Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
55
Lífsstm
Þjófur,
þjófur!
- ferðamenn eru vinsæl bráö smáglæpamanna í útlöndum
Vasaþjófar og aðrir ræningjar eru
það sem ferðamaðurinn í ókunnri
stórborg óttast mest. Ekki að ástæðu-
lausu. Ferðamaðurinn gengur oft
með meiri verðmæti á sér en hinn
aimenni ,borgari, hann þekkir ekki
umhverfi sitt, og er kannski þess
vegna ekki eins vel á varðbergi.
Hann er kjörið fómarlamb misindis-
manna.
íslenskir feröamenn era þar engin
undantekning. Samkvæmt upplýs-
ingum frá utanríkisráöuneytinu
verða íslendingar á erlendri grund
reglulega fyrir barðinu á ræningjum,
mest á sólarströndum. Ráðuneytið
hefur þó ekki neinar upplýsingar um
flölda þeirra sem verða fyrir þessari
óskemmtilegu lífsreynslu. Það helg-
ast af því að tilkynning um þjófnað
á peningum eða öðrum eigum ferða-
mannsins berst ekki hingað til lands
nema sendiráð eða ræðismaður er-
lendis þurfi að veita viðkomandi fjár-
hagsaðstoð af einhveiju tagi til að
komast heim. Sendiráð og ræðis-
menn mega ekki láta ferðamanninn
fá peninga nema einhver ættingi eða
kunningi á íslandi gangist í ábyrgð
fyrir láninu. Og þar kemur utanrík-
isráðuneytið inn í myndina.
Utanríkisráðuneytinu berast ekki
skýrsiur frá yfirvöldum í því landi
þar sem. glæpurinn er framinn.
ekki skýrslur um atburðinn ef ekki
er farið fram á neina aðstoð heldur
aðeins tilkynnt um það sem gerðist.
Svo má alltaf reikna með því að fórn-
arlömbin séu miklu fleiri sem ekki
tilkynna yfirvöldum um ófarir sinar.
Bandaríska ferðatímaritið Condé
Nast Traveler birti nýlega samantekt
um vinnuaöferðir og helstu vinnu-
staði vasaþjófa í nokkrum stórborg-
um. Þótt upplýsingamar miðist eink-
um við bandaríska ferðamenn geta
þær líka orðið ferðamönnum af öðru
þjóðemi, þar á meðal íslendingum,
að einhverju gagni næst þegar þeir
halda út í hinn stóra heim. Hér á
eftir verður sagt frá nokkrum borg-
um þar sem alltaf má búast við að
finna íslenska ferðamenn í meira eða
minna mæh.
London
Vasaþjófamir í London starfa við
Oxford stræti og Regent stræti, og
einnig í Knightsbridge hverfmu.
Þjófar eru líka á stjái í stærstu versl-
unarhúsunum, eins og Harrods,
Marks & Spencer og Selfridges. Það
kemur meira að segja fyrir að við-
skiptavinir í verslunum þessum séu
varaðir viö þjófum.
Embættismaður í bandaríska
sendiráðinu varar við ránum eftir
að skyggja tekur rétt austan við Tow-
er of London og í Brixton og Totten-
ham þó svo að ferðamenn séu þar
sjaldan á ferli.
Neðanjarðarlestirnar í London eru
alla jafna öruggur staður að vera á.
Upp á síðkastið hafa þó hópar ungl-
inga tekið upp á því að hlaupa í hóp
gegnum mannþröngina og hrifsa
handtöskur og önnur verðmæti sem
þeir koma höndum yfir. Menn ættu
að vera sérstaklega árvökulir á neð-
anjarðarstöðinni við Oxford Circus,
sem er mjög ijölfarin.
Þeir sem ferðast um á bílaleigubíl-
um skyldu varast að skilja nokkur
verðmæti eftir í þeim. Samkvæmt
upplýsingum frá Interpol em bíl-
þjófnaðir óvíða fleiri en í Englandi.
Frankfurt
Vasaþjófar og fíkniefnasalar starfa
við aðalbrautarstöðina (Hauptbahn-
hof). Þeir sem eru einir á ferð ættu
að forðast Kaiserstrasse þar sem
vændiskonur eru á hverju strái og
konur eiga það á hættu að vera ónáð-
aðar.
París
Vasaþjófnaður hefur lengi verið
eitt helsta vandamál ferðamanna í
París en starfsaðferðir þjófanna hafa
verið að breytast. Áður fyrr voru það
að mestu sígaunabörn sem störfuðu
á Rue de Rivoli og viðar, en vegna
strangari reglna um hverjir fá að
koma inn í Frakkland, hefur þeirri
þjófategund fækkað. Nú er mun
meira um hreina atvinnumenn í fag-
inu. Menn skyldu gæta sín sérstak-
lega við Pompidou safnið og í ná-
grenni Concorde torgsins. Lögreglan
varar líka við Louvresafninu, eink-
um í kringum myndina af Monu
Lisu. „Ekki furða þótt Mona gamla
brosi. Hún veit hvaö litlu vasaþjófun-
um gengur vel,“ segir einn lögreglu-
maðurinn.
Einna líklegasti staðurinn til að
verða fyrir líkamsárás er 18. hverfi,
þar sem göturnar eru þröngar og illa
upplýstar. Ef menn fara í þaö hverfi
er best að halda sig á Montmartre
en fara ekki mikið út fyrir hæðina.
Róm
Róm er sífellt að verða hættulegri,
einkum konum.
Nauðganir og aðrar líkamsárásir
koma iðulega fyrir að kvöldlagi í
kringum.ijölfarna staði eins og Piaz-
za Navona og Villa Borghese. Þá er
óvarlegt að vera á ferðinni viö Circus
Maximus þegar skuggsýnt er orðið.
Trastevere hverfið, Páfagarðsmeg-
in við ána Tíber, er frægt fyrir hand-
töskuþjófa. Ferðamenn eru meira að
segja ekki óhultir inni í sjálfum Páfa-
garði, og því best að vera á varðbergi
þar eins og annars staðar.
Vasa- og töskuþjófar starfa í stræt-
isvögnunum sem fara á sögufræga
staði. Einkum skyldu menn vera
varkárir á leiðum 64, 46, 81 og 492.
Þjófarnir nota gjarnan rakvélarblöð
til að skera upp töskur og vasa. Vasa-
þjófar og farangursþjófar eru líka
athafnasamir viö Termini brautar-
stöðina og í næsta nágrenni. Þar
starfa m.a. barnahópar sem sérhæfa
Bílaþiófnadir
á hvorja 100.000 íbiia
Frakkiand Kw>ada V.ÞýskjOand
sig í farangurshlöðnum feröamönn-
um.
Þá er bara að fara varlega í næstu
utanlandsferð, líta vel í kringum sig
og fara ekki inn í dimm skúmaskot
að óþörfu. -gb
I__£._____1_________________JmL_----------------------------------------------------------
Takið eftir vasaþjófinum, litla stráknum sem er að laumast í jakkavasann á burðarmanninum. Svona vinna þeir.
FRÁ ÆFINGASKÓLA
KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Vegna forfalla vantar kennara að æfingaskólanum.
Um er að ræða 2/3 úr starfi við almenna kennslu 7
ára barna. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu skólans. Sími 91 -84566. Skólastjóri
Ja,hver
þrefaldur!
Þrefaldur fyrsti
vinningur í kvöld!
Þreföld ástæða
til að vera með!