Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Líkamsrækt
Ertu
nokkuð
að
gefast
upp?
þjálfunarprógrammi - í gegnum súrt
og sætt.
Æfingin
Margir þeirra sem gefast upp í lík-
amsræktinni hætta einfaldlega
vegna þess aö þeir hafa ekki valið
æfingar viö hæfi. Bestu æflngarnar
eru þær sem þykja skemmtilegar og
maður nýtur þess aö spreyta sig á.
Reyndu að velja þér íþrótt eöa æfing-
ar sem henta persónuleika þínum.
Ef þú ert fyrir að vera í ró og næði
er líklegt að blak eða handbolti sé
ekki íþróttin þín. Þér hentar eflaust
miklu betur að fara einn út að skokka
eða synda. Leiðist þér einvera dreg-
urðu auðvitað næsta mann með þér
í skokkiö.
En leiði orsakar oft einnig að fólk
gefst upp í líkamsræktinni. Því getur
Þótt líkamsrækt af ýmsu tagi sé
afar vinsæl og orðin fastur punktur
í lífl margra stundar meirihluti fólks
ekki líkamsþjálfun reglulega allt árið
um kring.
Flestir hoppa og skoppa í einhvem
tíma en hafa svo „mjög góðar afsak-
anir'' til að sleppa þjálfuninni um
stundarsakir. En sá frítími vill oft
verða lengri en áætlað var í fyrstu
og sífellt erfiðara verður að fara af
staö aftur.
Lítill og ónógur tími er aðalafsök-
unin, jiú, eða þreyta, blankheit eða
eitthvað þaöan af verra því að lik-
amsþjálfunin þarf, eins og allir vita,
ekki að kosta neitt og tími til þjálfun-
ar líkamans ætti að hafa forgang. Þá
yrði líka þreytan örugglega á bak og
burt en nóg um það.
Ef þú nærð góðum tökum á eftirfar-
andi atriðum mun þér reynast auð-
veldara að halda uppi skynsamlegu
Þótt þorri fólks stundi likamsrækt af einhverju tagi gera fæstir það reglulega allan ársins hring. Hinar ýmsu afsak-
anir eru gefnar til að „sieppa við“ að reyna á sig: „Æ’i, ég er of slappur til að hlaupa í dag,“ og svo framvegis. Þá
er bara að gera hlaupið eða sundið að vana - einhverju sem þú getur ekki sleppt, eins og að bursta í þér tennurnar.
verið nauðsynlegt að breyta um æf-
ingar eða íþróttir öðru hveiju.
Iðkandinn
Vertu jákvæöur í garð æfinganna
sem þú iðkar. Þær stuðla umfram
allt að bættri líkamlegri og andlegri
heilsu þinni. Mundu það. Vertu þol-
inmóður, farðu þér hægt í byrjun og
settu þér skynsamleg markmið. Of
miklar æfingar geta leitt til leiða,
ofþreytu, meiðsla og jafnvel veik-
inda.
Umhverfið
Það skiptir miklu máli hvar þú
æfir. Ef þú æfir innandyra á þrek-
hjóh er fúlt að stara alltaf á sömu
hvítu veggina dag eftir dag. Færðu
hjólið til og horfðu jafnvel á sjón-
varpið á meðan þú hjólar. Þaö sama
á viö um aðrar æfingar sem geröar
eru heima við. Gerðu þær í aðlað-
andi umhverfi, hlustaðu á tónhst og
láttu þér hða vel.
Hlátur er afar hollur
Hlátur er hollur.
Oft er sagt að öllum sé hollt aö gráta
öðru hverju en það er enn hollara
að hlæja. Hlátur getur stundum kom-
ið í stað bestu meðala. Sú er að
minnsta kosti skoðun sumra lækna
og sérfræöinga sem kannað hafa
þetta mál.
Fimmtán mínútna hlátri á dag líkja
þeir viö innvortis skokk eöa heilsu-
rækt. Góður skammtur á degi hverj-
um minnkar stressiö margumtalaða,
hnar andlegar og líkamlegar þrautir
og eykur á almenna vellíðan.
Það er skoðun þeirra sérfræöinga,
sem láta sig máhð varða, að hlátur
geri fólk hamingjusamara, heilbrigð-
ara, sjálfsöruggara og að öllu leyti
heilbrigðara. Skyldi einhvern undra?
Þótt engar ítarlegar rannsóknir
hafi verið gerðar á fyrirbærinu hafa
þessir sömu læknar mikla trú á
hlátri sem alhliða lækningamætti.
Hló sig út
úr veikindimum
Umræðan um hlátur á þessum nót-
um hófst fyijr alvöru þegar rithöf-
undurinn Norman Cousins gaf út
bók þar sem hann skýrir frá reynslu
sinni varðandi hlátur. Segir hann
engan vafa leika á að hann hafi hleg-
ið sig út úr ólæknandi sjúkdómi sem
hann var með. Þegar hann lá hvað
veikastur á sjúkrahúsi bað hann um
að fá að sjá grínmyndir sem hann
hafði reglulegt dálæti á. Og hann hló
og hló. Segir hann það hafa bjargað
sér frá þeim skæða sjúkdómi sem
hijáði hann. Meö því að dreifa hug-
anum ,og skemmta sér við grín-
myndir tókst honum að vísa krank-
leikanum á dyr. Hann hugsaði ekki
um hve bágt hann átti heldur hló að
gríninu'. Þannig telur hann að nei-
kvæðum áhrifum í líkamanum hafi
verið bægt frá.
Eftir að Cousins sendi frá sér þess-
ar lýsingar fékk hann bréf frá fjölda
lækna og sérfræðinga sem sögðust
geta tekið undir það með honum að
hlátur hefði vissulega jákvæð áhrif á
alla starfsemi líkamans. Voru þeir
sammála um að hlátur, eða í það
minnsta jákvætt hugarfar, heíði
hjálpað mörgum manninum. Eins og
áður hefur verið lýst losar hlátur um
alla spennu og álag sem getur verið
verðmætt þegar á móti blæs.
Hlátur góður
fyrir hjartað
William F. Fry, læknir viö Stan-
ford-háskólann í Bandaríkjunum,
hefur í áraraðir trúaðá áhrif lundar-
fars á líkamlega vellíðan. Hann segir
að hlátur geti haft góð áhrif á líkam-
legt ástand. Þótt það hafi ekki verið
rannsakað segir hann hlátur hafa
þau áhrif á heilann að hann fram-
leiði ákveðin hormón sem hafi góð
áhrif á endorfínmyndun í líkaman-
um. Endorfíniö eykur á líkamlega
vellíðan. William undirstrikar það
einnig að hlátur hafi jákvæð áhrif á
hjartað og blóðþrýstinginn, losi um
streitu og sé jafnvel góð leið við að
hreinsa lungun.
Lærðu að hlæja
Erum við ekki alltof alvarleg,
svona í þaö heila? Væri ekki hægt
að taka það rólega og gera dálítið
grín að sjálfum sér? Þaö eru ótrúlega
margir sem eiga erfitt með að gera
grín að sjálfum sér og taka þá lífið
of alvarlega.
Klukkan fiögur hvem einasta dag
skaltu líta yfir það sem hðiö er dags-
ins. Ef þú hefur ekki gert neitt grín
og því síður hlegið er illt í efni. Gerðu
eitthvað í málunum. Stattu á haus
eða segðu fáránlegan brandara.
Hristu dáhtið upp í barninu í þér og
vinnufélögunum. Það getur verið svo
þægilegt. Þótt við lítum út fyrir að
vilja vera tekin alvarlega þá viljum
við líka gera grín.
Mundu samt að hlæja aldrei AÐ
öðrum heldur bara MED öðmm.
Grín á kostnað annarra er ekki
heilsubót.
Reyndu aö brosa eða hlæja næst þeg-
ar þú verður reiður. Þér mun reyn-
ast erfitt að vera reiður með bros á
andlitinu.
Segðu stundum eitthvað út í hött í
lyftunni eða úti í búð; eitthvað sem
kemur öðrum til að hlæja eða að
minnsta kosti brosa.
Eigirðu ekki börn skaltu samt
finna tíma með smábörnum annað
slagið. Það jafnast ekkert á viö að
gantast við smákrakka semeru upp-
fulhr af fiöri og þekkja htt alvöru lífs-
ins.