Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. Útlönd Özal vill fá páfann Turgut özal, forsætisráöherra Tyrklands, heilsar hér Francesco Cos- siga, forseta italíu, i heimsókn sinni í forsetahöllina i Róm. Simamynd Reuter Forsætisráöherra Tyrklands, Turgut Özal, sagöi Jóhannesi Páli páfa í gær að land hans myndi fagna annarri páfaheimsókn. Özal, sem er í fyrstu opinberu heimsókn sem tyrkneskur forsætisráö- herra hefur farið í til Ítaiíu í fimmtíu og sex ár, sagði þetta í lok tuttugu mínútna fundar sem hann átti með páfa í Vatíkaninu. „Mínar bestu kveðjur til forsetans og þjóðarinnar," sagöi páfi á ensku við Özal fyrir framan blaöamenn. Forsætisráöherrann sagöi á móti aö Tyrkir vildu fá hann aftur í heim- sókn. Árið 1979 fór páfi í þriggja daga heimsókn þangað en 98% íbúanna er múhameðstrúar ems og Ózal. Síöar í gær átti Özal fund með Cossiga, forseta Ítalíu. Vidbúnaður í ísrae! ísraelskur landamæravöröur athugar hér skilrfki arabisks skólastráks sem er á leió í skóla í austurhluta Jerúsalem. Símamynd Reuter Mikiil viðbúnaöur er nú í ísrael vegna þess aö skólar eru að byrja og arabískir námsmenn fá nú í fyrsta skipti leyfi til aö sækja arabíska skóla í austurhluta Jerúsalem. Leitaö er á nárasmönnura og ströng gæsla er á svæðum þar sem arabar fá að fara í skóla. Spánverjar taka vlð forsæti Felipe Gonzalez, forsætisráö- herra Spánar, átti í gær fundi meö Jaques DeLors, framkvæmdastjóra stjórnarnefndar Evrópubandalags- ins, um formennsku Spánverja í Evrópubandalaginu en rööin kem- ur að Spánverjum þann 1. janúar 1989. Þeir neyttu saman hádegisveröar í einrúmi og ræddu um þau verk- efni sem þarf aö leysa áður en Spánvetjar komast í forsæti í Evr- ópubandalaginu svo og þau vanda- mál sem blasa viö eftir að þeir setj- ast í forsæti. DeLors átti einnig fund í gær með Juan Carlos Spánarkonungi. Spánveijar eru tiltölulega nýir i Evrópubandalaginu og því þykir mikið ríða á að þeir séu vel undir- búnir áður en þeir taka viö forsæti bandalagsins en bandalagsþjóðirn- ar skiptast á um að eiga forseta bandalagsins. Reuter Jaques DeLors, framkvæmdastfóri stjómarnefndar Evrópubanda- lagsins, og Felipe Gonzalez, for- sætisráöherra Spánar, ganga hér saman I garðl forsætisráðherrabú- staöaríns I Madrid í gær. Símamynd Reuter Mótmælendur í Santiago ögra hér lögreglumönnum sem eru með háþrýstivatnsbyssur og reyna aö halda uppi lögum og reglu. Símamynd Reuter Hafnaði afsögn- um ráðherva Augusto Pinochet, forseti Chile, játaði sig í gær sigraðan í forseta- kosningunum, sem fram fóru á mið- vikudaginn, og sagðist hann sætta sig við úrslitin. „Ég sætti mig við og virði úrskurð meirihlutans," sagði Pinochet í sjón- varpsviðtali. Hann var klæddur í einkennis- búning sinn sem yfirmaöur herafl- ans og sagði aö það eina sem kosið hefði verið um í þessum kosningum hefði verið nafnið á næsta forseta landsins. Hann aftók með öllu þann mögu- leika að tímaáætlun hersins yrði breytt eins og stjórnarandstaðan hef- ur krafist. Til átaka kom milli mótmælenda, sem stormuðu að forsetahöllinni, og lögreglu. Lögregla náði að stöðva fólkið með því aö beita táragasi og vatnsslöngum. Þetta var alvarlegasta atvikið sem komið hafði upp síðan úrslit kosn- inganna urðu ljós. Ríkisstjórnin hefur viðurkennt að úrslitin hafi verið 43% gegn 55% Pinochet í óhag. Ríkisstjórnin sagði • af sér í gær til að auðvelda Pinochet að gera þær ráðstafanir sem nauð- synlegar eru undir þessum kringum- stæðum. Pinochet ákvað í gærkvöldi að hafna öllum afsagnarbeiðnum ráð- herra sinna og því situr hin sautján manna ríkisstjórn Chile áfram. Erlendis var úrslitum kosninganna fagnað mjög. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar sagði aö með þessu hefðu Chilebúar sýnt mátt kjörkassans. í Róm var gert hlé á þingfundi þegar úrslit lágu fyrir og þingmenn klöpp- uðu Chilebúum lof í lófa. Reuter Schlúter hötaði stjórnarslitum Sumarliði fsleifsson, DV, ÁxósuirL- Það var heitt í kolunum í danska þinginu í gær, fyrsta daginn sem umræður fóru fram. Flokksform- aður jafnaðarmanna, Sven Auken, lagði fram tillögu þess efrús að rík- isstjórninni væri ekki heimilt að leggja á svokallað notendagjald fyr- ir heilbrigðisþjónustu en stjórnin hefur rætt þann möguleika. Samkvæmt tillögum stjórnarinn- ar er meðal annars gert ráð fyrir að sjúklingar greiði hærra hlutfall af lyfiakostnaði og farið verði að taka gjald fyrir sumar læknisað- gerðir. Allt benti til þess að tillaga jafn- aöarmanna yrði samþykkt. Sósíal- iski þjóðarflokkurinn, miðdemó- kratar og Kristilegi þjóðarflokkur- inn lýstu þvi yfir að þeir væru sam- mála tillögu jafnaðarmanna. Hið sama gerðu ýmsir þingmenn Fram- faraflokksins. En forsætisráðherrann, Poul Schlúter, var ekki á því aö láta binda hendur stjórnarinnar á þennan hátt. Fór hann í ræðustól og lýsti því yfir að ef tillagan yrði samþykkt liti hann svo á að stjórn- in væri fallin. Eftir að sú yfirlýsing kom fram fór fylgið við tillögu jafn- aðarmanna ört minnkandi. Þrátt fyrir að jafnaðarmenn hafi átt frumkvæðiö að þessum deilum telja stjórnmálaskýrendur hér að meiri líkur séu á samvinnu þeirra og stjórnarinnar en samvinnu við Framfaraflokkinn. Viðurkenna vitneskju um samningaumleitanir Steinunn Böövarsdóttir, DV, Washington; Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Shultz, viðurkenndi 1 gær að ríkisstjóm Ronalds Reagan væri kunnugt um tilraunir bandarískra ríkisborgara til að semja við írans- stjóm um lausn þeirra sextán vest- rænu gísla sem enn eru í haldi mann- ræningja í Líbanon. Orðrómur um samningaumleitanir fulltrúa írans og Bandaríkjanna hef- ur verið á kreiki í um vikutíma, sér- staklega eftir að Indveijanum Singh var sleppt úr haldi fyrr í vikunni. Talsmenn Bandaríkjaforseta, sem og utanríkisráðherrans, ítrekuöu í gær aö samningaviðræður í umboði ríkisstjómarinnar við íran hefðu ekki átt sér stað né stæðu yfir. Shultz neitaði því staöfastlega að þeir sem hefðu reynt að semja um gíslana í Líbanon heíðu umboð eða leyfi stjórnarinnar. Hann sagðist vonast til að þeir sem gerðu slíkt myndu hætta að skipta sér af. Fyrrum forseti írans, Hassar Ban- isadr, sagði nýlega að bandarískur kaupsýslumaður hefði hafiö samn- ingaumleitanir um lausn gislanna við fulltrúa ríkisstjómar írans í umboði George Bush, varaforseta og forsetaframbjóðanda repúblikana. Banisadr sagði að kaupsýslumaður- inn hefði átt aðild aö lausn Singh úr tuttugu mánaða prísund. Talsmenn bandarísku ríkisstjórn- arinnar sem og Bush hafa harðlega neitaö þessum staðhæfmgum. Kaup- sýslumaöurinn hefur og neitað aö hafa átt aðild að lausn Singh. Gislinn Singh við komuna til V- Þýskalands fyrr i vikunni. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.