Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. 33 Iþróttir narki. Andri tók boltann á brjóstið og sendi DV-myndir EJ efstur besta til að gera gestum dvölina á mótstaðnum sem skemmtilegasta. Settu þeir upp útimarkað og seldu ýmislegt skemmtilegt Þá var Hall- veig Thorlacíus með brúöusýningu fyrir 'mgstu börnin sem kunnu svo sannariega aö meta leikinn. Skátar á Bíldudal létu ekki sitt efl- ir liggja. Þeir höfðu komiö upp leik- svæöi með ýmiss konar leiktækjum, svo sem minigolfl og þrautum. Svæði skátanna var geysivinsælt af yngri ky slóöinni sem var utangátta við iþróttirnar. í alla staða héld ég að þetta mót hafi fariö vel fram í góðu veðri, en veörið hefur allt aö segja á svona útimótum. Guðmundur með tilboð frá Genk „Mjög spenntur fyrir tilboði félagsins,u segir Guðmundur Torfason Kristján Bemburg, DV, Belgíu Belgíska félagiö Racing Genk hefur nú boðið Guömundi Torfa- syni nýjan samning við félagið. Guðmundur hefúr æft með félag- inu síöustu vikurnar og nú síðast í æfingabúöum í Þýskalandi. Hann hefur átt í viðræðum við 2. deildar félög í Þýskalandi og stefndi, allt í aö hann mundi skipta um félag. Nú viröist hins vegar liklegt að hann veröi áfram hjá belgíska félaginu. Skýrist um helgina „Það er rétt aö Genk hefur gert mér gott tilboð um aö leika með félaginu. Liðið er búiö aö fá marga sterka leikmenn til sín og forráðamenn félagsins hafa sett stefnuna mjög hátt á komandi keppnistímabili,“ sagöi Guð- mundur í gærdag. „Þeir vilja gera tveggja til þriggja ára samning viö mig en ég vil helst ekki gera nema eins árs samning. Ég er mjög spenntur fyrir tilboöi félagsins og eins og staöan er núna er líklegt að ég spih meö félaginu á næsta tíma- bili. Annars býst við aö taka end- anlega ákvörðun nú um helg- ina,“ sagði Guðmundur enn fremur. Víkingar skutu sér leið í undanúrslit bikarsins: Víkingur rauf sigurgöngu FH Víkingar komust í undanúrslit mjólkurbikarsins í gærkvöldi þegar þeir sigruöu FH-inga með tveimur mörkum gegn engu á Kaplakrika- velli í Hafnarfirði. Það má segja að Víkingar hafi nýtt færi sín fullkom- lega í leiknum á sama tíma og algert lánleysi var yfir FH-ingum en þeir fengu mörg góð marktækifæri sem öll fóru forgörðum. FH sótti en Víkingur skoraði Það var augljós taugaspenna hjá báðum liöum á fyrstu mínútum leiksins enda mikið í húfi. Víkingar voru fyrri til aö átta sig í byijun og áttu hættulega sókn strax á 8. mín- útu en FH-ingar náðu að bjarga á línu skoti frá Atla Einarssyni. Þegar hálf- tími var liðinn af leiknum náöu Vík- ingar forystunni þagar Andri Mar- teinsson skoraði laglegt mark. Andri fékk boltann frá hægri, lagði hann vel fyrir sig og þrumaði honum neöst í bláhornið á marki FH. Hafnfirðingar vöknuðu loks til lífs- ins eftir markið og fengu sannkallað Landsliðið tii Möltu Knattspyrnusamband íslands hef- ur þegið boö frá knattspyrnusam- bandi Möltu um 8 daga æfingabúðir fyrir A-landsliðið þar á landi í febrú- ar á næsta ári. Á Möltu mun landsliðið taka þátt í 4 landa alþjóðamóti sem fram fer dagana 8. til 12. febrúar 1989. Landshð Tékkóslóvakíu, Möltu og íslands ásamt annað hvort Alsír eða Túnis munu taka þátt í mótinu. Aðstaða til æfinga er hin ákjósari- legasta og kemur á besta tíma fyrir landsliðið sem er þá að hefja undir- búning fyrir leiki í heimsmeistara- keppni næsta árs. -RR dauðafæri stuttu síðar. Eftir horn- spyrnu fékk Ólafur Kristjánsson boltann tveim metrum frá línu en skaut í slána á marki Víkings. Rétt fyrir leikhlé komst Jón Erling Ragn- arsson einn inn fyrir vörn Víkinga eftir fallega sókn en Guðmundur Hreiðarsson varði meistaralega með fætinum. Hrikaleg mistök Halldórs FH-ingar hófu seinni hálfleik með látum og sóttu grimmt en allt kom fyrir ekki. Vörn Víkinga var sterk og Guðmundur Hreiðarsson mark- vörður lokaði öllum leiðum að mark- inu. Pálmi Jónsson komst í mjög gott færi um miðjan síðari hálfleik- inn en Guðmundur varði laust skot hans. En þegar jöfnunarmark FH virtist liggja í loftinu skoruðu Vík- ingar sitt annað mark. Markið skrif- ast á reikning Hahdórs markvarðar sem gerði hreint hrikaleg mistök. Löng stungusending kom inn fyrir vörn FH og stefndi boltinn aftur á Hahdór sem beið í rólegheitum í víta- teignum. Atli Einarsson skaust sem elding fram og potaði framhjá Hall- dóri og sendi boltann síðan í tómt markið. Úrslitin voru þar með ráðin og örvæntingarfullar sóknir FH-inga síðustu mínúturnar höfðu ekkert að segja. Víkingar fógnuðu sínum öðr- um sigri á útivelli í bikarkeppninni um leið og FH-inga máttu bíða sinn fyrsta ósigur á árinu. Guðmundur Hreiðarsson var Vík- ingum sannarlega betri en enginn í markinu og varði oft á tíðum frábær- lega. Á miðjunni var Andri Marteins- son sterkur og þeir Ath Helgason og Stefán Halldórsson voru mjög traust- ir í vörninni. Þá var Atli Einarsson skæður í framlínunni. FH-ingar gerðu flest annað í leikn- urn en að skora. Liðið lék míög vel úti á vellinum og miðjan var sterk en allt fór í vaskinn þegar að vítateig Víkinga kom. Framherjar hðsins áttu óvenju dapran dag eftir mikla velgengni í undanfórnum leikjum. -RR Víkingar komnir í undanúrslit: Grfurlega ánægður - sagði Júrí Sedov, þjálfari Víkings Ég er gífurlega ánægður með að komast í undanúrslit bikar- keppninnar," sagði Júrí Sedov, þjálfari Víkings, í gærkvöidi. • „FH-hðið lék vissulega vel í kvöld en það skorti heppni. Leik- menn hösins gerðu sjálfsagt ráð fyrir að við yrðum auðveldari viðfangs. Leikmenn Víkings gera sér nú grein fyrir að þeir þurfa að berjast frá upphafi til að vinna sigur og það er gott til þess að vita. Hvað framhaldið í bikarkeppninni varðar þá eru öll liðin sterk sem eftir eru og því gildir einu hveijir mótherjar okkar veröa," sagði Sedov. - Nú vildu margir meina að Guðmundur Hreiðarsson hefði ver- ið sá hjahi sem FH-ingar komust ekki yfir... „Guðmundur Hreiðarsson er vissúlega frábær markvörður og ég er ánægður með að hafa hann í mínu liði,“ sagöi Sedov. -JÖG Frétta- stúfar Ðruce í landsliðið Alex Fergusson, framkvæmda- stjóri Manchester United, er á því að Steve Bruce, miðjumaöurinn snjahi þjá United, eigi -heima i enska landsliðinu. Ferguson tel- ur það verða mikil mistök ef Bobby Robson velur hann ekki i landsliðið fyrir undankeppni HM. ,3ruce heftir aha þá hæfi- leika sem góður miðjumaður þarftiast. Hann er gífurlega út- sjónarsamur leikmaður og feiknalegur baráttujæd,'* segir Fergiison um Bruce sem hann keypti frá Norwich í fyrra. Enn kaupir Souness Graeme Souness, hinn kaupóði framkvæmdastjóri Rangers í Skotlandi, virðist aldrei ætla að fá nóg. Eftir að hafa snarað út milljón pundum fyrir enska landsliðsbakvörðinn Gary Ste- vens frá Everton er Souness emi á höttimum eftir nýjum leik- mönnum. Á dögunum keypti Souness Kevin Drinkell, fram- heija Norwich. Kaupverðið hefur enn ekki verið látið uppi. Viila kaupir Aston Viha, sem endurheimti sæti sitt í 1. dehdinni í Englandi. hefur fengið þrjá nýja leikmenn fyrir keppnistimabihð. Fram- kvæmdastjóri hðsins, Graham Taylor, hefur eytt 850 þúsund pundum í að kaupa þá Derek Mounthfield ftá Everton, Gordon Gowans frá Bari á Ítalíu og Chris Price frá Blackburn. Taylor hefur hins vegar sett Warren Aspinall, aðalmarkaskorara liðsins frá þvi í fyrra, á söluhsta. Líkegt er að Aspinall, sem metinn er á 150 þúsund pund, fari annaðhvort til nágrannahðsins West Bromwich Albion eða Ipswich Rideout til Southampton Enski landshösmaðurinn Paul Rideout, sem leikið hetúr með Gordon Gowans hjá ítalska hðinu Bari, er einnig á heimleið til Eng- lands. Southampton hefur nú keypt kappann á 350 þúsund pund en Rideout lék áöur með Aston Viha. Hann hefur hins veg- ar ekki náð sér mjög vel á strik á Ítalíu frekar en margir aðrír og hyggst nú reyna aftur fyrir sér í enska boltanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.