Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. 33 Iþróttir Enn unnu þær frönsku - þriðja og síðasta leikinn 17-14 íslenska kvennalandsliðiö í hand- knattleik tapaði þriðja og síðasta leiknum gegn Frökkum sem háður var aö Varmá í Mosfellssveit í gær- kvöldi Frönsku stúlkurnar unnu 17-14 eftir aö hafa haft 12-9 yfir í hálfleik. ■ íslenska liðið byrjaði mjög vel og komst í 6-2. Þá kom slæmur kafli, það skoraði ekki í 11 minútur og stað- an breyttist í 6-7, Frökkum í vil. ís- lensku stúlkurnar náðu sér aöeins á strik og skoruðu næstu þrjú mörk en það dugði skammt því þær frönsku gerðu fimm síðustu mörk hálfleiksins. Liðunum gekk illa að skora í seinni hálfleik. Frakkland var alltaf yfir og íslensku stúlkurnar höfðu því á brattann að sækja. Með góðum kafla um miðjan hálfleikinn minnkuðu þær muninn í eitt mark, 15-14, en herslumuninn vantaði og Frakkland gerði tvö síðustu mörk leiksins. Vörn íslenska liðsins.var ágæt oft á tíðum en átti í vandræðum með snögg hraðaupphlaup Frakka. Sókn- in var frekar bitlaus og þar þarf margt að laga. Halla Geirsdóttir varði markið í seinni hálfleik og stóð sig vel, varði alls 9 skot. Guðríður var góð í fyrri hálfleik en allan kraft vantaði í hana í þeim síðari. Annars var liðið allt jafnt. Mörk íslands: Margrét Theodórs- dóttir 5/3, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Inga Lára Þórisdóttir 2/1, Ósk Víðis- dóttir 1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1, Kristín Pétursdóttir 1. í næstu viku verður alþjóðlegt mót hér á landi með þátttöku Spánar, Portúgals og a- og b-liða íslands en þetta eru allt þjóðir sem búa sig und- ir C-keppnina i Frakklandi í október. -ÁS Nafn: Brynjar Kvaran. Fæðingardagur/ár: 16. januar 1958. Hæð: 1,86 m. Þyngd: 84 kg. Félag: Stjarnan. DV kynnir íslensku ÓL-farana Erfiðleikar vegna meiðsla Brynjar Kvaran er einn þriggja markvarða íslenska liðsins sem heldur utan til Seoul á sunnu- dag. Hann er mjög leikreyndur og á að baki 126 landsleiki. Brynjar hefur þjálfaö og leikið með KA á Akureyri síðustu tvö keppnistímabil en ver mark Stjömunnar á ný næsta vetur. „Við markverðimir þrír hugsum lítið um innbyrðis- samkeppni. Það er vitanlega þjálfarans að meta hveijir okk- ar eru í besta leikforminu hverju sinni og á sama hátt hveijir em best fallnir til að leysa það verkefni sem er á döf- inni hverju sinni. Það hefur vissulega áhrif á ákvörðun þjálfarans hveijir mótheijamir em.“ Þetta sagði Brynjar Kvaran í samtah við DV í gær en hann stóð þá í marki Islands gegn Dönum. „Sjálfur hef ég átt í erfiðleik- um síðustu dagana vegna þeirra meiösla sem ég hlaut á Spáni fyrir nokkm. Ég vona bara að þau verði að baki er við spilum fyrsta leikinn í Seoul,“ sagði Brynjar. Aðspurður sagði Bjami kröf- ur íslensku þjóðarinnar htil áhrif hafa á einbeitingu liðsins: „Við erum vanir því að leika undir álagi og þeim kröfum sem til okkar em geröar. íslenska liðið er ipjög leikreynt og ég ætla að sá þáttur kunni að ráða miklu þegar á hólminn er kom- ið.“ Og Brynjar bætir við: „Hvað verðlaunasætin varðar held ég að ahar kröfur í því efni séu. ansi langsóttar. Menn verða að taka það með í reikninginn að við þurfum að skjóta einni stór- þjóð ref fyrir rass til þess eins að halda okkur í hópi sex efstu þjóða. Eigi verðlaun hins vegar að vinnast þá þurfum við að gera mun betur. Til að hreppa bronsið þurfum við að leggja tvær af þeim þremur stórþjóð- um sem leika með okkur í riðli. Og þá er björninn hreint ekki unninn því þegar þar er komið eigum við eftir að mæta einni stórþjóðinni enn í sjálfum úr- shtunum. Það er af þessum sök- um sem ég tel allar hugleiðing- ar um verðlaunasæti ansi lang- sóttar," sagði Brynjar Kvaran. JÖG - pyt • Sigursteinn Gislason, Skaga- maður, hefur betur i baráttu við Ungverjann Laszlo Szelpal á Akra- nesvelli í gærkvöldi. Sigursteinn lék þarna sinn fyrsta Evrópuleik eins og margir félagar hans í liði ÍA. DV-mynd Brynjar Gauti I . fv/ . ; ■ ■ ■■ ■ W & Reynslulitlir Skagamenn stóðu sig með sóma - nálægt sigri gegn Uipest Dozsa í UEFA-bikamum Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Hið unga og reynsluhtla hð Skaga- manna getur borið höfuðið hátt eftir viðureign sína við Ujpest Dozsa frá Ungverjalandi í UEFA-bikarnum hér á Akranesi í gærkvöldi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en bæði hð fengu nóg af tækifærum til aö skora mörk, Skagamenn ekki síðri, og meö örlítilh heppni hefðu þeir getað sent þetta kunna ung- verska félag í langa heimferð með ósigur á bakinu. En það er ljóst að róðurinn veröur erfiður hjá þeim í Ungveijalandi eftir fjórar vikur - pressan verður þó öll á ungverska liðinu í þeim leik fyrst því tókst ekki að skora mark á Skaganum í gær- kvöldi. Mikil barátta Fyrri hálfleikur einkenndist af mikihi baráttu en oft sáust þó góðir leikkaflar. Ungveijar voru mun meira með boltann og í upphafi náðu þeir að pressa mjög á hina óreyndu UEFA-bikarinn lA-Ujpest Dozsa 0-6 „ Lið ÍA: Olafur Gottskálksson, Öm Gunnarsson, Heimir Guö- mundsson, Alexander Högnason, Sigurður B. Jónsson, Mark Duffl- eld, Sigursteinn Gíslason, Ólafur Þórðarson, Karl Þórðarson, Har- aldur Ingólfsson, Aöalsteinn Víg- lundsson. Liö Ujpest: Istvan Brockhauser, Istvan Schneider, Josef Varga, Andreas Szabo, Istvan Kozma, Csaba Vojtekovszki (Mikos Teme- svari 88. mín.), Lajos Schroth (Zolt- an Klink 86. mín.), Laszlo Szelpal, Istvan Baloch, Gyorgy Katona, Ervin Kovacs. Dómari: Michael Caulfield (ír- landi). Gult spjald: Heimir Guðmunds- son. Áhorfendur: 851 (rúmlega 1000 með boösmiðum). þarna leikmenn ÍA en margir þeirra voru að leika sinn fyrsta Evrópuleik. Þeir Alexander Högnason, Mark Duffield og Ólafur Gottskálksson áttu stórleik í vörn og marki þó þetta væri þeirra frumraun í Evrópu- keppni. Þá vpru Haraldur Ingólfsson, Karl Þórðarson og Ólafur Þóröarson mjög góðir. Á 12. mínútu fékk Haraldur Ing- ólfsson boltann rétt utan vitateigs Ujpest eftir góða sókn en skot hans fór rétt framhjá eftir að markvörður- inn hafði komið mjög vel út á móti og lokað markinu. A 20. mín. átti Karl Þórðarson mikla og góða rispu, komst alveg aö markteigshorni og ætlaði að gefa út á Aðalstein Víg- lundsson sem var einn framan við markið en Brockhauser markvörður bjargaði meistarálega. Frábær markvarsla Ólafs Stuttu síðar pressuðu Ungverjarnir mjög stíft og því lauk með því að Mark Duffield skallaði yfir mark ÍA, nánast af marklínu. Síðan varði Ólaf- ur .Gottskálksson meistaralega í tví- gang frá Baloch sem komst í bæði skiptin á auðan sjó í vítateig ÍA. Á lokamínútu hálfleiksins gaf Karl á Aðalstein sem var í dauðafæri en misheppnað skot hans fór víðsfjarri markinu. Skemmtilegri seinni hálfleikur Síðari hálfleikur var mun skemmthegri og náðu Skagamenn oft að sækja stíft aö hinum leikreyndu Ungveijum og oft skall hurð nærri hælum við mark þeirra síðarnefndu. Á 50. mín. vildu Skagamenn fá víta- spymu þegar Karl þrumaði á mark Ujpest en boltinn stöðvaðist á hönd eins varnarmanna og barst þaðan í burtu. Mínútu síðar varði Brock- hauser af snihd frá Haraldi sem var í góðu færi í vítateignum. Á 53. mín. fengu Ungverjar auka- spymu úti við hliðarlínu og Katona fékk boltann á markteig en skallaði rétt yfir mark ÍA. Stuttu síðar tók Baloch boltann af Sigursteini Gísla- syni og náði að skjóta í þröngu færi af vítateig en Ólafur varði mjög vel. Mínútu síðar varði sá ungverski frá Karli sem haíði leikið á þrjá varnar- menn í röð. Ólafur varöi glæsilega skot frá Kozma á 74. mínútu. Á 78. mín. tók Heimir Guömundsson aukaspyrnu, sendi beint á Karl sem þrumaði við- stöðulaust en Brockhauser varði af snilld rétt einu sinni. Tveimur mín- útum fyrir leikslok tók Haraldur hornspyrnu, beint á höfuö Sigurðar B. Jónssonar sem skallaði yfir í þokkalegu færi. Sigurður Lárusson „Eg er mjög stoltur af strákunum. Þeir léku mjög vel og gerðu allt eins og fyrir þá var lagt. Við vildum ekki sækja stífar en við gerðum því þá hefði vömin opnast. Ungverjar voru með marga fljóta leikmenn og því mátti ekki taka of mikla áhættu,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari ÍA, í samtah við DV eftir leikinn. J. Göröcs, þjálfari Ujpest „Ég er mjög óánægður með leikinn í heild, en sem þjálfari er ég sáttur við úrslitin sem slík eins og leikurinn spilaðist. Mér kom frammistaða liðs ÍA mjög á óvart og er sérstaklega hrifinn af Ólafi Þórðarsyni og Karli Þórðarsyni sem eru mjög góðir leik- menn. Ég tel að Skagamenn eigi möguleika á að ná hagstæðum úrslit- um gegn okkur í Ungverjalandi en þess verður að gæta að í kvöld gat ég aðeins teflt fram helmingnum af mínu sterkasta liði. Ég býst við að allir fastamennirnir geti verið með í seinni leiknum. Aöstæðurnar í Ung- veijalandi verða hði ÍA ekki mjög framandi því okkar vöhur er svipað- ur á stærð og sá sem við lékum á í kvöld,“ sagði J. Göröcs í samtali við DV. Danir lagðir að velli - íslendingar sigruðu Dani 21-20 í Seljaskóla í gærkvöldi „Markvarslan og vörnin var slök lengst af í fyrri háifleik. Þeg- ar Einar fór að veija í markinu fóru hlutirnir að gerast og við tókum við stjóminni. Við erum orðnir langþreyttir eftir stífar æfingar. Það var slæmt að missa niður fjögurra marka forskotið undir lok leiksins en sigur vannst engu að síðursagði Kristján Arason. „Nú stefhir hugurinn til Seoul. Ég er viss um að þar eiga þjóðim- ar eftir að beijast um stigin. Keppnin á eftir aö verða hníftöfn í báðum riðlunum.' Ég vona að- eins aö hðið springi út á ólympíu- leiktmum/' sagöi Krislján. Guðjón Guðmundsson „Ég er ánægður með sigurinn. Við vissum aö þetta yrði erfitt. Þetta er aht á réttri ieið og hðiö verður í toppformiá ólympiuleik- unum,“ sagöi Guöjón Guðmunds- son, hösstjóri íslenska hðsins. -JKS „Eftir að Flugleiðamótinu lauk hafa strákamir farið í gegnum mjög erflðar æfingar og það er því óneitan- lega þreyta í þeim. Það komu fram bæði góðir og slæmir leikkaflar. Sér- staklega lék hðið vel í síðari hálfleik. Ég hef trú á að Bandaríkjamenn, sem við mætum á ólympíuleikunum, séu svipaðir að styrkleika og Danir þann- ig að við getum lært ýmislegt af þess- um leik. Eftir leikinn í kvöld þarfn- ast hðið góðrar hvíldar. Eftir hvíld- ina er ég viss um strákarnir standa sig en liðið hefur aha burði til þess,“ sagði Bogdan Kowalcyk landshðs- þjálfari í samtali við DV eftir að ís- lendingar sigruðu Dani, 21-20, í landsleik í handknattleik í íþrótta- húsi Seljaskóla í gærkvöldi. Leikurinn var liður í undirbúningi landshðsins fyrir ólympíuleikana en hðið heldur áleiðis til Seoul á sunnu- daginn kemur. í leiknum gegn Dön- um í gærkvöldi gætti töluverðrar taugaspennu hjá íslenska liðinu langt fram eftír fyrri hálfleik. Liðið gerði mikil mistök, markvarslan var nánast engin og óöryggið var upp- málað. Þetta nýttu frískir Danir sér th fulls. Eftir aðeins tíu mínútna leik var staðan orðin 4-1 fyrir Dani. Is- lendingar skoruðu fyrsta markið sitt efir sex mínútna leik og var Kristján Arason þar að verki úr vítakasti. Smám saman batnaði leikur íslend- inga til muna. Liðið keyrði upp hrað- ann í leiknum, góð barátta náðist upp í vörninni og forskot Dana minnkaði óðfluga. Guðmundur Guðmundsson minnkaði muninn í 5-6 með glæsi- legu marki úr horninu. Danir höfðu samt sem áður forystu allan hálfleik- inn en í hálfleik var staðan 10-12. íslendingar mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og um miðja hálfleik náði íslenska liðið að jafna, 14-14. Einar Þorvarðarson fór loksins að verja og við það hrökk leikur íslend- inga í gang. Eftir þetta var íslenska liðið ekki stöðvað. Að vísu kom upp kæruleysi undir lokin og þá tókst Dönum að laga stöðuna. íslendingar geta gert miklu betur en þeir sýndu í þessum leik. Liðið stendur nú á tímamótum. Erfiðar æfingar að undanfómu sitja í leik- mönnum en þegar th Seoul er komið tekur við nokkurra daga hvhd og á henni þurfa strákarnir greinhega að halda. Gaman var að sjá til Kristjáns Arasonar í leiknum. Hann nálgast óðum sitt gamla form, langskotin, sem hann er frægur fyrir, yljuðu oft áhorfendum í gærkvöldi. Hins vegar vakti athygli að Alfreð Gíslaon skor- aði ekki eitt einasta mark éftir að hafa verið iðinn við kolann 1 undanf- ömum landsleikjum. Alfreð bætti það upp með sterkum vamarleik. Danir hafa frísku liði á að skipa, þó vantaði nokkra gamla jaxla í hð- ið. Greinhegt er þó að Danir eru að byggja upp hð með nýjum og ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Mörk íslands: Kristján Arason 9/4, Þorghs Óttar 3, Bjarki Sigurðsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Sig- urður Gunnarsson 2, Ath Hhmars- son 1, Geir Sveinsson 1. Mörk Dana: Kim Jakobsen 4, Flemming Hansen 4, Niels Kildelund 4, David Nilsen 3, Frank Jörgensen 3, Jens Erik Roepstorff 2, Kim Jensen 1. • Stefan Serban og Marin Marin frá Rúmeníu dæmdu leikinn sérlega vel. -JKS • Kristján Arason átti mjög góðan leik gegn Dönum í gærkvöldi. Kúbumaður sló Sjöberg við - stökk fyrstur yfir 2,43 m í hástökki Kúbumaðurinn Javier Sotomayor sló Svíanum Patrick Sjöberg við í gærkvöldi þegar hann setti nýtt heimsmet í hástökki á móti í Sala- manca á Spáni. Sotomayor stökk fyrstur manna yfir 2,43 metra en met Sjöbergs var einum sentímetra lægra. Ahorfendur í Salamanca skynjuðu að heimsmet var í uppsighngu þegar Sotomayor flaug yfir 2,40 metra í fyrstu tilraun. Hann lét hækka rána beint í 2,43 og fór yfir í annarri til- raun. Sotomayor hafði fyrr í sumar gefið th kynna að hann gæti náð langt en þá vann hann tvívegis sigur á Sjöberg. Hann verður 21 árs í okt- óber en verður ekki meðal keppenda á ólympíuleikunum í Seoul þar sem Kúba tekur ekki þátt í þeim af póh- tískum ástæðum. -VS Góð kóst hjá Guðna Guðni Sigurjónsson úr Breiðabliki náði frábærum árangri á meistara- móti Reykjavíkur í frjálsum íþrótt- um sem hófst á Valbjarnarvehi í gærkvöldi. Hann stórbætti árangur sinn í sleggjukasti, sigraði með 53,76 metra kasti sem er níundi besti ár- angur íslendings í greininni frá upp- hafi. Guðni bætti sig líka í kúluvarpi, kastaði 15,02 metra. Andrés Guð- mundsson, HSK, náði einnig sínum besta árangri, 15,25 m, en bróðir hans, ólympíufarinn Pétur Guð- mundsson, sigraði með 18,53 m kasti sem er nokkuð frá hans besta. -ÓU íþróttir Ótympíu- stúfar Bann vegna skuldar Borötennishð Afrikuríkisins Sierra Leone var í gær úthokað frá keppni á ólympíuleikunum í Seoul. Alþjóða borðtennissam- bandið tók þessa ákvöröun á þeim forsendum aö þaö hefur ekki fengið árgjald frá Sierra Leone í heh 25 ár! Becker veröur meö Vestur-þýska tennisstjaman Boris Becker mun keppa í Seoul en undanfarið hefur leikið vafi á því vegna meiðsla á fæti. Becker hefur verið i meöferð hjá lækni knattspyrnuliösins Bayern Munchen og sá hefur nú komið honum í keppnishæft form. Keppendur i minnihluta Ríflega 200 manna sveit lagöi i gær af stað frá Nígeríu áleiðis til Seoul. Þetta er stærsti hópur sem Afríkuríkið hefur sent á ólympíu- leika en ekki er aht sem sýnist. Keppendur eru nefnhega í minni- hluta í hópnum, aðeins 80 talsins. , 3 - Þjálfarar eru 35 en fararstjórar samtals um 90! Hvirfilbylur á leiðinni Veðurfræðingar hafa spáð því að hvirfhbylur muni fara hjá strönd Pusan í Suður-Kóreu um svipað leyti og keppni í siglingum á að hefjast þar. Einn shkur myndi ekki setja stórt strik í reikninginn en fylgi fleiri í kjölfarið er hætta á að keppnin raskist verulega. Fréttastúfar Dregið i deildabikar í gær var dregið th 2. umferðar enska dehdabikarsins í knatt- spyrnu en þar er leikið heima og heiman. Leikir, sem lið 1. deildar eiga aðhd að, eru sem hér segir: Noíts County - Tottenham, Lu- ton - Burnley, Rotherham - Man. Utd., Everton-Bury, Liver- pool - Walsall, Lincoln - Sout- hampton, Nott. Forest-Chester, Blackpool - Sheff. Wed., Hull- Arsenal, Derby - Southend, Birmingham - Aston Viha, Sheíf. Utd. - Newcastle, Sunderland - West Ham, Norwich - Preston, Mhlwah - Ghlingham, Middles- boro-Tranmere, Barnsley- Wimbledon, Bournemouth - Co- ventry, QPR - Cardiff eða Swansea, Northampton-Charl- ton. '<e Fimm í bann Fimm leikmenn 1. deildarinnar í knattspyrnu taka út leikbann í 16. umferð hennar sem leikin veröurr á morgun, laugardag. Þaö merkilega er aö allir eru úr KA og Leiftri sem einmitt mætast á Akureyri. KA veröur án bræð- ranna Jóns og Erlings Kristjáns- sona og þjálfarans Guðjóns Þórð- arsonar og hjá Leiftri eru í banni þeir Steinar Ingimundarson og Hörður Benónýsson. Keppnis- tímabilið er búið hjá Jóni því hann fékk þriggja leikja bann og það era einmitt þijár umferðir eftir í 1. deildinni. KR-dagurinn KR-dagurinn 1988 er á morgun, laugardagiim 10. september. Á félagssvæði KR er boðið upp á fjölbreytta íþróttadagskrá sem hefst kl. 13.00 og lýkur á sjötta tímanum. Knattspyrna yngri flokka verður í gangi ahan tím- ann utanhúss og í íþróttasölun- um veröur handknattleikur, fim- leikar, borðtennis, badminton, körfuboltí og síðast en ekki síst pokahlaup milli dehdastjóma. Þá verður glíma sýnd utanhúss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.