Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988.
15
íslenskt kindakjöt:
Misheppnuð matvælategund?
„Mín skoðun er sú að hörmulega illa
hafi verið staðið að málum hvað kynn-
ingu á lambakjöti erlendis varðar.“
„Hvaö á aö gera viö strákaling? /
Sting’onum ofan í kolabing / Lok’-
ann út í landsynning / og lát’ann
hlaupa aUt í kring“. - Þessi vísa
kemur mér stundum í hug þegar
veriö er aö ræða „vandamálið" ís-
lenskt lamba- eða kindakjöt.
Eins og flestir munu vita er þessi
tegund íslenskra matvæla orðin aö
einu stærsta bitbeini í umræðunni
um landbúnað hér á landi. Þó er
þetta sú kjöttegundin sem hér hef-
ur lengst af haldið lífi í landsmönn-
um en hefur farið halloka á seinni
árum í samkeppninni við aðrar teg-
undir matvæla, innlendar og er-
lendar.
Er sá tími skammt undan að ís-
lenskt kindakjöt hverfi með öllu af
markaðinum nema í formi fágæts
gamals réttar sem boðinn er út-
lendingum í kynnisferðum um
landið - rétt til að sýna hvað lands-
menn lögðu sér tíl munns hér áður
fyrr? Líkt og hákarUnn, harðfisk-
urinn eða sviðin sem senn hverfur
aUt fyrr en varir. Lítum aðeins á
máUð.
Þrjú þúsund tonnin
A aðalfundi Stéttarsambands
bænda, en honum er nú nýlokið,
var eitt af stærstu málunum vandi
sauðfjárræktarinnar og hvemig
bæri aö taka á vandamálum þeim
sem að henni steðja.
Á þessum fundi kom fram að ný
stefnumörkun í sauðfjárrækt geti
leitt til þess að fundnar verði leiðir
til að minnka þær 3000 tonna birgð-
ir af kindakjöti sem tU eru í landinu
- eða jafnvel eyða þeim alveg.
Ekki kemur fram í fréttum af
þessum fundi á hvem hátt þetta
eigi að framkvæma en manni skUst
að ein leiðin sé að lækka verðið.
Ef það takist muni neysla á því
aukast verulega því margoft hafi
komið í ljós samhengi neyslu og
verðs á kindakjöti.
Gott og vel. Ekki skaðar að stefna
að verðlækkun á þessari matvæla-
tegund og á verðið áreiðanlega sinn
þátt í því hve sala á henni hefur
dregist saman. En fleira þarf tU.
Og ekki vantar að átak eða fremur
átök hafi veriö gerð til að örva sölu
á kindakjöti. Þau átök hafa kostað
ómælda fjárupphæð. En aUtaf
stendur tonnafjöldinn í birgðum í
stað. Ég man ekki eftir að hafa séð
eða lesið um birgðasöfnun kinda-
kjöts af annarri stærðargráðu en
3000 tonn! Er þess sérstaklega gætt
Kjallariim
Geir R. Andersen
blaðamaður
að þessi tonnatala sé ávaUt fyrir
hendi í birgðum? - Maður freistast
til að halda að svo sé.
Röng vinnsluaðferð
Lengi vel var kindakjöt selt hér
á landi til neyslu sem „súpukjöt”
einungis og svo hangikjöt til há-
tíðabrigða. Nú er af sú tíð sem b.et-
ur fer.
En þá tekur ekki betra við. Aö
því frátöldu að matreiöslumenn
ýmissa veitingahúsa hafa spreytt
sig á að matreiða lambakjöt í takt
við tímann og þó að mestu líkt eftir
formúium sem notaðar eru við
matreiðslu nautakjöts er það
lamba- og kindakjöt sem verslanir
bjóöa upp á í frystikistum sínum
fyrir hinn breiða hóp neytenda,
með sömu ummerkjum og tíðkast
hefur áratugum saman.
Pökkun hefur að vísu verið
breytt. Prjónapokinn er horfinn og
plast eða sellófan komið í staðinn.
Vinnslan er óbreytt. Lærið er ýmist
heilt eða úrbeinað, stundum krydd-
að og er til hagræðis fyrir suma og
hryggurinn er á sínum stað og fitan
sömuleiðis.
Þegar kemur að kótelettum (sem
sumir vilja kalla rifjasteik, aðrir
„skammbyssur”) og lærissneiðum,
sem seldar eru úr kæliborðum, eru
þær svo þunnt sneiddar að þær eru
í eins konar oblátuformi. Slikar
sneiðar henta engan veginn til
matreiðslu á grilli, svo dæmi sé
tekið, hvorki innanhúss né utan.
Allir vita að þessi matreiðsluaðferð
er mikið notuð og hefur verið lengi,
ekki síst að sumri til.
Fyrir stuttu var ég á ferð um
landið og kom við í verslun í
Varmahlíð í Skagafirði. Mér varö
htið ofan í frystikistuna eins og ég
geri gjarnan. Þar var ekki ein sneiö
kjöts þykkari en sem svarar til nið-
ursneiddrar rúgbráuðssneiöar. -
Útlendingar, sem þarna hafa átt
leið um í sumar, hafa varla ginið
við slíkum bitum á útigrillið. En
Varmahlíð í Skagafirði er ekki ein
verslana með þessa vörutegund.
Þaö er sama í öllum verslunum. -
Á þetta hef ég drepið áður og í
áheyrn ábyrgra aðila sem eiga
hagsmuna að gæta. Þetta hefur
mætt skilningi en heldur ekki meir.
Kyndug kynning
Og þá er kynningin sem nú er
kölluð markaðsöflun. Enginn efast
um að hún er einn mikilvægasti
þátturinn. íslenskt lamba- og
kindakjöt er einhver besta mat-
vælategund sem við getum boðiö
til sölu, að frátöldum fiski, eða sam-
hliða honum.
Mín skoðun er sú að hörmulega
illa hafi verið staðið að málum
hvaö kynningu á lambakjöti er-
lendis varðar. Eitt er að kynna
matvæli í veislum og opinberum
móttökum þar sem boðið er sendi-
ráðsfólki annarra ríkja og öðrum
fyrirmönnum sem sjaldan eða aldr-
ei versla sjálfir í stórmörkuðum
eða á almennum mörkuöum. Ann-
að er að kynna matvæh eins og ís-
lenskt lambakjöt þar sem hinn
breiöi hópur neytenda kemur á
staðinn til þess að kaupa matvæhn.
Þar er rétti staðurinn fyrir kynn-
ingu af þessu tagi.
I fyrra tilfehinu, sem við íslend-
ingar höfum notast við að mestu,
verða viðbrögðin í besta falh góð
en enginn tekur með sér heilt læri
eða kótelettur heim til matreiðslu.
í síðara tilfehinu, þar sem mat-
reiðslumaður eða klókur kjöt-
vinnslumaður stendur við kynn-
ingu á kjötinu, ýmist matreiðir eða
sýnir viðskiptavinum hvemig best
er að tilreiða viðkomandi hluta, er
verið að vinna raunhæft markaðs-
starf, selja vöruna. Auðvitað þarf
sá hinn sami að geta útskýrt og
svarað viðskiptavinunum væntan-
legu á þeirra eigin máh, eftir því í
hvaða landi kynningin fer fram.
Þannig fer fram markaðsöflun á
hvaða vörutegund sem er. Hún
nægir ekki einn dag, t.d. í hverri
borg, hún veröur að standa nokkra
daga, t.d. 5-6 og að sjálfsögðu um
helgi því þá eru oftast mestu versl-
unardagarnir, a.m.k. laugardagur-
inn.
Eftir slíka kynningu og ef varan
líkar fer ekki hjá því að neytandinn
knýr á um að fá hana að staöaldri,
eða viðkomandi verslunarstjóri
eða forráöamaður verslunarsam-
steypu sér sér hag í því að hafa
hana á boðstólum.
Þaö er ástæðulaust að gera ís-
lenskt lamba- og kindakjöt að vand-
ræðabarni íslenskra matvæla. Það
þarf hins vegar að vanda til sölu-
og markaðsöflunar, bæði hvað
varðar tímasetningu, rétta staði og
rétta menn sem framkvæma kynn-
inguna.
Ef þessa er gætt og alvara fylgir
máh þarf ekki lengur að spyija
„hvað eigi að gera við strákahng”.
Geir R. Andersen
„Ástæðulaust að gera íslenskt lambakjöt að vandræðabarni íslenskra matvæla," segir m.a. í greininni.
Á að afnema niðurgreiðslurnar?
„Neysluvörur, sem vega tiltölulega
þungt 1 útgjöldum tekjulágs fólks, en
eru hlutfallslega minni þáttur i heildar-
neyslu tekjuhás fólks, eru því hentugar
sem tekjujöfnunarleiö.“
Öðru hverju koma fram háværar
raddir um að afnema beri niöur-
greiðslur á innlendar landbúnað-
arvörur með öhu. Niðurgreiðslum-
ar séu styrkur við úreltan og óhag-
kvæman landbúnað sem ástæðu-
laust sé að dekra svo við. Vont er
ef satt er, en er þetta svo í raun?
Tilgangur niðurgreiðslna
Fyrir nokkru minnti greinar-
höfundur á þaö í blaðagrein að
upphaf niðurgreiðslna mætti rekja
til opinberra ráðstafana til þess að
greiða fyrir kjarasamningum á
vinnumarkaði. Þá voru reyndar
fleiri vörutegundir niðurgreiddar
en innlendar landbúnaðarvörur.
Síðan komust menn á þá skoðun
að það væri í fyrsta lagi þjóðhags-
lega óhagkvæmt að niðurgreiða
innfluttar vörur, svo og væri mun
ömggara að greiða niður á fram-
leiðslustigi til að minnka hættu á
misferli.
Á þessum tíma vom menn ekki
í neinum vafa um tilgang niður-
greiðslna. Þær vora sem sé fyrst
og síðast tæki til þess að flytja pen-
inga með skattlagningu. frá tekju-
hærra fólki og fyrirtækjum til
hinna tekjulægri. Neysluvörur,
Kjallarmn
Þorkell
Guðbrandsson
skrifstofumaður
sem vega thtölulega þungt í út-
gjöldum tekjulágs fólks, en eru
hlutfallslega minni þáttur í hehd-
arneyslu tekjuhás fólks, eru því
hentugar sem tekjujöfnunarleið.
Því er ekki að leyna að þegar
tímarnir líða og breytast þá missa
menn oft sjónar á upphaflegum
markmiðum slíkra ráðstafana,
enda breytast einnig aðstæður all-
ar og viðhorf manna ekki síður.
Niðurgreiðslurnar hafa einnig
breytt um mynd í sjónum manna,
og vafalaust hafa þær aflagað
markaðsskyn framleiðenda. Breyt-
ingar á niðurgreiðslum sem hlut-
fah af hehdarverði og geðþóttaá-
kvarðanir stjórnvalda á þessu sviði
hafa einnig valdið óeðhlegum sölu-
sveiflum, með thheyrandi óöryggi
í afkomu framleiðenda. Menn
skulu einnig vera þess minnugir,
að framleiðendur, bændur lands-
ins, voru aldrei spurðir hvort þeir
vildu niðurgreiðslur eða ekki þegar
þær voru teknar upp.
Beinn gjaldeyrissparnaður
En lítum nú í sjónhendingu á nið-
urgreiðslur sem hagstjórnartæki
og þjóðhagsleg áhrif þeirra.
Það má öllum ljóst vera að þjóð,
sem þarf jafnmikiö að byggja á
gjaldeyrisöflun og utanríkisversl-
un og viö, verður aö gæta þess
vandlega í hvað hún ráðstafar
gjaldeyri sínum. Á því hlýtur að
þurfa að vera einhver opinber stýr-
ing, svo ekki fari hla. Langvarandi
óhagstæður greiðslujöfnuður við
útlönd, með tilheyrandi skulda-
myndun, er vísasta leiðin th þess
að glata sjálfstæðinu. ÖU heimaöfl-
un er því þjóðhagslega hagkvæm,
og framleiðsla matvæla og annarr-
ar neysluvöru og nauðþurfta af
landsins gögnum og gæðum því
beinn gjaldeyrissparnaður. Ef við
beinum neyslunni með shkri tekju-
tilfærslu að innlendu framleiösl-
unni, þá erum viö um leið að spara
okkur gjaldeyri.
Ef niðurgreiðslur yrðu afnumdar
eða lækkaðar verulega, þá myndi
neyslan væntanlega færast yfir í
aörar vörur en innlendu land-
búnaðarvörurnar, vegna þess að
þá myndu verðhlutfóll breytast.
Innfluttar matvörar myndu auka
hlutdeild sína á markaðnum, og
þar með fylgdu jafnframt óhag-
stæðari viðskipti við útlönd, lakari
greiðslujöfnuður og auknar erlend-
ar skuldir. Minnkandi landbúnað-
arframleiðsla leiddi ekki af sjálfu
sér th aukningar á gjaldeyrisöflun,
síður en svo. Búast mætti jafnframt
við vaxandi atvinnuleysi, með öll-
um þeim afleiðingum, félagslegum
og efnahagslegum, sem því fylgja.
Útkoman yrði því stórauknir efna-
hagsörðugleikar þjóöarbúsins, sem
munu þó ærnir fyrir.
Það er því fyhsta ástæða fyrir
okkur að hugsa okkur vel og vand-
lega um, áður en við tökum ákvörð-
un um að hætta niðurgreiðslum á
landbúnaöarvörum, ekki síst við
þær aðstæður sem nú ríkja.
Þorkell Guðbrandsson.