Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1988, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1988. Jarðarfarir Páll Axelsson lést 15. júlí sl. Hann fæddist 29. júní 1922, sonur Margrét- ar Karlsdóttur og Axels Vilhelms- sonar. Páll starfaði lengst af við akst- ur hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Eftirlifandi eiginkona Páls er Sigríð- ur Halldórsdóttir frá Fögrubrekku og eignuðust þau þrjú börn. Útfor Páls verður gerð frá Fíladelfíukirkj- unni, Hátúni 2, í dag kl. 13.30. Andlát Sigurbjörg Vigdís Guðbrandsdóttir, Hringbraut 42, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 21. júlí. Tapað fundið Jakki og taska tapaðist Laugardaginn 2. júlí sl. tapaðist bleikur jakki og brún taska fyrir utan Casa- blanca. I töskunni voru myndir og filmur sem eru eigandanum mjög mikilvægar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 72942. Tilkynningar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 23. júlí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12, kl. 10. Markmið göngunnar er: sam- vera, súrefni, hreyfmg. Nýlagaö mola- kaffi. AUir velkorrmir. Eirikur Gíslason, Samtúni, Stöðvar- firði, verður jarðsunginn frá Stöðv- arkirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14. Elín Hallgrímsdóttir frá Grímsstöð- um, Mýrasýslu, Álíhólsvegi 12, Kópavogi, sem andaðist sunnudag- inn 17. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.30. Stefanía Lilja Valdimarsdóttir, er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 10. júlí sl. var jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. júlí. Athöfnin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Minningarathöfn um Eystein Guð- jónsson, Steinum, Djúpavogi, verður í Djúpavogskirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14. Skúli Jónsson lést 14. júlí sl. Hann fæddist í Reykjavík 24. september árið 1919. Foreldrar hans voru þau Jón Jónsson og Sólveig Ólafsdóttir. Skúli var togarasjómaður í Reykja- vík áður en hann hóf búskap að Hró- arslæk. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingigerður Oddsdóttir. Þau hjónin eignuðust fimm börn saman. Áður hafði Skúli eignast son sem nú er látinn. Útför Skúla veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Nesrallið hefst í dag Ámi E. Albertsson, DV, Ólafsvflc Nesrallið, sem Hótel Nes í Ólafsvík stendur fyrir, hefst í dag kl. 17. Þátt- taka ágæt enda er þetta ein þekkt- asta og vinsælasta rallkeppni sem háð er hér á landi. Skráðir bílar eru 18 og meðai keppenda eru allir helstu rallkappar landsins. Landsbankinn: Framkvæmdastjóri fjármálasviðs ráðinn Ólafur Öm Ingólfsson, hagfræð- ingur hjá Landsbanka íslands, hefur veriö ráðinn framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Landsbankans og tekur því við stöðu Tryggva Pálssonar en sem kunnugt er var Tryggvi ráðinn bankastjóri Verslunarbanka íslands fyrr á þessi ári. Ólafur hefur verið í íhlaupastarfi framkvæmdastjóra frá því Tryggvi lét af störfum en mun taka formlega við starfinu 15. ágúst nk. Ólafur Örn hóf störf hjá Landsbanka íslands í febrúar árið 1980 og byrjaði þar í hagfræði og áætlunardeild en hefur gegnt forstöðu í hagfræðideild bank- ans frá 1985. Ólafur útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands árið 1976 og fór síðan í framhaldsnám í þjóðhagfræöi við háskólann í Upp- sölum í Svíþjóð frá 1976 til 1980. -GKr Krafla: Enn ris og skjálftar C3yffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er allt við það sama, landris og skjálftar," sagði Ármann Péturs- son á skjálftavaktinni í Mývatnssveit við DV í morgun. Ármann sagði aö þó virtist sem aðeins hefði dregið úr skjálftavirkn- inni. Skjálftamir, sem hafa komið síðasta sólarhring, em þess eðlis að þeir finnast ekki nema á mælum, en þeir stærstu þeirra em um 2 stig. Fréttir Séð yfir brúna yfir ölfusárósa vestan megin frá. Verið er að fylla að brúnni þeim megin. Vegurinn frá Þorláks- höfn verður tilbúinn 1. september og brúin opnuð stuttu síðar. DV-mynd GVA Bruin yfir Ölfusárósa: Nær allri vinnu lokið Nær allri vinnu við brúna yfir Ölf- usárósa er lokið. Er aðeins minni- háttar frágangsvinna eftir í brúnni sjálfri og verið er að fylla að henni vestan megin. Unnið er að gerð vegar meðfram ströndinni frá Þorlákshöfn og er gert ráð fyrir að klæðning hafi verið sett á hann 1. september næst- komandi. Vegurinn að brúnni Eyrar- bakkamegin er tilbúinn. „Brúin veröur opnuð í byrjun sept- ember. Smíði hennar hefur gengið mjög vel og allar tímaáætlanir stað- ist. Verktakinn átti að skila af sér 1. ágúst og stóðst það. Síðan var fyll- ingu og grjótvörn bætt við verkið og lýkur þeim þáttum fyrst í september. Hafa SH verktakar frá Hafnarfirði haft verkið meö höndum en jarð- vinna veriö í höndum Sveinbjörns Runólfssonar," sagði Pétur Ingólfs- son í samtali við DV. Sagði hann aðspurður að ekki væri svo hvasst þama þrátt fyrir skjól- leysið. Á góðum degi væri útsýnið stórfenglegt. Hafi heimamenn sýnt verkinu mikinn áhuga þar sem nú mætti ganga milli Eyrarbakka- hrepps og Ölfusárhepps við ósa Ölf- usár. Styttist leiðin mill hreppanna þar með um 40 kílómetra. Ölfusárbrúin er 375 metra löng meö 8 höfum. Fóru um 3000 rúmmetrar af steypu í hana sem þykir ekki mik- ið miðað við umfangið, eða sem nem- ur um 15-20 einbýlishúsum. -hlh - sjá einnig bls. 6 Jóhann L. Jónasson, yfiriæknir á Landakoti: Einkum rekstrarkostnaður „Mér finnst það dálítið einkenni- legt að greiðslur til mín skuli vera svo stór þáttur í skýrslu endurskoð- unar. Aðalatriðið í þessu máli er hallarekstur spítalans. Ég tel aö með samningum milli spítalans, mín og Tryggingastofnunar spari spítalinn sér umtalsverðar fjárhæðir. Af um- fjöllun fjölmiðla að dæma mætti hins vegar ætia að greiðslumar til mín væru aðalvaldurinn að hallarekstr- inurn," sagði Jóhann L. Jónasson, yfirlæknir á rannsóknarstofu Landakots. Eins og fram kom í DV í gær hefur Jóhann 1,4 milljónir í laun frá spítal- anum en fær auk þess 16,4 milljónir frá Tryggingastofnun vegna rann- sóknargjalda samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Jóhann dró seinni töluna í efa í samtali við DV og taldi hana vera nær 14 til 15 millj- ónum. „Hér er um algengan misskilning að ræða því ruglað er saman greiðslu fyrir ákveðið verk og launum. Greiðslurnar frá Tryggingastofnun eru greiðslur fyrir rannsóknarstörf. Af þeim greiðslum þarf ég síðan að greiða kostnað. Ég held að laun mín hafi verið um 4 milljónir á árinu 1987 og þá eru launin frá Landakotsspít- ala þar meðtalin." Jóhann sagöi aö kostnaðurinn, sem hann greiddi, færi í rekstur tveggja rannsóknarstofa sem hann ræki í tengslum við læknastofur á Marar- götu og í Glæsibæ. Samkvæmt samn- ingi fengi spítalinn 74 prósent og 26 prósent af öllum rannsóknargjöldum án tillits til þess hvort rannsóknar- beiðnir kæmu inn í gegnum spítal- ann eða rannsóknarstofur Jóhanns. Jóhann sagði sjálfsagt hægt að gagn- rýna hversu samtvinnað þetta væri. En þegar litiö væri á þetta frá hags- munum spítalans hefði þetta kerfi tvímælalaust sparað spítalanum fé. -gse Úrbótatillögur salmonellunefndarinnar: Aukin fræðsla, meira eftirlit og markvissari vinnubrögð „Það hefur hvorki fengist fjár- magn né fullnægjandi rannsókna- aðstaða. En það er búið að draga fram það sem þarf aö gera. Hins vegar þurfa svona breytingar sinn aðdraganda og aðlögunartíma, einkum þaö sem snýr að framleið- endum. Þessi starfshópur var skip- aður til að fullvinna þessar tillögur og fylgja þeim eftir,“ sagði Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra um úrbótatillögur salmon- ellunefndarinnar svokölluðu. Nefndin kemur með ýmsar úr- bótatillögur í skýrslu sinni og ráð- herra hefur skipað starfshóp til að vinna úr tillögunum. í skýrslu sinni leggur nefndin til að aukin verði sérfræðiaöstoð á vegum dýralæknisembættisins við hér- aðsdýralækna og í þeim tilgangi verði heimiluð staða dýralæknis alifuglasjúkdóma. Lagt er til að útungun og eldi alifugla verði að- skilið og settar verði reglur um framkvæmd alifuglaeldis og sýkla- rannsóknir. Nefndin vill að dýra- læknum verði gert að koma dag- lega til eftirlits meðan slátrun og pökkun alifugla stendur yfir og sýnataka fari fram markvisst og reglulega. Nefndin leggur til aö starfi hér- aðsdýralækna verði breytt á þá lund aö þeir starfi meira sem emb- ættismenn en almennar dýralækn- ingar verði í höndum annarra dýralækna. Jafnframt vill nefndin að Búnaðarfélag íslands ráði þegar í stööu alifuglaráðunautar. Markvissari vinnubrögð Hollustuverndar Nefndin telur að efla þurfi sýna- töku úr alifuglum og að hún sé markviss og rannsóknir gefi áreið- anlegar upplýsingar um salmonell- umengun í alifuglum. Telur nefnd- in að tryggja þurfi að ákvarðanir Hollustuverndar gangi hraðar fyrir sig og nái til landsins alls þegar matareitranir komi upp. Nefndin vill reglubundnar heil- brigðisskoðanir starfsfólks í mat- vælaiðnaði og að gerðar verði auknar þekkingarkröfur til þeirra sem framleiða, dreifa og selja mat- vörur og aðrar mikilvægar neyslu- vörur. Er lagt til aö menntamála- ráðuneytið skipuleggi fræðslu í heimilisfræðum í grunnskólum þar sem lögð veröi áhersla á mat- væli og matvælaframleiðslu og ráð- inn verði fræðslufulltrúi við Holl- ustuvernd sem annist leiðbeining- ar og fræðslu fyrir almenning og þá sem starfa í matvælaiðnaði. Að lokum leggur nefndin til að skipuð verði sérstök nefnd, sem í eigi sæti fulltrúar Hollustuvernd- ar, landlæknis og yfirdýralæknis, og Hollustuvernd geti kallað saman þegar hætta sé á víðtækum matar- eitrunum. Veröi nefndinni falið að annast samræmdar aðgerðir til að hefta útbreiðslu matareitrana. JFJ - sjá viðbrögð bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.