Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Hundruð farast í flóðum Rúmlega tvö hundruð lík hafa nú fundist í verstu flóðum sem gengið hafa yfir Thailand í tæp fjörutíu ár. Um tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns eru sagðir heimilislausir eftir að hús þeirra sópuðust á brott í flóð- unum eöa af völdum aurskriða sem lögðu heil þorp í eyði. Farartæki tók- ust á loft eins og um leikfóng væri aö ræða og vegir eru víða ónýtir. Um tvö hundruð þúsund hektarar af ræktuðu landi hafa orðið fyrir skemmdum. Flóðin fylgdu í kjölfar fimm daga monsúnrigninga sem hóf- ust í byrjun vikunnar. Mestu hörmungarnar urðu þar Bjóða aðstoð í gíslamáli írönsk yfirvöld buðust í gær til þess að aðstoða við frelsun banda- rískra gisla, sem eru í haldi í Líban- on, gegn því að bandarísk yfirvöld hvettu kristna þjóðvarðliða til að láta lausa þrjá írana sem saknað er. Út- varpið í Teheran hafði þetta eftir Rafsanjani þingforseta í gær. íranir komu fyrst með slíkt boð fyrir tveim- ur árum. Þrír íranar hurfu fyrir sex árum í Líbanon og fullyrða írönsk yfirvöld að kristnir þjóðvarðliðar hafi rænt þeim. Tíu bandarískir gíslar eru meðal þeirra átján vestrænna manna sem talið er aö séu í haldi hjá mannræn- ingjum í Líbanon. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í Brussel i gær. Símamynd Reuter Hertölur birtar Hefðbundinn herafli Varsjár- bandalagsins í Evrópu er miklu stærri en Atlantshafsbandalagsins, að því er áætlað er í skýrslu sem Atlantshafsbandalagið kynnti i gær. Framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Manfred Wörner, kynnti skýrsluna á fundi með frétta- mönnum í aðalstöðvum bandalags- ins í Brussel í gær. í henni er gerður samanburður á hefðbundnum her- afla bandalaganna tveggja. Wörner kvaðst vonast til að Var- sjárbandalagið fylgdi eftir yfirlýs- ingu um vilja til að gefa upp tölur um herafla þess. Skýrslan var afhent fulltrúum Varsjárbandalagsins í Vín í gær. sem aurskriða féll niður hlíðar, þar sem tré höfðu verið höggvin niður í leyfisleysi, og niður á tvö þorp. Hundrað lík hafa verið grafin upp úr leðjunni og tvö hundruð manns er saknað. í gær var enn rafmagns- og vatns- laust og bönkum, skólum og mörgum versiunum hafði verið lokað. Herinn flaug meö hrísgrjón og aðr- ar nauðsynjar til afskekktra staða þar sem ófært var með járnbrautum og um vegi. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,5-6 Lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 4-7 Lb 6mán. uppsögn 4-6 Vb.Ab 12 mán. uppsögn 6-10 Ab 18 mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sb Sértékkareikningar 2-5 Ab.Lb,- Ib.Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Bb.Vb,- Sp 6mán. uppsöqn 2-3,75 sP Innlán með sérkjörum 5-12 Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,75-8 Lb Sterlingspund 10,75- 11,25 Ub Vestur-þýsk mörk 3,75-4,25 Ab.Vb,- Sb, Danskarkrónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15,5-18 Ab Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,5-18,5 Ab Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 17,5-21 Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf 8-8,75 Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 15-18 Sb.Bb SDR 9-9,25 Allir nema Bb Bandaríkjadalir 10,5-10,75 Ub.Sb,- Sp Sterlingspund 13,50- 13,75 Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 6,5-6,75 Sb.Sp Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. nóv. 88 20,5 Verðtr. nóv. 88 8.7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 2272 stig Byggingavísitala nóv. 399.2 stig Byggingavisitalanóv. 124,8 stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Verðstodvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,375 Einingabréf 2 1,920 Einingabréf 3 2,196 Fjölþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1,573 Kjarabréf 3.373 Lifeyrisbréf 1.697 Markbréf 1.784 Skyndibréf 1.033 Sjóósbréf 1 1.623 Sjóósbréf 2 1,409 Sjóðsbréf 3 1,157 Tekjubréf 1,570 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eirftskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr Verslunarbankinn 134 kr. Tollvorugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj, 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Samgöngur liggja víða niðri í suðurhluta Thailands vegna gífurlegra flóða sem þar urðu í kjölfar monsúnrigninga undanfarinna daga. Simamynd Reuter Technics HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU JAPIS8 ■ BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ Technics X 800 er hágæða hljómtækjasamstæða með ótrúleg hljómgæði, glæsilegt útlit og framúrskar- andi endingu. Þessi þrjú atriði koma í raun engum á óvart þegar Technics á í hlut. Vegna hagstæðra samninga og skilnings framleið- anda á erfiðu ástandi hér heima getum við boðið þessa samstæðu á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.