grátt. Þetta mættu þátttakendur fjöru- ferða gjarnan taka til íhugunar, næst þegar þeir hugsa til kræklingaveislu í friðsælu heimkynni dýranna litlu, sem lifa við sjóinn. „Dýrunum litlu er steypt úr pokunum og þau sett bráðlifandi vatnspotta, þar sem þau láta lifið á kvalafullan hátt..segir í bréfinu. „Annars var ætlun mín að hæla Sykurmolunum í þessum bréfstúfi min- um,“ segir i bréfinu. Popparamir taka sig á Konráð Friðfinnsson skrifar: Ég hef verið að dást að því hve margar framúrskarandi góðar ís- lenskar hljómskífur hafa litið dags- ins ljós undangengna mánuði. Lista- menn vorir leggja mun meiri vinnu í verk sín nú en endranær, virðist mér. Hjá mörgum hverjum er texta- geröin á hærra plani en oft áður. Reyndar bjóða sumir höfundar áheyrendum aldrei annað en pott- þéttar smíðar, samanber Bubba Morthens, Megas og Magnús Eiríks- son. Þessa þrjá heiðursmenn tel ég vera toppinn á vorri tíð, að öðrum ólöstuðum. Of fjölmennur er hann hópurinn er hefur lagst í „æ lov jú“, „ég sakna þín“ ellegar „komdu í partí“ vanskapnaði. Ég tel að nauðsynlegt sé að sam- stilla lag og ljóð. Ótækt er að láta þvælutexta bera laglega ljóðlínu. ís- lendingar státa af glettilega góðum tónskáldum. Ég hef ekkert á móti að fólk geri ástinni, þessari dásamlegu kennd þegna, góð skil í bundnu formi. Staðreyndin er samt sú að eigi er sama hvernig að hlutunum er staðiö. Til dæmis geta flestir sparkaö bolta. En þegar kemur að því að gefa fyrir á þann hátt að úr verði mark, byrja erfiðleikarnir. Þá gildir öllu að vanda sig. Vera nákvæmur. Reikna út og spá í hlutina, jafnvel aö leggja hann undir sér reyndari aöila. Að öðrum kosti berst pú frá áheyr- endapöllunum. Líkt gildir um höf- unda. Þeir skulu altént reyna að gera sitt besta. Vera pínulítið gagnrýnir á eigið handbragð. Leggja það svo fyrir alþjóð. Ég hlusta mikið á tónlist. Alls kon- ar tónlist og tel mig vera ágætlega færan um að greina á milli góðra og slæmra vinnubragða í þessum efn- um. Þannig er um fjölmarga aðra. Annars var ætlun mín að hæla Syk- urmolunum í þessum bréfstúfi mín- um. En eftir að ég las viðtalið við söngkonu hljómsveitarinnar í blaða- grein nýverið brást mér kjarkurinn og segi einungis: Sykurmolarnir eru nokkuð góðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.