Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. Utlönd Kom á óvart með skemmtilegri ræðu Ólafur Amaison, DV, New York Sá merkilegi atburöur átti sér staö í gær á lokakvöldi flokksþings Demó- krataflokksins aö Michael Dukakis hélt skemmtilega og áhrifamikla ræöu er hann tók formlega viö út- nefningu flokksins fyrir forsetakosn- ingamar í haust. Dukakis hefur hingaö til ekki veriö þekktur sem ræöusnillingur, ræöur hans hafa þótt þurrar, leiðinlegar og illa fluttar. Þaö má því segja að hann hafi dugað þegar mest á reyndi því að allar stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna sýndu ræöu hans beint. Það var Olympia Dukakis, óskars- verðlaunahafi og frænka forseta- frambjóöandans, sem kynnti frænda sinn í gærkvöldi. í byijun ræöu sinnar minntist Michael Dukakis á þaö atvik er Olympia hampaöi óskarsverðlaunastyttunni í vor í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti frænda sinn. Eftir það gripu þingfulltrúar reglulega inn í ræöu fylkisstjórans frá Massachusetts og hrópuðu: „Áfram Mike!“ fyrir utan þaö er hrópaö var: „Hvar var George?“ Sá George, sem átt var við, er aö sjálfsögöu George Bush en á þinginu hefur veriö ráðist mjög harkalega aö honum og gert lítið úr hlutverki hans í embætti varafor- seta. Dukakis minntist á Reagan forseta í ræðu sinni og hrósaði honum. Sagöi Michael Dukakis, forsetaefni Demókrataflokksins, ásamt Lloyd Bentsen sem í gærkvöldi. hann Reagan hafa lagt grunninn aö afvopnun meö samningum sínum viö Gorbatsjov. Mjög óvenjulegt er aö forsetaframbjóðandi hrósi þeim manni sem situr á forsetastóh ef sá er í andstæðum flokki. Michael Dukakis boöaöi betri tíð meö blóm í haga. Hann sagðist ætla aö flölga störfum í Bandaríkjunum, bæta menntakerfiö og heilbrigðis- kerfið, tryggja hús handa heimilis- lausum og halda uppi sterkum vörn- um. Hann lagöi mikla áherslu á vamarmál og sagðist mundu sjá til Leitinni að varaforsetaefni Demókrataflokksins er nú loksins lokið, skrifar skopteiknarinn Lurie með þessari mynd sinni. þess aö herafli Bandaríkjanna yröi áfram sterkur og fengi vopn sem verkuðu. í raun hefur Dukakis hins vegar lýst sig andvígan öllum helstu vopnakerfum sem Bandaríkjamenn hyggjast taka í notkun á næstu árum. Hann sagðist ætla aö heyja alvöru- stríð á hendur eiturlyfjum og aö hann myndi ekki eiga nein samskipti viö haröstjóra í Panama meö verslun eiturlyíja. Hann segist enn fremur ætla aö hreinsa til í dómsmálaráöu- neyti Bandaríkjanna og skera upp herör gegn glæpum. Ræöa Dukakis var mjög almenn. Hann minntist á flest þaö sem demó- kratar hyggjast leggja áherslu á í þessari kosningabaráttu. Nokkur góð orð lét hann falla í garö Jesse Jacksons en talaði þó mun meira um tólf ára gamla dóttur Jesse sem sæk- ir skóla í Massachusetts og heimsótti Dukakis á skrifstofu hans fyrir mán- uöi. í lok ræöu sinnar vitnaöi Dukakis í grískan sið og hét bandarísku þjóð- inni að hann myndi ekki valda henni smán með óheilindum eöa kjark- leysi. Hann endaöi ræöu sína á því aö segjast eiga þann draum að eftir íjögur ár muni bandaríska þjóðin geta borið virðingu fyrir Hvíta hús- inu og bandarísku ríkisstjórninni. Hinn nýi ræðustíll Dukakis viröist var útnefndur varaforsetaefni flokksins Símamynd Reuter sniöinn eftir ræðustíl Jesse Jack- sons. Hann notar mikiö rím og stíllinn er að vissu leyti ljóðrænn. Raunar er Dukakis ekki einn um aö hafa apað þennan stíl eftir Jackson því flestir leiötogar flokksins, sem talaö hafa á þessu flokksþingi, hafa tekið upp þennan stíl. Þaö má því segja að Jackson sé orðinn mjög áhrifamikill í flokknum. Dukakis sagðist í gær ætla að gera allt betra en það hefur veriö í Banda- ríkjunum hingaö til. Hann skýrði ekki hvaöan peningar ættu aö koma til að kosta þá hluti sem hann ætlar aö framkvæma. Að lokinni ræöu Dukakis komu helstu foringjar Demókrataflokksins upp á sviö og fógnuöu meö forseta- frambjóðanda sínum. Það vakti at- hygh aö fremst stóöu Michael Duk- akis, kona hans Kitty, Jacqueline kona Jesse Jacksons, Jesse Jackson sjálfur og síðan Bentsenhjónin í þess- ari röð. Repúlikanar hafa hent aö því gaman aö í raun séu þrír menn í framboði fyrir Demókrataflokkinn að þessu sinni, þeir Dukakis, Bentsen og Jackson. Eftir upprööunina á sviöinu í gærkvöldi munu þeir ör- ugglega leggja enn frekari áherslu á þaö að Jackson gegni veigamiklu hlutverki í sambandi viö forseta- framboð Michaels Dukakis. j Þá eru „GASKOL" stórkostleg nýjung fyrir Þig- „GASKOLIN" gefa grillkolakeiminn sem þú hefur saknað. Þú setur þau í staðinn fyrir gömlu hraun- molana og nýtur „gamla góða grillbragðs- ins". Ath.! Ef þú átt ekki gasgrill skaltu athuga að „gaskol" og kútur fylgja öllum CHAR- BROIL grillunum. Þau fást að sjálfsögðu hjá okkur. Verð frá 12.900,- Char-Broil. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - sími 69-16-00 Bílasala Matthíasar v/Miklatorg sími 24540 Opið 9-22 virka daga laugard. 9-18 sunnud. 13-18 Dodge Van, árg. ’79, original, með gluggum og sætum. Gott verð. Chevy Van, árg. ’77, 8 cyl., sjálfsk., innréttaður með eldavél og fleira. Verð 395 þús. Citroen húsbill, svefnpláss fyrir 6, eldavél, rennandi vatn og fleira. Mazda 626 2000, árg. '86, ekinn 56 þús., sjálfskiptur. Verð 570 þús. Mazda 323 1300, árg. ’87, ekinn aðeins 2800 km, 5 gira, hvítur. Verö aðeins 485 þús. Bein sala. Subaru 1800 st. 4x4 ’85, ekinn 60 þús. Verð 550 þús. Camaro Z-28 árg. '79, 8 cyl., sjálf- skiptur. Bíll með öllu. Ford Escort XR3i, árg. '83, ekinn 69 þús. Verð 380 þús. Fæst allur á skuldabréfum. Mercedes Benz 190 E, árg. ’87, sjálf- skiptur, sóliúga. Verð 1.490 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.