Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. 33 LífsstOl Verðstöðvun: Verðgæslumenn eru í viðbragðsstöðu - DV athugar verðlagseftirlit í verðstöðvunarmánuði Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að alger verðstöðv- un er í gangi núna og stendur hún út september. Geysilegur viðbúnað- ur hefur verið hjá Verðlagsstofnun sem hefur fengið verkalýðsféíög í lið með sér. Þá hafa neytendasamtök að sjálfsögðu lagt lið í baráttunni við hið sírísandi verðlag sem hér hefur verið landlægt en á nú að gera til- raun til <að stöðva í september. Verðlagsstofnun hefur ráðiö átta nýja starfsmenn til sín og opnaö sér- stakan kvörtunarsíma, 91-622101. Þessi sími hefur varla þagnað enda er hann beinn tengill við bestu verð- lagseftirlitsmennina, neytendur sjálfa. Það er rétt að taka það fram að síminn er opinn frá kl. 8 til 17 alla virka daga vikunnar og er néytend- um bent á að hafa samband ef þeir hafa eitthvað við verð að athuga. Þá er auðvitað hægt að hringja í Verð- lagsstofnun, sími 91-27422, og koma kvörtunum á framfæri. „Rauðglóandi símalínur“ „Fyrsta daginn sem síminn var opinn þá sátum við þrjú allan daginn við að taka við ábendingum og reyndar var síminn rauðglóandi til klukkan níu um kvöldið. Síminn hef- ur varla þagnað síðan,“ sagði Stein- unn Friöriksdóttir sem vinnur við kvörtunarsímann hjá Verðlagsstofn- un. Steinunn sagði að hlutfallslega kæmi jafnmikiö af ábendingum utan af landi og úr Reykjavík. Kvartanir snúa sem gefur að skilja helst að hækkunum síðustu daga en oft kem- ur fyrir að margir hringi út af sama umkvörtunarefninu. Reynt er eð bregðast við kvörtunum með hraöa og senda út fólk til að athuga málið. Hefur Verðlagsstofnun um 30 manns til þeirra starfa. Þá sagði Steinunn að ætlunin væri að leigja sjálfvirkan símsvara þannig að hægt verði að hringja inn kvart- anir allan sólarhringinn. Landsbyggðin er dálítið vandamál vegna þess að miðstöð verðlagsmála er hér í Reykjavík en starfsmenn eru þó staðsettir á Eskifirði, ísafirði, Sauðárkróki og á Akureyri eru tveir menn, annar í hálfu starfi. Daglega fer starfsfólk Verðlags- stofnunar út til að fylgjast með verði. Hér má sjá Steinunni Friðriksdóttur að störfum. DV-mynd JAK Dagsbrúnarþáttur „Við höfum að sjálfsögöu fullan hug á að reyna að tryggja framgang þessarar verðstöðvunar enda er grunnurinn að því sem framundan er byggður á því að verðstöðvunin gangi,“ sagði Halldór Björnsson hjá Dagsbrún. Hann sagði að ekki hefði verið farið út í það að vera með sér- staka símaþjónustu hjá Dagsbrún eins og staðið hefði til í upphafi held- ur hefðu þeir vísað á símann hjá Verðlagsstofnun. Hann taldi þó ör- uggt að verkalýðsfélög um land allt myndu reyna að halda vöku sinni enda brýnna úti á landsbyggðinni fyrir verkalýðsfélögin að láta þessi mál til sín taka. Sést það vel í tengsl- um við verðkönnunarlista ASÍ. Átak ASÍ og Verðlagsstofnunar „Verðlagsstofnun óskaði eftir því við ASÍ og aðildarfélög þess að komiö verði á samvinnu um verðlagseftir- lit. Því er í undirbúningi hjá okkúr að senda út eyðublöð til allra verka- lýðsfélaga á landinu þar sem þau geta fyllt út vöruverð hjá sér. Það er síðan ætlunin aö gera aðra svona könnun síðar í september en þessari könnun er ætlað að tryggja að verð hækki ekki á þessum tiltekna tíma,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir hjá Al- þýðusambandi íslands. Þetta er mjög umfangsmikil verð- könnun sem verður komiö af stað með þessu móti og verður algerlega í höndum verkalýðsfélaga á hverjum stað fyrir sig. Á eyðublaðinu veröur staðlað form með nöfnum flestra al- gengustu matvörutegunda. Eins og áður segir sjá verkalýðsfélögin um að fylla þetta út og sjá því sjálf um framkvæmd málsins. Eyðublöðin ættu nú að vera farin að berast til verkalýösfélaga enda brýnt aö hefj- ast handa sem fyrst. Verðlagseftirlit á Fljótsdalshéraði „Við ætlum að fylgjast vel með því að verð breytist ekki hér fyrir aust- an. Verðlagsstofnun gerði verðkönn- un í sumar og aftur um miöjan ágúst um leið og veröstöðvunarumræðan var að fara af stað. Við getum byggt á þeim könnunum,“ sagði Oddrún Sigurðardóttir, formaður Neytenda- samtaka Fljótsdalshéraðs, þegar haft var samband við hana til að forvitn- ast um stöðu mála þar. Oddrún sagði að nú væri verið að skipuleggja starf félagsins til að geta fylgst meö verðlagi. Þó að öll vinna við það sé unnin í sjálíboðavinnu þá er ætlunin að fylgjast vandlega með verðhækkunum. „Við verðum alveg á fullu enda veitir ekki af. Það hefur ansi mikið verið hringt til okkar og bent á verðmun í verslunum." Þetta er eina neytendafélagið á Austíjörðum og því nær starfsemin yfir stórt svæði. Dalasýsla „Ég hef verið í verðkönnunum að undanfórnu og athugað þá verö á algengustu vörum,“ sagði Guðrún Þaó er mikið að gerast hjá Verðlagsstofnun þessa daganna. Hér má sjá þegar starfið framundan er skipulagt á morgunfundi meðal starfsmanna. Þó erilsamt sé höfðu starfsmenn tima til að líta upp. DV-mynd GVA Neytendur K. Pálmadóttir formaður Neytenda- félags Dalasýslu. Hún sagði aö kann- anir hennar beindust fyrst og fremst að tveim búðum, Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búöardal og Kaup- félagi Saurbæinga. „Það hafa vissulega komið upp spurningar sem ég hef orðið að kanna nánar hjá Verðlagsstofnun. Það lýtur að vörum sem voru keypt- ar inn á gömlu verði en hafa hækkað síðan. Verð þeirra hefur nú verið lækkað.“ Allt starf Guðrúnar er unnið í sjálf- boðavinnu og játaði hún að þetta tæki geysilegan tíma-. „Ég vonast þó til að fá aðstoð enda nauðsynlegt að fleiri komi til.“ Guðrún bætti þvi við að greinilegt væri aö fólk fylgdist vel með og mikið væri um það að fólk hringdi inn og gæfi ábendingar. Neytendastarf á Akureyri „Við höfum verið með verðkann- anir einu sinni til tvisvar í mánuði og munum halda því áfram á meðan á veröstöðvuninni stendur. Það er jafnvel hugsanlegt að þeim verði fjölgað," sagði Anna Soffía Þorsteins- dóttir, starfsmaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Hún er eini starfsmaður félagsins en hugsanlegt er að starfsmanni í hálfu starfi verði bætt við á meöan á veröstöövuninni stendur. „Við höfum fundið afskaplega sterk viðbrögð hjá fólki og til okkar hringir fólk mikið til aö tilkynna hækkanir. Það er þvi ekki hægt að segja annað en að fólk virðist vera mjög meðvitað. Við tökum á móti til- kynningum og komum þeim beint til V erðlagseftirhtsins. ‘ ‘ Neytendafélag- ið á Akureyri er kostað af verkalýðs- félögum á svæðinu. -SMJ |>u VI ABpO - aíTG Vinningstölurnar 3. sept. 1988 Heildarvinningsupphæð: kr. 4.189.572,- 1. vinningur var kr. 2.098.936,- og skiptist hann á milli 2 vinnings- hafa, kr. 1.049.468,- á mann. 2. vinningur var kr. 628.230,- og skiptist hann á 215 vinningshafa, kr. 2.922 á mann. Kvörtunarsími Verðlagsstofnunar: 91-622101 3. vinningur var kr. 1.462.406,- og skiptist á 6.043 vinningshafa sem fá 242,- krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá Að aðlaga sig markaðnum: Ora lækkar verð á maí s Oramaís hefur lækkað í veröi og einnig greint frá ódýrari innflutt- frá framleiöanda og er gleðilegt til það verulega. Meðalverð á Oramaís um maís. þess að vita að innlendur framleið- er nú kr. 69,75. andi skuli reyna aö keppa við verö í DV-könnun frá því í júlímánuði Veröið hefur lækkað í öllum á innfluttri vöru. síðastliönum reyndist Oramals verslunum sem könnunin náöi til. -PLP kosta kr. 102 að meöaltali. Þar var Hér er því greinilega verðlækkun mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.