Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. 49 DV Reykjavíkurmót: Öruggur sigur Fram í 4. flokki í 4. flokki karla áttust við lið Fram og KR sem tvímælalaust eru sterk- ustu lið Reykjavíkur í þessum ald- ursflokki. Strax í upphafi leiksins tóku Fram- arar Pál Beck, sterkasta leikmann KR, úr umferð og gafst það mjög vel því sóknarleikur KR varð ráðleysis- legur fyrir bragðið og glopruðu þeir boltanum klaufalega í hendur Fram- ara í tveimur fyrstu sóknum sínum. Steinarr Björnsson, línumaðurinn sterki hjá Fram, rífur sig hér lausan og skorar annað marka sinna í leikn- um. Framarar þökkuðu pent fyrir og náðu strax tveggja marka forystu með mörkum frá Friðriki Nikulás- syni og Sigurði Guðjónssyni. Framarar voru þarna komnir af stað og breytti Kristján Baldursson stöðunni í 4-0 með tveimur glæsileg- um mörkum í horninu. Aðeins flmm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik er KR-ingar náðu að skora sitt fyrsta mark en það gerði Einar Árnason með góðu langskoti sem Kjartan Ragnarsson, markvörð- ur Fram, réð ekki við en hann hafði varið oft glæsilega fyrr í leiknum. Páll Beck náði síðan að koma KR- ingum inn í leikinn aftur með tveim- ur mörkum sem hann skoraði af miklu harðfylgi. Steinarr Björnsson, Fram, náði síð- an að skora gott mark stuttu fyrir lok fyrri hálfleiksins og breytti þannig stöðunni í 5-3 og urðu það lokatölur hálfleiksins þar sem Kjartan varði glæsilega skot Páls úr hraðaupp- hlaupi á síðustu sekúndunum. Snemma í fyrri hálfleik náðu Framarar íjögurra marka forskoti með tveimur mörkum frá Arnari Arnarssyni en Einar Árnason náði að minnka muninn í þijú mörk áður en Friðrik skoraði með glæsilegu Handknattleikur imglinga j 'úVj. WMm ftiSgM k 4 8'í í í « vwm i i'í*I' 1 ’i f Jl PJSPllÉrl ' Reykjavikurmeistarar Fram í 4. flokki ásamt þjálfurum sínum, Heimi Ríkarðssyni og Brynjari Stefánssyni. langskoti og breytti þannig stöðunni í 8-4. Þriggja til fjögurra marka munur hélst til leiksloks þrátt fyrir að KR- ingar reyndu allt sem þeir gátu til að jafna leikinn. Brugðu þeir m.a. á þaö ráð, er átta mínútur voru til leiksloka, að taka þrjá af sóknar- mönnum Fram úr umferð en það dugði ekki til og það var Friðrik sem gulltryggði Fram langþráðan titil með marki er þrjátíu sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins uröu 13-10 sem verður að teljast sanngjarnt enda spiluðu Framarar allir sem einn mjög vel í þessum leik. Atkvæðmest- ur hjá Fram var Friðrik með fjögur mörk. Arnar og Kristján gerðu þrjú mörk hvor, Steinarr tvö og Sigurður eitt. Valtýr G. Gunnarsson, fyrirliði Fram, var valinn maöur leiksins enda var hann kjölfesta liðsins bæði í vörn og sókn. Hjá KR bar mest á þeim Einari, sem skoraði fjögur mörk, og Páh Beck sem gerði þrjú mörk. Magnús, Atli og Daði Ingólfsson gerðu allir eitt mark hver. Framarar voru þrívegis reknir af leikvelli en aðeins einn KR-ingur fékk að kæla sig utan vallar. 3. flokkur kvenna: Víkingar Reykjavíkurmeistarar Úrslitaleikurinn í 3. flokki kvenna var á milli Víkings og KR. Síðast þegar þessi lið léku saman í íslands- mótinu sigruðu KR-ingar með eins marks mun og var því búist viö jöfn- um og skemmtilegum leik. Það voru KR-ingar sem hófu leik- inn og áttu fyrsta markskotið en Hjördís Guðmundsdóttir varði eins og svo oft í þessum leik. Þar er stór- góður markvörður á ferðinni. Víkingar skoruðu úr sinni fyrstu sókn, 1-0. Liðin skiptust á um að hafa forystuna framan af og bar leik- urinn þess glögg merki að taugar leikmanna voru þandar til hins ýtr- asta. KR komst síðan yflr um miðjan fyrri hálfleik í fyrsta sinn í leiknum, 4-3. Þá kom vendipunktur í leiknum því Víkingsstelpurnar tóku mikinn fjörkipp og skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 8-4. Þar fór fremst í flokki Erna Aðalsteinsdóttir sem skoraði 4 mörk. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá KR. Stúlkurnar misnotuðu vítakast og hver sóknin af annarri rann út í sandinn en þrátt fyrir það áttu þær síðasta orðið í fyrri hálfleik er Tinna Snæland skoraði fyrir KR úr víta- kasti. Staðan í hálfleik var því 8-5, Víkingum í vil. í upphafi síðari hálfleiks tóku KR- ingar það til bragðs að taka Ernu úr umferð og við það riðlaðist sóknar- leikur Víkinga mikið. Smátt og smátt söxuðu KR-stelpurnar á forskotið og voru síðustu mínúturnar í leiknum vægast sagt mjög spennandi. Þegar staðan var 10-7 misnotaði Víkingur vítakast en fékk boltann aftur en þá lenti hann í stöng. KR- stelpurnar náðu boltanum, brunuðu upp og skoruðu. Víkingar hófu sókn en misstu boltann. KR-stelpurnar hófu aftur sókn og Sigríður Páls- dóttir stökk upp og skoraði með lag- legu langskoti og minnkaði muninn í eitt mark, 10-9. Anna Bogadóttir kom Víkingum í 11-9 en Tinna Snæland svaraði strax fyrir KR meö fallegu marki, 11-10, og allt gat gerst og spennan var gífur- leg. Víkingsstelpumar hófu sókn en misstu boltann og Tinna brunaði upp í hraðaupphlaup en Hjördís Guð- mundsdóttir, markvörður Víkinga, sá við henni og varði stórkostlega. Síðustu sekúndur leiksins runnu síð- an út og Víkingur er því Reykjavík- urmeistari í 3. flokki kvenna. • Sigur Víkingsstúlknanna var sanngjarn. Þær spiluðu leikinn mjög skynsamlega en bestar í liði Víkinga voru Erna Aðalsteinsdóttir, sem gerði 6 mörk í leiknum, og Hjördís Guðmundsdóttir markvörður sem varði oft á mikilvægum augnablik- um. Ekki er gott að segja hvernig leik- urinn hefði endað ef Hjördís hefði ekki varið hraðaupphlaupið í lokin. Inga Stefánsdóttir og Hanna Ein- arsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Anna Bogadóttir eitt. • Hjá KR voru Sigríður Pálsdóttir, sem gerði 5 mörk, og Tinna Snæland, sem gerði 4 mörk, bestar. Sigurlaug Benediktsdóttir gerði eitt mark. KR er með gott lið en taugaspenna var of mikil í liðinu og hefur það oft spilað betur. • Erna Aðalsteinsdóttir var valin besti leikrhaðurinn. Erna er mjög efnileg skytta og á vafalaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Reykjavíkurmeistarar Vikings í 3. flokki kvenna ásamt þjálfara sinum, Þorsteini Jóhannessyni. f 'ú ?§§■ % - 11[|B'ji I mIpwI' ^ n »- JtasBgaear-* ' ■ (. . *v>, i* $$ n,- |f MB 1Wf ” Inv/ É •' 1 ' -• t |Éf8 pt ^d|fjl iÉS W jr JB ,* JP K L. :..MimW *• p* H WMl oi 9 LA - JStéa ! -m JH-1 i IHIní ..»# **? 4j JT* ' t. > 11- •• BPV . ú ijflB j . Ifcí’ 'N . iá >*' , 1 wpR ' " W'/) Wymtt' WirxmM Wtm-l MKBffá; _tff KR varð Reykjavíkurmeistari í 4. flokki kvenna en stúlkurnar urðu jafnar Fram að stigum. Þar sem markatala KR var betri hlutu þær sæmdarheitið besta handknattleiksliðið í Reykjavik í 4. flokki kvenna og hér eru þær ásamt þjálfara sínum, Örnu Steinsen, landsliðskonu úr Fram. Reykjavíkurmeistarar ÍR í 2. flokki karla ásamt þjálfara sínum, Eyjólfi Braga- syni. ÍR-ingar sigruðu KR stórt í úrslitaleiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Reykjavíkurmeistarar Víkings í 2. flokki kvenna ásamt þjálfara sínum, Pétri Bjarnasyni, en Vikingar sigruðu KR í úrslitaleik, 21-8, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 8-7 Víkingi í vil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.