Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Sviðsljós
Kirk Douglas á sex syni. Hér er hann með Michael, til vinstri, og Eric, í miöið
Mickey Rooney á sjö börn.
John Carradine á sex syni.
Mjög oft berast fregnir hingað til
lands um að eitthvert stórstimið
hafi eignast bam nýlega eða gengið
í hjónaband. Oft em birtar fréttir um
skilnað þessa sama fólks. Þá koma
stundum fréttir af bömum fræga
fólksins því þau em ófá sem hafa
fetað í fótspor feðra sinna eða
mæðra. En hvað skyldu sumar
stjömumar í Hollywood eiga mörg
böm? Sumar eiga átta, aðrar sjö eða
sex eða jafnvel færri. Börnin em þó
í fæstum tilfellum sammæðra. Við
skulum kíkja á fjölskyldumál nok-
kurra Hollywoodleikara.
Dennis Day, söngvari og leikari,
best þekktur úr útvarps- og sjón-
varpsþáttunum Jack Dennis, á tíu
böm og þar með stærstu fjölskyld-
ima í Hollywood. Þaö merkilega er
að hann á öll bömin með sömu kon-
unni, Peggy.
Óskarsverðlaunahafinn Anthony
Quinn á sjö böm, þrjá syni og fjórar
dætur.
Leikarinn úr sjónvarpsþáttunum
The Beverly Hillbilhes and Bamaby
Jones, Buddy Ebsen, á einnig sjö
börn.
Hinn góðkunni Mickey Rooney er
lika sjö bama faðir úr þremur hjóna-
böndum en hann hefur verið kvænt-
ur átta sinnum. Rooney á fjóra syni
og þijár dætur. Hann kvæntist í
fyrsta skipti árið 1942 og _var Ava
Gardner sú heittelskaða. Það entist
hins vegar aðeins eitt ár. Þá kvænt-
ist hann Betty Jane árið 1944. Þau
áttu tvo syiú saman en hjónabandið
entist aðeins fimm ár. Rooney gekk
fljótlega eftir það að eiga leikkonuna
Mörthu Vickers. Þau eignuöust son
saman en hjónabandið var búiö árið
1951, tveimur árum eftir giftinguna.
Árið 1952 til ársins 1959 var Mickey
Rooney kvæntur Elaine Mahnken en
þaö hjónaband var bamlaust. Hann
varð þó faðir aftur árið 1959 er hann
kvæntist Börbru Ann Thomasen. Þá
eignáðist hann fyrstu dótturina.
Önnur fæddist árið 1960, sú þriðja
árið 1961 og loks kom sonur aftur
árið 1962.
Leikarinn Dean Martin er einnig
sjö bama faðir. Árið 1940 kvæntist
hann Betty McDonald og eignuðust
þau fjögur börn á ámnum 1941-1946.
Þau hjón skildu árið 1949.
Sama ár kvæntist Dean Martin Je-
anne Bieggers og þau eignuðust son
árið 1951, Dean Martin yngri. Annar
sonur þeirra fæddist árið 1953, Ricci,
og 1956 eignuðust þau dóttur, Ginu.
Dean Martin skildi við Jeanne árið
1969.
Eftirtaldar stjörnur eiga sex börn.
• Joan Bennett á fimm dætur og
einn son.
• Carey MacDonaid á þrjá syni og
þijár dætur.
• John Carradine á sex syni.
• Tony Curtis á fjórar dætur og
tvo syni.
• Jose Ferrer á fjórar dætur og tvo
syni.
• Kirk Douglas á sex syni.
• Jason Robards yngri á fjórar
dætur og tvo syni.
• Richard Kiley á fjórar dætur og
tvo syni.
• Jerry Lewis á sex syni.
• Paul Newman á fimm dætur en
eini sonur hans lést af völdum mis-
notkunar á fíkniefnum árið 1978.
Eftirtaldar stjömur eiga fimm böm.
• Don Ameche á þrjá syni og tvær
dætur.
• Frankie Avalon á þijá syni og
tvær dætur.
• Marlon Brando á þrjár dætur og
tvo syni.
• Bill Cosby á fjórar dætur og einn
son.
• Phyllis Diller á fjórar dætur og
einn son.
• Burt Lancaster á þijár dætur og
tvo syni.
• Gregory Peck á fjóra syni og eina
dóttur.
3 góðar
Hér er á ferðinni enn eitt
meistarastykki Johns Car-
penter sem meðal annars
er frægur fyrir myndirnar
The Thing, Fog og Big
Trouble in Little China.
-r
Ein mest sótta hryllingsmynd þessa árs í Bandaríkjunum.
Fight for Life.
Sönn saga upi ótrúlegan
baráttuvilja fólks.
High Spirits
Spennan og grínið í há-
vegum haft.
}hii(líonu sf.,
SÍI
651288