Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. íþróttir Stúfar úr 1. deild 100. leikur Þorsteins Þorsteinn Þorsteinsson, varnar- maðurinn öflugi, hélt upp á sinn 100. ieik í 1. deildar keppninni með því að tryggja sér Islands- meistaratitilinn ásamt félögum sínum í Fram. Honum tókst þó ekki að skora i leiknum við KA frekar en í hinum 99 leikjum sín- um í deildinni! Tveir í 50 leiki Tveir leikmenn léku sinn 50. leik í 1. deild á laugardaginn, Mark Dufíield með ÍA og Gauti Laxdal með KA. Mark hefur dreift sínum leikjum á þijú félög, 17 með KA, 18 með Víði og 15 með ÍA, en Gauti hefur leikið 17 með Fram og 33 með KA. 100. sigur Þórs Sigur Þórsara á Völsungi var þeirra 100. í deildakeppninni frá upphafl. Þór hefur nú unnið 47 leiki í 1. deild, 44 í 2. deild og 9 í 3. deild. Þá gerði KR sitt 150. jafxi- tefli í 1. deild frá upphafi, gegn Leiftri á Ólafsfirði. Þrír nýliðar Þrír leikmenn hófu 1. deildar fer- il sinn á laugardaginn, léku þá í fyrsta skipti í deildinni. Það voru Ingólfur Gissurarson, KR, Þröst- ur Ástráðsson, ÍBK, og Skúli Hallgrímsson, Völsungi. Badmintonfélag Ísaíjarðar tap- aði sinum fyrstu stigum á sumr- inu í 4. deild á laugardaginn, gerði þá jafntefli, 1-1, við Skotfélag Reykjavíkur í úrslitakeppninni á ísafirði. Snorri Már Skúlason kom Skotfélaginu yfir en á síð- ustu mínútu leiksins jafnaði Guð- mundur Gíslason fyrir BÍ. BÍ mætir Hvergerðingum í Hveragerði í kvöld. Heimaliðið þarf að vinna með minnst fjórum mörkmn til að tryggja sér 3. deild- arsæti en það liðanna, sem verð- ur í öðru sæti, þarf að bíða eftir endanlegri niðurstöðu í 2. deild. Annaöhvort fer það beint upp í 3. deild eða þarf aukaleik við Leikni í Reykjavík um 3. deildar- sæti. • Kormákur vann Austra frá Eskifirði, 2-0, á Hvammstanga með mörkum Ragnars Ingasonar og Bjarlia Gunnarssonar. Austri vann fyrri leik liðanna &-0 og leikur því til úrslita um sigurinn í 4. deild við BÍ eöa Hveragerði. • Einheiji innsiglaði sigur sinn í NA-riöli 3. deildar á laugar- dag með 4-2 sigri á Reyni frá Árskógsströnd. Viðar Siguijóns- son, Stefán Guðmundsson, Hall- grímur Guömundsson og Njáll Eiösson skoruðu fyrir Einheija en Grétar Karlsson og Kristján Ásmundsson fyrír Reyni. -M.J/VS Staöan Fram.......15 14 1 0 32-5 43 Valur......15 10 2 3 29-12 32 ÍA.........15 9 3 3 27-19 30 KR.........15 7 2 6 22-19 23 KA.........15 7 2 6 27-25 23 Þór........1S 5 5 5 20-22 20 ÍBK........15 3 5 7 16-26 14 Víkingur....l5 3 3 9 11-25 12 Leiftur..15 1 5 9 10-20 8 Völsungur.15 1 2 12 9-30 5 Markahæstir: GuðmundurSteinsson.Fram...11 Sigurjón Kristjánsson, Val...10 Aðalsteinn Víglundsson, ÍA.. 7 PéturOrmslev.Fram.............7 HalldórÁskelsson.Þór..........6 Þorvaldur Örlygsson, KA...'...6 JúlíusTryggvason.Þór..........6 DV kynnir íslensku ÓL-farana Nafn: Einar Þorvarðarson Aldur: 31 árs Hæð: 1,93 m Þyngd: 95 kg Félag: Valur Við gerum okkar besta „Það er toppur fyrir hvern ein- asta íþróttamann að fá að keppa fyrir hönd þjóöar sinnar á ólympíuleikum. Þetta er mikil upplifun en þetta er í annað skiptið sem ég keppi á ólympíu- leikum. Ég varði einnig ís- lenska markið í handknattleik- skeppninni á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Þar náði ís- lenska liðið frábærum árangri með því að ná sjötta sætinu," sagöi Einar Þorvaröarson, landliðsmarkmaður í hand- knattleik, í samtali við DV. Einar fær það erfiða verkefni að verja íslenska markið á ólympíuleikunum í Seoul en ekki er nema hálfur mánuður þangað til handknattleik- skeppnin hefst. Einar á að baki 195 landsleiki og er meðal leikjahæstu markvarða í heim- inum í dag. Einar hefur sýnt það og sannað á ferli sínum að á góðum degi sýnir hann mark- vörslu á heimsmælikvarða. Er vonandi að Einar verði sem oft- ast í þannig stuði þegar stóra stundin rennur upp á ólympíu- leikunum. „Undirbúningurinn fyrir ólympíuleikana hefur verið geysilega spennandi en að sama skapi mjög erfiður. En ég hefði samt ekki viljað missa af þessu einstaka tækifæri. Það er alveg ljóst að allir hlutir veröa að ganga upp svo að við náum þeim árangri sem nánast er krafist af okkur. Ég er hæfilega bjartsýnn. Það þarf lítið að bera út af til að allt hrynji eins og spilaborg. Ef við náum hins vegar okkar rétta takti ætti allt að geta gengið upp,“ sagði Einar Þorvarðarson. „Við komum vel undirbúnir til keppninnar en það gera reyndar hinar þjóðirnar einnig. Ég vil samt meina að við stönd- um jafnfætis sterkustu þjóðun- um. Þetta er aðeins spurning um dagsformiö hverju sinni. Eins og ég sagði áðan hefur undirbúningurinn verið erfið- ur. Þetta hefur verið hrein vinna hjá öllum í liðinu í allt sumar. Það gefur því augaleið að þetta reynir ekki síður á andlegu hliðina en þá líkam- legu. Við munum gera okkar besta á leikunum. Ég tel að Rússar og Júgóslavar séu með sterk- ustu liðin í okkar riðli,“ sagði Einar Þorvarðarson. -JKS OL88 # Leikmenn Monaco, sem mæta Valsmönnum í Evrópukeppni meistaraliða i kns kvöid, gáfu ekkert eftir á æfingu liðsins í gær. Valur og Monaco leika í Evrópukeppni mc Leikurinn ge leggst vel i - segir Glenn Hoddle, ein skærasta stja „Eg hef einu sinni áður komið hingað til íslands. í fyrra skiptið lék ég með enska landsliðinu gegn íslendingum í leik sem endaði með jafntefli, 1-1. Leik- urinn í kvöld gegn Val leggst vel í mig og ég á von á góöum leik,“ sagöi enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle, ein skærasta stjarna franska liðsins Monaco, í samtali við DV í gærkvöldi en þá höíöu leikmenn nýlokið æfingu á Laugardalsvelli. í kvöld rennur stóra stundin upp er Valur leikur gegn frönsku meisturunum Monaco í Evrópu- keppni meistaraliða í knattspymu á Laugardalsvelli kl. 18.15. „Ég veit ekki mikiö um styrkleika Vals- liðsins, ég hef þó séö leik meö liðinu á myndbandi og verð að viðurkenna að styrkleiki hðsins kom mér á óvart. Ég hef aftur á móti fengið meiri spurnir af íslenska landsliöinu. Árangur þess á undanfornum árum hefur svo sannar- lega verið frábær. Á dögunum geröi svo liðið jafntefli við Sovétmenn sem undir- strikar enn frekar hvað íslendingar eru komnir langt í íþróttinni,“ sagði Glenn Hoddle. „Laugardalsvöllurinn er frekar lítill af knattspyrnuvelli að vera og ef eitt- hvað verður að veðri kemur það Vals- mönnum til góöa því þeir eru vanari aö leika undir þeim kringumstæðum. Samt er veðrið mun betra hér nú en þegar ég var hér á ferð fyrir nokkmm árum. Valsmenn koma til með að kynnast mun stærri leikvangi í Monaco í seinni leikn- um.“ „Við stefnum að sjálfsögðu að sigri á morgun. Við munum leika okkar knatt- spymu sem reyndist vel á síðasta keppn- istímabili þegar við tryggðum okkur franska meistaratitilinn," sagði Glenn Hoddle. Arsene Wenger „Leikurinn í kvöld verður án efa hörkuleikur. Ég veit aö hann verður okkur erfiður eftir að ég sá Valsliðið á myndbandi. Liðið kom mér mjög á óvart, þar eru leikmenn sem hafa yfir góöri tækni að ráða,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, í samtali við DV í gær. „Við komum hingað til lands með okk- ar sterkasta hö að undanskildum Mark Hateley sem á við meiðsli að stríða. Þau eru það alvarleg að hann getur ekki leik- ið með okkur næstu tvo mánuðina. Hann þarf að gangast undir uppskurð á næstu dögum. Við höfum átt erfitt uppdráttar í leikjum okkar á yfirstandandi keppnis- tímabili. Leikmenn liösins hafa ekki náö að sýna sitt rétta andlit og svo hafa meiðsli einnig sett strik í reikningin," sagði Wenger. „Völlurinn er lítill en það á ekki að koma að sök. Ásigkomulag hans er ann- ars gott. Ég þekki vel til íslensku knatt- spyrnumannanna sem leika víðs vegar um Evrópu. Best þekki ég þó til Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stuttgart og Arnórs Guðjohnsen hjá Anderlecht. Þar fara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.