Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Side 13
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 13 Lesendur Samvinnuhreyfing í hlutafélagsformi? H.S. hringdi: Stjórnarformaöur Sambandsins lýsti hinum miklu skuldum fyrirtæk- isins fyrir okkur nýlega í sjónvarps- viötali. Eftir þær upplýsingar er manni spurn: Hvers vegna er þessi stóra samsteypa ekki hreinlega lögð niður? Allt er rekiö með stórtapi og var helst að heyra á formanninum að eina úrræðið væri aö taka upp þá stefnu aö reka samvinnuhreyfing- una í hlutafélagaformi! - Það heíði nú einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar. Þessi hreyfing, sem átti að vera lyftistöng fyrir bændur og dreifbýli, er að leggja allt í auön. Og það er alveg dæmigert fyrir ástandið að á meðan „Róm brennur“ og bændur eru að veslast upp hreiðra foringjar þeirra og helsti stuðningsflokkurinn um sig á Hótel Sögu, langdýrasta húsnæði í landinu, og lifa þar í „sús og dús“. - Stjómarformaður Sam- bandsins, sá er gaf yfirlit í sjónvarpi yfir skuldir Sambandsins, verður svo bankastjóri Landsbankans! Formaöur Sjómannafélags Reykjavíkur: Fer með sigur af hólmi Fyrrv. sjómaður skrifar: Ég get ekki orða bundist vegna ummæla ýmissa atvinnurekenda í millilanda-„businessinum“ í tilefni hörku Guðmundar Hallvarðssonar í þeirra garð í tengslum við áform um að ráða „þræla" á millilandaskip ís- lendinga. Sem fyrrverandi sjómaður get ég ekki annað en hneigt mig fyrir for- manni Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann hefur sýnt að hann er raun- veralega þess verðugur að vera for- ystumaöur fyrir sjómenn. - Þá er ég ekki bara að tala um þetta atvik, heldur er hægt að vitna í mörg önn- ur. Það er alveg ótrúlegt hvað sumir menn halda að við séum heimskir í þessu landi. En hér hefur einn maður farið með sigur af hólmi og það er Guðmundur Hallvarðsson, formaöur Sjómanna- félagsins. Ég sá í blöðunum um dag- inn að hann væri einnig borgarfull- trúi sjálfstæðismanna í Reykjavík; Ég, sem var svo heimskur að kjósa Kvennalistann í síðustu kosningum til að refsa forystu sjálfstæðismanna í landsmálunum, mun nú ekki hika viö að kjósa „rétt“ í næstu kosning- um. Að lokum þetta; Ef Davíð Oddsson léti af störfum sem borgarstjóri í Reykjavík, og tæki e.t.v. við forystu flokksins í landsmálum, þá ætti ekki að vera erfitt fyrir sjálfstæðismenn að velja nýtt borgarstjóraefni. Mann sem hefur sama heiðarleikann og Davíð, mann sem hefur sömu ákveðnina og Davíð. - Nefnilega Guðmund Hallvarðsson. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. - „Ekki erfitt fyrir sjálfstæðismenn að velja nýtt borgarstjóraefni," segir hér m.a. Hann heitir ekki Jónur Baldvinur áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins Kynning á Samtökunum 78 í Árseli Frá Unglingaráði Ársels: Þriðjudaginn 22. þ.m. birtust til- skrif „reiðrar móður“ hér á lesenda- síðunni um kynningarfund Samtak- anna 78 í félagsmiðstöðinni Árseli. Við viljum vekja athygli á þeirri stað- reynd að kynning þessi var haldin samkv. beiðni fjölda unglinga, en i skólum landsins er ekki veitt fræðsla af þessu tagi. Félagsmiðstöðvamar' em fyrir unglingana sjálfa og starfsfólkið reynir að veita okkur þjónustu sem við sjálf förum fram á. Það átti við um umræddan fund. Þess má geta að um 140 unglingar sóttu fundinn sem var hinn áhugaverðasti og margar athyglisverðar spumingar komu fram og ýmsir fordómar voru kveðnir niður, fordómar sem hinir eldri ættu líka að leiða hugann að. í umræddu bréfi spurði móðirin, hvort Samtökin 78 myndu halda fleiri slíka fundi. Svarið við því er nei. Hins vegar hvetjum við aðrar félagsmiðstöðvar til að gera slíkt hið sama og Ársel og vinna þar með gegn fordómum gegn samkynhneigöu fólki. - Að lokum viljum við þakka fyrir frábæra kynningu. S. skrifar: Ég var eitt kvöldið á leiðinni heim að hlusta á fólk hringja í Hallgrím á Bylgjunni. Hallgrímur virðist ágæt- lega máli farinn og hafa munninn fyrir neðan nefið, en í þetta skipti lét hann konu út í bæ snúa heldur en ekki á sig. Þetta kvöld var mikið fjargviðrast yfir Jóni Baldvini, og Hallgrímur hafði nafn hans réttilega þannig í þágufalli. En konan hringdi til þess að gagnrýna þetta, með einkennileg- um hætti. Hún sagði: „Þú segir alltaf frá Jónbaldvini, Jónbaldvini," tvítók hún, með þannig áherslu að það var eins og nöfn utanríkisráðherra væru ekki tvö heldur eitt samhangandi. Svo hélt hún áfram: „En þetta er ekki rétt. Hann heitir ekki Jón Bald- Sæmundur Óskarsson hringdi: Af hreinni tilviljun horfði ég í gær- kvöldi (22. nóv.) á ríkissjónvarpið kl. 19.25, á unglingaþátt sem gengur undir heitinu „Ekkert sem heitir" og var hann endursýndur (hafði veriö sýndur áður hinn 18. þ.m.) vin ur!“ Hallgrími vafðist greinilega tunga um tönn ogkyngdi þessu eiginlega, meö talsverðu munnvatni. Hann hef- ur eflaust hugsað það um kvöldið þegar heim var komið hvernig hann hefði átt að svara þessu. Auðvitað heitir maðurinn ekki Baldvin ur. Engu að síður er rétt að segja „frá Baldvini" í þágufalli. Rétt eins og það er rétt að segja „frá kyni til kyns" eða „með gapandi gini“ þótt engum detti í hug að orðið kyn sé „kynur" í nefnifalli eða orðið gin sé „ginur" í nefnifalli. Þess vegna er það laukrétt hjá Hall- grími og öllum öðrum að segja „frá Jóni Baldvini," en ekki „Jónbald- vin", þó að blessaður maðurinn heiti ekki „Jónur Baldvinur". Mér finnst þetta sjónvarpsefni vera svo út í hött að engu tah tekur. Ég ræddi við tvo unglinga sem samtímis mér horföu á þáttinn og sögðu báðir að þessi þáttur ofbyði dómgreind unglinga gjörsamlega. - Og svo held ég aö hþóti að vera um fleiri. Asgeir og „aronskan“ Magnús hringdi: Ég vil þakka Ásgeiri Hannesi Ei- ríkssyni fyrir að veRja umræðu á Alþingi um hina svokölluðu „ar- onsku" og Aron Guðmundsson. - Aron rak Kauphöllina í Lækjar- götu í marga áratugi og leiðbeindi fjölda fólks í fjármálum. - Aron rak sitt fyrirtæki af stakri prýði og reglusemi. A meöan stjómvöld færa þjóöina stööugt nær þjóðargjaldþroti (sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum forsætisráðherra) er fólki óhætt að leggja við hlustir þegar Aron Guð- mundsson og aronsku hans ber á góma. Aron Guömundsson vissi hvað hann söng, þegar hann setti fram skoðanir sínar um Varnarliðið hér á landi. Ungllngaþáttur í Sjónvarpi: Ofbýður dómgreind unglinga Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram i dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð á neðangreindum tíma: Hagasel 21, þingl. eigandi Gunnar Gunnarsson, mánud. 28. nóv. '88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykja- vík og Tollstjórinn í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Láttu ekki þrefalt happ úr hendi sleppa!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.