Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Page 29
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988.
45
Sviðsljós
Nýgift og hamingjusöm
arinnar og eyddu þar nokkrum dög-
um. Sumarhúsið er á eyju rétt undan
strönd Massachusetts. Þar létu þau
eins og þau væru ein í heiminum og
töluðu varla við nokkurn mann,
enda höfðu þau lítinn tíma til þess.
Ástfangnara par hafa eyjaskeggjar
ekki séð. Þegar þau ekki héldust í
hendur voru þau að faðma hvort
annaö. Þeir sem til þeirra sáu segja
að þau hafi hreinlega ekki séð í sóhna
hvort fyrir öðru.
Einn daginn rákust hjónin á tvær
unglingsstúlkur á ströndinni og Mic-
hael sagði þeim að hann heföi ekki
verið hamingjusamari eða afslapp-
aðri í mörg ár. Sagðist hann myndu
geta hugsað sér að eyða ævinni
þarna.
Stelpumar sögðu aö það hefði verið
meira en greinilegt að Michael og
Tracy vildu vera ein. „Michael var
mjög vingjarnlegur en þau höfðu of
mikinn áhuga hvort fyrir öðru til að
tala mikið,“ sagði önnur stúlkan.
„Það var sérstaklega Tracy sem
vildi ekki hafa neinn annan í kring-
um sig. Þau horfðust í augu og leidd-
ust ahan tímann. Ég bauð þeim í
samkvæmi en það var greinilegt að
þau höfðu ekki mikinn áhuga á því
að fara út á meðal fólks.“
Hjónin ástfóngnu fóru stundum í
bæinn til að versla. Þá var notaður
sportbíll og hraðatakmarkanir ekki
alveg virtar. Það gerði hins vegar
ekki svo mikið til því að lögreglu-
menn á staðnum vissu hve mikið þau
langaði til að vera ein og voru ekkert
að tmfla þau.
Michael J. Fox, sem leikur íhalds-
manninn Alex Keaton í grínþáttun-
um Fjölskyldubönd, giftist á dögun-
um stúlku sem heitir Tracy Pohan.
Henni kynntist hann er hún var ráð-
in til að leika kæmstu Alex í Fjöl-
skylduböndum.
Brúðkaupið fór fram með mikilli
viðhöfn á Nýja Englandi. Athöfnin
fór fram í tjaldi sem hafði verið sleg-
ið upp til að forvitnir blaðamenn og
ljósmyndarar gætu ekki fylgst með
því sem fram fór. Einn galh á gjöf
Njarðar var sá að hiti var mikih í
lofti og hitastigið í tjaldinu fór yfir
40 gráður. Fox fannst það engu að
síður þess virði til að losna við blaða-
snápa.
Brúðhjónin fóm síðan í brúö-
kaupsferð í sumarhús foreldra brúð-
Brúðhjónin voru eins og hverjir aðrir ferðamenn þegar þau skutust i bæinn
til að versla.
Michael J. Fox og brúður hans, Tracy Pollan, nutu þess mjög að vera út
af fyrir sig í brúðkaupsferðinni, enda ástfangin upp fyrir haus.
SKCMMTISTA9IKNI»
Mímisbar
ANDRE
BACHMANN
leikur
föstudags-
og
laugardags-
kvöld
Opið frá
19-03
Ingimar
Eydal
í Súlnasal
laugardagskvöld
Föstudagskvöld
Þossi í diskótekinu
Hljómsveitin
IGEGNUM
TÍÐINA
leikur gömlu og
nýju dansana
í kvöld og
annað kvöld
ÁLFHBMUM 74. SÍMI68622ö\
ý og betri
EVRÓPA
„House tónlist"
Kynntu þér málið
I
OYAL
dh
ROCK
NÝJASTA STÓRBANDIÐ
Hljómsveit hússins
Richard Scobie
söngur
Jóhann Ásmundsson
bassi
Sigurður Gröndal
gítar
Friðrik Karlsson
gitar
Sigfús Óttarsson
trommur
Opid kl. 22.00-S.00.
20 ára og eldri kr. 600,-
Hjón kr. 900,-
Borgartúni 32