Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 30
46
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Kvikmyndir
Sjálfstæd kvikmyndagerð
Á þessu ári á breska kvikmynda-
gerðarfyrirtækið Handmade Films 10
ára afmæli. Þótt hér sé ekki um langt
timabil að ræða verður þetta að telj-
ast góður árangur því flest ný kvik-
myndagerðarfyrirtæki leggja upp
laupana innan fárra ára frá stofnun.
Ástæðan er sú að þau eru of lítil til
að þola skellinn ef einhver mynd
þeirra fær lélega aðsókn.
Undanfarinn áratug hefur þróunin
verið sú að litlu óháðu kvikmynda-
gerðarfyrirtækin hafa átt æ erfiðara
uppdráttar. Sífellt hækkandi fram-
leiðslukostnaður kvikmynda gerir
það að verkum að þau leggja oft of
mikið undir og mega ekki viö því að
myndum þeirra sé hafnað af áhorf-
endum. Því virðast stóru kvik-
myndaverin, eins og Paramount og
Columbia, verða stærri og stærri á
kostnað þeirra litlu.
Því verður það að teljast afrek þeg-
ar lítið kvikmyndagerðarfyrirtæki,
eins og Handmadé Films í Bretlandi,
getur haldið upp á 10 ára afmæh sitt
án þess að hafa orðið fyrir meiri hátt-
ar skakkafalli og hafa framleitt á
þessu tímabili einar 22 myndir. Ekki
sakar það heldur að Handmade
Films leggur mikið upp úr því að
kvikmyndagerðarmaðurinn fái að
halda hstrænu frelsi sínu þannig að
mjög sérstakt samband hefur mynd-
ast milli Handmade Films og þeirra
sem vinna við kvikmyndir þess.
Fyrrverandi bítill
Þótt undarlegt megi virðast er einn
af höfuðpaurum Handmade Films
sjálfur bítillinn George Harrison.
hann stofnaði þetta kvikmyndagerð-
arfyrirtæki ásamt félaga sínum, Den-
is O’Brien, sem starfaði sem við-
skiptalegur ráðgjafi hjá Harrison.
Eins og svo oft áður var hér um að
ræða röð tilviljana. Þeir félagar vilja
þakka samsteypunni EMI fyrir að
hafa neytt þá af stað. Þannig er mál
með vexti að Monty Python-hópur-
inn var aö undirbúa gerð kvikmynd-
arinnar The Life of Brian sem EMI
ætlaði að framleiða. þeir félagar
höfðu lagt í umtalsverðan kostnaö
sjálfir þegar EMI fékk einhvern bak-
þanka og aíþakkaði framleiðslurétt-
inn.
Sem betur fór mundi einn úr hópn-
um eftir þvi að hann haföi hitt Harri-
son fyrir stuttu í Los Angeles og þar
hafði Harrison tjáö honum að hann
væri aðdáandi Monty Python. Því
var leitað á hans náðir og tók George
Harrison að sér að útvega fjármagn
sem endaði með því að þeir félagam-
ir, Harrison og Denis, fjármögnuðu
alla myndina. Þar með var boltinn
kominn af stað.
Frumlegt nafn
Mörgum hefur þótt nafnið
Handmade Films frumlegt þegar það
birtist fyrst á hvita tjaldinu. Breskur
handiönaður kemur fyrst upp í hug-
anum en sú hugsun hverfur þegar
kemur í ljós að myndir Handmade
Films eru ekki síöur atvinnumanns-
legar en myndir stóru bandarísku
kvikmyndaveranna.
En nafnið á sér skemmtilega sögu
og má rekja til forláta peysu sem
George Harrison átti fyrir tíu árum.
Á merkimiðanum, sem festur var
aftan á peysukragann, mátti lesa
„Hand-Made in Hong Kong“. Þar
með var hugmyndin komin.
Þeir sem hafa starfað fyrir
Handmade Films sýna fyrirtækinu
mikla tryggð enda hefur í gegnum
árin skapast gott traust milli sam-
starfsaðilanna. Monty Python-hóp-
urinn hefur gert 3 myndir hjá
Handmade Films og leikarinn Mic-
hael Palin lék bæði í A Private Func-
tion og svo Mission þar sem hann
skrifaði einnig handritið.
Bob Hoskins
Bob Hoskins ér einn þeirra leikara
sem vilja launa Handmade Films
greiöann. Á sínum tíma átti að láta
annan leikara tala inn á erlendu út-
Atriði úr Mona Lisa,
aö Handmade Films ætti að hafa að
leiðarljósi, innan skynsamlegra
marka, að þeir sem sæju um listrænu
hliðina ættu einnig að sjá um pen-
ingalegu hliðina í stað þess að láta
fjármálasérfræðingana um það.
Þetta hljómar vel á pappír en í reynd
var þetta ekki svo auðvelt. Samt sem
áður hefur það sýnt sig að Handmade
Films er tilbúið að taka áhættu þegar
um góðar listrænar myndir er aö
ræða. Þessu verður ef til vill best
lýst með orðum leikarans Palins sem
hefur sagt: „Handmade Films er til-
búið að taka áhættu með óþekkt efni
sem jafnvel gæti reynst því hættu-
legt. Þetta er eitt af fáum fyrirtækj-
um í þessari grein sem vill gera eitt-
hvað vegna þess að það hefur ekki
verið gert áður í stað þess að fylgja
eftir Hollywoodlínunni og gera eitt-
hvað vegna þess að einhver er búinn
að gera sama hlutinn áður með góð-
um árangri."
Misjafn sauður
Sem dæmi um áhættusama mynd
má taka Time Bandits sem gerð var
1981. Hér var um að ræða tiltölulega
óþekktan leikstjóra með handrit sem
fjallaði um ferðalög úr einu tíma-
rúmi yfir í annað. Dæmið gekk hins
vegar upp og allir fengu eitthvað fyr-
ir sinn snúð.
Hins vegar má velta fyrir sér hvers
vegna Handmade Films gerði hina
mislukkuðu mynd Shanghai Sur-
prise með þeim hjónakornunum
Madonnu og Penn í aðalhlutverkum.
Ýmislegt fór úrskeiðis. Meðal annars
fór kostnaður nokkuð úr böndunum.
Hins vegar slapp Handmade Films
með skrekkinn því þeir félagar hafa
lært að selja eins mikið fyrirfram og
hægt er af sýningarréttinum, jafnvel
áður en kvikmyndataka hefst. Því
voru þeir búnir að tryggja sig gegn
þeim möguleika að myndin yrði mis-
lukkuð eins og raunin varð á.
Handmade Films hefur ekki alltaf
gengið vel eins og með myndirnar
Privates on Parade og svo Water með
Michael Caine í aðalhlutverki.
Framtíðin
Það er mikið um að vera þessa
dagana hjá Handmade Films. Að
undanfómu hafa verið frumsýndar
þrjár nýjar myndir. Fyrst má nefna
Five Corners með Jodie Foster í aðal-
hlutverki. Myndin er byggð á hand-
riti óskarsverðlaunahafans Patricks
Hér er Bob Hoskins í The Lonely Passion of Judith Hearne.
gáfuna af The Long Good Friday þar
sem rödd Hoskins þótt of bresk.
Handmade Films keypti dreifingar-
réttinn og Hoskins fékk að halda
röddinni sinni. Hann ákvað síðan að
þiggja boð Handmade Films og leika
Kvikmyndir
Baldur Hjaltason
smáglæpamanninn í hinni minnis-
stæðu mynd, Mona Lisa, og svo ný-
lega einnig í The Lonely Passion of
Judith Heame sem Handmade Films
framleiddi. Hoskins er einnig nýbú-
inn að leikstýra sinni fyrstu mynd
fyrir félagið og ber sú heitið The
Raggedy Rawney. Þess má geta að
hann fer einnig með eitt aðalhlut-
verkið.
Listrænn tilgangur
Þeir George Harrison og Denis
O’Brian voru sammála í upphafi um
Handmade Films gerði mynd Nicolas Roeg, Track 29.
Shanley og einnig er þetta fyrsta
myndin frá Handmade Films sem
tekin er í Bandaríkjunum. Jack Clay-
ton er aftur sestur í leikstjórastólinn
og í þetta sinn er hann með The Lone-
ly Passion of Judith Hearne. Að lok-
um má svo nefna The Raggedy Raw-
ney.
Lengra fram undan em svo myndir
eins og How to Get Ahead in Advert-
ising sem er leikstýrð og samin af
Brace Robinson sem á sínum tíma
leikstýrði Withnail and I fyrir
Handmade Films. The Pow-Wow
Highway íjallar um tvo indíána sem
eru aö ferðast um Bandaríkin í göml-
um Buick í leit að réttlæti. Þetta er
fyrsta mynd Jonathans Wack sem
fær sína eldskím hjá Handmade
Films.
Það era fleiri spennandi myndir í
uppsiglingu þannig að þeir sem hafa
gaman af myndum Handmade Films
þurfa ekki að örvænta yfir mynda-
skorti á næstunni. B.H.
Helstu heimildir: Films and Filming
Variety