Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
11
Vilhelm G. léttist um
átta kíló við upptökuna
„Við völdum venjulegt fólk til að
vera með okkur á myndbandinu og
tókst að létta það verulega meðan á
upptökum stóð. Vilhelm G. Kristins-
son fréttamaður hafði t.d. lést um
átta kíló á hálfu ári,“ segir Jónína
Benediktsdóttir, leikflmikennari og
félagi Ágústu Johnsen um rekstur
eróbikkstúdíós. Báðar hafa þær líka
fengist við þjálfa landann í gegnum
íjölmiðla, Jónína um árabil í morg-
unleikfimi útvarpsins og Ágústa í
sjónvarpsþáttum síðastliðinn vetur.
Nú hafa þær lagt saman við gerð
myndbands með tveimur leikflmi-
þáttum. Jónína neitar ekki að hug-
myndin sé fengin frá Jane Fonda sem
um árabil hefur veriö helsta fyrir-
mynd Amerikumanna í líkamsrækt.
Á fyrsta myndbandinu eru tveir
þættir. Sá fyrri er fyrir byrjendur
sem lítið eða ekkert hafa komið
nærri leikfimi. Þar eru allar hreyf-
ingar útskýrðar í smáatriðum og far-
ið rólega yfir. „Þetta hefur aldrei
verið gert áður því yfirleitt eru svona
myndbönd framleidd fyrir fólk sem
er í góðri þjálfun fyrir,“ segir Jónína.
Síðari þátturinn á myndbandinu
er hraðari og ætlaður fyrir fólk sem
hefur stundað leikfimi. „Þessi þáttur
gæti hentað fyrir fólk sem æft hefur
samviskusamlega eftir fyrri þættin-
um í tvo mánuði eða svo,“ segir Jón-
ína.
Jónína segir að þessir þættir séu
verulega frábrugnir þeim sem sýndir
voru í sjónvarpinu í fyrra. „Þar átti
að sýna nýjungar í leikfimi til að
vekja áhuga á líkamsrækt fremur en
að fá fólk til að vera með,“ segir Jón-
ína. „Við förum mun hægar yfir og
ætlumst til að fólk nýti sér þættina
til að æfa eftir.“
Jónína ætlar nú að gera hlé á
Hópurinn sem tók þátt í gerð myndbandsins. Vilhelm G. Kristinsson stendur stæltur að baki.
kennslu mn tíma og hverfa til náms
í fjölmiðlafræðum í Svíþjóð. „Mig
langar til að læra gerð fræðsluþátta
fyrir böm,“ segir Jónina. „Ég er ekki
hætt að vinna með Ágústu þótt eitt-
hvert hlé verði á. Það var kominn
tími til fyrir mig að breyta til.“
-GK
Breiðsíðan
íslenskir leikfimiþættir í stíl Jane Fonda:
DV-mynd