Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Síða 8
8-
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988.
WJRARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
RARIK 88012. Ræsting á skrifstofuhúsnæði á Lauga-
vegi 118.
Opnunardagur: Þriðjudagur 27. september 1988 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuó á sama stað aó viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
mánudeginum 12 sept. 1988 og kosta kr. 300 hvert
eintak.
♦
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 Reykjavík
AUGLÝSING
um endurgreiðslu söluskatts af
ábyrgðartryggingu ökutækja í eigu fatlaðra
Samkvæmt heimild í lögum um söluskatt hefur ráðu-
neytið gefið út reglugerð um endurgreiðslu sölu-
skatts af iðgjöldum ábyrgðartryggingar bifreiða í eigu
fatlaðra.
Rétt til endurgreiðslu eiga þessir:
1. Örorkulífeyrisþegar (75% örorkumat eða meira).
2. Örorkustyrkþegar lífeyristrygginga og slysatrygg-
inga (50-74% örorkumat).
3. Foreldrar barna sem njóta barnaörorkustyrkja
samkvæmt lögum.
4. Foreldrar barna sem njóta greiðslna samkvæmt
lögum um málefni fatlaðra.
Umsóknir um endurgreiðslu skulu skráðar á eyðu-
blöð sem Tryggingastofnun ríkisins lætur í té. Með
umsókn skulu fylgja kvittanir tryggingarfélags fyrir
greiðslu iðgjalds ábyrgðartryggingar.
Nánari upplýsingar og eintak reglugerðar má fá hjá
Tryggingastofnun ríkisins og umboðum hennar.
Reykjavík, 6. september 1988.
Fjármálaráðuneytið
ni RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
STARFSFÓLK ÓSKAST
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða starfsmenn
í eftirtalin störf:
Loftlínulagnir/götuljós. Óskað er eftir rafvirkjum eða
línumönnum.
Gagnavinnsla. Óskað er eftir starfsmanni með reynslu
við tölvuvinnslu.
Bókhald. Óskað er eftir starfsmanni í bókhald með
bókhaldsþekkingu.
Aðstoðargjaldkeri. Óskað er eftir starfsmanni með
reynslu i skrifstofustörfum. •
Birgðavörður. Óskað er eftir starfsmanni með raf-
virkjamenntun.
Rafmagnseftirlit. Krafist er menntunar rafiðnfræð-
inga.
Rafmagnsveita Reykjavíkur býður upp á gott starfs-
umhverfi í tæknivæddu fyrirtæki. Mötuneyti á staðn-
um.
Umsóknarfestur um ofangreind störf er til 19. sept.
nk. og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra
á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu
Rafmagnsveitunnar að Suðurlandsbraut 34.
Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma
686222 kl. 10-12 alla daga.
Starfsmannastjóri
Utlönd
Bráðabivgða-
stjóm í Burma
Á meðan hálf milljón manna safnaðist saman í Rangoon i Burma í gær
efndu landar þeirra í Bangok í Thailandi til mótmæla fyrir utan sendiráð
Bgrma þar í landi. Simamynd Reuter
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í
Burma hafa myndað bráðabirgða-
stjórn og hersveitir hafa gert upp-
reisn gegn sósíalistaflokknum að því
er stjórnarerindrekar í Rangoon
sögðu í morgun.
Fyrrum forsætisráðherra landsins,
U Nu, tilkynnti um myndun bráða-
birgðastjórnarinnar og boðaði til
kosninga þann 9. október.
Haft er eftir íbúum í Rangoon að
rúmlega hundrað vopnaðir hermenn
úr flughernum hafi gengið til liðs við
mótmælendur gegn stjórninni og að
þeir væru með þeim á háskólalóð í
borginni.
Nokkrir úr sjóhernum eru sagðir
hafa tekið þátt í fjöldagöngunni í gær
þegar um hálf milljón manna flykkt-
ist út á götur höfuðborgarinnar og
stjómarerindrekar segja að íjöldi
hermanna hafi gengið til hðs við
mótmælendur í Mandalay, næst-
stærstu borg Burma.
Tvö hundruð starfsmenn flughers-
íns sáust á leið til félaga sinna á há-
skólalóðinni í Rangoon en þeir voru
stöðvaðir af vopnuðum hermönnum.
Hefur herinn hótað að skjóta starfs-
mennina ef þeir fara inn fyrir visst
svæði. Að sögn stjórnarerindreka
voru borgarar að biðja hermennina
um að hleypa ekki af skotum.
Snemma í morgun hafði engum
skotum verið hleypt af en mikil
spenna lá í loftinu.
U Nu, sem nú er forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnarinnar, var steypt
af stóh árið 1962. Kvaðst hann enn
vera löglegur forsætisráðherra
landsins samkvæmt stjómarskránni
og að hann myndi bjóða sig fram til
kosninga.
Mótmælaalda hefur risið hátt í
Burma undanfarna mánuði og hafa
tveir leiðtogar farið frá vegna henn-
ar. Hinn einráði sósíahstaflokkur
með síðasta leiðtoga hans, Maung
Maung, í broddi fylkingar hefur þó
reynt að halda í völdin th hins síð-
asta.
U Nu hvatti aðra frambjóðendur th
að senda nöfn sín th dagblaða og að
setja upp kosningaauglýsingar víðs
vegar um landið. Almenningur var
hvattur til að halda fjöldafundi og
velja sér fulltrúa.
Útvarpið í Rangoon, sem er síðasta
opinbera stofnunin sem stjórn sós-
íahstaflokksins hefur yfirráð yfir,
minntist í fréttatíma sínum í morgun
ekkert á fjöldagönguna í gær og alls-
herjarverkfallið.
Bráðabirgðastjórnin segir að mót-
mælendur muni koma saman á
mánudaginn til þess að reyna að
koma í veg fyrir neyðarráðstefnu.
sósíalistaflokksins. Fjöldagöngur
hafa verið bannaðar meðan á ráð-
stefnunni stendur. Reuter
Yfirheyrslur vegna blóðbaðs
Ættingjar meðlima Irska lýðveldishersins sem skotnir voru til bana á Gí-
braltar í mars síðastliðnum. Yfirheyrslur fara nú vegna aðgerðar bresku
hermannanna. Símamynd Reuter
Rannsókn réttarlæknis hefur leitt
í ljós aö breskir, óeinkennisklæddir
hermenn hafi skotið á óvopnaða
meðhmi írska lýöveldishersins eftir
að þeir höfðu fallið deyjandi til jarð-
ar. Atvikið átti sér stað á Gíbraltar
í mars síðastliðnum.
Rannsókn fer nú fram á því hvort
aðgerð bresku hermannanna hafi
verið lögleg og fyrir réttinum í gær
var aðallega fjallað um sundurskotin
líkin, dauðateygjur skæruliöanna og
blóði drifinn fatnað þeirra.
Að sögn vitna reyndi einn skæru-
liðanna að flýja eftir að hafa orðið
var við hermennina en hann var
skotinn á stuttu færi.
Hermennimir segjast hafa verið
þeirrar trúar að meðhmir írska lýð-
veldishersins hafi verið vopnaðir og
þeim hafi verið tahn trú um að þeir
hefðu komið fyrir sprengju í bíl á
Gíbraltar.
Reuter
Tugir farast í flugslysi
Fiugvél frá Víetnam hrapaði í ir. hefðu verið um borö en samkvæmt
þrumuveöri rétt fyrir lendingu á Flugvéhn, sem var smíðuð í Sov- frásögn starfcmanns víetnamsks
fiugvellinum í Bangkok í morgun. étríkjunum og var af gerðinni TU- flugfélags er rými fyrir áttatíu far-
Aö minnsta kosti sjötiu og fjórir 134, var á leið frá Hanoi. Brotnaði þega um borö í slikum vélum og
biðu bana, aö því er talsmaður fiug- véhn í þrennt og brak og lík voru sex manna áhöfn.
vailarins greindi frá. á víð og dreif á slysstaðnum. Fiugvéiin hrapaöi á akur um sex
Sex manns komust iifs af úr fiug- í fyrstu fréttum af slysinu var kílómetrafyrirnorðanflugvöllinn.
slysinu en eru þó alvarlega slasað- ekki greint frá því hversu margir Reuter