Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988.
11
Utlönd
Ekkja Allendes
heimsækir Chile
Ekkja Salvadors Allende, Hortens-
ia Bussi, sagöi í gær að hún myndi
snúa aftur til Chile fyrir lok þessa
mánaðar til þess að aðstoða við að
koma herstjóminni frá.
í október fer fram þjóðaratkvæða-
greiðsla í Chile um það hvort Au-
gusto Pinochet, forseti Chile, verði
áfram eitt kjörtímabil í viðbót, það
er að segja níu ár.
Bussi, sem verið hefur í útlegð frá
því aö Pinochet tók völdin með að-
stoð hersins árið 1973, er í Guadalqj-
ara í Mexíkó þar sem hún tekur þátt
Ekkja Allendes snýr aftur heim.
Símamynd Reuter
Tmm
Kosningabarátta Pinochets í augum Luries.
í umræðum um ástandið í Chile.
Eiginmaður hennar lést eftir árás
skriðdreka og herflugvéla á forseta-
höllina. Deilt hefur verið um hvort
AUende baröist þar til hann lést eða
hvort hann stytti sér aldur.
Stjóm Pinochets leyfði nýlega þeim
sem flúið hafa land af stjómmálaleg-
um ástæðum að snúa aftur til Chile
fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Bussi kvaðst snúa aftur einhvern
tíma eftir 11. september en þá em
liðin fimmtán ár frá valdaráninu.
Þann dag vill hún ekki vera í Chile.
Búist er viö að heimkoma ekkjunn-
ar verði stjómarandstæðingum mik-
ill stuðningur.
Reuter
Keppa við PLO
Hérskár hópur múhameðstrúar- hvers konar eftirgjöf við Jsraels-
manna hefur boðað allsheijarverk- menn og hefur gágnrýnt PLO fyrir
faU á herteknu svæðunum 1 dag. að styðja hugmyndina um aljijóö-
Er litiö á verkfaUsboöunina sem lega ráðstefnu um friö í Miöaust-
urlöndum.
tilraun til að ögra veldi Frelsissam-
taka Palestínumanna, PLO, á vest-
urbakkanum og Gazasvæðinu.
í dag er Uðnir níu mánuðir frá
því aö uppreisnin á herteknu svæð-
unum hófst og til að minnast þess
efndu leiötogar uppreisnarmanna,
sem hiiðhoUir eru PLO, til eigin
allsherjarverkfalls i gær.
Verslunareiganda í austurhluta
Jerúsalem segist svo frá að fúlltrú-
ar beggja samtakanna hafi gengið
um borgina tU aö leita stuðnings
við verkföUin. í síðastUðnum mán-
uði kom til átaka miili hreyfing-
anna þegar andspymuhreyfingin
boðaöi sitt fyrsta verkfaU.
við Hamas af verkfaUsþátttöku í
dag. Frelsissamtök Palestinu-
manna hafa hvatt fóUc til aö standa
á bak viö hina sameinuðu leiðtoga
uppreisnarinnar.
TU óeirða kom á nokkrum stöð-
um á herteknu svæðunum. ísrael-
skir hermenn skutu tU bana Palest-
inumann á vesturbakkanum og
hafa nú að minnsta kosti tvö
hundruö og sjötiu Palestinumenn
látið lífiö í uppreisninni og fimm
ísraelsmenn.
Reuter
Andspyrnuhreyfing múhameös-
trúarmanna, Hamas, er andvíg
HeimUdarmenn Palestínumanna
segja að marka megi stuöninginn
Sjónvarpskappræður
geta ráðið úrslitum
Michael Dukakis og George Bush
hafa komið sér saman inn kappræð-
ur í sjónvarpi fyrir forsetakosning-
amar sem fram fara 8. nóvember. í
þessum kappræðum verða einungis
frambjóðendurnir tveir og er talið
að þær geti haft mikið að segja um
hvemig kosningarnar fara.
Samkvæmt skoðanakönnunum er
fylgi frambjóðendanna mjög sveUlu-
kennt og virðist sem fimmtungur af
þeim sem segjast styðja hvom fram-
bjóðanda geti hugsað sér að greiöa
hínum atkvæði. Talið er að kappræð-
umar geti haft mikU áhrif á ákvörð-
un þessa óvissa fylgis.
Bush varaforseti rak í gær aöstoö-
armann sinn sem sakaður hefur ver-
ið um gyðingahatiu-. Mark Goodin,
talsmaður Bush, sagði að Jerome
Brentar, annar af formönnum nefnd-
ar, sem á að reyna að afla Bush fylg-
is meðal fólks af ólíkum þjóðarbrot-
um, heföi verið tengdur samtökum
sem styöja John Demjanjuk sem ný-
lega var sakfeUdur í ísrael fyrir
stríðsglæpi í fangabúðum þjóðverja
í seinni heimsstyijöldinni.
Bandalag ArabaríHja gagnrýndi í
gær báða frambjóðendur fyrir andúð
í garð araba og að styðja ísraela blint.
Yfirlýsing bandalagsins var gefm út
eftir að Bush og Dukakis ávörpuöu
fund gyðingasamtaka.
George Bush, sem hér sést á kosn-
ingafundi, og Michael Dukakis hafa
komið sér saman um tvær sjón-
varpskappræður fyrir forsetakosn-
ingarnar þann 8. nóvember næst-
komandi. Simamynd Reuter
Dukakis sagöi aö hann myndi aldr-
ei viðurkenna einhliða stofnun Pal-
estínuríkis og Bush sagðist ekki
myndu styðja neins konar palest-
ínskt ríki sem stofnaö gæti öryggi
ísraels í hættu.
Bush og Dukakis ihunu mætast
tvisvar í sjónvarpi. Fyrra skiptið
verður 25. september og síöara sltipt-
ið veröur annað hvort 13. eða 14.
október.
Varaforsetaefnin Dan Quayle og
Lloyd Bentsen munu eigast við í
fyrstu vikunni í október.
Kappræður forsetaframbjóðenda
hafa iðulega ráðiö úrslitum um sigur
í.kosningum og telja menn aö svo
geti einnig orðið nú. Frambjóðend-
urnir eru mjög jafnir og ef annar
þeirra stendur sig mjög vel í sjón-
varpinu getur það fært honum sigur.
Einnig geta mistök orðið mönnum
að falli. Er þess skemmst að minnast
þegar Carter, fyrrum forseti, sagði í
kappræðum sínum við Reagan, 1980,
að hann ráðfærði sig við níu ára
gamla dóttur sína um útbreiðslu
kjamorkuvopna. Eftir þau ummæli
breyttist jöfn kosningabarátta í stór-
sigur fyrir Reagan.
Reuter
STAÐA
FRAMKVÆMDASTJÓRA
Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum - S.S.S. -
(og Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja)
er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi
geti hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir með
upplýsingum um nám og fyrri störf óskast sendar á
skrifstofu S.S.S., Vesturbraut 10a, 230 Keflavík, í síð-
asta lagi 23. september nk.
Upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Alexandersson
framkvæmdastjóri.
Stjórn S.S.S.
Nýr opnunartími
Eftir 1. sept. verða verslanir
HAGKAUPS opnar sem hér segir:
Skeifan
Mánud. -fimmtud. 900-1830
Föstud. 900-1900
Laugard. 900-1600
Krmglan sérvörudeild
Mánud. -fimmtud. 1000-1900
Föstud. 1000-1900
Laugard. 1000-1600
Knnglan matvörudeild
Mánud. -fimmtud. 1000-1900
Föstud. 1000-1930
Laugard. 1Ö00-1600
Kjörgarður
Mánud. -fimmtud. 9°°-1800
Föstud. 900-1900
Laugard. 1000-1300
Seltjarnarnes
Mánud. -fimmtud. 900-1830
Föstud. 900-1930
Laugard. 1000-1600
Njarðvík
Mánud. -fimmtud. 1000-1830
Föstud. lOœ-2000
Laugard. 1000-1400
Akureyri
Mánud. -miðvikud. goö-1800
Fimmtud. -föstud. 900-1900
Laugard. 10°°-1600
HAGKAUP