Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. 5 ____________________Fréttir FJórða heim- sókn Ólafs Noregskonungs Ólafur 5. Noregskonungur lenti á Reykjavíkurflugvelli á mínútunni ellefu í gfer eins og áætlaö hafði ver- iö. Þar með hófst þriðja heimsókn Ólafs konungs til Islands en áður hafði hann heimsótt landið árin 1961 og 1974 en einnig kom Ólafur hingað sem krónprins árið 1947 og afhjúpaði þá meðal annars styttu af Snorra Sturlusyni í Reykholti. Þegar flugvélin var lent staðnæmd- ist hún fyrir framan rauðan dregil og Ólafur Noregskonungur sté á ís- lenska grundu og heilsaöi forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Því næst voru þjóösöngvar landanna leiknir af Lúðrasveit Reykjavíkur og að því búnu, eftir að hafa heilsað öðrum í móttökusveitinni, sté Ólafur upp í forsetabifreiðina og ók aö Hótel Sögu þar sem hann dvelst meðan á heimsókninni stendur. Hádegisverð snæddi Ólafur á Bessastöðum hjá Vigdísi Finnboga- dóttur að Bessastöðum. Þar voru bornar fram kaldar ijúpubringur í forrétt en í aðalrétt var köld rauð- spretta með sjávarréttafyllingu. Eft- irrétturinn var blandaður og síðan var drukkið kafíi. Síðdegis, klukkan 16.00, tók kon- ungur á móti Norðmönnum búsett- um á íslandi. Um kvöldið snæddi Ólafur hátíðarkvöldverð í boði for- seta íslands að Bessastööum. -JFJ Eftir að forseti íslands haföi boðið Noregskonung velkominn voru þjóðsöngv- ar landanna leiknir. DV-mynd Brynjar Gauti NOTAÐIR BÍLAR Til sölu notaðar bifreiðar í eigu umboðsins AMC Eagle 4x4, árg. 1982, aðeins Dodge Aries, árg. 1987, sem nýr tveir eigendur frá upphafi. ytra og innra, ekinn aðeins 5000 km, aukadekkjagangur. Kvöldverður til heiðurs Noregskonungi: 60 gestir snæddu lamba- hiygg með lerkisveppasósu í gærkvöldi snæddi Ólafur fimmti Noregskonungur kvöldverð í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur, að Bessastöðum. Kvöld- verðurinn var sérstakur heiðurs- kvöldverður og bar gestum að vera í samkvæmisklæðnaði, þaö er að segja karlmenn mættu klæddir í smóking. Á matseðlinum í gærkvöldi var nautakjötsseyði með grænmetisten- ingum í forrétt og einnig laxabúðing- ur með blaðlaukssósu. I aðalrétt var lambahryggur með lerkisveppasósu en í eftirrétt drukku gestimir kaffi og snæddu smákökur. Gestimir vom tæplega 60, bæði úr fylgdarliði Ólafs, svo og innlendir forystumenn. Auk konungs mættu þar: Gunnerius Flakstad hirðmarskálk- ur, E. Amundsen hermálafuOtrúi, Per Aasen, sendiherra Noregs, og kona hans, Liv Aasen, Eystein Isaksen sendiráðsrit- ari og kona hans, Aud Isaksen, Willum Steen sendiráðinautur, Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra og kona hans, Ingi- björg Rafnar, Steingrímur Hermannsson utaiiríkisráðherra og kona hans, Guð- laug Edda Guðmundsdóttir, Birgir Ísleif- ur Gunnarsson menntamálaráðherra og kona hans, Sonja Bachmann, Matthías Á. Mathiesen, samstarfsráðherra Norð- urlanda, og kona hans, Sigrún Þ. Mathi- esen, frú Halldóra Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, Hans Andreas Djurhuus, sendiherra Danmerkur, og kona hans, Lise Djurhuus, Davíð Oddsson borgar- stjóri og kona hans, Ástríður Thorarens- en, Magnús L. Sveinsson, forseti borgar- stjómar, og kona hans, Hanna Karls- dóttir, Níels P. Sigurðsson, sendiherra í Noregi, og kona hans, Ólafía R. Sigurðs- son, Othar Ellingsen aðalræðismaður og kona hans, Sigríður Ellingsen, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, og kona hans, Eliasabet Kvaran, Guðmundur Benediktsson, ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu, og kona hans, Kristín Claessen, Sveinn Bjömsson prótókoUstjóri og kona hans, Sigrún Dungal, Böðvar Bragason lögreglustjóri og kona hans, Gígja Haraldsdóttir, Aðal- steinn Maack forstöðumaður og frú Jar- þrúður Maack, Knut Ödegaard, forstjóri Norræna hússins, og kona hans, Þorgerð- ur Ingólfsdóttir, Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri og koná hans, Guðrún Sig- urðardóttir, Hrafnhildur Schram Ust- fræðingur og maður hennar, Gunnar Gunnarsson, KomeUus Sigmundsson forsetaritari og kona hans, Inga Her- steinsdóttir, Vigdís Bjarnadóttir deildar- stjóri og maður hennar, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Vilborg G. Kristjáns- dóttir deildarstjóri og maður hennar, Hrafn Pálsson, Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og kona hans, Brynja Þórarinsdóttir, Per Landrö, formaður Nordmanslaget, og kona hans, Anna María Pálsdóttir, Oskar Vistdal, norskur sendikennari, Ólöf Bjamadóttir sendiherrafrú og Sigrún Ögmundsdóttir sendiherrafrú. it;> t ÆFINGASTÖÐIN EIMGIHJALLA 8, KÓPAVOGI. SÍMAR 46900, 46901 0G 46902. Toyota Corolla Twin Cam, árg. Range Rover, árg. 1976, lallegur, 1986, með állelgum, grjótgrind og lítiö ekinn bíll, aukadekk áfelgum. hágæðahljómflutningstækjum. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 Teygjubanda-aerobic sem gefur meiri og betri þjálf- un.. Kvöldtímar. Tveir kennarar í tíma, gefur meira aðhald og öryggi. Skógrækty Annar dagur heimsóknar Ólafs fimmta Noregskonungs hefst klukk- an tíu með því að konungur heldur að Skógræktarstöð ríkisins að Mó- gilsá í Kollafirði. Þar mun Sigurður Blöndal skógræktarstjóri ganga með konungi um stöðina og sýna honum starfsemina. Frá Mógilsá hggur leiðin til Þing- valla þar sem Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra og Ingibjörg Rafnar, eiginkona hans, taka á móti kon- ungi. Séra Heimir Steinsson, Þing- vallaprestur og þjóögarðsvörður, segir konungi frá Þingvöllum og •gerðum „feðranna frægu“ á þeim stað. í hádeginu halda forsætisráð- herrahjónin veislu til heiðurs Ólafi Noregskonungi að Hótel Valhöll. Þar verða bomar fram dýrindis krásir en í forrétt fá matargestir mariner- aða sjávarrétti í rjómasósu, borna fram í melónu. í aðalrétt verður glóð- aður Þingvahasilungur, veiddur af Þingvellir og Reykholt Jóhanni Jónssyni í Mjóanesi, en þetta verður borið fram með ristuð- um möndlum og drottningarsósu. Þessu verður síðan skolað niður með hvítvíni. í eftirrétt fær Ólafur rjóma- pönnukökur, fyhtar með blábeijum, og krækibeijalikjör. Guðjón Harðar- son, matreiðslumeistari á Hótel Val- höll á Þingvöhum, sagði að sér litist vel á að elda fyrir Noregskonung. „Ég er aUs ekkert stressaður að elda fyrir konung. Ég var hér í fyrra þeg- ar Svíakonungur kom og það má segja að ég sé að komast í þjálfun," sagði Guðjón. Frá Þingvöllum mun Ólafur fljúga með þyrlu tfl Reykholts í Borgaríirði þar sem Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra tekur á móti konungi. Ólafi verður þar gerð grein fyrir sö'gu staðarins og þeim fom- minjauppgreftri sem þar hefur farið fram í sumar. Forseti íslands mun síðan leggja homstein að Snorra- stofu sem þar er í byggingu og á að verða bókhlaða með aðstöðu til fræðiiðkanna. Frá Reykholti verður síðan flogið til Reykjavíkur. Engin dagskrá verður í kvöld. -JFJ DAG- 0G KVÖLDTÍMAR í einu besta og stærsta tækjasal landsins. Þú lendir sjaldan í biðröð eftir tækj- unum hjá okkur. Við höfum sérhæft okkur í þjálfun með tækjum og í leikfimi sem gefur árangur. Komdu á staðinn og kynntu þér að- stæður. Minnum á léttar og góðar æfingar í hádeginu. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR Í SÍNIUM 46900,46901 OG 46902, KL. 12-22 VIRKA DAGA, 11-18 LAUGARDAGA OG 13-16 SUNNUDAGA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.