Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 48
64
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Sameiginleg dreifingarmiöstöð hjá eggja- og kjúklingaframleiðendum:
Höfum tapað mjög háum
upphæðum í gjaldþrotum
- segir Bjami Ásgeir Jónsson hjá Reykjagaröi
„Það er rétt að menn hafa velt fyr-
ir sér að koma upp sameiginlegri
innheimtustöð fyrir eggja- og kjúkl-
ingabændur. Fyrir okkur vakir að
ekki verði unnt að spila á okkur eins
og hingaö til en við höfum verið að
tapa háum upphæðum í gjaldþrota-
málum að undanfórnu," sagði Bjarni
Ásgeir Jónsson hjá Reykjagaröi hf.
en samtök eggja- og kjúklingabænda
eru nú að íhuga að koma sér upp
sameiginlegri innheimtu- og dreif-
ingarstöð.
Bjarni sagði að eggja- og kjúklinga-
framleiðendur hefðu tapað háum
upphæðum að undanförnu í þeirri
hrinu gjaldþrota sem yfir þjóðfélagið
hefðu dunið. Væri algengt að leikið
væri á framleiðendur með því að
flytja sig yfir á næsta aðila þegar lok-
að hefði verið á verslanir. Því hefðu
þrír framleiðendur tapað á hverju
gjaldþrotamáli. Sagði Bjarni t.d. að
fjórir framleiðendur hefðu tapað til
samans 10 milljónum króna við
gjaldþrot Kjötmiöstöðvarinnar hf.
„Það er vel hugsanlegt að við fáum
einhvern banka til að sjá um inn-
heimtu fyrir okkur. Þetta er fremur
óljóst ennþá en eftir áramót ættu
þessi mál'að skýrast."
Bjarni sagði að rætt hefði verið við
Jón Sigurðsson, fyrrverandi for-
stjóra Miklagarðs, um að hann tæki
að sér stjórn dreifingarmiðstöðvar-
innar en hann er sem kunnugt er „á
lausu". Ekki heföi verið gengið frá
neinu í því sambandi ennþá.
-SMJ
Lionsmenn óánægðir
vegna sölu annarra á
súkkulaðijóladagatölum
„Viö erum ekki með neinn einka-
rétt á sölu þessara jóladagatala en
finnst aö okkur þrengt þegar einka-
aðilar, ekki síst menntaskólar og
sjálft ríkisútvarpið, er að veita okkur
samkeppni. Allur ágóöi af okkar sölu
fer til góðgerðarmála sem allir geta
notið góðs af. Meðal annars eru íjár-
mögnuð kaup á lækningatækjum
fyrir sjúkrahús. Á núvirði nemur
okkar framlag í heild um 33 milljón-
um króna. Sala þessara aðila á jóla-
dagatölum með súkkulaði er lögleg
en algerlega siðlaus að mínu mati,“
sagði Helgi Thorvaldsson, sem er
formaður honsklúbbsins Freys þetta
starfsárið, við DV.
Mikil samkeppni er nú á markaðn-
um fyrir alls kyns jólavörur, eins og
dagatöl og jólakort. Er fjöldi líknar-
og styrktarfélaga með sölu á ýmsum
Akveðið hefur verið að stofna felag
um sorg og sorgarviðbrögö í Keflavik
og Njarðvík. Það eru þjóðkirkju-
prestarnir á svæðinu, prestur að-
ventista og heilsugæslufólk ásamt
fleirum sem standa að stofnuninni.
Fjölmargir sóttu undirbúningsfund
sem haldinn var í vikunni í safnaðar-
heimilinu Kirkjulundi í Keflavík.
Svipaöur félagsskapur er starfandi í
Reykjavík og þykir hafa gefið góöa
raun.
„Þetta hófst raunverulega sl. vetur
þegar viö ákváðum að taka á þessu
máli,“ sagði Ólafur Oddur Jónsson,
sóknarprestur í Keflavík, viö DV.
„Við vildum sjá hver þörfin fyrir
slíkt væri hér suður frá og það náð-
ist mjög góð samstaða. Þá tóku til
varningi í gangi fyrir jólin en jólasal-
an er í flestum tilfellum megintekju-
lind þessara aðila. Að sögn Helga eru
óskráðar reglur um að hvert félag
hafi sitt svæöi, ef svo má að orði
komast, hvað varðar þá vöru sem er
seld.
„Okkar mottó er að fara ekki inn
á svæði hinna í fjáröflunartilgangi.
Nú gengur ríkisútvarpið í broddi
fylkingar meö sölu á jóladagatölum
eins og okkar til styrktar barnaefni
í sjónvarpinu. Er ekki nóg aö vera
skyldaður til að borga afnotagjöld?
Menntaskólarnir safna í ferðasjóð til
að flármagna skemmtiferöir og svo
eru stórmarkaðirnir líka komnir
með fingurna í þetta. Þessir aðilar
standa líknarstarfsemi okkar fyrir
þrifum.
starfa þrir hopar, tveir 1 Keflavik og
einn í Njarðvík. Þessum undirbún-
ingi ætlum við að fylgja eftir núna
með þvi að stofna félag nú í janúar.
Dauði og önnur áföll í lífinu hafa
ekki verið rædd í okkar samfélagi.
Einstaklingurinn hefur orðið að bera
slíkt einn með sjálfum sér. Við upp-
lifum gleði sameiginlega en sorgina
í einrúmi. Þær miklu breytingar,
sem hafa orðið á fjölskyldunni, valda
því að einstaklingurinn er óstuddur
á erfiðum tímum. Áður fyrr tókust
stórfjölskyldurnar á við vandamálin
í sameiningu. Þetta er ekki til nú.
Við viljum því hjálpa fólki til að
vinna sig út úr sorginni og mæta
þannig þörf sem er staöreynd í dag.“
-JSS
David Puttnam. DV-mynd BG
David Puttnam:
Kannar
aðstæður
Þessa dagana er staddur hér á
landi kvikmyndaframleiðandinn
David Puttnam. Hann hefur hér
stutta dvöl í þetta skiptið. Hann
mun skoða sig um í dag og kanna
aðstæður og hvort það henti hon-
um að láta kvikmynda á íslandi.
í gær hélt hann fyrirlestur fyrir
kvikmyndagerðarmenn.
David Puttnam, sem hér er í
boði tímaritsins Næst á dagskrá,
er sjálfsagt þekktasti kvikmynda-
framleiðandi i Evrópu og á að
baki glæsilegan feril í heimalandi
sínu, Englandi. Má nefna myndir
eins og Gal, Local Hero, Chariots
of Fire, The Killing Fields og The
Mission.
í stuttu spjalli við DV sagðist
Puttnam nú vera að vinna að
undirbúningi sex kvikmynda
sem verða geröar á næstu fjórum
árum. Ekki vildi hann tjá sig nán-
ar um hverjar þessar kvikmyndir
væru, sagði málin vera á við-
kvæmu stigi.
-HK
Stofna félag um sorg
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
ÍNóatún 31, 1. hæð vinstri, þingl. eig.
Tryggvi Eiríksson og Ágústa Tómas-
dóttir, miðvikud. 30. nþv. ’88 kí. 10.30.
, Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki ís-
' lands hf.
Nóatún 31, 2. hæð vinstri, þingl. eig.
Kristinn Steingrímsson og Una Jó-
hannsd., miðvikud. 30. nóv. ’88 kl.
10.30.. Úppboðsbeiðandi er Útvegs-
banki íslands hf.
Nóatún 31, 3. hæð hægri, þingl. eig.
Guðjón Karlsson, miðvikud. 30. nóv.
’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Út-
vegsbanki Islands hf.
Nóatún 31, 3. hæð vinstri, þingl. eig.
Lilja Pétursdóttir, miðvikud. 30. nóv.
’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Út-
vegsbanki Islands' hf.
BORGARFÓGETAEMBÆTTE) í REYKJAVÍK
Nauðungaruppboð
annað og siðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Álfheimar 28, 1. hæð t.h., þingl. eig.
Vilhjálmm- Þórðarson, miðvikud. 30.
nóv. ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er
Helgi V. Jónsson hrl.
BORGARFÓGETAEMBÆTTÐ í REYKJAVÍK
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Bergstaðastræti 43, neðri hæð, þingl.
eig. Guðmundur I. Bjamason hf., fer
ffam á eigninni sjálffi þriðjud. 29.
nóv. ’88 kl. 16.45. Úppboðsbeiðendur
eru Guðjón Armann Jónsson hdl. og
Ásgeir Thoroddsen hdl.
Drápuhlíð 33, efri hæð, þingl. eig.
Guðmundur Axelsson, ferffam á eign-
inni sjálfri þriðjud. 29. nóv. ’88 kl.
15.30. Úppboðsbeiðendur em Veðdeild
Landsbanka íslands og Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Snorrabraut 42, 1. hæð, talinn eig.
Sigurður Torfi Sigurðsson, fer ffam á
eigninni sjálfri þriðjud. 29. nóv. ’88
kl. 16.00. Úppboðsbeiðendur em Veð-
deild Landsbanka íslands, Sveinn
Skúlason hdl., Ásgeir Thoroddsen
hdl., Friðjón Öm Friðjónsson hdl. og
BúnaðarSanki íslands.
Vogaland 1, þingl. eig. Bjöm Trausta-
son, fer ffam á eigninni sjálfri mið-
vikud. 30. nóv. ’88 kl. 15.45. Uppboðs-
beiðandi er Ólafur Axelsson hrl.
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK
A&næli
Ingileif Þ. Steinsdóttir
Ingileif Þ. Steinsdóttir, Hvassaleiti
25, Reykjavík, verður áttræð í dag.
Ingileif Þóra fæddist á Lambalæk í
Fljótshlíð og ólst þar upp. Hún gift-
ist 16. september 1934 Sveini Sigur-
þórssyni, b. í Kollabæ í Fljótshlíö.
Foreldrar hans voru Sigurþór Ólafs-
son, b. og oddviti í Kollabæ, og kona
hans, Sigríður Tómasdóttir. Dætur
Ingileifar og Sveins eru Steinunn,
f. 28. ágúst 1933, gift Jóni Stefáns-
syni, Sigríður, f. 30. maí 1939, gift
Agústi Olafssyni, og Sigurbjörg, f.
10. j úní 1950, gift Viöari Pálssyni, b.
á Hlíðarbóli í Fljótshlíð. Systkini
Ingileifar eru Gunnbjörg, f. 13. maí
1910, gift Ágústi Ólafssyni, pípu-
lagningamanni í Rvík, og Ölafur, f.
20. nóvember 1911, b. á Kirkjulæk í
Fljótshlíð, kvæntur Maríu Jóns-
dóttur.
Foreldrar Ingileifar voru Steinn
Þórðarson, b. á Lambalæk, og kona
hans, SigurbjörgGunnarsdóttir.
Steinn var sonur Þórðar, b. á
Lambalæk, bróður Magnúsar, afa
Magnúsar Þorgrímssonar sálfræð-
ings. Þórður var sonur Guðmundar,
b. og formanns í Bala í Þykkvabæ,
Guðmundssonar, b. í Gvendarkoti í
Þykkvabæ, Höskuldssonar. Móðir
Guðmundar Guðmundssonar var
Helga Grímsdóttir, b. í Miðey í
Landeyjum, Jónssonar, ogkonu
hans, Jódísar Þórðardóttur, b. og
hreppstjóra í Voðmúlastaöahjáleigu
í Landeyjum, Gíslasonar. Móðir
Þórðar var Margrét Þórðardóttir,
b. í Miðkoti í Þykkvabæ, Jónssonar,
b. í Neðradal undir Eyjafjöllum,
Auðunssonar. Móðir Þórðar var
Helga Sveinsdóttir, b. á Reynifelli á
Rangárvöllum, Snorrasonar. Móðir
Margrétar var Margrét, systir Gísla,
langafa Eggerts, afa Þorsteins Gísla-
Ingileif Þ. Steinsdóttir
sonar fiskimálastjóra, Eggerts Þor-
steinssonar, fyrrv. ráðherra, og
langafa Gunnars Arnar listmálara
og Þórðar Steinars hrl. Margrét var
dóttir Gísla, b. í Steintópt, Jónsson-
ar og konu hans, Guðríðar Jóns-
dóttur. Móðir Steins var Ingileif
Jónsdóttir, b. og alþingismanns í
Eyvindarmúla í Fljótshlíð, Þórðar-
sonar, b. í Eyvindarmúla, Jónsson-
ar.
Móðir Ingileifar var Ingibjörg
Hahvarðsdóttir, b. og smiðs í
Neðradal undir Eyjafjöllum, Jóns-
sonar og konu hans, Ingibjargar
Jónsdóttur, b. og hreppstjóra í
Stórumörk undir Eyjafjöllum, Guð-
mundssonar. Móðir Jóns var Ingi-
ríður Ólafsdóttir Thorlacius, prests
í Miðmörk, Jónssonar, Thorlacius,
sýslumanns í Berufiröi, Jónssonar,
sýslumanns í Berunesi, Þorláksson-
ar, biskups á Hólum, Skúlasonar,
ættfoður Thorlaciusættarinnar.
Ingileif tekur á móti gestum eftir
kl. 15 á afmælisdaginn.
Gestur H. Sigurjónsson
Gestur H. Sigurjónsson, Keldulandi
3, Reykjavík, er sjötugur í dag.
Gestur Hörður er fæddur í Saurbæj-
arhreppi í Eyjafirði og ólst upp í
Rvík. Hann lauk Samvinnuskóla-
prófi 1936 og var sjómaður til 1939.
Gestur lauk loftskeytaprófi 1941 og
var afgreiðslumaður á bifreiða-
stöövum en hefur undanfarin ár
verið leigubílstjóri. Hann hefur set-
ið í stjórn Samvinnufélagsins Hreyf-
ils og í stjórn stéttarfélags bifreiða-
stjóra.
Gestur kvæntist 18. maí 1941,
Guönýju Nikulásdóttur, f. 12. júlí
1922. Foreldrar hennar eru Nikulás
Á. Steingrímsson, bifreiðakennari í
Rvík, og kona hans, Kristín Sigríður
Magnúsdóttir. Börn Gests og
Guðnýjar eru Svava Sigríður, f. 2.
mars 1939, myndlistarmaður á Sel-
fossi, gift Trausta Gíslasyni kenn-
ara, Sigurjón Jónas, f. 7. ágúst 1944,
Gestur H. Sigurjónsson
matreiðslumaður á Sauðárkróki,
kvæntur Svanborgu Guðjónsdóttur,
sem starfar við sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki, Rósa Guðný, f. 11. apríl
1947, hefur lokið námi í glugga-
skreytingum og skiltagerð, gift
Kristjáni Jóni Hafsteinsssyni bíla-
málara. Foreldrar Gests voru Sigur-
jón Jónsson, rithöfundur í Rvík, og
Rósa Jónasdóttir.
Til hamingju með daginn
85 ára
Sigríður Sigurðardóttir,
Halharbraut 17, Hólmavík
80 ára
Guðný Magnúsdóttir,
Boðahlein 25 Garöabæ. Hún tekur á
móti gestum í húsi Slysavarnafélagsins
að Hjallahrauni 9, Hafnarílrði, kl.
15-18.
Anna Halldórsdóttir,
Viðilundi 6H, Akureyri.
Sigurmundur Guðnason,
Skipasundi 38, Reykjavik.
70 ára
Sigurgeir Jóhannsson,
Bakkakoti 2, Leiðvallahreppi, Vestur-
Skaftafellssýslu.
60 ára
Ásdís M. Sigurðardóttir,
Möðrufelli 1, Reykjavík.
50 ára
Koibrún Dóra Indriðadóttir,
Otrateigi 42, Reykjavík.
Jóhannu Haraldsdóttir,
Vesturbergi 163, Reykjavík.
Guðný Hrönn Þorsteinsdóttir,
Stórholti 39, Reykjavík.
Brynjar Snorrason,
Vesturbergi 144, Reykjavík.
Ester Bára Gústafsdóttir,
Álfaskeiði 84, Hafnarfirði.
Helgi Ingvarsson,
Sólheimum, Hvolhreppi, Rangárvalla-
sýslu.
40 ára
Hákon Björnsson,
Akurholti 1, Mosfellsbæ.
Svanhildur Leifsdóttir,
Smyrlahrauni 30, Hafnarfirði.
Guðmundur Karl Stefánsson,
Leirubakka 30, Reykjavík.
Steinunn B. Geirdal,
Öldugötu 57, Reykjavík.
Pálmi Sveinsson,
Hvannahlíð 6, Sauðárkróki.
Finnur Sigfús Illugason,
Bjargi, Skútustaðahreppi, Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Gunnar Vilhelmsson,
Unufelli 23, Reykjavík.
María Björg Sigurðardóttir,
Kiytjaseli 6, Reykjavík.
Július Fossberg Árnason,
Mávahlíð 5, Akureyri.
María Ragnhildur Eyþórsdóttir,
Sunnubraut 2, Laxárdalshreppi, Dala-
sýslu,