Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Page 25
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. 41 Afmæli Steinunn Bjarman Steinunn Bjarman stjórnarráös- fulltrúi, Smiðjuvegi 15 í Kópavogi, er sextug í dag. Steinunn er fædd og uppalin á Akureyri. Hún varð stúdent frá MA1949 og var bæjar- stjóraritari á Akureyri 1950-1963. Steinunn var í Kanada með fjöl- skyldu sinni 1963 og vann á borgar- skjalasafni Reykjavikur 1964-1971. Hún vann hjá Tækniskóla íslands 1978- 1979 og Fiskifélagi íslands 1979- 1984. Steinunn var í Færeyjum með manni sínum 1984 og hefur unnið hjá viöskiptaráðuneytinu frá 1985 og er þar nú stjórnarráðsfull- trúi. ' Steinunn giftist 21. apríl 1962 Hirti Pálssyni, f. 5. júní 1941, rithöfundi. Foreldrar hans eru Páll Ólafsson, b. á Sörlastöðum í Fnjóskadal, og kona hans, Hulda Guönadóttir. Áð- ur en Steinunn giftist eignaðist hún Kristínu Pálsdóttur, f. 11. nóvember 1950, starfsmannastjóra á Hótel Sögu. Kristín er gift Ragnari Lár myndhstarmanni. Þau eiga eina dóttur. Börn Steinunnar og Hjartar eru Hulda, f. 30. júlí 1962, læknir, gift Eggert Péturssyni myndlistar- manni, eiga tvo syni; Guðbjörg, f. 18. október 1963, myndhstarmaður við nám í London; Þórunn, f. 28. fe- brúar 1965, myndhstarmaður, gift Herði Bragasyni myndhstarmanni, eigaeinadóttur. Systkini Steinunnar eru Björn, f. 23. september 1923, lögfræðingur og kennari, kvæntur Sveinbjörgu Stef- ánsdóttur, Björn á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Anna Pála, f. 20. októb- er 1925, húsmóöir, var gift Vigni Guðmundssonar blaðamanni, á sex börn; Ragnheiður, f. 26. maí 1927, gift Marteini Friðrikssyni, forstjóra á Sauðárkróki, eiga 7 börn; Sigur- laug, f. 26. desember 1929, gift Snorra Sigurðssyni skógfræðingi, eiga sex börn; Jón, f. 13. janúar 1933, sjúkrahúsprestur, kvæntur Hönnu Pálsdóttur, aðalgjaldkera Búnaðar- bankans, eiga einn son; Árni, f. 7. janúar 1934, bifvélavirki á Akur- eyri, kvæntur Karolínu Bernharðs- dóttur, eiga flmm börn; Guðbjörg, f. 6. júlí 1936, gift Þór Þorvaldssyni húsasmíðameistara, eiga sex börn. Foreldrar Steinunnar voru Sveinn Bjarman, f. 5. júní 1890, d. 1952, aðal- bókari KEA á Akureyri, og kona hans, Guðbjörg Björnsdóttir, f. 13. maí 1895, býr í Kópavogi. Sveinn var sonur Árna, bankagjaldkera á Ak- ureyri, Eiríkssonar, b. á Skatastöð- um í Austurdal, Eiríkssonar. Móðir Árna var Hólmfríður Guðmunds- dóttir, systir Eiríks, afa Eiríks Hreins Finnbogasonar. Móðir Sveins var Steinunn, systir Eggerts, langafa Pálma Jónssonar í Hag- kaupi. Steinunn var dóttir Jóns, prests á Mælifelli, Sveinssonar, læknis og náttúrufræðings í Vík í Mýrdal, Pálssonar. Móðir Jóns var Þórunn Bjarnadóttir landlæknis Pálssonar og konu hans, Rannveig- ar Skúladóttir landfógeta Magnús- sonar. Móðir Steinunnar var Hólm- f^íður Jónsdóttir, prests í Reykja- hiíö, Þorsteinssonar, ættfóður Reykjahlíðarættarinnar. Meðal móðursystra Steinunnar eru Gunnhildur, móðir Björns Jóns- sonar, prests á Akranesi, Jensína, móðir Ragnars Fjalars Lárussonar, prests í Rvík, og Guðrún, móðir Stef- áns Lárussonar, prests í Odda. Guð- björg er dóttir Björns, prófasts á Miklabæ, Jónssonar, b. í Brodda- nesi, Magnússonar. Móðir Björns var Guðbjörg Björnsdóttir, b. á Stóra-Fjarðarhorni í Kollaflrði, Guðmundssonar og konu hans, Sig- ríðar Jónsdóttur, b. á Þórustöðum í Bitru, Guömundssonar. Móðir Sig- ríðar var Valgerður Jónsdóttir, systir Einars, langafa Ragnheiðar, móður Torfa, fyrrv. tollstjóra, og Snorra Hjartarsonar skálds. Móðir Guðbjargar, ömmu Steinunnar, var Guðfmna Jensdóttir, b. á Innri- Steinunn Bjarman. Veðrará í Önundarfirði, Jónssonar. Móðir Guðfmnu var Sigríöur Jónat- ansdóttir, b. á Vöðlum í Önundar; firði, Jónssonar og konu hans, Helgu, systur Ólafs, föður Bergs Thorbergs, landshöðingja og lang- afa Einars Guðfmnssonar í Bolung- arvík, og Ólafar, móður Jóhannesar Nordals. Helga var dóttir Hjalta, prests á Kirkjubóli, Þorbergssonar Thorberg og konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur, ættforeldra Thorþergs- ættarinnar. Emelía Guðmundsdóttir, Álftamýri 28, Reykjavík. Valgerður Guðlaugsdóttir, Austurvegi 23, Vík Mýrdal. 50 ára___________________ Sjöfn Ólafsdóttir, Hólagötu 2, Vestmannaeyjum. fíólmfríður Jóhannsdóttir, Ytri-Melrakkadal, Þorkelshóls- hreppi. Lárus Guðmundsson, Sæbóli 3, Grundarfirði. Björgúlfur Þorvarðarson, Faxatúni 20, Garðabæ. með daginn Ingólfur Flygenring, Fagrahvammi 10, Hafnarfirði. Páll F. Leósson, Steinahhð 2c, Akureyri. Kristín Magnúsardóttir, Hhðarvegi 20, Kópavogi. Páll Þorsteinsson, 40 ára Kristín Árnadóttir, Laxakvísl 25, Reykjavík. Indriði Geirsson, Laugatúni 13, Svalbarðsströnd. Reykjasíðu 18, Akureyri. Elsa Aðalsteinsdóttir, Erluhólum 4, Reykjavík. Aðalheiður Jakobsdóttir, Hafranesi, Fáskrúðsfiröi. Skúli Gunnar Böðvarsson, Hæðarbyggð 19, Garöabæ. Þorkeh Stefánsson, Sólvallagötu 27, Reykjavík. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Andlát Ulfur Gunnarsson Ulfur Gunnarsson, fyrrv. yfir- læknir Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði og heiðursborgari ísafjarð- arkaupstaöar, lést 29. september. Úlfur fæddist 12. nóvember 1919 í Kaupmannahöfn og tók próf í lækn- isfræði frá HÍ1947. Hann tók dokt- orspróf í háskólanum í Lyon í Frakklandi 1949 og varð sérfræðing- ur í handlækningum 1954. Úlfur varð sjúkrahúslæknir í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði 1954 og yfir- læknir 1976. Úlfur varð vararæðis- maður Sambandslýðveldisins Þýskalands á ísafirði 1961, í Inter- national College of Surgeons frá 1973 og heiðursborgari ísafjarðar 1984. Ulfur kvæntist 12. febrúar 1943 Benedictu Katharinu Irene, f. 17. desember 1915, hjúkrunarkonu, dóttur Martins Mielck, búfræðings í Rostock, og konu hans, Irene Ernst Mielck. Börn Úlfs og Benedictu eru Katharina Ranson, f. 5. maí 1944, býr í Englandi; Birgir, f. 25. apríl 1947, sölustjóri hjá Pólstækni hf. í Rvík, kvæntur Brynju Jörundsdóttur; Gunnar Martin, f. 19. ágúst 1954, auglýsingateiknari í Rvík, kvæntur Helgu Kolbrúnu Svavarsdóttur, og Kristín, f. 21. maí 1957, skíðakennari á Siglufirði, gift Agli Rögnvaldssyni símsmiði. Bræður Úlfs eru Gunnar, f. 28. maí 1914, d. 13. maí 1977, hst- málari í Rvík, kvæntur Signýju Sveinsdóttur, og sonur Gunnars skálds og Rut Lange, Grímur, f. 1929, ritstjóri Sondags Aktuelt í Kaup- mannahöfn. Foreldrar Úlfs voru Gunnar Gunnarsson skáld og kona hans, Franzisca Antonía Josefine, systir Önnu, konu Einars Jónssonar myndhöggvara. Franzisca var dóttir Ernst Carls Olafs Jörgensens, vél- smiðs í Kaupmannahöfn, og konu hans, Mathilde von Weenck. Gunn- ar var sonur Gunnars, b. á Ljóts- stöðum í Vopnafirði, bróður Sigurð- ar, prófasts og alþingismanns í Stykkishólmi, langafa Haralds Sveinssonar, framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. Gunnar var sonur Gunnars, b. á Brekku í Fljótsdal, bróður Sigurðar, prófasts og al- þingismanns á Hallormsstað, lang- afa Hjörleifs Guttormssonar alþing- ismanns. Annar bróðir Gunnars var Stefán, langafi Vilhjálms Hjálmars- sonar, fyrrv. ráðherra. Systir Gunn- ars var Margrét, langamma Aðal- steins Ingólfssonar. Gunnar var sonur Gunnars, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, Gunnarssonar, b. á Ærlæk (Skíða-Gunnars), Þorsteins- sonar, prests á Skinnastöðum, Jóns- sonar. Móðir Gunnars á Ljótsstöð- um var Guðrún Hallgrímsdóttir, b. á StóraSandlæk, Ásmundssonar, bróður Indriða, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafsspna. Móðir Guðrúnar var Bergþóra ísleifsdóttir, b. á Geir- úlfsstöðum, Finnbogasonar, b. á Hofsborg, Ólasonar, bróöur Ragn- hildar, langömmu Málfríðar, ömmu Jóns Þórarinssonar tónskálds. Móðir Gunnars skálds var Katrín Þórarinsdóttir, b. á Bakka á Langa- nesströnd, Hálfdanarsonar, b. á Oddsstöðum á Sléttu, Einarssonar, bróður Stefáns, langafa Einars Benediktssonar skálds. Móðir Hálf- danar var Margrét Lárusdóttir Schevings, systir Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar skálds. í virðingar- ogþakklætisskyni við Úlf Gunnarsson hefur bæjarstjórn ísafiarðar óskað eftir aö fá að sjá Ullur Gunnarsson. um útfór hans, sem fer fram í dag í kapellu ísafiarðarsafnaðar i Menntaskólanum á ísafirði og hefst kl. 14.00. Sigríður Ebenezersdóttir Sigríður Ebenezersdóttir, hús- móðir lést á Akranesi 21. september. Sigríður var fædd í Rvík 16. septem- ber 1899 og vann á yngri árum við sveitastörf og síldarsöltun á Norð- urlandi. Sigríður varþrígift, Sigríð- ur giftist 1. nóvember 1919, Haraldi Sigurðssyni, f. 9. október 1896, d. 3. júh 1921, trésmiður. Foreldrar hans voru, sigurður Björnsson lausamað- ur í anadakílshreppi og Kristín þórðardóttir. Sigríður giftist 26. apríl 1924, Jóhanni Valdimarssyni, f. 3. október 1900, d. 8. febrúar 1970, vélstjóra í Rvík. Foreldrar hans voru, Valdimar Brynjólfsson b. á sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi og kona hans Helga Pásdóttir. Þau skhdu. Börn sigríðar og Jóhanns voru, dóttir, f. 17. október 1924, dó næsta dag og Haraldur, f. 7. júlí 1926, hagfræðingur í Rvík. Sigríður, gift- ist 3. desember 1932, er Magnús Ás- mundsson, f. 29. september 1896, sjó- maður og verkamaður á Akranesi. Foreldrar hans voru, Ásmundur Þorláksson b. á Heggsstöðum í and- akílshreppi og kona hans Kristbjörg Þórðardóttir. Böm Sigríðar og Magnúsar eru, Ebba Ingibjörg, f. 8. mars 1938, gift Högna Ingimundar- syni stýrimanni á Akranesi og eiga þau tvö börn og Gylfi, f. 23. septem- ber 1940, bókbindari og verkamaður á akranesi var giftur Jóhönnu Aðal- steinsdóttur og áttu þau tvær dætur en skyldu. Systkini Sigríðar voru, Helgi, f. 24. júh 1891, d. 20. janúar 1933, sjómaður á Akranesi, kvæntur Agöthu Sigurðardóttur, Sigurhna, f. 6. maí 1893, d. 19. febrúar 1981, gift Magnúsi H Jónssyni prentara í Rvík ogformanni HÍP, Gunnfríður Agatha, f. 23. febrúar 1896, d. 25. ja- náur 1979, verslunarmaður í rvík ogsveindís, f. 16. janáur 1897, d. 14. maí 1917. Foreldrar Sigríðar voru, Ebenezer Helgason sjómaður og verkamaður í Rvík og kona hans Ingibjörg Gunn- arsdóttir. Ebenezer var sonur Helga sjómanns í Ólafsvík Einarssonar. Móðir Helga var Sigríður Pálsdóttir b. í Flatey Pálssonar og konu hans Sigríðar, systir Ástríðar ömmu skáldanna Matthíasar Jochumsson- ar Theódóru Thoroddsen, Ólínu og Herdísar Andrésdætra og langömmu Muggs. Móðir Sigríðar var Guðrún Eggertsdóttir b. í Heg- ilsey Ólafssonar, en Játvarður Jök- ull Júlíusson ritaði ævisögu hans, Umleikinn öldu földum. Ingibjörg var dóttir Gunnars b. á Gullbera- staðaseli í Lundarreykjadal Gunn- arssonar b. á Þverfehi í Lundar- reykjadal Guðmundssonar b. á Neðri-Háls í Kjós Þórðarsonar, föð- ur Lofts langafa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Annar sonur Guð- mundar var Þorsteinn langafi Sol- veigar móður Einars Olgeirssonar. Móðir Ingibjargar var Agatha Magnúsdóttir b. á Dagverðarnesi í Skorradal Bjömssonar b. á Hóh í Skorradal Sæmundssonar, Jóhann Sigriður Ebenezersdóttir. Eiríksson hefur ritaði niðjatal Björns í Ættarþáttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.