Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Stefán Hjaltason, útgerðarmaður Brinmess SH:
„Stálvík á engar
kröfur á mig“
- á allt eins von á að báturinn verði dreginn burt
Stefán Hjaltason um borð i bát sinum, Brimnesi SH 717. Hann heldur á mælaborðinu - en Stefán greip til þess ráðs
að rífa mælaborðið upp svo Stálvíkurmenn gætu ekki siglt bátnum. DV-mynd GVA
„Stálvík á engar kröfur á mig. Þaö
er frekar á hinn veginn. Ég er til
dæmis búinn aö greiða 1,7 milljónir
fyrir niðursetningu á vélum. Þeirri
vinnu er ekki lokið og því ætti ég
ekki að vera búinn að borga þeim
þá peninga. Staðreyndin er sú að ég
hef oft greitt fyrr en samningurinn
segir til um. Það hef ég gert vegna
óska frá þeim - það hefur komið upp
sú staða að þeir hafa ekki átt fyrir
launum og því óskað eftir að fá
greiðslur fyrr en samningurinn seg-
ir,“ sagði Stefán Hjaítason útgerðar-
maður.
Stefán og Skipasmíðastöðina Stál-
vík greinir á um greiðslur og fleiri
samningsatriði vegna vinnu við nýj-
an bát sem Stálvik smíðaði fyrir Stef-
án. Til átaka kom á milli aðila eftir
að Stefán sigldi bátnum frá Hafnar-
flrði til Reykjavíkur í fyrrinótt. Sætt-
ir tókust á þann veg að Stálvík ætl-
aði að leita úrskurðar fógeta um hver
hefði forræði yfir bátnum, Stefán eða
Stálvík. Stálvík lét ekki verða af því
að óska eftir því að fógeti skæri úr
um deilurnar. Lögregluvörður va'r
við bátinn í hálfan sólarhring.
„Stálvík hefur engar kröfur á Stef-
án. Hann hefur staðið fullkomlega
við sinn hluta samningsins. Þeir áttu
að afhenda bátinn 28. maí. Nú er liö-
iö hálft ár frá því að Stefán átti aö
fá bátinn. Fjármagnskostnaður og
veiðitap Stefáns er orðið verulegt
vegna þess hversu afhendingin hefur
dregist. Stálvík vann þó aöeins hluta
verksins. Báturinn kostar um 20
milljónir en hlutur Stálvíkur er að-
eins rúmar sex milljónir. Þeir létu
mig loks fá kröfur sínar í gær. Þær
hljóðuðu upp á sjö milljónir - en þaö
er algjör fjarstæða og við munum
ekki samþykkja neinar kröfur frá
þeim.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
frá 10. október er Stefán búinn að
greiða mikinn hluta af verki Stálvík-
ur og hefur lagt fram tryggingar fyr-
Davíðshús
stendur Jó-
hanni til boða
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Óvíst er hvort Jóhann Hjartarson,
stórmeistari í skák, muni undirbúa
sig fyrir einvígið við Anatoly Karpov
í Davíðshúsi á Akureyri.
Jóhanni hafa verið boðin afnot af
Davíðshúsi í desember og janúar, en
vegna anna hans er ekki ljóst hvort
hann getur þegið boðið. Þegar Jó-
hann undirbjó sig fyrir einvígið við
Kortsnoj dvaldi hann viö undirbún-
ing á Akureyri.
Byrjað verður að lána listamönn-
um Davíðshús til afnota um mánaða-
mótin janúar-febrúar, og hefur hús-
inu verið ráðstafað alveg fram á
næsta haust. Þeir listamenn sem þfeg-
ar hafa fengið þar inni eru Helga
Egilsdóttir myndlistarmaður, Krist-
ín Jónsdóttir myndlistarmaður, Jón
Óskar rithöfundur og Hafliði Hall-
grímsson tónlistarmaður. Þá hafa
Áshildur Haraldsdóttir tónlistar-
maður og Hallgrímur Helgason
myndlistarmaður fengið afnot af
húsinu á árinu 1990.
Listamennirnir sem dvelja í Dav-
íðshúsi fá þar inni endurgjaldslaust
að öðru leyti en því aö þeir gangast
að því að koma list sinni á framfæri
í bænum, og sagði Ingólfur Ár-
mannsson, fræðslufulltrúi á Akur-
eyri, að þetta hefði verið hugsað í
þeim tilgangi að efla listalíf í bænum.
ir því sem eftir er. Síðan á Stálvík
eftir að greiða dagsektir sem eru sjö
þúsund krónur á dag,“ sagði Friðrik
Arngrímsson, lögmaður Stefáns
Hjaltasonar.
Reif mælaborðið
með handafli
„Þegar ég kom um borð í bátinn
skömmu eftir aö vorum komnir til
Reykjavíkur var her manna frá Stál-
vík um borð í bátnum í þeim tilgangi
að sigla honum burt. Þeir ætluðu að
meina mér að fara um borð. Ég gaf
það ekki eftir og þegar þeir ætluöu
aö ræsa vélina til að sigla bátnum á
brott blés ég upp annan gúmbjörgun-
arbátinn og ætlaði líka að blása hinn
bátinn upp. Þá hefði báturinn ekki
verið haffær þar sem björgunarbátar
verða aö vera um borð. Áður en ég
náði að blása seinni bátinn upp tókst
mér að komast inn í stýrishús. Þar
kom til stimpinga milli mín og þeirra.
Loks greip ég til þess ráðs aö rífa
mælaborðið burt. Þar með kom ég í
veg fyrir aö hægt væri að ræsa vél-
arnar. Ég á allt eins von á að þeir
reyni að draga bátinn burt,“ sagði
Stefán Hjaltason.
Stefán og lögmaður hans sögðu að
vegna óstjórnar og lélegra vinnu-
bragða hjá Stálvík heföi verkið orðið
mun dýrara en getið væri um í samn-
ingnum. Nú væri greinilega ætlunin
að ná inn öllu tapinu eða hluta þess
hjá Stefáni.
„Teikningar af bátnum fást ekki frá
Skipahönnun, sem annaðist gerð
þeirra, vegna þess hversu mikið Stál-
vík skuldar því fyrirtæki. Ef ég ætla
að láta stöðugleikaprófa bátinn, sem
ég verð að gera lögum samkvæmt,
þarf ég sennilega að greiða teikning-
amar aftur en þær kosta 250 þúsund
krónur. Ég er ekki bjartsýnn á að ég
geti innheimt eitthvað af Stálvík. Ef
upp koma smíðagallar held ég að ég
verði að greiða allt slíkt sjálfur,"
sagði Stefán Hjaltason.
-sme
Vöruskipti við útlönd:
Halli í ár
þrátt fyrir
samdrátt
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir nokk-
um samdrátt í almennum inn-
flutningi á síðustu mánuðum
þessa árs er ekki gert ráð fyrir
að vöruskiptajöfnuöur verði hag-
stæður. Enn á eftir að koma til
landsins mikið af skipum, bæði
nýjum og endurbættum, og mun
sá innflutningur vega upp sam-
dráttinn í almennum innflutn-
ingi. Horfur em því á að vöru-
skiptahallinn veröi um 5,5 millj-
arðar, eins og spáð hefur verið,
að sögn Hallgríms Snorrasonar
hagstofustjóra.
Hagstofan sendi í vikunni frá
sér ýfirlit um inn- og útflutning í
júlí. Það er um þremur mánuðum
seinna en verið hefur undanfarin
ár. Að sögn Hallgríms er von til
þess að Hagstofunni takist að
vinna þessa seinkun upp eftir
áramót. Hún er tilkomin vegna
nýrrar tölvuvinnslu og breytinga
á eyðublööum sem inn- og útflytj-
endur fylla út. Þetta nýja keríi
hefur farið illa af stað en Hall-
grímur sagði að stofnunin væri
nú komin yfir þá byijunarerfið-
leika. Hins vegar væri enn eftir
að vinna upp þann hala sem þeir
erfiðleikar skildu eftir sig.
-gse
• Búseti fær blokk:
15 þúsund
krónur á
mánuði
fyrir 4 her-
bergja íbúð
í dag afhendir Hagvirki Hús-
næðissamvinnufélaginu Búseta
46 íbúðir í fjölbýlishúsinu að
Frostafold 18-20. Þetta em fyrstu
íbúðirnar sem Búseti eignast.
Félagið byggir nú 16 íbúðir til
viðbótar í Hafnarfirði og sótt hef-
ur verið um lán til að byggja 202
íbúðir til viðbótar.
Þeir sem kaupa íbúðir í gegnum
Búseta greiða 15 prósent sölu-
verðsins í útborgun. Afgangurinn
greiðist á 43 árum. Miðað við
skráð verð í ágúst síðastliðnum
þarf kaupandinn að greiða út 761
þúsund krónur fyrir 4 herbergja
íbúð. Síðan greiðir hann um
15.700 krónur á mánuði. Það er
minna en helmingur þess sem
leigjendur greiða almennt í húsa-
leigu.
Meðalverð á fermetra í Bú-
setablokkinni er um 42 þúsund
krónur sem er lægra en almennt
tíðkast í fjölbýlishúsum. Álitið er
að almennt verö á fermetra sé um
50 þúsund krónur.
-gse
Abracadabra:
Starfsmaður
kýldi gest
Starfsmaður á veitingastaðnum
Abracadabra hefur verið kærður
til lögreglu fyrir að kýla einn
gesta veitingahússins í andlit.
Tönn brotnaði í gómi gestsins,
auk minni meiðsla, svo sem glóð-
arauga og nefmeiðsla.
Haldið er að starfsmaöurinn
hafi verið að reyna að innheimta
peninga sem hann taldi sig eiga
hjá gestinum.
Málið er nú í höndum lögregl-
unnar.
-sme
Þjóðhagsstofhun:
Sjávarútvegurinn
með fjogurra
prósenta tapi
- hagfræðlngar segja skýrslu stofnunarinnar gloppótta
Samkvæmt útreikningum Þjóð-
hagsstofhunar er sjávarútvegurinn
rekinn með um 4 prósent tapi.
Veiðar eru reknar með 4,5 prósent
halla, frystingin meö 4,7 prósent
halla en saltfiskvinnsla meö 1,8
prósent hagnaöi. í þessum útreikn-
ingum er reiknað meö 6 prósent
ávöxtun stofnfjár en Þjóðhags-
stofnun notar þá viömiöun sem
nokkurs konar staöal fjármagns-
kostnaðar í útreikningum sínum.
Þessar upplýsingar voru lagöar
fyrir ríkisstjómarfund í gær. Sá
fundur fjallaði fyrst og fremst um
stöðu atvinnuveganna. Skýrsla
Þjóðhagsstofnunar um stöðuna er
löng en í henni eru rúmlega 80 töfl-
ur um ýmis þau atriði sem tengjast
afkomu atvinnuveganna.
Þessi skýrsla hefur sætt gagnrýni
þeirra hagfræðinga sem vinna fyrir
ráðherrana, meðal annars fyrir
þær sakir aö ekki er gerð tilraun
til að einangra áhrif af lækkun
dollarans. Fall hans hefur mjög
mismunandi áhrif á fyrirtæki í
sjávarútvegi eftir því hversu háð
þau eru Bandaríkjamarkaði. í
skýrslu Þjóöhagsstofnunar leggst
tap vegna dollarans á atvinnu-
greinina sem heild.
Þá sætti það og gagnrýni að ekki
kemur fram við hvað er miöað þeg-
ar togarar og bátar eru metnir til
eignar. í skýrslunni kemur fram
að mjög lítiö eigið fé er í fyrirtækj-
um í sjávarútvegi. Matsverð á eign-
unum skiptir því miklu máli, sérs-
taklega í Ijósi þess að bátar og tog-
arar hafa verið seldirá mun hærra
verði en þeir eru almennt metnir á
f ársreikningum.
Ríkisstjómarfundinum var ætlað
að setja ráðherrana inn í stööu at-
vinnuveganna. Á honum voru eng-
ar ákvarðanir teknir. Eins og fram
hefur komið í DV leggja stjórnar-
flokkarnir nokkuö misjafnt mat á
nauðsyn sérstakra ráðstafana. Al-
þýöuflokksmenn leggjast hart gegn
aðgerðum til viðbótar þeim sem
þegar hafa verið gerðar. Fram-
sóknarmenn vilja hins vegar að-
gerðir sem fyrst..
-gse